Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 29 HINN 17. október sl. birtist á heimasíðu Landlæknis umfjöllun um frumvarp sem liggur fyrir Al- þingi um afnám einkasölu á áfengi og lækkun áfengisgjalds. Er þar vakin athygli á samfélagslegum skaða sem frumvarpið gæti valdið verði það að lögum, og er m.a. stuðst við bókina Alcohol: No Ordinary Commodity – Rese- arch and Public Po- licy eftir Thomas Ba- bor o.fl. sem byggist á viðamiklum rann- sóknum á áfeng- ismálum. Kemur þar m.a. fram að verð og skattlagning hafa áhrif á neyslu og að „takmörkun af- greiðslutíma, fjölda söludaga og sölustaða helst í hendur við minni neyslu og tjón af völdum hennar.“ (www.landlaeknir.is) Engin lögleg vara veldur raunar jafn miklu líkamlegu, sál- rænu, félagslegu og andlegu böli og áfengi og því er ljóst að ofangreindar breyt- ingar munu leiða til verra samfélags á Ís- landi þótt ástæðulaust sé að setja fram heimsendaspá í því sambandi. Þrátt fyrir þessar augljósu stað- reyndir hafa sautján þingmenn lagt til þessar breytingar handa þjóð sinni. Hvernig má það vera? Við sjáum fyrir okkur tvær skýringar. Önnur er sú að þing- mennirnir neiti að horfast í augu við vandann. Þeir halda því t.d. blákalt fram að frumvarpið muni ekki leiða til aukinnar áfengisneyslu. Neytendur muni einfaldlega smygla minna og brugga minna. Aukningin verði öll á kostnað ólög- legrar neyslu. Engin rök fylgja þessari tilgátu sem virðist til þess fallin að afsaka neysluaukningu í framtíðinni verði frumvarpið að lögum. Í því tilviki mætti alltaf segja að mæld aukning á neyslu áfengis væri bara á kostnað hinnar ólöglegu (ósýnilegu?) neyslu. Ýmis ummæli þingmannanna benda til þess að þeir vilji ekki við- urkenna líklegustu afleiðingar frumvarpsins. Þó höldum við að þetta sé ekki aðalskýringin á mála- tilbúnaðinum. Okkur sýnist að hún hafi með frelsi að gera. Þingmenn- irnir virðast telja að frumvarpið sé svar við kalli nútímans um minna forræði og meira frelsi. Frelsinu fylgi vissulega hætta á misnotkun, en menn þroskast ekki nema þeir hafi frelsi til að læra af mistökum sínum. Vilji menn vinna gegn mis- notkun áfengis ætti að auka for- varnarstarf og fræðslu. Þannig geta þingmennirnir sagt þjóð sinni að þótt frumvarpið muni hafa slæmar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag – þeir geta leitt líkum að því jafn vel og allir aðrir – þá sé það sett fram í þágu gildis sem við metum óhemju mikils (frelsisins) og, sé horft til langs tíma skipti það öllu. Á mannamáli hljómar þetta þannig: „Ef þið eruð full- veðja einstaklingar eigið þið að geta umgengist ódýrt áfengi í mat- vörubúðum. Og ef þið getið það ekki (aumingjarnir ykkar) munum við aðstoða ykkur með fræðslu og forvarnarstarfi.“ Meginvandinn við þennan mál- flutning er sá að ekki hefur verið sýnt fram á að skipan áfengismála á Íslandi feli í sér frelsisskerð- ingu. Skoðum málið nánar. Er frelsi hins almenna neytanda skert með núverandi tilhögun? Ekki er nóg að benda á að aðgengi að áfengi sé takmarkað hérlendis. Þingmennirnir vilja sjálfir við- halda ýmsum aðgangshindrunum (t.d. á ekki að leyfa sölu áfengis í sölu- turnum eða sjoppum), og þeir verða því að sýna hvernig núver- andi takmarkanir skerða frelsi. Slíkar hindranir geta verið frelsisskerðandi meini þær fullveðja einstaklingum að kaupa áfengi. Á Ís- landi fer fjarri að svo sé. En slíkar hindr- anir geta líka verið frelsisskerðandi mis- muni þær ein- staklingum, t.d. ef leitt væri í lög að ein- ungis mætti selja áfengi á SagaClass og í klúbbum auðmanna. John Stuart Mill, sönn fyrirmynd frels- isunnenda, mælti ein- dregið gegn slíkum takmörkunum. En nú er ljóst að engin slík mismunun er við lýði á Íslandi (Mill mælti fyrir háum sköttum á áfengi). Allir fullveðja Íslendingar hafi greiðan aðgang að áfengi, og þeir hafa allir jafnan aðgang að því. Núverandi skip- an felur einungis í sér visst óhagræði fyrir neytendur áfengis. Sá sem ekki sér muninn á frelsisskerðingu og óhagræði hegðar sér eins og krakki sem vill hafa hlutina ná- kvæmlega eftir sínu geðslagi án þess að taka tilliti til annarra. Væri takmörkun á sölu áfengis ekki studd rökum og vísindalegum gögnum, heldur einungis siðferð- isvandlætingu, mætti taka heils- hugar undir málflutning þing- mannanna. En þeir hafa ekki sýnt að svo sé. Óljóst tal þeirra um frelsi virðist einungis tilraun til að koma í veg fyrir málefnalega um- ræðu um alvarlegt samfélags- vandamál, og gera þá tor- tryggilega sem viðra raunveruleg og rökstudd áhyggjuefni um sölu áfengis. Niðurstaða okkar er sú að frumvarp þetta geti valdið umtals- verðum skaða. Ef marka má vís- indalegar rannsóknir mun skaðinn m.a. koma fram í auknum fjölda þeirra sem verða áfengissýki að bráð en aukin tíðni sjúkdómsins veldur heilsutjóni, ótímabærum dauða og einnig auknum sam- félagslegum kostnaði. Sá siðferði- legi ávinningur sem flutnings- menn frumvarpsins sjá fyrir sér (aukið frelsi) er ekki ljós og virðist byggður á misskilningi. Ávinning- urinn sem á að vega upp fyr- irsjáanlegan skaða virðist raunar tóm ímyndun. Við skorum því á al- þingismenn að fella frumvarpið og hafa hugfast að þeim ber að starfa með það að markmiði að skapa betra samfélag á Íslandi. Verra samfélag í þágu frelsis? Ástríður Stefánsdóttir og Róbert H. Haraldsson eru á móti nýframkomnu frumvarpi til laga um sölu áfengis » Óljóst talþeirra um frelsi virðist ein- ungis tilraun til að koma í veg fyrir málefna- lega umræðu um alvarlegt samfélags- vandamál. Ástríður Stefánsdóttir Ástríður Stefánsdóttir er læknir og dósent við KHÍ. Róbert H. Haraldsson er dósent við HÍ. Róbert H. Haraldsson RÉTTINDABARÁTTA undir ýmsum formerkjum hefur verið áberandi í vestrænum samfélögum á undanförnum áratugum. Hér á landi hefur mest borið á jafnréttisbaráttu kvenna og samkynhneigðra, sem að mestu hefur byggst á öflugu fram- lagi einstaklinga innan þessara hópa. Nýlega birtist okkur einn mik- ilvægasti angi þessarar baráttu, þ.e. jöfn staða ólíkra kynþátta, þegar barnabókin „Tíu litlir negrastrákar" var end- urútgefin. Í allri um- ræðunni um málefni þessara hópa hefur lít- ið farið fyrir rétt- indabaráttu ein- staklinga sem þjást af geðröskunum. Ein ástæða þessa er að þar til nýlega hafa geð- sjúklingar lítt verið áberandi í opinberri umræðu og hefur geðheilbrigð- isstarfsfólk, auk annarra, því gjarn- an tekið upp hanskann fyrir þennan hóp. Í þessari grein ætla ég að velta því fyrir mér hvort þessir fagaðilar séu hentugir talsmenn notenda geð- heilbrigðisþjónustunnar (hér eftir „notendur“). Undanfarna áratugi hafa end- urteknar rannsóknir sýnt fram á að viðhorf almennings og dægurmenn- ingin eru gegnsýrð af fordómum gagnvart geðröskunum. Í ljósi þess- ara staðreynda er mikilvægt að velta upp þeirri spurningu hvort geðheil- brigðisstarfsfólk sé umburðarlynd- ara en almenningur. Slíkar kannanir eru tiltölulega nýjar af nálinni og við fyrstu sýn mætti ætla að svara mætti þessari spurningu játandi. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðhorfum notenda til geðheilbrigð- isstarfsfólks benda hins vegar til þess að svo sé ekki. Þessar nið- urstöður eru líklega ein ástæða þess að vísindamenn, eins og svissneski geðlæknirinn Christoph Lauber, hafa á undanförnum árum beint sjónum sínum að meintum for- dómum samstarfsmanna sinna. Árið 2004 birtu Lauber og félagar könnun á viðhorfum svissneskra geðlækna til geðheilbrigðisþjónustu utan spítalanna. Þeir gátu sér til um að í samanburði við almenning ættu læknarnir að vera jákvæðari gagn- vart slíkri þjónustu og sýna minni tilhneigingu til þess að vilja halda geðsjúkum í hæfilegri fjarlægð (soci- al distance) frá sér úti í samfélaginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru hins vegar þær að einungis fyrri til- gátan var staðfest því í ljós kom að geðlæknar vilja halda geðsjúkum í jafn mikilli fjarlægð frá sér og al- menningur, nokkuð sem höfundar rannsóknarinnar segja að sé „ótrú- legt“. Tveimur árum síðar stóð Lauber fyrir viðameiri rannsókn þar sem kannaður var hugur geðlækna, sál- fræðinga, hjúkrunarfræðinga og annarra meðferðaraðila til 22 já- kvæðra og neikvæðra staðalímynda sem notaðar voru til að lýsa ein- staklingum með geðraskanir. Ef horft er til einstakra staðalímynda leiddi rannsóknin í ljós að viðhorf þessara fagstétta eru ekki á mark- tækan hátt frábrugðin skoðunum al- mennings á geðsjúkum. Enn fremur leiddi rannsóknin í ljós að af þeim stéttum sem kannaðar voru höfðu geðlæknar neikvæðustu viðhorfin til notendanna. „Þessar niðurstöður varpa, að mati Laubers og félaga, rýrð á þá stefnu að nota geðlækna sem skoðanamyndandi fyrirmyndir eða hugmyndaboðbera í geðheil- brigðisumræðu, t.d. um viðhorf til einstaklinga með geðraskanir“. Lögð er áhersla á að endurskoða þurfi þessa stefnu því án gagnaðgerða virðist hún ekki ganga upp. Geðlæknar þurfa því að vera „meðvitaðir um að viðhorf þeirra eru ekki endilega frábrugðin þeim sem finna má meðal almennings“. Sambærilegar nið- urstöður hafa komið fram í fleiri rann- sóknum eins og greint er frá í nýrri yfirlits- grein sálfræðingsins Beate Schulze um rannsóknir á fordómum geðheil- brigðisstétta. Schulze segir þetta sláandi og bendir í því sambandi á að „nánast 75% af viðeigandi rann- sóknum leiði í ljós að viðhorf geðheil- brigðisstarfsfólks séu sambærileg þeim sem finnast meðal almennings eða eru jafnvel verri“. Menntun og reynsla fagstéttanna virðist því ekki nægja til þess að bæla niður fordóma gegn notendum sem þessir ein- staklingar hafa drukkið í sig frá blautu barnsbeini. Mikilvægt er að leggja áherslu á þetta atriði, því eins og sálfræðiprófessorinn Stephen P. Hinshaw bendir á í nýlegri yfirlits- grein „virðast fordómar gagnvart geðsjúkdómum byrja snemma í þroskaferli [barna], án umtalsverðra breytinga þegar líður á ævi þeirra“. Hinshaw segir ennfremur að erfitt sé að horfa fram hjá þeim möguleika að neikvæð umfjöllun í sjónvarpi „sem og útbreiddir fordómar í dæg- urmenningunni, séu drifkraftur þessarar snemmfæddu birtingar hræðslu og umburðarleysis“. Í ljósi þess sem hér hefur komið fram virðist mega draga í efa að skarpar framfarir verði í rétt- indabaráttu notenda ef þeir ætla al- farið að treysta á geðheilbrigð- isstarfsfólk og aðra velviljaða einstaklinga til þess að tala máli sínu. Því miður virðist menntun og reynsla þessara fagstétta ekki nægja til þess að bægja frá þeim for- dómum sem prentaðir hafa verið í huga þeirra frá barnæsku. Þetta ætti að undirstrika mikilvægi þess að einstaklingar sem þjást af geð- röskunum og aðstandendur þeirra láti heyra miklu meira í sér, því eins og réttindabarátta kvenna og sam- kynhneigðra hér á landi hefur sýnt hafa þessir hópar að mestu þurft að treysta á eigin mátt til þess að tryggja framgöngu sinna mála. Tíu litlir geðsjúklingar Steindór J. Erlingsson skrifar um geðheilbrigðismál »Undanfarnaáratugi hafa end- urteknar rannsóknir sýnt fram á að viðhorf almennings og dægur- menningin eru gegn- sýrð af fordómum gagn- vart geðröskunum. Steindór J. Erlingsson Höfundur er doktor í vísinda- sagnfræði og félagi í Hugarafli. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Auglýsing vegna aukningar stofnfjár Ákveðið hefur verið að auka stofnfé um kr. 513.765.098 með útboði þar sem stofnfjáreigendum verður boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé sbr. samþykktir sparisjóðsins þar að lútandi. Heildarnafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 500.000.000 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,0275301958. Útboðið sem nú fer í hönd er liður í hlutafélagavæðingu sparisjóðsins. Lýsingu vegna stofnfjáraukningarinnar er að finna á heimasíðu Sparisjóðs Svarfdæla, www.spsv.is og má jafn- framt nálgast lýsinguna hjá Sparisjóði Svarfdæla Ráðhús- inu, Dalvík. Upplýsingar um útboðið eru ennfremur veitt- ar hjá Sparisjóðnum í síma 460 1800. Áskriftartímabil stendur yfir frá og með 30. nóvember til og með 14. desember næstkomandi. Eindagi greiðslu áskrifta er 21. desember 2007. Dalvík, 29. nóvember 2007 Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla m bl 9 43 02 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.