Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 346. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Leikhúsin í landinu
Góðir gestir...
kíktu í leikhúsið >> 52
Girnilegar jólauppskriftir
á www.jolamjolk.is
KVIKMYNDASVIÐIÐ
ÍSLENSKUR SAMTÍMI GERIST Í REYKJAVÍK EN
SVÆSNU SÖGURNAR Á VESTFJÖRÐUM >> 53
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis-
ins (SHS) undirbýr nú af kappi vinnu-
reglur vegna eldsvoða í háhýsum,
sem rísa hratt um þessar mundir og
víða á höfuðborgarsvæðinu. Í gegn-
um tíðina hafa hæstu byggingarnar
verið íbúðarhúsnæði, s.s. í Sólheim-
um, en breyting er að verða á. At-
vinnuháhýsi eru að ryðja sér til rúms
og teygja sig hærra en áður hefur
þekkst.
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs-
stjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að
aðallega sé horft til nágrannaþjóð-
anna þegar kemur að vinnureglum.
„Sumt af því sem við höfum verið að
skoða er orðið að Evrópustöðlum en
er ekki í reglugerðum hjá okkur,
nema þá staðfesting á að umrædd
reglugerð sé til staðar. En við höfum
hér á landi ansi öfluga brunahönnuði
sem fundað hefur verið með.“ Raunar
hafa verið haldnir fundir meðal
starfsmanna Brunamálastofnunar,
SHS, byggingafulltrúa Reykjavíkur-
borgar og helstu brunahönnuðum.
Að sögn Björns Karlssonar bruna-
málastjóra hafa menn verið sammála
um helstu atriði og m.a. um að sér-
stakar slökkviliðslyftur verði í háhýs-
um sem og leiðslur til að flytja vatn
upp hæðir.
Áhersla á innbyggðar varnir
Mikil áhersla er lögð á innbyggðar
brunavarnir í hinum nýju háhýsum
en ekki síður nýtt verklag. „Þetta er
ný veröld sem við erum að máta okk-
ur inn í og ný vinnubrögð sem þarf að
þróa,“ segir Jón Viðar. Þar á hann
t.a.m. við að bækistöð slökkviliðsins
getur ekki ávallt verið á jörðu niðri ef
upp kemur eldur, heldur þarf að
flytja hana nær eldinum – þá nokkr-
um hæðum fyrir neðan. „Þá þarf að
taka upp allt önnur vinnubrögð og
vinna eftir öðrum forsendum. Ef til
dæmis þarf að rýma bygginguna á
skömmum tíma verða mennirnir að
vera á tánum.“
Hjá SHS eru menn bjartsýnir á að
verklag fyrir háhýsin verði tilbúið á
sama tíma og Turninn á Smáratorgi,
„þannig að þeir sem koma til með að
sækja þangað líði ekki fyrir lélegt
verklag af okkar hálfu,“ segir Jón.
Morgunblaðið/Júlíus
Burður Á hlaupum upp háhýsi.
Þróa þarf
ný vinnu-
brögð
SHS verður tilbúið
um leið og Turninn
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
HÆKKANIR á matvælaverði, m.a. vegna hækk-
andi hráefnisverðs, hafa alls ekki skilað sér að fullu
hér á landi þó verðhækkanir hafi þegar orðið um-
talsverðar undanfarnar vikur og mánuði. „Það eru
mjög miklar hækkanir enn í farvatninu,“ segir Mar-
teinn Magnússon, markaðsstjóri heildsölunnar
Eggerts Kristjánssonar hf. „Þær hækkanir sem við
höfum séð eru því aðeins hluti af því sem við eigum
eftir að sjá.“
Gera má ráð fyrir að hækkanirnar muni skella á
með nokkrum þunga strax á fyrstu mánuðum
næsta árs. „Þessar hækkanir eiga eftir að koma
mjög sterkt inn í neysluvísitöluna á þeim tíma,“ seg-
ir Marteinn.
Ástæðurnar eru margar og samverkandi. Upp-
skerubrestir hafa orðið víða um heim, aukin sam-
keppni er um kornakra og þá skiptir stighækkandi
olíuverð veigamiklu máli. Orkuverð er að hækka
víða erlendis, sömuleiðis flutningskostnaður og
verð matvælaumbúða. „Þetta gerist allt samhliða
og hefur hvað áhrif á annað,“ segir Marteinn.
Allar matvörur sem innihalda korn, olíur og kakó
eru m.a. af þessum sökum vísar til að hækka enn
frekar. Einnig mjólkurvörur og kjöt. „Við erum
nánast að tala um matvörur,“ segir Marteinn. Hann
segir áhrifin mun víðtækari en menn hafi séð fyrir.
Marteinn bendir á að ekki aðeins hafi hveitiupp-
skera brugðist víða í ár og það orsaki minni fram-
leiðslu, heldur sé hveitið lakara en áður.
Uppskerubrestir fylgja árferði og því allt eins lík-
legt að næsta ár verði betra í því tilliti og hækkanir
muni því að einhverju marki ganga til baka. Hins
vegar segir það ekki alla söguna. Aðrir þættir, s.s.
aukin eftirspurn eftir afurðum, hafa fest í sessi.
Aukin krafa um gæði, t.d. lífræna ræktun, þýði
einnig minni framleiðslu á hvern hektara ræktaðs
lands.
„Við höfum búið við lágt matvælaverð undanfarin
ár en ég tel að hækkanir séu að mörgu leyti komnar
til að vera,“ segir Marteinn. „Við komum til með að
búa við hærra matvöruverð á næstunni. Þetta er
hinn blákaldi raunveruleiki.“
„Mjög miklar hækkanir
á matvörum í farvatninu“
Í HNOTSKURN
»Það sem af er þessu ári hefur hveiti ogmjöl hækkað í verði um 5,4% þrátt fyrir
lækkun virðisaukaskatts fyrr á þessu ári.
»Þá hefur verð á pasta hækkað um 8,4% ásíðustu 12 mánuðum.
Hækkanir á hráefnisverði hafa enn ekki skilað sér að fullu út í verðlagið
„ÉG er titrandi af fögnuði yfir að
syngja hér,“ sagði Kristján Jó-
hannsson tenórsöngvari í Ufsar-
veitugöngum Kárahnjúkavirkjunar
í gær en áhorfendur viknuðu undir
söng hans. Verktakafyrirtækið
Arnarfell bauð á þriðja hundrað
manns, þ. á m. starfsfólki sínu, á
jólatónleika í iðrum jarðar.
Kristján sagði hljómburðinn fín-
an, þó bergmál væri nokkurt. „Ég
hef ekki sungið á neinum svipuðum
stað áður, þó ég hafi fyrstur Íslend-
inga sungið í Kerinu fyrir tuttugu
árum. Ég er svo brjálaður sjálfur að
mér finnst allt svona bara stórkost-
legt. Einhver sagði við mig að ég
væri bæði skráður og óskráður
konungur Hamraborgarinnar eftir
Kaldalóns og auðvitað lét ég hana
vaða út í bergið!“
Auk söngs Kristjáns flutti sr.
Lára G. Oddsdóttir jólaguðspjallið
og bað menn að minnast með mín-
útu þögn þeirra fimm manna sem
látist hafa við gerð Kárahnjúka-
virkjunar. Þá var jólasálmurinn
Heims um ból sunginn sameig-
inlega af öllum viðstöddum og var
sú stund einkar hátíðleg. | Miðopna
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Söngur Kristjáns
fékk fólk til að vikna
KOSTNAÐARHLUTFALL, þ.e.
rekstrarkostnaður sem hlutfall af
tekjum, er útbreiddur mælikvarði til
þess að meta hagkvæmni í rekstri
banka og hjá íslensku bönkunum er
þetta hlutfall lægst í samburði við
stórbanka Evrópu. Hæst var kostn-
aðarhlutfallið í Þýskalandi. Ísland
var sem fyrr segir með lægsta hlut-
fallið og Norðurlöndin fimm skipuðu
sér í sjö efstu sætin ásamt Bretlandi
og Spáni.
Þetta kemur fram í nýrri úttekt al-
þjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins
Arthur D. Little, en í úrtaki þess
voru skoðuð kostnaðarhlutföll 51
stórbanka í 15 löndum Evrópu, en
Landsbankinn var ekki með í úrtak-
inu. Kaupþing banki er með annað
lægsta kostnaðarhlutfallið og Glitnir
með það fjórða lægsta. Erik Alm-
quist hjá Arthur D. Little segir
þessa góðu frammistöðu eftirtektar-
verða. | 16
Tróna á
toppnum