Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 4

Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur alltaf reynt að halda umfangi hins opinbera innan þeirra marka að það geti fallið undir almannahagsmuni og grunnþjónustu við borgarana. Mér finnst að þegar ríkisfyrirtæki eru komin út í svona rekstur, sem ekki falla inn í þennan ramma, hljótum við að velta því fyrir okkur hvort það sé eitthvert annað fyrirkomulag betra á rekstrinum en að þetta sé ríkisfyrirtæki sem sé að spila með almannafé.“ Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stofnun nýs dótturfyrirtækis Landsvirkjunar, Landsvirkjun Power (LP). Spurður hvort hann vilji selja Landsvirkjun segist hann ekki vilja fara nákvæmlega út í hvern- ig best sé að útfæra þessa fyrrgreindu skoðun sína. Það þarfnist umræðu. „Það er út í hött að tala um einhvern ágreining í Sjálfstæð- isflokknum, þó svo flokksmenn allir séu ekki á nákvæmlega sama punkti á þessum ás milli ríkisrekstrar og einkarekstr- ar,“ segir hann. „Það hefur allt- af verið þannig í Sjálfstæðis- flokknum að við höfum þurft að ræða það mjög vel hvenær er rétti tímapunkturinn til að fara með fyrirtæki úr ríkisrekstri yfir í einkarekstur. Það gerðist t.d. í málum bank- anna og með Póst og síma. Sú umræða er enn í gangi varðandi ríkisútvarp.“ Hann segir Sjálf- stæðisflokkinn hafa borið gæfu til að nýta þann kraft sem felist í mismunandi sjónarmiðum, „á grundvelli þess lykilatriðis að ríkið þurfi ekki að vera að vasast í verkefnum sem einkaaðilar geta gert jafnvel eða betur.“ Grundvallarmunur á REI og LP Gísli Marteinn segir grundvallarmun á stofnun LP nú og stofnun Reykjavík Energy Invest (REI) í haust. „Hér er um að ræða fyrirtæki sem er að fullu í eigu Landsvirkjunar og er að vinna í nákvæmlega sömu verkefnum og menn hafa verið að vinna í á meðan REI málið var svo illa tilfundið að það var engin leið fyrir nokkurn mann að styðja það,“ seg- ir Gísli Marteinn. „REI málið var klúður. Hér er mun betur vandað til verka, þótt þessar hug- myndafræðilegu spurningar séu eitthvað sem við þurfum að fara yfir.“ Annað fyrirkomulag en ríkisrekstur heppilegra í LP Út í hött að tala um einhvern ágreining í Sjálfstæðisflokknum, segir Gísli Marteinn Gísli Marteinn Baldursson ELLILÍFEYRISÞEGI sem tapaði dómsmáli gegn íslenska ríkinu á mánudag, fellir sig ekki við sýknu- dóm héraðsdóms og mun áfrýja mál- inu til Hæstaréttar. Í málinu gerði lífeyrisþeginn, 82 ára kona, kröfu um að greiða ætti fjármagnstekjuskatt af þeim hluta lífeyris sem væri ávöxtun af innborguðu árgjaldi. Að mati héraðsdóms hafði konan ekki sýnt fram á að hún sætti ann- arri skattalegri meðferð en aðrir í hennar stöðu. Sama regla gilti um alla lífeyrisþega, lífeyrir þeirra væri skattlagður sem tekjuskattur án til- lits til aldurs, efnahags eða stöðu að öðru leyti. Taldi dómurinn að konan hefði ekki heldur sýnt fram á að ávöxtunarhluti lífeyrisgreiðslna væri sambærilegur við aðrar fjármagns- tekjur og mismunandi skattlagning því brot á jafnræðisreglunni. Dómurinn taldi að til þess að unnt væri að sýna fram á meinta mismun- un og brot á jafnræðisreglu stjórn- arskrár yrði stefnandi a.m.k. að sanna að í greiðslunni fælust fjár- magnstekjur að tiltekinni fjárhæð, sem hlyti skattalega meðhöndlun á annan hátt en aðrar fjármagns- tekjur. Það hefði ekki verið gert og raunar óvíst að slíkt væri gerlegt að mati dómsins. Að sama skapi yrði ekki á það fallist að unnt væri að bera saman tekjur af lífeyrissparn- aði og tekjur af öðru fjármagni og draga þá ályktun að um ólögmæta mismunun væri að ræða vegna mis- munandi skattlagningar teknanna. Fellir sig ekki við sýknuna GARÐAR Ólason sveitarstjórnar- maður í Grímsey hefur tekið sæti oddvita í sveitarfélaginu til bráða- birgða í stað Brynjólfs Árnasonar, sem stendur til boða að segja upp sem oddviti í tengslum við meint auðgunarbrot hans. Ekki er hins- vegar um að ræða að honum hafi verið sagt upp sem oddvita, að sögn Alfreðs Garðarssonar sveitar- stjórnarmanns. Alfreð segir að Gunnar Hannesson hafi þá tekið sæti sem hreppsnefndarmaður. Al- freð segir að yfirferð á fjársvikamáli fyrrverandi oddvita sé að ljúka og búist sé við að kæra verði lögð fram fljótlega. Um verulega fjármuni sé að ræða. Tekur sæti oddvita ♦♦♦ LANDSVIRKJUN og Becromal á Íslandi hf. hafa undirritað viljayfir- lýsingu um viðræður vegna raforku- kaupa til hreinkísilverksmiðju í Þor- lákshöfn. Viðræðurnar munu standa a.m.k. til loka janúar. Hreinkísill er notaður í sólarrafala og framleiðslan hefur engin skaðleg úrgangsefni né útblástur í för með sér, að því er segir í frétt frá Landsvirkjun. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri Ölfuss, sagði að sveitarfélagið hefði boðið Becromal iðnaðarlóð vest- an við Þorlákshöfn. Samkvæmt að- alskipulagi er þar gert ráð fyrir 16 hektara atvinnusvæði en Becromal mun þurfa 12 hektara lóð. Ólafur Áki sagði að til framleiðslunnar þyrfti talsvert af vatni og af því væri nóg til í Ölfusi. Einnig mundi höfnin í Þor- lákshöfn vel geta annað flutningum yrði hreinkísilverksmiðja reist þarna. Í frétt frá Landsvirkjun kemur fram að samhliða viðræð- um um raforku- kaup muni Becromal vinna að hagkvæmniat- hugun á verkefn- inu. Verksmiðja á borð við þá sem fyrirtækið áform- ar að byggja notar allt að 150 MW og um 1.300 GWst af rafmagni á ári. „Ef samningar takast er ráðgert að verk- smiðjan verði byggð í Þorlákshöfn og fái rafmagn frá nýjum virkjunum í Þjórsá. Gert er ráð fyrir að starf- ræksla hefjist á árinu 2009 og allt að 400 ársstörf verði unnin í verksmiðj- unni.“ Ólafur Áki óttaðist ekki að erfitt yrði að manna verksmiðjuna. Hann sagði að Árborgarsvæðið, allt frá Hveragerði og Selfossi og vestur í Þorlákshöfn, væri eitt atvinnusvæði og því töluverður mannfjöldi til stað- ar. „Við teljum að það verði engin sprenging hér á svæðinu heldur þægileg aukning,“ sagði Ólafur Áki. Nokkuð hefur borið á atvinnuleysi í Þorlákshöfn og Ölfusi undanfarið vegna þrenginga í sjávarútvegi. Ólaf- ur Áki sagði að mörg atvinnuverkefni hefðu verið skoðuð en þetta væri eitt af þeim áhugaverðustu og mest al- vara að baki, að hans mati. Á liðnu sumri undirrituðu Lands- virkjun og Becromal á Íslandi raf- magnssamning vegna raforkukaupa Becromal fyrir rafþynnuverksmiðju á Akureyri. Verksmiðjan á Akureyri mun taka til starfa á næsta ári og þar munu starfa um 70 manns. Viðræður um orku til hreinkísilverksmiðju Bæjarstjóri Ölfuss telur mikla alvöru að baki áformunum Ólafur Áki Ragnarsson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÍBÚAR grænlenska bæjarins Kulu- suk tóku flugvélum Flugfélags Ís- lands sérstaklega fagnandi í gær og fyrradag en þá loks tókst að fljúga þangað með þrjú tonn af jólapósti og pökkum auk ferskra matvæla eftir um tveggja vikna ófærð. Einnig hafði fjöldi farþega beðið færis á að komast þangað fyrir jól og úr því rættist loks. Sjóleiðin til bæjarins er ófær á þessum árstíma og því stóla bæjarbúar alfarið á flugsamgöngur til að fá ferskvörur. Flugfélag Íslands flýgur tvisvar í viku til Kulusuk yfir vetrartímann. „Það er búið að ganga óvenju illa að fljúga þangað undanfarið,“ segir Vigfús Vigfússon, deildarstjóri fraktdeildar Flugfélags Íslands. „Við flugum tvo daga í byrjun des- ember en höfðum þá ekkert getað flogið í ellefu daga þar á undan.“ Síðan féll flug aftur niður vegna veðurs og ekki fyrr en í gær og fyrradag, tæpum tveimur vikum síð- ar, sem loks tókst að koma jólavarn- ingnum til Kulusuk. „Við sendum frá okkur rúmlega þrjú tonn auk fjölda farþega á mánudaginn í tveimur vélum en önnur varð að snúa við vegna veð- urs,“ segir Vigfús. Brúnin léttist þó aftur á mönnum í gærmorgun þegar rofaði til og hægt var að senda það sem eftir var af jólavarningnum. Vigfús segist reikna með að þröngt hafi verið orðið í búi vegna ófærðarinnar. Í farminum í gær var m.a. grænmeti og ferskir ávextir, t.d. mandarínur og epli í kassavís. „Já, það má segja að okkar mönnum hafi verið tekið fagnandi,“ segir Vigfús um móttökurnar á Kulusuk. „Þetta er mikill léttir. Það er líka mjög gaman fyrir okkur að klára þetta, við vorum orðnir hálfsvekktir yfir hvað þetta gekk brösuglega.“ Starfsmönnum Flugfélags Íslands var vel tekið í Kulusuk á Grænlandi Ljósmynd/Vigfús Vigfússon Hátíð Ragnar Kormáksson, starfsmaður hlaðdeildar FÍ, kom bönunum og öðru góðgæti fyrir í flugvélinni. Flugu með jólin til Grænlands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.