Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 17
ERLENT
JÚLÍA Tímósjenkó var formlega
kjörin forsætisráðherra Úkraínu á
þingi landsins í gær eftir að flokkur
hennar og flokkur Viktors Jústsj-
enkós forseta náðu samkomulagi
um kjörið. Tímósjenkó hlaut 226 at-
kvæði, naumari gat meirihlutinn
ekki verið, en 450 þingsæti eru á
þinginu, Rada.
Fyrir viku vantaði Tímósjenkó
eitt atkvæði og heyrðust þá ásak-
anir um að föndrað hefði verið við
rafrænan kosningabúnað þingsins
til að stöðva hana. Að þessu sinni
var því beitt gamalli aðferð, handa-
uppréttingu.
Tímósjenkó er umdeild en þykir
almennt vera einn litríkasti stjórn-
málaleiðtogi landsins. Hún studdi
af alefli „appelsínugulu bylting-
una“ 2004 þegar þjóðaruppreisn
varð til þess að ógiltar voru forseta-
kosningar þar sem vitað var að
beitt hafði verið svikum. Í kjölfarið
var Jústsjénkó valinn forseti. Varð
Tímósjenkó forsætisráðherra eftir
sigurinn 2005 en misklíð kom síðan
upp milli hennar og Jústsjenkós
sem varð til þess að hún hvarf frá
völdum.
Helsti keppinautur Jústsjenkós,
Viktor Janúkóvítsj, sem vill auka
samstarf við Rússland, hefur verið
forsætisráðherra sl. misseri en
flokkur hans hafnaði í stjórnarand-
stöðu eftir kosningarnar.
AP
Loksins! Júlía Tímósjenkó fagnar þegar úrslit kosninganna á þinginu í
Kíev voru ljós. Stjórnarandstaðan hunsaði kosningarnar.
Tímósjenkó kjörin í embætti
forsætisráðherra Úkraínu
SMÁAPAR af tegundinni Macaque
eru næstum því jafngóðir í að leysa
einföld samlagningardæmi og
framhaldsskólanemar, að sögn vís-
indamanna við Duke-háskóla í
Bandaríkjunum. Fyrir nokkru
sögðu japanskir vísindamenn frá
því að simpansar hefðu í tilraunum
slegið þarlendum framhaldsskóla-
nemum við þegar mælt var skamm-
tímaminni.
„Við vitum að dýr geta metið
magn en það er minna um vísbend-
ingar um að þau geti leyst flókin
reikningsdæmi, eins og samlagn-
ingu,“ sagði Jessica Cantlon við
Duke-háskóla. „Rannsókn okkar
sýnir að það geta þau.“
Þátttakendur sátu við tölvuskjá.
Fyrst var sýndur skjár með
ákveðnum punktafjölda, síðan skjár
með öðrum fjölda. Þá var sýndur
skjár með tveimur kössum, í öðrum
var tala er sýndi samanlagðan
fjölda punktanna, í hinum allt önn-
ur. Aparnir reiknuðu rétt í 76% til-
fella, nemarnir í 94% tilfella.
Reuters
Skynugur Macaque-api reynir að
leysa lífsgátuna.
Apar geta
reiknað
FIDEL Castro gefur nú í skyn að hann muni setjast í
helgan stein og láta af völdum sem leiðtogi Kúbu en
bróðir hans gegnir nú embættinu til bráðbirgða. Castro
segist hafa þeirri skyldu að gegna að „halda ekki dauða-
haldi um stjórnartaumana og enn síður koma í veg fyrir
að yngra fólk komist til valda“.
Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC,
að fréttaskýrendur líti á þessa yfirlýsingu Kúbuleiðtog-
ans, sem lesin var upp í kúbverska ríkissjónvarpinu og
sýnd á skjánum með undirritun kommúnistaleiðtogans,
sem vísbendingu um það að hann muni senn láta af emb-
ætti sem leiðtogi Kúbu.
Castro, sem er 81 árs gamall, hefur átt við erfið veikindi að stríða. Raul,
yngri bróðir hans, sem er 76 ára, tók tímabundið við stjórnvelinum í fyrra
vegna veikinda Castros. Síðan þá hefur eldri bróðirinn ekki komið fram
opinberlega. Hann varð leiðtogi landsins í kjölfar byltingarinnar 1959.
Er Castro að hætta?
Fidel
Castro
YFIRMAÐUR Alþjóðabankans, Ro-
bert Zoellick, segir að Kína og önn-
ur þróunarríki verði að leggja mun
meiri áherslu á að laga sig að lík-
legum loftslagsbreytingum.
Aðlögun mikilvæg
UM 200 manns frá austanverðri
Afríku, fólk í leit að betra lífi í öðr-
um löndum, eru látnir eða týndir
eftir að tveir bátar fórust við
strendur Jemens um sl. helgi.
Fórust við Jemen
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti hyggst fara í fyrstu op-
inberu heimsókn sína til Ísraels og
Vesturbakkans í ferð um Mið-
Austurlönd 8.-16. janúar. Hann fer
m.a. til Kúveit og Sádi-Arabíu.
Bush til Ísraels
VÍSINDAMENN hafa uppgötvað
risastóra rottu í frumskógum Nýju-
Gíneu og er hún um 1,4 kíló að
þyngd. Verið að rannsaka hvort um
sé að ræða nýja rottutegund.
Risarotta
AP
Gæf Risarotta í fangi vísindamanns.
MAHMOUD Abbas Palestínuforseti
styður hugmynd Frakka um að sent
verði alþjóðlegt lið til efla örygg-
issveitir hans. Hamas-samtökin á
Gaza fordæma hugmyndina.
Vill liðsstyrk
Arbil. AFP, AP. | Her Tyrklands sendi
hundruð hermanna til Norður-Íraks
í gær og talið er að þetta sé í fyrsta
skipti sem tyrkneskar hersveitir eru
sendar þangað frá því að þing Tyrk-
lands heimilaði það til að ráðast á
kúrdíska uppreisnarmenn sem gert
hafa mannskæðar árásir í Tyrklandi.
Abdullah Gul, forseti Tyrklands,
sagði að herinn gerði „það sem nauð-
synlegt er í baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum“.
Hernaðurinn skyggði á óvænta
Íraksferð Condoleezzu Rice, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, en
flugvél hennar lenti í olíuborginni
Kirkuk í Norður-Írak um það leyti
sem skýrt var frá innrásinni.
Rice sagði að Bandaríkjamenn,
Írakar og Tyrkir litu á það sem
„sameiginlegt hagsmunamál“ að
binda enda á árásir kúrdískra upp-
reisnarmanna.
Loftárásum mótmælt
Forseti sjálfstjórnarsvæðis Kúrda
í Norður-Írak, Massoud Barzani,
ákvað hins vegar að hunsa Rice og
mæta ekki á fyrirhugaðan fund með
henni til að mótmæla afstöðu Banda-
ríkjastjórnar til árása tyrkneska
hersins.
„Það er óviðunandi að Bandaríkja-
menn, sem annast eftirlit með loft-
helgi Íraks, skuli hafa heimilað
Tyrkjum að varpa sprengjum á þorp
okkar,“ sagði Nechirvan Barzani,
forsætisráðherra sjálfstjórnarsvæð-
is Kúrda, og skírskotaði til loftárása
Tyrkja á Norður-Írak um helgina.
Kúrdískir embættismenn í Norð-
ur-Írak sögðu að um það bil 300-500
tyrkneskir hermenn hefðu farið um
þrjá kílómetra yfir landamærin fyrir
dögun í gær.
Forsetinn hunsaði Rice
Tyrkir sendu hundruð hermanna yfir landamærin til N-Íraks
HAGKERFI Kína er mun minna en
talið hefur verið og hefur það verið of-
metið um á að giska 40%, að sögn vef-
síðu breska ríkisútvarpsins, BBC,
sem vitnar í skýrslu frá Alþjóðabank-
anum. Eftir sem áður er hagkerfi
landsins þó hið næststærsta í heim-
inum, um hálfdrættingur á við það
bandaríska.
Meðalárstekjur á mann í Kína
reyndust vera um 4.100 Bandaríkja-
dollarar en um 41.000 dollarar í
Bandaríkjunum. Vegna mannfjöldans
í Kína, þar sem búa um 1300 milljónir
manna, en um 300 í Bandaríkjunum,
er munurinn á heildarframleiðslu
ríkjanna hins vegar mun minni.
Niðurstaðan hefur áhrif á ýmsar
ákvarðanir, þ. á m. aðstoð bankans við
Kína. Þess má geta að Kínverjar hafa
farið fram á aukna aðstoð í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum og notað
sem röksemd að Kína sé enn þróun-
arland. Notuð er að þessu sinni aðferð
við útreikningana sem tekur mið af
mismunandi verðlagi í löndunum,
svonefnd PPP-aðferð, til að reikna út
landsframleiðsluna. Var bent á að í
eldri skýrslum hefði verið miðað við
úreltar tölur um verðlag.
Fimm dýrustu lönd heims eru Ís-
land, Danmörk, Sviss, Noregur og Ír-
land. Þau fimm ríki sem aðallega áttu
þátt í vaxandi hagvexti í Afríku voru
Suður-Afríka, Egyptaland, Nígería,
Marokkó og Súdan. Ef lögð er saman
landsframleiðsla í fimm öflugustu
ríkjunum, Bandaríkjunum, Kína,
Japan, Þýskalandi og Indlandi, sáu
þau um nær helming allrar fram-
leiðslu.
Kína fá-
tækara en
talið var
Hagkerfið 40%
minna þegar tekið
er mið af verðlagi
Tónlist í
símann
Milljón íslensk og erlend lög
sem þú getur eignast
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Sony Ericsson W910i
Fullkominn Walkman tónlistarspilari. Örþunnur sleðasími.
3G, EDGE, 1 GB minniskort. Fer á netið með Vodafone
live! Fæst í Havana Gold og svörtu.
39.900 kr.