Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
VERÐ, GÆÐI OG
PERSÓNULEG
ÞJÓNUSTA
Vinnufatabúðin
Laugavegi s: 551 5425
Byggðasögur mega kallastvegahandbækur, því þærvísa veginn um byggðir
landsins. Þær eru sannkallaðar
sveitahandbækur. Það er forvitni-
legt að fletta þeim, þær eru fræð-
andi og skemmtilegar af ýmsu efni
sem skotið er inní meginmálið. Það
eru skemmtileg ferðalög sem farin
eru á síðum byggðasagna og góður
kostur að geta horfið frá þeim, þeg-
ar þarf, og komið til þeirra aftur,
þegar það hentar. Þá er ómetanlegt
að geta gripið til þessara ritverka,
þegar leita þarf einhverra ákveð-
inna atriða.
Á blaðamannsferli mínum hef ég
átt því láni að fagna að fara um
hverja byggð landsins nema Vopna-
fjörð. Það lá svolítill spenningur í
loftinu, þegar styttra var en ekki í
að takmarkið næðist og hringnum
lokað. Af þessum ferðalögum á ég
miklar og margbrotnar minningar,
sem leiftra af kynnum af fólkinu og
landinu. Þau kynni eru mér lykill
að bókum eins og byggðasögum;
gera mér kleift að fara í ferð án
ferðalags, þvælast um sveitir fram
og aftur og skyggnast heim á hvern
bæ.
Við höndina hef ég tvær byggða-sögur; Byggðir og bú Suður-
Þingeyinga og Byggðasögu Skaga-
fjarðar, fjórða bindi, sem fjallar um
Akrahrepp. Þetta er þriðja útgáfa
af byggðasögu Suður-Þingeyinga
eftir Ragnar Þorsteinsson, sem Jón
Benediktsson segir í ávarpi til les-
enda að hafi ævinlega verið nefnd
Búkolla í daglegu tali. Upplýsing-
arnar í þessari útgáfu eru frá árinu
2005. Mynd er af hverju býli og sagt
frá staðháttum, húsakosti og bú-
stofni og ábúendatali fylgir mynd
af flestum núverandi ábúendum.
Auk upplýsinga um jarðir og ábú-
endur er gerð grein fyrir starfsemi
Búnaðarsambands Suður-Þingey-
inga, sem er útgefandi byggðasög-
unnar, og stærstu dráttum í þróun
landbúnaðar á svæðinu sem bókin
nær yfir frá 1960 fram yfir alda-
mótin.
Byggðir og bú kemur út í tveim-
ur bindum, tæpar 1.150 blaðsíður
og fylgja staðanafnaskrá og
mannanafnaskrá. Efni er allt skil-
merkilega fram sett og litmyndir
bókarprýði.
Bókin um Akrahrepp segir til
muna meir af bændum og búaliði en
Byggðir og bú Suður-Þingeyinga,
og er fjallað um þennan eina hrepp
á 576 blaðsíðum með rúmlega 800
ljósmyndum, þ.m.t. litmyndum af
bæjum og ábúendum, teikningum
og kortum, þ.á.m. teikningum og
olíumyndum Jóhannesar Geirs list-
málara frá atburðum Sturlungu-
aldar. Þarna er á ferðinni hafsjór af
fróðleik, sem ekki einasta bætir les-
andann og kætir heldur bregður
líka ljósi á söguna og sveitina.
Bókin hefst á sveitarfélagslýs-ingu, en síðan er farið með
bæjum, jörðum lýst, byggingum og
búháttum og bústofni og talsvert er
dregið að af nýjum fróðleik og
eldri, sem gæðir bókina auknu
heimildalífi og gerir hana skemmti-
legri aflestrar. Hún er hins vegar í
stærra broti en svo að vera þægi-
legur ferðafélagi. Ritstjóri og aðal-
höfundur verksins er Hjalti Pálsson
frá Hofi, en meðhöfundur hans
Egill Bjarnason.
Hjalti segir í formála að hann
hafi sem jafnan áður heimsótt
hverja einustu jörð og ábúendur
þeirra og komið margsinnis á sum-
ar. Það er gaman að feta í fótspor
hans um Akrahrepp á síðum bókar-
innar og upplifa sveitina og söguna
með honum í máli og myndum.
Bólu Hjálmar er eitt þekktasta
barn Akrahrepps. Þar átti hann
heima í hálfa öld, þetta stórbrotna
skáld sem engum gat vægt og reisti
sveitungum sínum aldraður óbrot-
gjarnan minnisvarða:
... eru því flestir aumingjar
en illgjarnir þeir sem betur mega.
Fleiri skáld hafa búið í Akra-
hreppi og skal hér nefndur til
Magnús Kr. Gíslason á Vöglum,
sem m.a. orti Undir Bláhimni.
Kvæðið Stiklur orti hann um staði
og atburði í Akrahreppi og þar í er
þessi vísa sem vefur Skagfirðinga
og þá með Akrahrepp og íbúa hans
mýkri voð en þá sem skáldið í Bólu
óf:
Gróa á hjalla grösin smá
grænka vallarbörðin.
Nú er falleg sjón að sjá
sól um allan fjörðinn.
Ferð án ferðalags
AF LISTUM
Freysteinn Jóhannsson
» Byggðasögur erulykill að landinu.
freysteinn@mbl.is
Lyklar Síður úr byggðasögunum, sem gera lesanda kleift að fara um sveit-
ir Árneshrepps og S-Þingeyjarsýslu og skyggnast heim á hvern bæ.
SMEKKFULLT var á fyrri Tón-
sprotatónleikum SÍ af tvennum á
laugardag og að vonum mikið af
barnafólki, enda dýrðlegur jóla-
ævintýraballett Tsjækovskíjs löngu
sígildur og fastur fjölskylduliður á
desemberdagskrám tónleikahúsa
víða um heim. Skemmtileg tilbreyt-
ing var að öllu ungviðinu í kringum
mann, og virtust jafnvel hinir
yngstu hafa gaman af, því oft
heyrðist varla frá þeim hósti né
stuna.
En auðvitað hjálpuðu líka til
þokkafullur dans nemenda List-
dansskólans og kynningar Barböru
trúðs milli atriða. Trýðan kankvísa
vakti oft mikla kátínu er hún
sprangaði elegant um svið með leik-
rænum tilburðum, þó að talið skilaði
sér betur á eðlilegri máltíðni en þeg-
ar henni lá hæstur rómur á ómæld-
um uppboðshraða.
Jólaforleikur Leroys Andersons
(1908-75) rann ljúflega niður á und-
an ballettatriðunum, og lítil furða
hjá einhverjum slitþolnasta hljóm-
skálakompónista Vesturlanda.
Fróðleikskorn tónleikaskrár um að
hann hefði numið forníslenzku við
Harvard(!) – e.t.v. forsenda starfs
hans sem útvarpsritskoðara Banda-
ríkjahers hér á stríðsárunum? –
kveikti í fljótu bragði hugboð um
e.k. „víkingamúsík“ úr fórum hans,
er hefði orðið hressileg tilbreyting
við þveröfuga nálgun Jóns Leifs. En
ekki veit ég þó til þess að ókönnuðu.
Dansatriðin 11 úr Hnotubrjótnum
– s.s. fleiri en úr samnefndri svítu en
ekki allur ballettinn – fóru glæsilega
fram á stærsta danspalli Háskóla-
bíós til þessa. Voru þau sannkallað
augnayndi, og ekki spillti að hljóm-
sveitin lék þessa oft býsna kröfu-
hörðu skemmtitónlist á engu lakari
gæðastaðli en háalvarlegustu hljóm-
kviður. Það mátti efalítið að miklu
þakka vel völdum hljómsveitar-
stjóra, því hinn bandaríski Gary
Berkson ku þegar þaulreyndur á
ballett- og óperusviðum Norður-
landa. Og til marks um síaukið jarð-
samband SÍ mætti aukreitis nefna
diskógrafíu tónleikaskrár um
Hnotubrjótinn. Lítið en lofsvert
dæmi um þá eftirfylgni sem þarf til
að byggja upp almennan áhuga á list
listanna hér á stækustu út-
sölutímum skrumsins.
Glitrandi barnagull
TÓNLIST
Háskólabíó
Leroy Anderson: Jólaforleikur. Tsjækovs-
kíj: Þættir úr Hnotubrjótnum. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands ásamt dönsurum frá
Listdansskóla Íslands. Stjórnandi: Gary
Berkson. Laugardaginn 15. desember kl.
14.
Jólatónleikar bbbbn
Ríkarður Ö. Pálsson
METNAÐUR þykir oftast lofs-
verður, en getur verið tvíeggjaður
þegar reynir á getu. Það lá við á
fullsetnu tónleikum Kórs Nes-
kirkju á fimmtudag, þar sem kór
og hljómsveit áttu stundum það
fullt í fangi með að skila 100%
kröfuhörðustu köflum – t.a.m. í
innkomum – að ekki virtist hafa
verið vanþörf á einum til tveim
aukasamæfingum. Raunar ævin-
legt vandamál á hérlendum dverg-
markaði þar sem m.a.s. stönd-
ugustu kórum er þröngur fjár-
stakkur skorinn, jafnvel þegar
kemur að þekktustu meistara-
verkum.
Samt gekk heildardæmið undra-
vel upp. Enda verður að viður-
kenna að þegar „vaulting ambi-
tion“ Makbeðs temprast af jafn-
snjallri fundvísi á enn jafnlítt
þekkta eyrnakrás og
L'allegro… (í þokkabót lík-
lega Íslandsfrumflutta), hljóta
brúnir viðtakenda að lyftast. Því þó
að óratóría Händels frá fimbulvetr-
arárinu 1740 stæðist ekki ári yngri
Messíasi hans snúning að vamm-
lausri stórsnilld, bauð hún samt
upp á það mörg og frumleg glæsi-
númer að minnti á nýfengna gás-
húðarreynslu af Ísrael í Egypta-
landi.
Og þar kemur að aðalfúleggi
undirritaðs. Í væntanlegri von um
að skapa jólastemmningu með
myrklögðu kirkjuskipi tókst um
leið að aftra að hlustendur gætu
notið stórkostlegrar textamálunar
Händels á litríku kvæði Miltons í
samantekt Jennens. Slíkt þarf að
upplifa í rauntíma. Það er of seint
að rýna í ljóðin eftir á, þegar hlust-
minnið tekur að dofna. Mér varð
hins vegar til happs að geta fært
mig aftur um set eftir hlé og náði
þá, þótt írónískt hljómi, beinna
sambandi við tónsköpunina í les-
vænni anddyrisbirtunni.
Verkið er nefnilega ekki sviðs-
dramatískt fyrir fimmaur – en lum-
ar á margs konar innri uppljómun
á móti. Örlítið dæmi væri 44. atriði,
trompetaría þar sem „measure,
time, and place“ … „in due propor-
tion“ var steint kostulegum rytm-
ískum hemíólum. M.ö.o. verk sem
sökkva má sér endalaust dýpra í.
En kannski jafnframt skýringin á
því hvers vegna það náði aldrei
heimsfrægð, þrátt fyrir staka tíð-
fluttara atriði eins og fugltíst-
aríuna miklu Sweet bird (nr. 13),
þar sem kattliðug barokkflauta
Martials Nardeau kvaðst á við
barkagull Mörtu Halldórsdóttur af
ómótstæðilegum næturgalasjarma.
Þrátt fyrir ýmsa góða spretti í
hljómsveit og kór (að vísu svolítið
hráan og með fullgrunna bassa)
mynduðu einsöngvararnir sterk-
asta framlag kvöldsins með oft frá-
bærri túlkun undir innsætt sveigj-
anlegri stjórn Steingríms Þór-
hallssonar. Að kollegum ólöstuðum
fannst mér inntakstúlkun Mörtu og
Hrólfs Sæmundssonar bera af, að
viðbættum skýrum textaframburði
baritónsins.
En skærasta stjarnan var þó
verkið sjálft. Þessi allegóríski „óð-
ur til hófsins“ skartaði nefnilega
þvílíkum töframætti á köflum að
langgleymska hans sætti vægast
sagt furðu.
Töfrandi Óður
til hófsins
TÓNLIST
Neskirkja
Händel: Óratórían L’Allegro, il Penseroso
ed il Moderato. Hallveig Rúnarsdóttir S,
Marta Halldórsdóttir S, Eyjólfur Eyjólfs-
son T og Hrólfur Sæmundsson Bar. ásamt
Kór Neskirkju og 19 manna barokksveit.
Stjórnandi frá sembal: Steingrímur Þór-
hallsson. Fimmtudaginn 6. desember kl.
20.
Kórtónleikar bbbmn
Ríkarður Ö. Pálsson