Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 28
Það er óþarfi að hafa sam-viskubit þótt fólk borðijólasteikina með góðrisósu, fái sér eftirrétt og bragði á jólakonfektinu. Lausnarorð þess sem vill líða vel er að borða fjöl- breytta fæðu – og gæta hófs. Þetta segir Ólafur Gunnar Sæmundsson þegar við hittumst og spjöllum um jólamatinn og hitaeiningar nú þegar aðventan er komin með öllum sínum freistingum í mat og drykk. Tilefnið er nýútkomin bók hans Lífsþróttur en hún kom síðast út fyr- ir átta árum. Sú bók hefur verið upp- seld í langan tíma en er nú endur- útgefin, búið að bæta við fjórum köflum og uppfæra aðra verulega. „Það var kominn tími á að endur- skoða bókina. Nú bæti ég við ítarleg- um kafla um vítamín, öðrum um steinefni, þá kafla um orkuefni og trefjar og að lokum kafla um grunn- atriði næringarfræðinnar auk þess sem ég endurskoðaði og uppfærði annað efni bókarinnar.“ Gætið hófs með hangikjötið Nú eru jólin á næsta leiti og mat- urinn sem fólk gæðir sér á er orku- mikill. Hvað segir næringarfræðing- urinn um mataræðið á þessum árstíma? „Mér finnst það í fínu lagi en við þurfum að sjálfsögðu að gæta hófs. Sem dæmi má nefna að margir leyfa sér mikla neyslu á mat sem er hlað- inn salti en óhófleg saltneysla hefur neikvæð áhrif á líkamsstarfsemina svo sem að hvetja til blóðþrýstings- hækkunar. Þeir sem þjást af há- þrýstingi og kransæðasjúkdómum þurfa því að gæta vel að sér þegar matur eins og hangikjöt eða reykt svínakjöt er annars vegar. Magnið er það sem skiptir mestu þegar við borðum. Það er t.d. mikill munur á því hvort við gæðum okkur á 150-200 grömmum af hangikjöti eða hálfu kílói. Staðreyndin er sú að það er alls ekki óalgengt að fólk borði allt að hálft kíló af reyktu kjöti í einni máltíð.“ Hvað með sykraða gosdrykki og sætindi önnur? „Jú, jú það sama gildir þar með magnið. Það tilheyrir t.d. á mörgum heimilum að drekka malt og appelsín um jólin. Þá munar miklu hvort fólk fær sér til dæmis tvö glös yfir daginn eða fjögur. Sama á við um smákök- urnar og konfektið sem eru ómiss- andi þáttur í jólahaldinu hjá flestum. Einn moli við og við sakar ekki en þegar þeir verða segjum tíu eða fleiri í einu þá ætti fólk að staldra við og at- huga sinn gang. En svo má ekki gleyma því að það magn sem er hæfilegt fyrir einn er ekki endilega hæfilegt fyrir annan. Sumir eiga við yfirþyngd að stríða og þurfa að passa upp á að hitaein- inganeyslan verði ekki of mikil en aðrir þurfa að bæta við sig kílóum. Þá geta smákökur og konfekt verið af hinu góða.“ Hefur ekki trú á ströngum megrunarkúrum Það eru örugglega ekki margir að hugsa um megrunarkúra í aðdrag- anda jólanna. En hvað finnst þér um að fólk sé yfir höfuð í megrun- arkúrum? „Persónulega er mér ekki vel við að fólk sé í ströngum megrun- arkúrum. Yfirleitt felast þeir í því að fólk útilokar vissar fæðutegundir og í sumum tilfellum heilu fæðuflokkana og neytir gríðarlegs magns af ein- hverjum einstökum tegundum af mat. Ég sé í mínu starfi sem næring- arfræðingur að fólk heldur þetta yf- irleitt aldrei út nema í mjög takmark- aðan tíma. Og þegar kemur að því að fólk gefst upp á þessu einhæfa fæðuvali þá verður sprenging og það verður uppgjöf hjá fólki. Það fær nístandi samviskubit yfir því að hafa ekki staðið sig og allt fellur í sama farið. Kílóin sem töpuðust koma þá fljótt til mat og fær óþægindi sem það tengir fæðuóþoli eða ofnæmi. Svo hafa verið að koma upp tilvik þar sem fólk er slæmt í maga vegna vatnsdrykkju.“ Drekkur fólk þá of lítið af vatni? „Nei, þvert á móti. Fólk er þá að drekka marga lítra af vatni á dag, allt að fimm til átta lítra, sem er mun meira en meðalvökvaþörf segir til um. Að meðaltali missum við á bilinu tvo til þrjá lítra af vatni á dag sem við þurfum að sjálfsögðu að endurnýja. Við megum ekki gleyma að vatn er ekki eingöngu í drykkjarföngum. Sem dæmi má nefna að í 100 g af appelsínu eru um 80 g af vatni og í 100 g af fiski um 75 g af vatni.“ Hræðsla ýtir undir ofneyslu eða vanneyslu Hvað með sykurneyslu um jólin. Verður fólk ekki snarvitlaust af öllu sykurátinu? „Það er algjör misskilningur að sykur sé örvandi og valdi jafnvel of- virkni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ekkert samhengi er milli ofvirkni og neyslu sykurs. Sykur er orkugjafi og heilinn stjórnar blóðsykrinum og því að hann fari ekki upp úr öllu valdi. Sykurneysla er á hinn bóginn of mikil hjá mörgum og við megum ekki líta framhjá því að þeir sem borða lít- ið af næringarefnaríkum mat en mik- ið af sætindum og drekka í óhófi gos- drykki eiga á hættu að líða skort á næringarefnum svo sem vítamínum, steinefnum og trefjum. Ef sykur er á hinn bóginn hóflegur hluti hollra neyslumáta þá er um að gera að njóta hans. Hræðsla við óhollustu ýt- ir undir ofneyslu eða vanneyslu og þá erum við komin í aðstöðu sem við vilj- um ekki vera í.“ Borðar þú allan jólamat? „Að sjálfsögðu geri ég það og ég fer á jólahlaðborð og nýt þess að borða bragðgóðan mat. En það er líka ofboðslega auðvelt að borða yfir sig. Svo ég taki dæmi um fæðu sem er í uppáhaldi hjá mér, ostaköku, þá gefur ein 100 gramma sneið um 350 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna að meðalmaður þarfnast 2.500 hitaeininga yfir daginn. Ef farnar eru nokkrar ferðir að jólahlaðborðinu er fólk fljótt að klára hitaeiningakvót- ann. Við þurfum því að læra að þekkja okkar mörk.“ Þegar Ólafur er í lokin spurður hvaða jólamat hann telji að fólk eigi að borða með hvað mestri hófsemd um jólin er hann ekki í nokkrum vafa um hvers konar matur það er: „Mikið saltað og reykt kjötmeti er ómissandi á jólaborðum okkar flestra en mjög mikil neysla á salti hefur margvísleg neikvæð áhrif í för með sér svo sem að leiða til mikillar bjúg- myndunar og blóðþrýstingshækk- unar. Láti fólk freistast þá er um að gera að drekka mikið vatn með slík- um mat.“ gudbjorg@mbl.is Það á að vera gaman að borða um jólin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólamatur Ólafur segir hangikjötið gott en fólk þurfi að gæta hófs þegar saltur og reyktur matur er borðaður. Hann mælir með því að fólk njóti þess sem jólin hafa upp á að bjóða og fái ekki samviskubit þótt það læði upp í sig smáköku eða konfektmola. Ólaf- ur Gunnar Sæmundsson næringarfræðingur sagði Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur að lykilorðið á þessum árstíma sem öðrum væri hófsemi. meira en eðlilegt getur talist af „bannmatnum“.“ Þú starfar við ráðgjöf. Hver eru helstu vandamálin sem fólk kemur með til þín? „Flestir sem leita til mín koma vegna þess að þeir vilja létta sig. Einnig leitar fólk til mín vegna þess að það telur sig þjást af fæðuóþoli eða ofnæmi. Það kemur fyrir að sú sé raunin en oftar eru óþolseinkennin sem viðkomandi upplifir tengd þátt- um eins og ofneyslu. Fólk borðar þá of mikið í einu og þá af þungmeltum baka og jafnvel bætast fleiri við. Þetta er helsta ástæða þess að ég er ekki hrifinn af megrunarkúrum. Þeir eru þó misjafnir að gæðum og ég geri mörgum þeirra ítarleg skil í bókinni minni.“ En er ekki hægt að flokka mat sem óhollan og hollan og fara eftir því? „Það er varhugavert að flokka mat með þeim hætti. Reynslan hefur sýnt mér að það leiðir gjarnan til þess að þegar fólk er að borða mat sem það telur óhollan þá upplifir það sam- viskubit og borðar í kjölfarið miklu Engin ein fæðutegund er sett saman á fullkominn hátt og grundvöll-ur varanlegs árangurs er að fólk umgangist allan almennan mat og leitist við að beina neyslunni í þann farveg að hófsömum mark- miðum manneldisráðlegginga sé fullnægt. Allur matur gefur lík- amanum eitthvað sem hann getur nýtt sér. Ástæða þess að ein- staklingur missir tök á líkamsþyngd sinni er oftar en ekki sú að viðkomandi leiðist út í ofneyslu ákveðinna afurða og of litla neyslu á öðrum. Þannig er mjög algengt að fólk sem er feitt borði mikið af mat sem er mjög ríkur af fitu eins og kjöti; feitum mjólkurafurðum eins og ostum; margskonar sósum eins og majónes- eða rjómaríkum; skyndi- bitafæði eins og pitsum, hamborgurum og djúpsteiktum mat, svo sem frönskum kartöflum. Ofneysla á sykur-/fituríkum mat er oft áberandi eins og súkkulaði, bakkelsi margskonar (vínarbrauði, kleinuhringjum, kökum, tertum og svo framvegis) og ís. Einnig færist í vöxt mikil neysla á dísætum drykkjum eins og gosdrykkjum og ávaxtasöfum og áfengum drykkjum eins og bjór. Þessar fæðutegundir, sem nefndar hafa verið, eru að sjálfsögðu ekki hættulegar og reyndar búa sumar þeirra yfir umtalsverðu hollustugildi. Til að mynda gefur ostur kalk og prótein og sömuleiðis ísinn. Kjöt gefur prótein og verulegt járn. Pitsan gefur kol- vetni í formi brauðsins og umtalsvert af næringarefnum er í brauðinu og álegginu … Staðreyndin er bara sú að með því að neyta afurða sem þessara er svo auðvelt að fá fleiri hitaeiningar en við þörfnumst og þess vegna þurfum við að fara sparlega í að neyta þeirra. Allur matur gefur eitthvað Úr bókinni Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra. heilsa 28 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.