Morgunblaðið - 19.12.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 31
Ný ríkisstjórn hefurfengið sín fyrstu fjár-lög samþykkt ogmarkar nokkur tíma-
mót. Þau mest að í stað þess að
reynt sé að gæta aðhalds og
haga fjárlögum í samræmi við
almennar ráðleggingar hagfræð-
inga og alþjóðlegra greining-
araðila gefur hin nýja ríkisstjórn
skynseminni langt nef. Fjár-
málaráðherra skellir í andlit
þjóðarinnar mestu verðbólgu-
fjárlögum síðari ára og leita þarf
aftur til 1993 að ríkið taki eins
stóran hluta vergrar landsfram-
leiðslu í sína eyðslu.
Hækkun fjárlaga
milli ára er um
20% sem er meiri
munur en sést hef-
ur frá því fyrir
tíma þjóðarsáttar
eða í nær tvo ára-
tugi. Látlausar
stýrivaxtahækkanir
Seðlabankans sem
kosta hvert heimili
nú tugi þúsunda á
mánuði hverjum í
auknum útgjöldum
má beint rekja til
hátt stemmdra
fjárlaga og þess að
lausatök eru á allri
efnahagsstjórn
landsins.
Sama dag og
fjárlögin urðu að
lögum segir utan-
ríkisráðherra að
framlag ríkisins til
kjarasamninga
verði að stuðla að
stöðugleika í efna-
hagsmálum. Geir
H. Haarde gengur
hér skrefinu lengra
í óskhyggjunni og
lýsir forsætisráð-
herra því yfir í út-
varpsviðtali að
stöðugleiki sé nú
að komast á og
verðbólguhjólið að
stöðvast rétt eins og veður í
fjármálalífinu ráðist af forspá
ráðherra.
Raunveruleikinn
og ráðgjöfin
Í umræðu haustsins um hag-
stjórnina hafa allir greiningarað-
ilar, hagfræðingar, Seðlabanki
og erlend matsfyrirtæki lokið
upp einum munni um að gæta
þurfi aðhalds í hagstjórninni.
Þeir þessara aðila sem hafa á
annað borð lagt mat á fjárlaga-
frumvarpið drógu ekki af sér í
að gagnrýna það fyrir of hátt
stemmdan útgjaldaboga. Í grein-
ingum frá sjálfu fjármálaráðu-
neytinu kvað við heldur hjáróma
og óvissan tón um þessi atriði og
slegið úr og í. Og til réttlætingar
eyðslunni var hafður sá fyrirvari
að svona þyrfti að bregðast við
þar sem stóriðjuframkvæmdum
væri nú lokið og sjálfur sagði
fjármálaráðherra í ræðu að fjár-
lögin nú væru há til að mæta yf-
irvofandi atvinnuleysi! Allir sem
fylgjast með vita þó að tímabili
stórframkvæmda tengdum orku-
geiranum er langt því frá lokið.
Þessari pólitísku þversögn er
plantað inn í forsendur fjár-
málaráðuneytisins og málflutn-
ing ráðherrans til þess að knýja
megi fram þá niðurstöðu að
skynsamlegt sé að gefa hressi-
lega í við öll ríkisútgjöld.
Hættan við mjög sterkan rík-
isstjórnarmeirihluta er mest í
því að hann getur auðveldlega
talið sér trú um að svart sé
hvítt. Gagnrýnin verður vita-
skuld veikari, einkanlega í hinni
samfélagslegu umræðu. Þetta
höfum við fengið að reyna á liðn-
um vetri þar sem fjölmiðlar hafa
lítið skeytt um þau varnaðarorð í
efnahagsmálum sem við fram-
sóknarmenn höfum haft uppi.
Gagnrýni okkar á hagstjórnina
kemur helst fyrir almennings-
sjónir þegar vekja þarf athygli á
að stjórnarandstaðan tali ekki
einum rómi því auðvitað hafa
okkar ágætu sósíalistar í VG
ekki áhyggjur af of miklum rík-
isútgjöldum. Og ekki frjálslyndir
heldur. En það er reyndar und-
arlegur misskilningur að stjórn-
arandstöðuflokkum beri að sam-
ræma málflutning sinn. Það eru
stjórnarflokkar sem þurfa að
gera það og hefur hörmulega
tekist.
Skömm
framsóknarmanna!
Sá mæti þingmaður Kristján
Þór Júlíusson varaformaður fjár-
laganefndar lauk umræðunni um
fjárlögin á þessu ári með því að
skamma Framsókn-
arflokkinn fyrir að
vera ekki með í allri
þeirri óráðsíu sem
núverandi stjórn-
arflokkar standa að.
Hafi þeir skömm
fyrir framsókn-
armenn, sagði þing-
maðurinn og ég
þakka honum fyrir
að viðurkenna þó að
við framsóknarmenn
höfum einir haft
kjark til þess á liðnu
haustþingi að tala
fyrir nauðsynlegu
aðhaldi í ríkisfjár-
málum sem sárlega
skortir á í nýsam-
þykktum fjárlögum.
Og við höfum nefnt
þar leiðir til sparn-
aðar sem heita í máli
varaformanns fjár-
laganefndar að níð-
ast á gamalmennum
og hundsa lands-
byggðina. Fátt er þó
fjær sanni.
En það er rétt að
við gagnrýndum tvö-
földun vegafjár frá
því sem er á liðnu
ári sem þó er metár
í vegabótum. Hér er
um að ræða loforð
sem engin trygging
er fyrir að hægt sé að efna
vegna stöðu einstakra mála í
skipulags- og umhverfismats-
ferli. Að stórum hluta sannast
þar á hinn nýja ríkisstjórn-
armeirihluta að honum er ekki
nóg að lofa því fé sem mögulegt
er að eyða heldur þarf líka að
lofa því sem aldrei verður hægt
að koma í lóg.
Engu að síður verka slíkar töl-
ur í fjárlögum á hagkerfi lands-
manna til aukins óstöðugleika og
það er hvorki höfuðborgarsvæð-
inu né landsbyggðinni til góða.
Þvert á móti hefur landsbyggð-
inni blætt fyrir ógnarlega þenslu
hagkerfis suðvesturhornsins á
umliðnum misserum. Brýnasta
verkefnið fyrir byggðirnar er að
koma þar böndum á.
Það er rétt að undirritaður
hefur einnig bent á að hægar
hefði mátt fara í því afnámi
tekjutenginga sem ríkisstjórnin
boðaði nú milli umræðna um
fjárlögin. Það var í rauninni
dæmafátt að sjá ríkisstjórnina
bæta á eldinn þegar allir sem
mark er takandi á höfðu þá áður
boðað eftir fyrstu framlagningu
að fjárlögin væru of hátt
stemmd. Óstöðugleikinn mun
bitna harðast á bótaþegum sem
hvorki hafa gagn af afnámi
tekjutenginga maka né rýmri
ákvæðum til að afla sér tekna en
þar er sá hópur sem verst stend-
ur. Hann mun verr standa fyrir
yfirboð helgrar Jóhönnu nú í
velferðarmálum.
Í máli Framsóknarflokksins í
sölum þingsins höfum við einnig
talað fyrir því að hinum almenna
ramma fjárlaga sé haldið en sjá
má hækkanir langt umfram
verðlag á nær öllum liðum.
Þannig eru krónutöluhækkanir í
löggæslumálum og iðn-
aðarmálum álíka og var samfellt
allt síðasta kjörtímabil. Hvorugt
er þó vegna landsbyggðar eða til
hagsbóta fyrir hina verst settu.
Blindingsleikur
fjármálaráðherra
Það er langt því frá að vera
okkur framsóknarmönnum létt
verk að tala hér máli skynsem-
innar og léttara væri að taka
þátt í því lýðskrumi hinna
stjórnarandstöðuflokkana að
koma hvervetna með tillögur um
aukin útgjöld og yfirboð.
En í skrumi hafa þessir flokk-
ar þó varla tærnar þar sem
hæstvirtur fjármálaráðherra hef-
ur sökkt hælum sínum í fen yf-
irlýsinga um að fjárlögin nú séu
þau aðalhaldssömustu sem sam-
þykkt hafa verið. Raunar er yf-
irlýsingin ekki í neinu samræmi
við framsöguræðu ráðherrans
við fyrstu umræðu fjárlaga þar
sem hann sagði að nú yrði að
auka ríkisútgjöld verulega til að
mæta yfirvofandi atvinnuleysi.
Rök ráðherrans nú fyrir því
að fjárlögin séu aðhaldssöm eru
þau að afgangur sé nú meiri en
sést hafi fyrr. Um gildi þeirra
útreikninga má deila því stór
hluti af meintum afgangi þarf að
koma af fjármagnstekjuskatti
sem mjög getur brugðið til
beggja vona með á tímum lág-
flugs á hlutabréfamarkaði.
Aðalatriði er þó að aðhalds-
semi í fjárlögum hefur ekkert
með afgang þeirra að gera held-
ur hlýtur aðhaldsstigið að mæl-
ast af heildarútgjöldum sem hafa
aldrei fyrr í sögunni hækkað
eins mikið milli ára í krónum tal-
ið og ekki í prósentum síðan fyr-
ir þjóðarsáttarsamninga. Stað-
reyndin er að hin hátt stemmdu
fjárlög með afgangi nú eru
ábyrgðarlausari en mörg halla-
fjárlög fyrri ára þegar verr hef-
ur árað. Ríkinu er beinlínis skylt
að gefa nokkuð á garðann þegar
tímabundnar lægðir ganga yfir
en nú er ekkert í hendi um að
slík lægð sé yfirvofandi þrátt
fyrir óvissu á fjármálamörk-
uðum. Vitaskuld er meiri óvissa í
hagkerfinu fram undan en oft
áður en fæst bendir þó til at-
vinnuleysis strax á næsta ári.
Vilji ríkisstjórnin þó vera búin
undir slíka stöðu er fljótvirkara
og ábyrgara að ná nú innan
stjórnar samstöðu um mögu-
legar skattabreytingar – þegar
og ef til harðæris kemur.
Það varð vissulega of mikil
hækkun á fjárlögum milli áranna
2006 og 2007 og er áratug-
areynsla fyrir því að erfiðara er
að halda aðhaldsstiginu á kosn-
ingaári en í venjulegu árferði.
Hækkunin á fjárlögum nú er að
sönnu heldur minni en stefnir í á
ríkisreikningi ársins 2007 en þá
er að athuga að reynslan segir
okkur að hlaupið milli fjárlaga
og ríkisreiknings er verulegt og
verður miklum mun hærra núna
vegna umdeildra breytinga á
stjórnarráðinu. Í ofanálag er svo
framundan erfiður vetur kjara-
samninga sem ekkert tillit er
tekið til við fjárlagagerðina en
verður sýnu erfiðari en ella fyrir
slaka hagstjórn.
Verðbólgufjárlögin
Sem fyrr segir hafa viðlíka
hækkanir á fjárlögum ekki sést í
landinu frá því fyrir tíma þjóð-
arsáttar. Yngstu þingmönnum
þjóðarinnar er sumum óljóst
hvað það merkir en allir sem
fylgst hafa með stjórnmálum
undanfarin 30 ár á að vera í
fersku minni hvað lausatök af
þessu tagi kalla yfir þjóðina.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks
sem í 12 ár sigldu þjóðarskút-
unni af varkárni með Framsókn-
arflokki er flestum ljóst, þrátt
fyrir gífuryrði um skömm Fram-
sóknar, að hin nýja Viðeyj-
arskotta leiðir nú yfir þjóðarbúið
vaxta- og verðbólgubál sem
verður fyrr en varði orðið
slökkviliði Seðlabankans erfitt
og vísast óviðráðanlegt í stjórn-
arsamstarfi eins og því sem
þjóðin býr nú við.
Verðbólgufjárlögin 2008
Eftir Bjarna Harðarson
Bjarni Harðarson
Höfundur er alþingismaður.
» Þessari póli-tísku þver-
sögn er plantað
inn í forsendur
fjármálaráðu-
neytisins og
málflutning ráð-
herrans til þess
að knýja megi
fram þá nið-
urstöðu að
skynsamlegt sé
að gefa hressi-
lega í við öll rík-
isútgjöld.
þingi KÍ og taka til félagsmanna KÍ
í leik-, grunn-, framhalds- og tón-
listarskólum. Bendir hann á að
næsta þing KÍ verður haldið 9.-11.
apríl nk. Spurður hvort stjórn KÍ
muni leggja til breytingu á siða-
reglunum sem leggi bann við kyn-
ferðislegu sambandi milli kennara
og nemanda segist Eiríkur ekki
eiga von á því.
Hægt að breyta siðareglum
kennara í apríl 2008
„Ég tel að þetta sé ein af þessum
sjálfsögðu reglum sem ekki þurfi í
raun og veru að tiltaka sérstaklega,
en ef einhverjum finnst að svo þurfi
að vera þá er ég alveg tilbúinn að
ræða það á málefnalegan hátt,“
segir Eiríkur og bendir á að allir
félagsmenn KÍ geti komið með til-
lögu um að málið verði tekið til um-
ræðu á þinginu með það að mark-
miði að breyta siðareglunum.
„Ef menn vilja sjá breytingu á
siðareglunum þá er akkúrat rétti
tímapunkturinn núna, vegna þess
að tillögur til þingsins verða sendar
út á næstu tveimur mánuðum.
Þannig að tillögur þurfa að berast
fljótlega eftir áramót til þess að
tryggt sé að það náist að senda þær
út til allra þingfulltrúa í tæka tíð,“
segir Eiríkur.
Í samtali við Morgunblaðið bend-
ir Salvör Nordal, forstöðumaður
Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands,
á að fjöldi starfsstétta hafi sett sér
siðareglur. Nefnir hún í því sam-
bandi lækna sem og aðrar heil-
brigðisstarfsstéttir, kennara,
presta, lögmenn og lögreglumenn.
Bendir hún á að þó ekki sé tekið
sérstaklega fram að ótilhlýðilegt sé
að fulltrúar viðkomandi starfsstétt-
ar stofni til kynferðislegs samband
við skjólstæðing sinn þá hljóti það
samt ávallt að vera innifalið í anda
siðareglna starfsstétta.
Ábyrgð kennara að samskipti
haldist innan eðlilegra marka
„Hluti af fagmennsku er að vera
sér meðvitaður um að skjólstæð-
ingur, hvort heldur það er sjúkling-
ur eða nemandi, er alltaf í veikari
stöðu gagnvart fagmanni, hvort
heldur hann er læknir, meðferð-
araðili eða kennari. Í þessum sam-
böndum geta myndast ákveðin
tengsl og því hægt að misnota
varnarleysi fólks við þær aðstæð-
ur,“ segir Salvör og bendir á að
samband t.d. kennara og nemanda
sé ekki jafningjasamband heldur
byggist á ákveðnu valdasambandi
og því sé það ávallt á ábyrgð kenn-
arans að gæta þess að samskiptin
haldist innan eðlilegra marka.
Að mati Salvarar má túlka 2. gr.
siðareglna kennara sem svo að hún
nái yfir hvers kyns misnotkun í
samskiptum, þar með kynferðislega
misnotkun, en greinin hljóðar svo:
„Kennurum ber að virða réttindi
nemenda og hafa hagsmuni þeirra
að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra
og sýna sérhverjum einstaklingi
virðingu, áhuga og umhyggju.“
Hætta á misnotkun þess sem
er minnimáttar í samskiptum
Að sögn Birnu Jónsdóttur, for-
manns Læknafélags Íslands, þjóna
siðareglur lækna m.a. því hlutverki
að gæta hagsmuna skjólstæðinga
lækna. Bendir hún á að þar sem
læknar og sjúklingar standa ekki
jafnfætis sé ávallt ákveðin hætta á
misnotkun á aðstæðum þess sem sé
minnimáttar í samskiptunum.
Aðspurð segir Birna það hlut-
verk siðanefndar LÍ að úrskurða
um það hvort tiltekinn hlutur sam-
rýmist góðum siðum eða ekki, enda
sé tilgangur siðareglna að efla heið-
ur viðkomandi stéttar. Komist
nefndin, að sögn Birnu, að þeirri
niðurstöðu að læknir hafi brotið
gegn siðareglum LÍ, lögum LÍ eða
lögum svæðafélags, getur hún fund-
ið að háttsemi hans eða veitt hon-
um formlega áminningu.
ara og nem-
ngjasamband
© Simon Jarratt/Corbis
ð setja þurfi inn í siðareglur allra þeirra starfs-
ambandi starfsmanns við skjólstæðing sinn.
ur
on
Salvör
Nordal
Birna
Jónsdóttir
æðinga
æðingurinn
ð tilfinn-
tin geta
haft áhrif á
æðinginn.
ast að
ynferðismál
jólstæðing-
mband milli
tæðings á
na segir
gt er að
rðislegs
g sem hann
ta segir
yggist á
trausti og
væm og
ur má ekki
mstæðum
sem sálu-
erð skjól-
nferðislegri
lfinningar
Láru
it Viggós
rúmlega
áttræðs starfsmanns Arnarfells,
portúgalskt karlatríó og kvenna-
hljómsveitina Dúkkulísurnar, sem lét
bergið nánast nötra. Erna Ingadóttir
bassaleikari er skrifstofustjóri Arn-
arfells í Hraunaveitu.
gurlega sleginn
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hrifinn Þessi litli drengur fylgdist með tónleikunum af áfergju og blés
með í munnhörpuna sína þegar honum þótti við eiga.
mundsdóttir
ið ásamt
tar.