Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eldspýtur og kveikjarar eru ekki barna meðfæri. Staðsetjið kveikjara og eldspýtur ávallt þar sem börn ná ekki til. Til eru kveikjarar með barnalæsingum sem eiga að koma í veg fyrir að börn geti kveikt á þeim Munið að slökkva á kertunum i ÁFENGISNEYSLA Íslendinga jókst um 63% sl. 25 ár. Vínmenning hefur batnað. En aukaverkanirnar eru miklar, eins og skráð er í skýrslum heilbrigðisyfirvalda, lögreglu og annarra. Til dæmis hefur innlögnum hjá SÁÁ fjölgað mest í hópi miðaldra fólks, sérstaklega kvenna. Þessir einstaklingar hafa margir búið við góða neyslustjórn framan af en hafa smám saman misst tök- in. Það sem átti að vera notaleg Suður- Evrópuneysla hefur óvænt þróast yfir í stjórnleysi alkó- hólistans, oft með víðtækum heilsu- skaða. Undirstrika ber að neytendur áfengis skiptast ekki í tvo hópa, þá „hófsömu“ og þá sem „koma óorði á áfengið“. Fjölmargir í fyrri hópnum þurfa að berjast fyrir hófsemi sinni og drekka sér jafnvel til skaða þó að þeir uppfylli ekki greiningarskilyrði áfengissýki. Umræðan verður að mið- ast við alla neyslu, ekki einungis við unglingadrykkju eða þá sem hafa ver- ið greindir með áfengissýki, virka eða óvirka. Er nokkuð til bjargar nema að skerpa hinn frjálsa vilja? Áfengi er jú að mati sumra háð svipuðum lög- málum og kaup á þvottaefni eða fiski í soðið, valið er frjálst. Skoðum þetta nánar. Saðning grunnþarfa, eins og hung- urs, þorsta og kynhvatar, fer eftir sömu heilabrautum og annað sem veitir ánægju, m.a. sókn eftir vímu. Flest stýriferlanna eru ómeðvituð, þörfin kviknar í dýpri lögum heilans og kemur upp í framheila í meðvituðu formi þegar leit hefst að því sem seð- ur þörfina. Flóknar leiðir að enda- marki lærast fljótt og verða a.m.l. ósjálfráðar; athyglin stjórnast af því sem er nauðsynlegast. Frummað- urinn lærði að velja og hafna við veið- arnar, eins og nútímamaðurinn sem fer hratt í gegnum stórmarkað til að finna nauðsynjar og lætur ekki tefjast af öllu sem þar er að finna. Æskilegt jafnvægi skapast milli heilastöðva þarfa og fullnægingar, að vísu með ótal tilbrigðum. Viðbrögð heilans við áfengi fara eftir sömu brautum, en eru frábrugð- in í einu grundvallaratriði. Fram- leiðsla á dópamín í mið- heila margfaldast af völdum áfengis og því verður meðvituð ánægjuupplifun miklu sterkari. Áfengið nær þannig að skapa sér samkeppnisforskot langt umfram nátt- úrulegar þarfir. Lang- varandi neysla dregur svo úr þessari svörun þannig að æ meira þarf til að framkalla vímu. Þol og hæði (depend- ence) myndast. Hinn meðvitaði, frjálsi vilji segir „ekki meir“; hin ómeðvitaða sókn í vímu ræður. Lífsnauðsynlegar þarfir víkja. Vínlöngunin er vakin upp af neyslu- tengdum umhverfisboðum, oft neðan skynjunarmarka meðvitundar (su- bliminal). Löngun er líka vakin upp af beinu áreiti áfengis, í auglýsingum, eða af ilmi eða bragði veiganna. Eins getur streita vakið upp mikla löngun. Því fjölþættara sem áreitið er því ákafar vex vínlöngun. Af þessu leiðir að hinn frjálsi vilji er oft undir miklu, ómeðvituðu álagi þegar kemur að meðvitaðri ákvörðun um að sækja sér áfengi. Þetta, í samspili við stórbætta þjón- ustu ÁTVR, fjölgun vínveitingastaða, verðlækkun á bjór og léttvíni og meiri sýnileika áfengis í fjölmiðlum, skýrir hina miklu neysluaukningu undanfar- inna áratuga. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um að heimila sölu bjórs og léttvíns í smásöluverslunum. Rök flutnings- manna eru pólitísk; að draga ríkið út úr smásöluverslun. Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Það eina sem mundi breytast er að verslunin yrði í höndum þeirra sem eiga að sjá um verslun, þ.e. einkaaðila, og ekki yrði um að ræða eins sterkt skömmt- unarvald á þessari þjónustu af hendi hins opinbera og nú er“. Áhrif þess- ara breytinga á neyslu eru að engu gerð í greinargerð. Það liggur þó í hlutarins eðli, að þeir sem hafa hag af sölunni munu neyta allra ráða til að tryggja sem mesta sölu. Annars væru þeir einfaldlega ekki að sinna sínu starfi. Á öðrum stað í greinargerð er það rökstutt „að lækka beri áfengisgjald í þremur áföngum, um allt að 50%, fram til ársins 2008“. Staðhæft er jafnframt að lækkun áfengisgjalds muni ekki leiða til aukinnar neyslu. Frumvarpinu til stuðnings er m.a. vitnað til reynslu Íslendinga af að hætta einkasölu á vörum eins og síld, viðtækjum, símtækjum og eldspýtum, sem eflaust hefur orðið þjóðinni til góðs. Það er rétt að taka fram að flutningsmenn setja áfengi ekki alveg í sama flokk og síldar- eða eld- spýtnasölu, því í greinargerðinni er að finna smáfyrirvara um efldar for- varnir. Fjölmargar áreiðanlegar rann- sóknir, austan hafs og vestan, hafa sýnt fram á að bein línuleg tengsl eru milli fjölda sölustaða, auglýsinga (þar eru unglingar sérstaklega viðkvæmur markhópur) og verðlagningar áfeng- is. Harðari sölumennska, auðveldara aðgengi og lægra verð stuðla hvert um sig að aukinni neyslu. Allt þetta mun fylgja samþykkt frumvarpsins. Hver er svo reynsla „vínmenning- arþjóðanna“ austan hafs og vestan? Þar er uppi áköf umræða um að draga á úr neyslu áfengis, af heilsufars- ástæðum. Stóraukið aðgengi, verð- lækkun og meira áreiti eins og í mat- vörubúðum mun auka neyslu okkar enn frekar. Forvarnir og frjáls vilji neytenda munu duga skammt til að sporna gegn þessu af ástæðum, sem hér hafa verið raktar. Samþykkt ofangreinds frumvarps er því óráð. Fíkn og hinn frjálsi vilji Aukið aðgengi, verðlækkun og meira áreiti eins og í mat- vörubúðum mun auka neyslu áfengis, segir Högni Óskarsson » Þegar maður stendur frammi fyrir því að kaupa eða kaupa ekki áfengi þá á hinn frjálsi vilji oft á brattann að sækja. Högni Óskarsson Höfundur er geðlæknir, formaður forvarnarverkefnis Landlæknisemb- ættisins Þjóð gegn þunglyndi og áhugamaður um vínmenningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.