Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í LEIÐARA Morgunblaðsins
þriðjudaginn 18. desember stend-
ur:
„Hvers vegna hafa þingmenn
allra flokka gefizt upp fyrir þrýst-
ingi útgerðarmanna
og tekið stórt skref aftur á bak
eftir að hafa samþykkt merka lög-
gjöf um auðlindagjald fyrir nokkr-
um
árum?“
Það er ómaklegt að setja þing-
menn Frjálslynda flokksins undir
sama hatt og aðra alþingismenn
þegar fyrir liggur að
þeir, einir þingmanna,
greiddu atkvæði gegn
lækkun veiðigjald-
isins, bæði þeirri
lækkun sem sjáv-
arútvegsráðherra
lagði til og hinni sem
meirihluti þingnefnd-
arinnar bætti við. Það
er líka ómaklegt af
hálfu Morgunblaðsins
að láta eins og flokk-
urinn sé ekki til þeg-
ar fjallað er um málið
í leiðara blaðsins, eft-
ir að tveir þingmenn flokksins
tóku mikinn þátt í umræðum um
lækkun veiðigjaldsins á Alþingi og
skýrðu afstöðu sína og flokksins.
Grétar Mar Jónsson flutti sér-
álit sem sjávarútvegsnefnd-
armaður og skar sig frá öðrum
nefndarmönnum sem kepptust við
að yfirbjóða ríkisstjórnina í þjónk-
un sinni við kröfur forystu LÍÚ.
Ég flutti yfirlitsræðu um veiði-
gjaldið og rakti forsöguna allt frá
2001 og samkomulagið sem gert
var milli ríkisstjórnarinnar og
LÍÚ um óbreytt kvótakerfi gegn
veiðigjaldi.
Frjálslyndi flokkurinn vill
breyta kvótakerfinu, það dylst
engum, og meðal breytinganna er
að flokkurinn vill setja löggjöf um
viðskipti með aflamark og afla-
hlutdeild, þar sem ríkið mun taka
sinn hlut eins og rakið var í kosn-
ingastefnuskrá flokksins fyrir al-
þingiskosningarnar í vor sem leið.
Sá hlutur verður miklu meiri en
það hlægilega gjald upp á 1,45 kr.
fyrir hvert þorskkíló, sem hefur
verið ákveðið. Að auki sendi þing-
flokkurinn frá sé ályktun í sumar
þar sem fram kemur að opinbert
eignarhald orkuauðlindanna og
greiðsla til hins opinbera fyrir
nýtingu orkulindanna
er forsenda þess að
hægt sé að fallast á
einkavæðingu orku-
fyrirtækja. Hvað
veldur því að Morg-
unblaðið lætur eins og
ekkert þetta liggi fyr-
ir?
Hitt tek ég undir
með Morgunblaðinu
að þingmenn annarra
flokka keppast um að
ganga í augun á for-
ystu LÍÚ og hafa
staðið að því að helm-
inga veiðigjaldið og munu vafa-
laust hlýða kalli LÍÚ um afnám
gjaldsins að fullu á næsta ári.
Málflutningur þeirra á Alþingi á
dögunum tekur af allan vafa um
það. Lengst ganga vildarvinir rit-
stjóra Morgunblaðsins, Vinstri
grænir, og þeir lögðu sig fram um
að sýna Sjálfstæðisflokknum í um-
ræðunum á Alþingi að þeir vilji
ganga lengra en Samfylkingin í
þessum efnum. Breytingum í lög-
gjöf um stjórn fiskveiða er varpað
fyrir róða í augljóslega illa dul-
búnu bónorði til Sjálfstæðisflokks-
ins um ríkisstjórnarsamstarf af
hálfu Vinstri grænna. Verði Morg-
unblaðinu að ósk sinni um nýja
ríkisstjórn Vinstri grænna og
Sjálfstæðisflokksins mun veiði-
gjaldinu verða hent á haf út og
engar breytingar verða gerðar á
kvótakerfinu. Blaðið á enga
bandamenn í þeim flokkum.
Hallað réttu máli
Kristinn H. Gunnarsson
gerir athugasemdir við
leiðara Morgunblaðsins
» Það er ómaklegt aðsetja þingmenn
Frjálslynda flokksins
undir sama hatt og aðra
alþingismenn, þeir einir
greiddu atkvæði gegn
lækkun veiðigjaldsins.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er formaður þingflokks
Frjálslynda flokksins.
SÉRA Ólafur Hallgrímsson, prest-
ur á Mælifelli í Skagafirði, ritaði
grein í Morgunblaðið
hinn 15. desember síð-
astliðinn undir fyr-
irsögninni „Loddarar í
Landsvirkjun“. Hann
er ómyrkur í máli og
vænir okkur hjá Lands-
virkjun um að hafa
haldið fram röngum
upplýsingum um hvort
Töfrafoss í Kringilsá
færi allur undir vatn í
Hálslóni eða bara hálf-
ur á kaf. Hið sanna er
að þegar lónið er fullt
er fossinn allur á kafi en
þegar vatnsborð er lægst á vorin
stendur hann að verulegu eða jafnvel
öllu leyti upp úr lóninu. Landsvirkjun
hefur alltaf gert réttilega grein fyrir
þessu.
Séra Ólafur kallar mig áróð-
ursmeistara og heldur því fram að
Landsvirkjun umgangist sannleikann
með loddaraskap. Ekki var það nú
falleg kveðja frá presti á aðventunni.
Tilefni þessarar köldu kveðju séra
Ólafs er misskilningur hjá ágætum
Héraðsbúa í viðtali ný-
lega í Morgunblaðinu
um að Landsvirkjun
hefði haldið því fram „á
prenti og í orðastað“ að
þessi tiltekni foss færi
bara hálfur í kaf en ann-
að væri nú komið í ljós.
Mér hafði ekki verið
kunnugt um að slíkur
misskilningur væri á
kreiki á Héraði og hann
var leiðréttur í sama
blaði þremur dögum
seinna í viðtali við mig.
Staðreyndin er að í
rannsóknar- og kynningargögnum
með mati á umhverfisáhrifum Kára-
hnjúkavirkjunar kemur skýrt fram
að fossinn hverfi þegar lónið er fullt.
Hið sama er að finna á vefsíðu Lands-
virkjunar um sjálfbærniverkefni Al-
coa Fjarðaáls og Landsvirkjunar þar
sem fjallað er um rennsli fossa. Í
kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í
Végarði í Fljótsdal hefur spurningum
um þennan foss ávallt verið svarað
með sama hætti og önnur upplýsinga-
miðlun verið á sömu lund.
Séra Ólafur virðist telja lítið gagn í
að vísa í upplýsingar í matskýrslum
því fáir lesi þær til hlítar. En þá er
þess að gæta að Landsvirkjun hélt á
matstímanum fjölmarga almenna
kynningarfundi um áhrif virkjunar-
innar á umhverfið og stuðlaði að því
með ýmsum öðrum hætti, m.a. með
sérstakri vefsíðu, að koma upplýs-
ingum í skýrslunum á framfæri.
Reyndar er það svo að Landsvirkjun
hefur aldrei fyrr í sögu fyrirtækisins
lagt sig eins fram um að upplýsa al-
menning um nokkra framkvæmd eins
og gert hefur verið vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Um 15 þúsund
manns hafa komið ár hvert á fram-
kvæmdartímanum í kynning-
armiðstöðina í Végarði, umhverfis-
áhrifin voru rækilega kynnt á sínum
tíma og reglulega er greint frá gangi
framkvæmdanna á vefsíðunni kara-
hnjukar.is. Fréttamenn hafa alltaf
fengið greið svör við öllu sem þeir
hafa spurt um síðan framkvæmdir
hófust á árinu 2003.
Ég veit ekki af hverju misskilning-
ur um þennan foss komst á kreik á
Héraði. Þó má benda á að í fyrrnefndu
viðtali í Morgunblaðinu er vitnað í
ágæta Hálendisbók Páls Ásgeirs Ás-
geirssonar en þar segir í myndatexta
að Hálslón muni ná upp á Kringils-
árfoss eða Töfrafoss miðjan þegar
það er fullt. Þetta er því miður rangt
og ekki frá Landsvirkjun komið.
Starfsfólk Landsvirkjunar og fjöl-
margir samstarfsmenn hafa unnið
krefjandi störf við þessa virkjun af
miklum heilindum í langan tíma og
alltaf hefur það verið haft að leið-
arljósi að gera sem allra best, hvort
sem var við undirbúning verksins,
hönnun, framkvæmdir eða upplýs-
ingamiðlun. Hjá Landsvirkjun starf-
ar heiðvirt fólk og ég bið í vinsemd
um að menn gæti hófs í orðum þegar
að því er vikið í opinberri umræðu.
Landsvirkjunarmenn eru ekki lodd-
arar.
Séra Ólafi á Mælifelli og lands-
mönnum öllum óska ég gleðilegrar
hátíðar.
Það vinna ekki loddarar
hjá Landsvirkjun
Sigurður Arnalds svarar kaldri
kveðju séra Ólafs á Mælifelli »Hjá Landsvirkjunstarfar heiðvirt fólk
og ég bið í vinsemd um
að menn gæti hófs í orð-
um þegar að því er vikið
í opinberri umræðu.
Sigurður Arnalds
Höfundur er verkfræðingur og
talsmaður Kárahnjúkavirkjunar.
Í GREIN í Morgunblaðinu í dag
ræðst Birgir Dýrfjörð á Pál Ein-
arsson og starfsheiður hans fyrir
það að hafa upplýst um
ótrúlega fylgni á milli
sveiflna í hræringum
við Upptyppinga síð-
sumars og sveiflna í
hækkun Hálslóns á
sama tíma. Þetta er
ósanngjörn árás vegna
þess að línuritin sem
sýndu þessa fylgni
voru fengin hjá Gunn-
ari Guðmundssyni á
Veðurstofunni og ekki
komin frá Páli. Annað
er eftir þessu í grein
Birgis. Hann segir um
Pál Einarsson að hann
sé „kennifaðir kredd-
unnar um að fylling
Hálslóns geti valdið
jarðhræringum.“
Þetta er alrangt. Um
þetta mátti lesa í
skýrslum Landsvirkj-
unar fyrir fimm árum
um Hálslón þar sem
vitnað er til þess að
víða um heim hafi það
valdið jarðhræringum
að setja slíkt farg ofan
á jarðskorpuna og að
Kárahnjúkastífla sé hönnuð fyrir
jarðskjálfta upp á 6 á Richterskala.
Birgir vitnar í útvarpsviðtal við Pál
á þessa leið m.a.: „Að lokum upplýsti
hann (Páll) að engin vísindaleg
þekking styddi þá tilgátu að farg í
Hálslóni ylli jarðhræringum á 20-30
km dýpi og síst í 20 km fjarlægð.
Hann fullyrti þó að fylgni væri
þarna á milli! En nefndi ekki að það
var líka fylgni við gengi krónunnar.“
Þarna kom það. Páll
mátti ekki nefna fyrr-
nefnda fylgni á línuriti
Gunnars Guðmunds-
sonar. Fyrir það skal
hann missa starfs-
heiður sinn. Og Birgir
fullyrðir þarna að það
hafi líka verið fylgni við
gengi krónunnar á um-
ræddu tímabili. Enn
ein steypan hjá Birgi.
Ég hef orðið mér úti
um tölur varðandi
gengi krónunnar á
þessum tíma og í ljós
kemur að þar er ekki
um fylgni að ræða. Þess
utan lengir Birgir fjar-
lægðartölur hafðar eft-
ir Páli um allt að helm-
ing. Þótt Birgir hafi það
eftir Páli að vísindaleg
þekking styðji ekki til-
gátu um að farg í Háls-
óni valdi jarðhræring-
unum við Upptyppinga
nýr hann honum samt
um nasir að standa fyr-
ir slíku. Sönnu nær er
það sem Gunnar Guð-
mundsson sagði á Rás tvö að líkja
megi fargbreytingunum við gikk
sem komi af stað atburðarás neð-
anjarðar. Það er ekki á hverjum degi
sem ráðist er að starfsheiðri manns á
jafn ósvífinn hátt og með jafn-
mörgum rangfærslum og í grein
Birgis. Að lokum skal Birgir minnt-
ur á að þykkt ísaldarjökulsins á
þessu svæði var líkast til um 1000
metrar eða einn sentimetri á blað-
síðu Morgunblaðsins samkvæmt út-
reikningi Birgis sem á að sýna fram
á að farg vatns eða jökuls geti ekki
haft nein áhrif á jarðskorpuna undir.
Nú þarf Birgir því að halda áfram
baráttu sinni fyrir því að fæla menn
frá að nefna þau gögn sem sýna
fylgni á milli fargs á jarðskorpu Ís-
lands og jarðskjálfta og eldgosa.
Hann þarf að setja á bannlista þau
gögn hjá Landsvirkjun sem nefna
fylgni jarðskjálfta undir lónum og
stíflum í heiminum og næstir í röð-
inni á eftir Páli Einarssyni í ófræg-
ingarherferð Birgis verða þá vænt-
anlega Guðmundur Sigvaldason,
Sigurður Þórarinsson, Magnús Tumi
Guðmundsson og aðrir sem hafa
skoðað fylgni sveifla á jökulfargi og
eldgosa norðan Vatnajökuls og í
Grímsvötnum. Birgir Dýrfjörð segir
í lok greinar sinnar: „Ég efast ekki
um prófgráður Páls Einarssonar en
þykir miður hvað vísindamaðurinn
leyfir sér stóra möskva þegar hann
velur nákvæmni fyrir vísindi sín.“ Í
reiði sinni yfir því að Hálslón skuli
vera nálægt óróasvæðinu hikar
Birgir ekki við að reyna að vega vís-
indamann og annan. Hingað til hefur
verið talið líklegt að hægfara hækk-
un lands fyrst eftir ísöld þegar jök-
ulfargið minnkaði hafi valdið þrítug-
faldri eldvirkni norðan Vatnajökuls.
Þetta hljóta að vera alltof stórir
möskvar að dómi Birgis Dýrfjörð og
íslenskum jarðvísindum til minnk-
unar, – gögnin um svona lagað má
enginn sannur vísindamaður nefna
eða birta, – annars varpar hann rýrð
á prófgráður sínar.
Gögnin sem
ekki má nefna
Ómar Ragnarsson gerir
athugasemdir við grein
Birgis Dýrfjörð
Ómar Ragnarsson
» Í reiði sinniyfir því að
Hálslón skuli
vera nálægt
óróasvæðinu
hikar Birgir
ekki við að
reyna að vega
vísindamann og
annan.
Höfundur er formaður
Íslandshreyfingarinnar.
FRÉTTIR
AVANT hf. styrkir Barnaspítala
Hringsins um 500 þúsund krónur í
stað þess að gefa jólagjafir í ár.
Í fréttatilkynningu segir að styrk-
urinn muni renna í starfsþróun-
arsjóð Barnaspítalans. Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Avant hf., afhenti nýverið Önnu
Ólafíu Sigurðardóttur og Sigurði
Kristjánssyni styrkinn. Avant hf.
(þá Sjóvá fjármögnun hf.) veitti
Barnaspítala Hringsins einnig styrk
fyrir jólin í fyrra.
Meginhlutverk Barnaspítala
Hringsins er að hafa forystu í heil-
brigðisþjónustu við börn og unglinga
á Íslandi og veita veikum börnum og
fjölskyldum þeirra bestu þjónustu
sem mögulegt er. Samhliða þessu
starfi er kennsla, fræðsla og rann-
sóknir órjúfanlegur þáttur starfsem-
innar. Þannig vill Barnaspítali
Hringsins gegna forystuhlutverki á
sviði heilbrigðisvísinda og rannsókn-
arstarfsemi sem tengist börnum og
unglingum á landinu og annast um
leið grunn- og framhaldsmenntun
heilbrigðisstétta.
Styrkur Frá vinstri: Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á
barnasviði, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, og Sigurður
Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á barnasviði.
Hálf milljón frá Avant
til Barnaspítalans