Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 37
MINNINGAR
✝ Hjalti Ragn-arsson fæddist
á Ísafirði 12. jan-
úar 1925. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 11. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ragnar Bene-
diktsson Bjarna-
son, afgreiðslu-
maður á Ísafirði, f.
á Nesi í Norðfirði
23. maí 1899, d. 18.
febrúar 1941, og
kona hans Guðrún Arnbjörg
Hjaltadóttir, f. á Ísafirði 25. júní
1903, d. 27. janúar 1995. Föð-
urforeldrar Benedikt Stef-
ánsson Bjarnarson, versl-
unarmaður á Ísafirði og bakari
á Akranesi, og kona hans Jar-
þrúður Jónsdóttir. Móðurfor-
eldrar Hjalti Jóhannesson, sjó-
maður og verkamaður á
Ísafirði, og kona hans Rannveig
Guðnadóttir verkakona. Hjalti
ólst upp á Ísafirði að mestu hjá
ömmu sinni og afa. Hann var
elstur af sjö systkinum. Systkini
hans eru Jóhann Pétur, f. 5. júlí
1926, Ragna Guðrún, f. 19.
ágúst 1928, Guðni Jóhannes, f.
29. september 1929, Þórunn
Maggý, f. 19. júlí 1933, Stefán
Ævar, f. 20. janúar 1936 og
Karen, f. 2. maí 1937.
Hjalti kvæntist hinn 15. apríl
1953 Sigríði Ellen Konráðs-
dóttur, f. í Reykjavík 23. mars
1932. Foreldrar hennar voru
Konráð Stefán Óskar Guð-
mundsson, vélstjóri og kyndari í
Reykjavík, f. í Reykjavík 9.
ágúst 1906, d. 11. febrúar 1944,
og kona hans Aðalheiður Nanna
Einarsdóttir, ráðskona í Reykja-
vík, f. á Bassastöðum í Kaldr-
ananeshreppi í Strandasýslu 29.
maí 1907, d. 1. sept. 1984. Hjalti
og Sigríður eignuðust fjögur
börn, þau eru: a) Konný Rann-
veig, f. 26. október 1953, gift
Óskari Guðjónssyni, f. 10. júní
1952. Börn Sigurður Heiðar, f.
26. júní 1976, búsettur í Dan-
mörku ásamt unn-
ustu og syni,
drengur, f. 15. júlí
1985, d. 4. október
1985 og Edda Ósk,
f. 26. nóvember
1986. b) Hjalti
Heiðar, f. 23. sept-
ember 1957,
kvæntur Margréti
Jónsdóttur, f. 6.
september 1955.
Börn Sara Ellen, f.
14. september
1978, búsett í Las
Vegas ásamt eig-
inmanni og þremur börnum,
Jón Ágúst, f. 8. febrúar 1981,
Einar, f. 23. júní 1984 og Jó-
hann Markús, f. 15. nóvember
1994. c) Sigurður Ingvar, f. 19.
ágúst 1962, kvæntur Magneu
Helgu Magnúsdóttur, f. 31.
mars 1964. Börn Andrea Rakel,
f. 2. október 1992, Alexander
Helgi, f. 8. apríl 1996 og Að-
alsteinn Freyr, f. 6. nóvember
2002. d) Aðalheiður Íris, f. 2.
september 1965, gift Árna
Árnasyni, f. 2. ágúst 1966. Börn
Hjalti Stefán, f. 19. júlí 1987 og
Þórir Róbert, f. 26. maí 1993.
Hjalti lauk Gagnfræðaskóla
Ísafjarðar 1941, vélvirkjanámi í
Héðni 1952, vélstjóraprófi í Vél-
skólanum í Reykjavík 1954 og
rafmagnsdeild 1955. Hann var
aðstoðarvélstjóri hjá Eimskipa-
félagi Íslands hf. 1955-66, verk-
stjóri hjá Fjölvirkjanum hf. og
Loftorku sf. 1966-70. 1. yfirvél-
stjóri hjá Eimskip 1970-76,
gerði út og var yfirvélstjóri á
ms. Berglind 1976-81. Var 1. yf-
irvélstjóri hjá Hafskipum hf.
1981-84, yfirvélstjóri hjá Nes-
skipum hf. 1985-90. Var 1. yf-
irvélstjóri hjá Jöklum hf. 1987-
88, rak fyrirtækið Skipavara-
hluti 1990-91 en hætti þá
störfum vegna veikinda. Hann
ásamt öðrum stofnaði félag
Heilablóðfallsskaðaðra 1994 og
var fyrsti formaður þess.
Útför Hjalta fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Hjalti Ragnarsson er allur og hon-
um fylgir hlý þökk svo margra nú við
leiðarlok.
Kynni mín af Hjalta hófust er við
vorum báðir í heilsudvöl á þeim
ágæta stað Reykjalundi. Þar var
Hjalti í endurhæfingu eftir heilablóð-
fall og þeir félagar Eyjólfur K. Sig-
urjónsson og hann kölluðu einn dag-
inn á mig til spjalls um hugmyndir
þeirra. Það var einkar ánægjulegt að
finna þann hugmóð sem að baki bjó
hjá báðum, víl og vol var ekki til í
þeirra orðabók, þrátt fyrir alvarlegt
áfall.
Hugmyndirnar sneru að því að
stofna félag þeirra sem fyrir heila-
blóðfalli hefðu orðið og þeir létu ekki
sitja við orðin tóm, heldur varð þetta
félag að veruleika fyrir þeirra góðu
tilstuðlan og Hjalti Ragnarsson tók
þar farsæla forystu, en því miður
naut félagið Eyjólfs alltof skamman
tíma. Ég minnist ánægjulegra stunda
með þeim félögum við undirbúning
og lagasmíð þar sem Hjalti var
óþreytandi í öllu. Hann sat ekki auð-
um höndum en vann félaginu allt er
hann mátti, stuðlaði að útgáfu
fræðsluefnis um heilablóðfall og sá
um dreifingu þess á heilsustofnanir
af sínum mikla áhuga og dugnaði. Fé-
lagið stóð einnig fyrir fræðslufundum
þar sem færustu aðilar reifuðu mál
og endurhæfingarstofnanir voru
heimsóttar, svo aðeins nokkuð sé
nefnt. Ég minnist notalegu fundanna
hjá Hjalta þar sem þess var freistað
að fræða og kynna sem bezt og um
leið að eiga hlýja og gefandi samveru-
stund. Fyrir það þakka margir í dag
og full ástæða til að halda vel á lofti
fórnfúsu frumkvöðulsstarfi sem skil-
aði mörgum miklu.
Um leið og ég sendi hinni ágætu
konu Hjalta, sem átti þarna sinn ríka
þátt og þeirra fólki mínar innilegustu
samúðarkveðjur, þakka ég gjöfula
samfylgd hins glaðbeitta baráttu-
manns sem átti hugdirfð og glaða
lund að góðum förunautum.
Blessuð sé minning Hjalta Ragn-
arssonar.
Helgi Seljan.
Hjalti
Ragnarsson✝ Hilmar Garðarslögfræðingur
fæddist á Akureyri
5. desember 1922.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir á
85 ára afmælisdag-
inn sinn, 5. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Garðar Þor-
steinsson, hæsta-
réttarlögmaður og
alþingismaður, f.
29.10. 1898, d. 29.5.
1947, og kona hans
Anna Pálsdóttir húsmóðir, f. 25.8.
1896, d. 11.10. 1978. Systkini
Hilmars eru Rannveig María, f.
1.9. 1927, Hreinn Þorsteinn, f. 4.
maí 1929, d. 7. október 2001, og
Anna, f. 23.11. 1939.
Árið 1945 kvæntist Hilmar Þor-
gerði Jörundsdóttur frá Hrísey, f.
21. janúar 1923. Foreldrar hennar
voru María Sigurðardóttir, hús-
freyja, f. 8. júní 1888, d. 18. októ-
ber 1940, og Jörundur Jörunds-
son, útgerðarmaður, f. 20. júní
1885, d. 24. nóvember 1961. Þor-
gerður og Hilmar eignuðust þrjú
börn, þau eru: 1) Jörundur, dokt-
or í málvísindum og dósent við
í gamla bænum í Reykjavík fyrstu
árin fluttist fjölskylda Hilmars að
Vesturgötu 19 sem verið hefur í
eigu fjölskyldunnar æ síðan.
Garðar, faðir Hilmars, var þing-
maður Eyfirðinga og féll frá
ungri fjölskyldu í flugslysinu í
Héðinsfirði 1947. Þá var Hilmar
24 ára laganemi. Við fráfall föður
síns tók Hilmar yfir margþætta
eignaumsýslu og atvinnustarfsemi
sem verið hafði á könnu föður
hans og annaðist mál móður sinn-
ar og ungra systkina. Hann gerði
þess vegna hlé á laganáminu um
sinn en lauk því nokkrum árum
síðar. Þegar árið 1947 varð hann
forstjóri Gamla bíós eftir föður
sinn og átti eftir að gegna því
starfi í 35 ár eða allt þar til Ís-
lenska óperan keypti Gamla bíó
1981. Árið 1982 réðst Hilmar til
starfa hjá Gjaldheimtunni í
Reykjavík og var þar skrif-
stofustjóri fram til ársins 1993.
Hilmar gerðist ungur félagi í
Oddfellowreglunni og lét sig mál-
efni hennar miklu varða. Þar
gegndi hann margháttuðum trún-
aðarstörfum og komst til æðstu
metorða. Síðustu tæp fjögur árin
hafa Hilmar og Þorgerður búið
við gott atlæti á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir.
Útför Hilmars verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Háskóla Íslands, f.
15. mars 1946, d. 13.
ágúst 1992. Hann á
þrjú börn, þau eru:
Þorgerður, myndlist-
arkona og barna-
bókahöfundur, móðir
hennar er Jóhanna
Pétursdóttir; Þor-
steinn, lögfræðingur
í Ósló, móðir hans er
Randi Skansbo; og
Jörundur, grunn-
skólanemi, móðir
hans er Þuríður Elfa
Jónsdóttir. 2) Anna
María þýðandi, f. 27. ágúst 1948.
Börn hennar eru Jóhanna þróun-
arstjóri Sjá, faðir hennar er Sím-
on Pálsson (látinn); og Steinunn,
MA í þjóðfræði, faðir hennar er
Guðmundur Björgvinsson. 3) Þor-
steinn, heimspekingur og upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, f. 11.
janúar 1957, kvæntur Guðrúnu
Sóley Guðjónsdóttur og börn
þeirra, Hilmar, lögfræðinemi, og
Hallgerður Helga, grunn-
skólanemi. Barnabarnabörn Hilm-
ars og Þorgerðar eru níu.
Hilmar fluttist kornabarn til
Reykjavíkur með foreldrum sín-
um. Eftir búsetu á ýmsum stöðum
Hilmar tengdafaðir minn lést þann
5. desember síðastliðinn á 85 ára af-
mælisdegi sínum. Þegar við Þorsteinn
sonur hans og síðar eiginmaður minn
kynntumst fyrir um 30 árum var
Anna móðir Hilmars á lífi og hélt
heimili á Vesturgötu 19. Þegar Garðar
faðir hans lést var Hilmar 24 ára laga-
nemi, elstur fjögurra systkina. Fráfall
föður hans hafði mikil áhrif á unga
manninn en ábyrgðin á heimilinu og
utan þess, sem faðir hans hafði borið,
féll að mestu á elsta barnið. Þetta var
ekki létt verk því Garðar hafði verið
umsvifamikill athafnamaður. Hilmar
gerði það sem nauðsyn bar til og gerði
hlé á námi sínu. Hann stóð sem klett-
ur við hlið móður sinnar með systkini
sín þrjú og var þeim stoð og stytta.
Hann greiddi úr málum og tók við
starfi föður síns í Gamla Bíói. Þessi
reynsla tel ég að hafi sett mark sitt á
Hilmar sem var ávallt vakinn og sof-
inn yfir velferð annarra.
Hilmar var mikill gæfumaður í
einkalífi en konu sinni Þorgerði
kynntist hann er hún leigði herbergi á
Vesturgötu 19, þá komin í bæinn frá
Hrísey til að stunda nám. Einlæg ást
og gagnkvæm virðing ríkti á milli
þeirra hjóna alla tíð og nú síðustu árin
þegar Þorgerður hefur átt við mikil
veikindi að stríða var samband þeirra
afar fallegt og einlægt. Hilmar var
sérlega elskur að börnum sínum og
barnabörnum. Lát sonar þeirra Jör-
undar fyrir 15 árum var þeim hjónum
mikill harmleikur.
Okkur Hilmari varð vel til vina frá
fyrstu tíð og alltaf var notalegt að
koma á heimili þeirra Þorgerðar.
Hilmar var skarpgreindur maður,
hreinskiptinn, örlátur og hafði ríka
kímnigáfu. Hann hafði einlægan
áhuga á fólki og hafði gaman af að
spjalla og tók sjálfan sig ekki of hátíð-
lega. Margir leituðu ráða hjá honum
bæði um lögfræðileg álitaefni og önn-
ur mál og var hann ávallt boðinn og
búinn að aðstoða.
Þegar sonur minn Hilmar og síðar
dóttir mín Hallgerður Helga fæddust
sá hann ekki sólina fyrir þeim en það
átti að sjálfsögðu einnig við um hin
barnabörnin. Hann sat með Hilmari
löngum stundum bæði við tafl og spil
og hvaðeina sem Hilmari yngri datt í
hug að biðja afa sinn um.
Hallgerður naut hins sama í ríkum
mæli eftir að hún komst á legg. Hilm-
ar spurðist fyrir um gengi barnanna,
fylgdist með af áhuga, tók öllu vel og
hrósaði óspart. Gaman var að fylgjast
með honum í fyrra þegar Hilmar
yngri tók þátt í spurningakeppni í
sjónvarpinu. Þá sat Hilmar við skjá-
inn og fylgdist stoltur og glaður með
góðum árangri þótt hann ætti orðið
erfitt með að horfa á sjónvarp. Það er
enginn vafi á því að barnabörnin hafa
fengið fjársjóð sem þau munu búa að
alla ævi.
Að lokum vil ég þakka fyrir sam-
veruna með Hilmari í öll þessi ár og
allt sem hann gerði fyrir mig og þá
virðingu og alúð sem hann sýndi mér
og mínum.
Haf þú þökk fyrir elsku Hilmar,
Guðrún Sóley Guðjónsdóttir.
Mig langar að minnast afa míns
með nokkrum orðum.
Skemmtilegast finnst mér að rifja
upp minningar frá þeim tíma þegar afi
og amma bjuggu í Mosfellssveitinni.
Ég var mikið hjá þeim og fannst það
frábært, bæði að vera með þeim því
þau voru mér svo góð en svo var líka
svo margt skemmtilegt að gera fyrir
krakka í nágrenninu. Þarna var mikil
sveitasæla og náttúrulíf og við krakk-
arnir gátum hlaupið um frjáls og leik-
ið okkur út í móa. Minnisstæðar eru
líka bílferðirnar milli Reykjavíkur og
Mosfellssveitar sem mér finnst ein-
hvern veginn að hafi verið miklu
lengri þá en í dag. Oft var það afi sem
keyrði mig og sótti og við áttum oft
góðar stundir saman á þessari leið.
Við höldum áfram að heilsa álfunum í
álfasteininum eins og hann gerði allt-
af.
Jólin með ömmu og afa eru mér
sérstaklega minnisstæð, í Mosó á
meðan þau buggu þar og líka á Sel-
tjarnarnesinu. Það voru haldnar mikl-
ar veislur þar sem fjölskyldan var
saman komin. Það var mikil pína fyrir
börnin að bíða á meðan afi og hitt full-
orðna fólkið kláraði að borða rjúpurn-
ar áður en hægt var að fara að huga að
pökkunum. Þannig var okkur börnun-
um strítt og við héldum auðvitað þess-
um sið eftir að við fullorðnuðumst.
Hann afi var örlátur maður og ein-
staklega bóngóður, vildi allt fyrir
mann gera og var sífellt að gefa manni
skemmtilegar gjafir. Hann var traust-
ur sem klettur og maður vissi að alltaf
var hægt að leita til hans með vanda-
mál af öllu tagi og reiða sig á aðstoð
hans. Hann átti ýmsa skjólstæðinga
utan fjölskyldunnar, fólk sem leitaði
til hans og virti hann mikils.
Afi var mikill húmoristi, hafði gam-
an af góðum sögum. Hann hafði gam-
an af að spjalla við fólk og átti auðvelt
með að kynnast því og ná til allra
manna þar sem hann kom við. Hann
hafði líka einstakt lag á því að vefja
fólki um fingur sér og fékk alls staðar
bestu þjónustuna.
Afi hafði alla tíð gaman af tækninýj-
ungum og var sífellt að koma heim
með undarlega hluti sem áttu að spara
tíma og vinnu. Þetta var uppspretta
endalausrar kátínu í fjölskyldunni
sem hafði gaman af þessum uppá-
tækjum afa. Hann var með á nótunum
og ég get ekki ímyndað mér að það
séu margir afar á áttræðisaldri sem
fjárfesta í fartölvu til að geta vafrað á
netinu þótt það gengi stundum brösu-
lega. Afi vildi fylgjast með og reyndi
eftir bestu getu, hann var líka ófeim-
inn við að biðja um aðstoð ef ekki gekk
nógu vel.
Elsku amma mín, það er erfitt fyrir
þig að missa hann afa frá þér í þínum
veikindum. Við munum öll sakna
hans.
Jóhanna Símonardóttir.
Í dag er kvaddur mætur félagi
Oddfellowreglunnar á Íslandi; Hilm-
ar Garðarsson. Hilmar gekk til liðs
við Regluna tæplega tuttugu og fimm
ára gamall árið 1947 og varð strax öt-
ull liðsmaður hennar.
Hilmar var alla tíð, meðan starfs-
kraftar leyfðu, dugmikill þátttakandi í
líknar- og mannúðarstarfi Oddfellow-
reglunnar og sér verka hans víða stað
innan Reglunnar. Hann var um
margt frumkvöðull og átti þátt í stofn-
un nokkurra deilda Reglunnar.
Eins og að líkum lætur hlóðust á
Hilmar margháttuð trúnaðarstörf í
þágu Oddfellowreglunnar. Hann
gengdi öllum helstu embættum í
æðstu stjórn Reglunnar um margra
ára skeið, síðast sem æðsti stjórnandi
hennar og lauk starfsferli sínum í
Oddfellowreglunni árið 1993 rúmlega
sjötugur að aldri.
Fyrir hönd okkar allra sem störf-
um innan vébanda Oddfellowreglunn-
ar eru fjölskyldu Hilmars og ástvin-
um færðar samúðarkveðjur og við
minnumst góðs félaga með þakklæti.
Blessuð veri minning Hilmars
Garðarssonar.
Gylfi Gunnarsson.
Örfá orð um samferðamann.
Það mun hafa verið árið 1966 að ég
kynntist Hilmari Garðarssyni og fjöl-
skyldu hans og ýmsum mönnum úr
Oddfellowreglunni. 40 ára minningar
eru um fjölda samverustunda hér
heima og erlendis.
Hilmar var einn af forystumönnum
I.O.O.F. um árabil og um tíma stórsír.
Hann gekk í regluna 1947, þá ungur
að árum. Kunnur er stuðningur Odd-
fellowa við ýmis líknar- og velferðar-
mál. Var Hilmar þar í forystu ásamt
fleiri ágætismönnum.
Í áratugi spiluðum við bridge sam-
an vikulega, ætíð á 4. hæð í húsinu við
Vonarstræti ásamt Hilmari nafna
hans Sigurðssyni, Ólafi Helgasyni og
Vilhjálmi Björnssyni, sem nú eru allir
látnir. Í kaffihléinu (?) voru ætíð fjör-
ugar umræður um þjóðmál og það
sem efst var á baugi hverju sinni.
Ekki vorum við alltaf sammála, þó
oftar um flest mál.
Mér hefur verið sagt að á yngri ár-
um hafi Hilmar verið afbragðs golf-
leikari, en aldrei spiluðum við þó golf
saman.
Ótal hugljúfar minningar eru frá
öllum þessum árum. Hafðu þökk fyrir
þær allar.
Við Erna vottum fjölskyldu Hilm-
ars okkar dýpstu samúð við fráfall
hans.
Páll Vígkonarson.
Hilmar Garðars
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson