Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón ÞórarinnBergsson fædd-
ist á Bergstaða-
stræti 57 í Reykjavík
7. september 1923.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 8. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Bergur Pálsson
skipstjóri, f. á Við-
borði á Mýrum 30.
mars 1874 og seinni
kona hans, Mekkin
Jónsdóttir, f. á Íma-
stöðum í Vaðlavík 1.desember
1887. Systir Jóns er Guðrún Jóna
Bergsdóttir, f. 17. október 1921,
systkini Jóns samfeðra voru Lára,
f. 26. febrúar 1906, d. 21. október
1987 og Helgi M., f. 25. janúar
1914, d. 23. ágúst 1978, einnig átti
Jón uppeldisbróðir og náfrænda
Ólaf Helga Guðmundsson, f. á
Bessastöðum á Álftanesi 7. janúar
1913, d. 11. desember 1976.
Jón kvæntist, 5. ágúst 1950, Sig-
rúnu Auði Sigurðardóttir, f. 22.
janúar 1934. Foreldrar hennar
ember 1998. 3) Andvana drengur,
f. 19. mars 1961. 4) Oddný Mekkin,
f. 28. maí 1962, maki Guðmundur
Skúlason, f. 2. júlí 1961, dætur
þeirra eru a) Berglind Rósa, f. 14.
júlí 1984, maki Daníel Ingi Smára-
son, f. 30. október 1982, b) Guðný
Birna, f. 13. júní 1991, og c) Valdís
Björk, f. 16. ágúst 1997. 5) Þór-
arinn Helgi, f. 11. ágúst 1968, maki
Harpa Pétursdóttir, f. 5. nóvember
1969.
Jón nam plötu- og ketilsmíði í
Stálsmiðjunni í Reykjavík, hann út-
skrifaðist frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1945. Að námi
loknu starfaði hann sem yfirverk-
stjóri hjá Vélsmiðju Sigurðar
Sveinbjörnssonar, en síðan stofn-
aði hann Vélsmiðjuna Þrym ásamt
Jóhannesi og Birni Gíslasyni. Jón
stofnaði Vélsmiðju Jóns Bergs-
sonar ásamt eldri sonum sínum og
mági. Jón var mikill hestamaður
og átti hestamennskan hug hans
allan. Jón var félagi í Hestamanna-
félaginu Gusti í Kópavogi.
Útför Jóns fer fram frá Digra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
voru Sigurður Auð-
bergsson og Guðrún
Guðjónsdóttir. Börn
Jóns og Sigrúnar eru:
1) Sigurður Rúnar, f.
19. nóvember 1950,
maki Sigurbjörg Ingv-
arsdóttir, f. 4. október
1952, börn þeirra eru
a) Atli Gilbert, f. 22.
desember 1975, maki
Erla Valdimarsdóttir,
sonur þeirra er Ívar
Hrafn, f. 12. maí 2006,
b) Sigrún Auður, f. 10.
mars 1980, maki Ólaf-
ur Ragnar Birgisson, börn þeirra
eru Alexander Þór, f. 29. maí 2000,
og Máni Freyr, f. 28. febrúar 2005,
og c) Jón Kristinn, f. 30. mars 1989.
2) Bergur Mekkinó, f. 29. maí 1955,
maki Birna Kristín Baldursdóttir, f.
18. maí 1960. Bergur var áður
kvæntur Margréti Eggertsdóttur
sonur þeirra er Brynjar, f. 11. apríl
1979, maki Anna Lísa Hilm-
arsdóttir, f. 9. júní 1975, börn þeirra
eru Ída María, f. 12. febrúar 1997 og
Þórður, f. 13. október 2001, Brynjar
á einnig Katrínu Veru, f. 3. sept-
Þegar ég hugsa til baka um þau
góðu og kærleiksríku ár sem við
pabbi áttum saman kemur svo margt
upp í huga mínum. Pabbi var ein-
stakt ljúfmenni í alla staði, mjög
kurteis og afar hjálpsamur en hann
var alltaf að gera eitthvað fyrir aðra
og hafði gaman af því. Ég man aldrei
eftir pabba öðruvísi en vinnandi þeg-
ar ég var yngri, að fá hann í frí var
mjög erfitt. Fríið hans pabba ef frí
má kalla var þannig að hann fyllti
jeppakerruna af járnrörum, gas, súr,
logsuðuslöngum og fleiri verkfærum
og við lögðum af stað á Rússajepp-
anum austur í Vaðlavík. Það var
keyrt í einum áfanga og ekki mikill
tími tekin í að stoppa í sjoppum, því
hann var svo spenntur að koma í Vík-
ina og byrja að lagfæra rafstöðina
sem hann hafði sett upp þegar hann
var ungur. Pabbi lá á jörðinni og log-
sauð í nokkra daga og síðan þegar
hann var búinn var lagt af stað heim.
Pabbi sagðist vera nýr maður og út-
hvíldur eftir að hafa dvalið í víkinni.
Svona þekkti ég pabba minn, en ég
er í dag afskaplega ánægð af því sem
mér tókst að gera og það var að
koma foreldrum mínum til Kanarí-
eyja og ekki einu sinni heldur fjórum
sinnum. Pabba leið vel í sólinni og
naut sín vel í fríinu þar sem hann
hitti mikið af fólki sem hann þekkti.
Á síðustu árum áttum við pabbi góð-
ar stundir í Heyholti og tók ég hann
oft með mér þangað. Þar leið honum
vel, hann gat horft á hestastóðið og
fylgst með fjölbreyttu fuglalífi.
Pabbi stundaði svolitla hrossarækt
og eignaðist hann nokkra gæðingana
sem hann var stoltur af en Þota var
reiðhesturinn hans og eftir að hún
fór í folaldseign var erfitt að fylla
upp í skarðið, það var enginn hestur
jafn viljugur og hún Þota en hún hef-
ur sannað sig einnig sem kynbóta-
hross sem og reiðhesturinn hans
pabba því afkvæmin, þau Maístjarna
og Þjótandi, eru hátt dæmd kynbóta-
hross og margverðlaunuð keppnis-
hross. Síðustu mánuðir voru afar erf-
iðir því honum fannst að hann ætti
svo margt ógert, en ég veit að pabbi
skildi sáttur við, því ég var við hlið
hans þegar kom að kveðjustundinni.
Blessuð sé minning elsku pabba
míns.
Oddný Mekkin.
Okkur langar að minnast pabba
míns og tengdapabba, Jóns Þórarins
Bergssonar. Hann var mjög góður
maður, glaðlyndur, lífsglaður og
sterkur persónuleiki, vinnusamur og
vildi allt fyrir alla gera. Það rifjast
upp fyrir okkur margar minningar,
t.d. ferðirnar austur í Vaðlavík, vík-
ina sem var honum svo kær. Það vita
það allir, sem þekktu hann, að hon-
um fannst Vaðlavíkin vera besti
staður á landinu og þangað vildi
hann fara á hverju sumri. Þar var
besta veðrið, mjólkin úr kúnum svo
góð og jafnvel hestarnir þar voru
góðir. Tók hann þátt í að byggja raf-
stöð þar. Þegar farið var austur áður
fyrr var aðalatriðið að sjóða ryðguðu
rörin sem lágu upp fjallið. Svo þegar
hann var búinn að þessu, þá var að
setja rafmagnið í gang, svo þegar
það var komið í lag, þá var kominn
tími til að fara heim. Þegar við svo
fórum með honum seinna meir aust-
ur í Vaðlavíkina með mömmu (Sig-
rúnu), vorum í bústaðnum og hann
sá einhvern koma rauk hann til að
finna lyklana að rafstöðinni sem
hann setti þar upp á sínum tíma, var
svo stoltur af og ætlaði að sýna gest-
um og gangandi, og tóku jafnvel
sumir mynd af honum fyrir utan raf-
stöðina. Eins og hann sagði svo oft
stoltur frá þá var hann í sex sumur
þar í sveit þegar hann var strákur og
átti hann ættir sínar að rekja í Vaðla-
víkina, og var hann ættfróður maður.
Kenndi hann mér, syni sínum, að slá
með orfi og ljá og réttu handtökin
þar í sveit. Sagði hann okkur frá
hvað öll fjöllin hétu þar í víkinni og
umhverfi og hvernig öllu var háttað
þarna í gamla daga, sagði okkur
margar skemmtilegar sögur og sá
maður þetta ljóslifandi fyrir sér. Var
hann mjög fróður um land sitt og á
leið okkar austur fræddi hann okkur
um landið, og ef einhver var í vand-
ræðum með hvaða leið ætti að fara
um landið var hann fljótur að segja
fólki til og draga upp landakortið.
Það verður skrítið að fara austur án
hans, í Vaðlavíkina okkar góðu og
fallegu.
Blessuð sé minning hans.
Þórarinn (Tóti) og Harpa.
Ég ætla að skrifa nokkur línur til
minningar um elskulegan afa minn
sem ég var mikið hjá. Afi talaði mikið
um hesta og það geri ég líka þannig
að við afi náðum vel saman og vorum
oft í keppni um ættir stóðhesta. Allt-
af þegar ég var að keppa á hestum
var afi mættur á rauða pallbílnum
sínum með ömmu sér við hlið og
fylgdist spenntur með. Afi átti fal-
lega hesta og talaði mikið um þá, sér-
staklega um hana Þotu sína sem er
enn lifandi í fullu fjöri 28 vetra göm-
ul. Við afi vorum mikið saman í Hey-
holti og þar leið honum vel, hann sat
við gluggann og horfði á fjölskylduna
okkar sem bjó á Aranesinu en þessi
fjölskylda var álftir sem afi hafði
fylgst með í nokkur ár. Afi sagði mér
oft að Borgarfjörðurinn væri ekki
eins fallegur staður og Vaðlavíkin,
en þar var hugur hans oft.
Eftir að afi veiktist kom ég oft til
afa og hjúkraði honum, það síðasta
sem ég gerði fyrir afa var að mata
hann á spítalanum, daginn áður en
hann dó, en afi hafði ekki mikla mat-
arlyst eftir að hann veiktist. Ég not-
aði sömu aðferðina og afi gerði við
mig þegar ég vildi ekki borða matinn
minn þegar ég var lítil, „eina skeið
fyrir Adamson“, „eina skeið fyrir
Maístjörnu“, afi kláraði alla súpuna
sína því hann var að borða fyrir hest-
ana sína.
Blessuð sé minning afa míns.
Valdís Björk Guðmundsdóttir.
Síðastliðið ár er búið að vera mjög
erfitt, fylgjast með afa verða veikari
og veikari og geta ekkert gert til að
hjálpa honum. Alltaf þegar ég kom í
heimsókn til afa og ömmu spurði afi
mig hvernig gengi í hesthúsinu og
vildi hann þá aðallega tala um sína
eigin hesta.
Það er mér ferskt í minni þegar afi
var á henni Þotu sem er enn í fullu
fjöri, 28 vetra. Ég man að hann
sveigði henni alltaf í hring til hægri
til að stoppa hana þegar hún var
mjög spennt og var hann mjög stolt-
ur af því að hafa svona góða stjórn á
henni, en Þota var spólandi viljug og
hafði endalaust rými á brokki. Afi
elskaði að horfa á hestana sína keppa
og alltaf fannst honum hestarnir sín-
ir flottastir á vellinum. Sá hestur
sem afi talaði mest um síðasta árið
sitt var Adamson en hann hafði sér-
staklega mikla trú á honum. Hann
spurði mig alltaf hvernig gengi að
temja Adamson og hvort hann gæti
ekki orðið góður keppnishestur
seinna meir, því hann vildi sjá hest-
ana sína keppa.
Afi hafði alltaf gaman af því að
fara með okkur til Kanarí því hann
elskaði að vera í sól og blíðu og
kepptist við að verða sem mest
brúnn. Það má eiginlega segja að frí-
ið á Kanarí hafi verið eina almenni-
lega fríið hans afa þar sem hann naut
þess að slaka á og hitta gamla kunn-
ingja sem hann hafði ekki séð lengi. Í
sumar þegar afi var orðinn mikið
veikur var hann líka duglegur að sitja
úti í garði og láta sólina skína á sig því
að hann vildi líta vel út.
Afi var algjör vinnuþjarkur og hon-
um leið best ef hann hafði nóg að
gera. Í sumar kom hann upp í hest-
hús og rakst á eina slysahættu sem
hann varð að laga áður en einhver
hestur slasaði sig á henni, afi var
þarna orðinn mikið veikur og reyndu
allir að tala hann til en það dugði ekki
og hann lagaði slysahættuna um leið
og hann komst heim í bílskúrinn sinn.
Afi var líka duglegur að hjálpa ömmu
með heimilisstörfin og bjó til heims-
ins bestu kartöflumús sem hann var
sérstaklega stoltur af. Ég gæti skrif-
að endalaust um það hversu góður og
yndislegur hann afi var í alla staði.
Það á eftir að vera skrítið og tómlegt
að koma í Melaheiðina og sjá engan
afa vinna í bílskúrnum. En ég er viss
um að afi er sáttur núna, ég sá hann
nokkrum klukkutímum áður en hann
dó og fannst mér á honum að hann
væri tilbúinn að fara. Guð blessi
minningu elsku afa míns.
Berglind Rósa Guðmundsdóttir.
Elsku afi, ég mun sakna þín mikið.
Þú varst alltaf svo hress og glaður og
kvartaðir aldrei. Þegar ég spurði þig
hvernig þér liði, þá sagðir þú mér að
spyrja ömmu því hún vissi það best.
Þú munt skilja eftir stórt gat í
hjarta okkar allra. Hver á nú að til-
kynna okkur hvernig úrslit móta
urðu og hver á að reka á eftir mér að
búa mér til tíma til að fara í hest-
húsið, ég lofa samt að standa við mitt.
Þú gerðir mig svo stolta um daginn
þegar þú varst að gera magaæfing-
arnar fyrir okkur, ég lét mig dreyma
að þú værir að ná bata á veiki þinni.
Það er svo margt sem mun minna
mig á þig, hafragrautur, hesthúsið,
magaæfingar og auðvitað nytsemi
þín og margt, margt fleira. Ég mun
líka alltaf kippast við ef síminn hring-
ir þegar við erum borða, því það
skipti ekki máli á hvaða tíma kvöld-
matur var, þá hringdir þú.
En það er gott að þér líður betur
núna á þessum friðsæla stað. Ég lofa
að gera mitt besta til að hugsa vel um
ömmu.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson)
Hvíldu í friði.
Sigrún Auður yngri.
Þegar ég var lítil var ég mikið hjá
afa og ömmu á Melaheiðinni og mér
leið hvergi eins vel og þar. Við afi átt-
um góðar stundir saman en það sem
er mér minnisstæðast í dag eru ferð-
irnar þrjár sem ég fór í með afa og
ömmu í Vaðlavíkina. Við lögðum af
stað á rauða Hiluxinum hans afa. Við
fórum alltaf suðurleiðina og vorum
oftast í 2 daga á leiðinni, ólíkt því sem
afi gerði þegar mamma var lítil. Þá
brunaði hann alla leiðina í einum
áfanga. Á leiðinni gistum við yfirleitt
í Hornafirðinum og héldum svo ferð-
inni áfram daginn eftir þegar að ég
nennti að vakna.
Við keyrðum til Eskifjarðar og afi
heilsaði uppá frændfólkið okkar og
svo fórum við út í Vaðlavík. Rétt á
eftir okkur komu svo Tóti og Harpa,
Begga og Lísa og í eitt skiptið tókst
mömmu og pabba að koma okkur á
óvart með því að koma í víkina alveg
óvænt og voru mætt þangað á undan
okkur.
Afi var svo stoltur af sveitinni sinni
og sagði mér margt um hana. Mér
fannst það alltaf skrítið þegar hann
hélt því fram að hænurnar þar gætu
flogið.
Ég átti líka erfitt með að trúa því
að það væru til hreindýr þarna en
trúði því loksins þegar ég fór í göngu-
túr upp í Húsadal og sá fullt af hrein-
dýrasporum.
Ég fór líka með afa niður að Lóni
þar sem hann lagði net og beið
spenntur eftir útkomunni. Daginn
eftir fórum við svo að vitja um netið
og ég man sérstaklega eftir því hvað
honum fannst leiðinlegt hvað það
festust margir andarungar í netinu,
en hann náði að bjarga þeim. Það var
líka mikið af fiskum í netinu, sem ég
vildi reyndar ekki borða. Ég gæti
skrifað svo miklu meira um ferðirnar
í Vaðlavíkina og allt sem við gerðum
þar.
Afi hafði líka gaman af því að koma
að horfa á okkur systurnar keppa og
hrósaði okkur alltaf og fannst allt svo
flott hjá okkur. Hann var stoltur af
sínum hrossum og ég var svo heppin
að fá langþráð afkvæmi Maístjörnu í
fermingargjöf frá afa og ömmu sem
afi skírði Óskadís.
Afi kom nokkrum sinnum með
okkur í sólina til Kanaríeyja. Honum
leið vel í hitanum og spurði oft hvort
hann væri ekki orðinn brúnn.
Ég er mjög þakklát fyrir allar þær
stundir sem ég átti með afa mínum.
Þitt barnabarn
Guðný Birna.
Hann var sérlega ljúfur maður og
hlýr og hafði góða nærveru, hann Jón
föðurbróðir minn. Hann virtist alltaf
í góðu skapi og stutt var í brosið.
Hann var áhugasamur um menn og
málefni og fylgdist vel með því sem
við, bróðurbörnin hans, vorum að
bardúsa og var alltaf fullur áhuga. Á
sama hátt fylgdumst við vel með lífs-
hlaupi hans, glöddumst þegar vel
gekk og höfðum áhyggjur þegar á
móti blés. Jón stóð hins vegar af sér
alla mótvinda og aldrei varð maður
var við að hann léti andstreymi á sig
fá. Hann var maður sem flíkaði ekki
tilfinningum sínum.
Sem barn og unglingur kom ég oft
á Bergstaðastrætið til að hitta afa
minn sem bjó þar í skjóli Jóns og Sig-
rúnar konu hans, allt til dauðadags.
Þau önnuðust gamla manninn af mik-
illi alúð og hlýju og verður það seint
fullþakkað. Þar sem þessar heim-
sóknir mínar til afa áttu sér oftast
stað um miðjan dag varð ég ekki svo
mjög var við Jón frænda minn í þeim
enda hann við vinnu sína í smiðjunni,
en í staðinn er ég þeim mun ríkari af
minningum úr eldhúshorninu hjá
Sigrúnu þar sem hún gæddi mér á
mjólk og kökum um leið og hún hellti
upp á könnuna fyrir afa gamla.
Jón frændi minn var járnsmíða-
meistari að mennt. En hann var
miklu meira en það því hann var
listamaður á allan málm. Ekkert stóð
fyrir honum þegar smíða þurfti úr
málmum eða gera þurfti við eitthvað.
Skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu
kraftblakkir úr síldar- og loðnuflot-
anum eða örsmá fínsmíði. Alltaf var
hann tilbúinn að smíða fyrir mann,
verst að hann vildi aldrei þiggja
borgun og því veigraði maður sér
stundum við að leita til hans.
Þeir voru hálfbræður faðir minn
og Jón, samfeðra. Glettilega líkir í út-
liti og skapgerð enda samrýndir þótt
þeir umgengjust ekki mjög mikið.
Það var nokkur aldursmunur á þeim,
eða tæp 10 ár og svo voru þeir líka að
fást við mismunandi hluti í lífinu. Ég
minnist þess þó frá bernskudögum
að í sérstökum tilvikum leituðu þeir
ávallt hvor til annars til að þiggja ráð
og fá álit. Og það voru sérstakar
gleðistundir að fá að fara upp á Berg-
staðastræti með föður mínum, hitta
þar Jón, Sigrúnu og afa minn, en
einnig Guðrúnu föðursystur mína og
Andrés manninn hennar, sem bjuggu
í sama húsi. Þá gafst líka tækifæri til
að hitta og leika sér við frændsystk-
ini mín sem þar bjuggu hjá foreldr-
um sínum.
Nú er þessi aldni heiðursmaður
fallinn frá. Ævikvöldið var honum
nokkuð þungt þar sem líkamleg
heilsa var þrotin en hugurinn var
óbugaður. Hann skilur eftir sig spor
sem seint verða í burtu máð og ætt-
ingjar hans og vinir kveðja hann með
söknuði og virðingu. Guð blessi
minningu Jóns Þ. Bergssonar.
Við Anna vottum Sigrúnu og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu samúð.
Jóhannes Helgason.
Ég sá Jón Bergsson fyrst þegar
Bergur var í sveit heima í Svigna-
skarði árið 1970. Þá kom fjölskyldan
á Rússanum í stutta heimsókn á leið
Jón Þórarinn Bergsson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐFINNA GUÐVARÐARDÓTTIR,
Borgarsíðu 17,
Akureyri,
varð bráðkvödd mánudaginn 17. desember.
Útför auglýst síðar.
Valgarður Stefánsson,
Ragnheiður Valgarðsdóttir, Haraldur Guðmundsson,
Rut Valgarðsdóttir, Sergio Polselli,
Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir
og barnabörn.