Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SigmundurÞráinn Jónsson
fæddist og ólst upp
í Gunnhildargerði í
Hróarstungu á
Fljótsdalshéraði 5.
október 1930.
Hann lést 11. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Sig-
mundsson, bóndi í
Gunnhildargerði, f.
25. október 1898,
d. 18. maí 1957, og
Anna Ólafsdóttir,
húsfreyja frá Birnufelli í Fellum,
f. 29. ágúst 1902, d. 20. mars
1987. Systkini Þráins eru: Mar-
grét, f. 30. maí 1927, d. 24. nóv.
1988, Guðrún Ingibjörg, f. 18.
okt. 1928, Þórunn Kristbjörg, f.
28. maí 1932, Ólafur Heiðar, f.
25. nóv. 1934, Sesselja Hildi-
gunnur, f. 4. nóv. 1936, og Jón-
dóra Elísabet, f. 25. maí 1947, d.
3. maí 2007.
Hinn 17. júní 1959 kvæntist
Þráinn Ingveldi Önnu Pálsdóttur
hússtjórnarkennara, f. 12. apríl
1935. Foreldrar hennar voru
Páll Jónsson, skólastjóri á
gils Torfa Jónssyni fram-
kvæmdastjóra. Þau eiga 4 börn.
Þráinn varð búfræðingur frá
Hvanneyri 1951 og bóndi í Gunn-
hildargerði 1959-1964 og hér-
aðslögreglumaður. Hann var
með veitingarekstur í Ásbíói á
Egilsstöðum 1964-1968 og í flug-
höfnina á Egilsstöðum frá 1965-
2001. Þá rak hann bílaleigu í
áratugi á Egilsstöðum og vann
einnig sem umboðsmaður Sjóvá-
Almennra í mörg ár. Þráinn
starfaði mikið að félagsmálum.
Hann sat í hreppsnefnd Tungu-
hrepps og síðar Fellahrepps um
árabil og þar af lengi sem odd-
viti hreppsnefndar í Fellum.
Jafnframt því sat hann í ýmsum
nefndum á vegum Fellahrepps
svo sem í stjórn Hitaveitu Egils-
staða og Fella, í stjórn Sjúkra-
hússins á Egilsstöðum o.fl. Hann
var einnig hreppstjóri í Fellum í
mörg ár. Hann var einn af stofn-
endum Rotaryfélags Fljótsdals-
héraðs og var virkur félagi í
áratugi. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum f.h. Sjálfstæð-
isflokksins og varð varaþing-
maður flokksins í Austurlands-
kjördæmi 1978 og sat á þingi
sama ár.
Útför Þráins verður gerð frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Skagaströnd, f. 22.
des. 1899, d. 19. júlí
1979, og Sigríður
Guðnadóttir hús-
freyja, f. 28. okt.
1900, d. 4. mars
1964. Börn Þráins
og Ingveldar Önnu
eru: 1) Jón Þráins-
son, vélvirki á Sel-
tjarnarnesi, f. 7.
mars 1960, kvæntur
Írisi M. Þráins-
dóttur skrifstofu-
manni, f. 16. apríl
1962. Þau eiga 2
börn. 2) Sigríður Sigmunds-
dóttir, matreiðslu- og fram-
reiðslumaður í Fellabæ, f. 5. des.
1961, í sambúð með Þór Ragn-
arssyni veitingamanni, f. 18. okt
1957. Þau eiga 3 syni. 3) Anna
Birna Sigmundsdóttir, f. 18. jan.
1963, d. 1965. 4) Anna Birna
Þráinsdóttir, lögfræðingur og
sýslumaður í Vík í Mýrdal, f. 25.
des. 1967, gift Sigurði J. Jóns-
syni vélvirkjameistara, f. 30.
ágúst 1956. Þau eiga 2 börn. 5)
Þórhalla Sigmundsdóttir, mat-
vælafræðingur og kennari á
Hellu, f. 22. febr. 1969, gift Þor-
Fyrstu minningar mínar um Þráin,
stóra og myndarlega frændann að
austan, eru frá 6. áratug síðustu aldar
er bændasynir fóru á Suðurnes til
vinnu á Keflavíkurflugvelli. Hann
kom þá stundum á heimili foreldra
minna og bræðra í Reykjavík og gisti.
Þráinn sagði Sigfúsi frænda sínum
forvitnilegar sögur af Vellinum og
glettist við okkur bræður. Kallaði
blokkflautu mína púkablístru með
vísun í sögu af Sæmundi fróða Sigfús-
syni. Ég vissi að Þráinn væri nafni
minn þótt hann notaði sjaldan Sig-
mundarnafnið. Þegar faðir minn
heimsótti æskuslóðir sínar eystra eft-
ir 30 ára fjarvist sumarið 1962 nutum
við gestrisni og greiðasemi fólksins í
Gunnhildargerði. Þráinn hjálpaði
okkur að komast milli bæja til funda
við ættingja og vini föður míns.
Þegar þau Ingveldur fluttu með
börn sín fjögur frá Hallormsstað að
Hlöðum við Lagarfljótsbrú hófu þau
rekstur Vegaveitinga sem líklega var
fyrsti skyndibitastaður á landsbyggð-
inni. Síðar ráku þau bílaleigu og veit-
ingastað á Egilsstaðaflugvelli þar
sem þau fögnuðu af alúð ættingjum
og vinum við komu austur. Þráinn var
lengi oddviti Fellabæjar og bar hags-
muni þess sveitarfélags mjög fyrir
brjósti. Hann vildi efla þjónustu í
heimabyggð, ekki síst læknisþjón-
ustu, ræddi oft við mig um hvernig
laða mætti góða lækna austur og
halda í þá. Í ræðum á mannamótum
fannst mér frændi vera gagnorður og
fyndinn, man hann stýra veislu á Eg-
ilsstöðum þannig að gestir náðu vart
andanum af hlátri. Í samræðum tjáði
Þráinn skoðanir sínar á mönnum og
málefnum afdráttarlaust. Ég tel við-
horf hans hafa mótast af reynslu
manns sem braust af eigin rammleik
og útsjónarsemi úr litlum efnum til
góðra bjargálna. Lífsreynsla og skoð-
anir foreldra hans, sem voru vel gefið
dugnaðarfólk, mótuðu hann einnig.
Jón faðir hans lagði ríka áherslu á að
vera sjálfbjarga, ekki upp á aðra kom-
inn og skulda engum. Hann var ein-
arður og hreinskilinn maður.
Í bréfi sem Jón ritar Sigfúsi yngra
bróður sínum í Reykjavík 1933 má
skilja að þá bræður hafi greint á um
ágæti hinnar nýju jafnaðarstefnu, og
sýnist Jóni að jafnaðarmenn vilji taka
mikið kaup til að sóa því í óþarfa. Í
bréfinu biður Jón þess síðan af alhug
að bróðir sinn verði dugandi þjónn í
mannfélaginu. Þessi viðhorf urðu
veganesti Þráins og systkina hans.
Nýir tímar fólu í sér nýja möguleika
og Þráinn fann árangursríkari leiðir
en einyrkjabúskap til að sjá sér og
sínum farborða. Vegna starfsferða
minna til Egilsstaða fór ég alloft í
kvöldheimsóknir til Þráins og Ingv-
eldar síðustu árin. Líkamskraftar
hans fóru þverrandi vegna langvar-
andi sjúkdóms. Á síðasta fundi okkar
hinn 20. nóvember síðastliðinn var
hugsun hans skýr og hann tjáði sem
oft áður skoðanir sínar á fréttaefni
samtímans. Við ræddum efni bókar
sem þau Ingveldur voru þá að lesa
saman, ferðasögu víðförlasta Íslend-
ings 18. aldar. Þau hjón höfðu sjálf oft
ferðast saman um víða veröld og haft
ánægju og yndi af. Vegna fráfalls
míns kæra frænda Sigmundar Þráins
Jónssonar sendi ég Ingveldi og öðrum
aðstandendum hans innilegar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning hans.
Sigmundur Sigfússon.
Fallinn er í valinn góður vinur og
félagi eftir langa baráttu við illvígan
sjúkdóm. Leiðir okkar lágu fyrst sam-
an þegar ég var staðarstjóri við bygg-
ingu Lagarfossvirkjunar á árunum
1972-74 og þau Þráinn og Ingveldur
voru með veitingarekstur og bílaleigu
á Egilsstaðaflugvelli og rekstur Vega-
veitinga við Lagarfljótsbrú. Sam-
skiptin urðu enn nánari á níunda og
frameftir tíunda áratugnum. Við vor-
um oddvitar sveitarstjórna okkar
hvor sínum megin Fljótsins, hann í
Fellunum og ég á Egilsstöðum. Sam-
an vorum við í stjórn Hitaveitu Egils-
staða og Fella. Marga oddvitafundina
sátum við saman, auk funda um sér-
stök verkefni sveitarfélaganna.
Í öllum störfum sínum sýndi hann
einstaka ráðvendni og ráðdeildar-
semi. Á eigin fé var hann ekki sínkur
en þoldi með engu móti óvandaða
meðferð hvorki á hagsmunum né fjár-
munum sveitarfélagsins eða þeirra
stofnana sem hann var í forsvari fyrir.
Hann var ótrúlega fljótur að átta sig á
aðalatriðum hvers máls og flokka
hismið frá kjarnanum. Óþarfa mála-
lengingar voru honum lítt að skapi.
Engan hef ég þekkt sem hafði jafn
örugga tilfinningu fyrir því, hvernig
almenningsálitið brást við hinum
ýmsu málum. Sérstaklega var þetta
áberandi í kringum kosningar. Um
niðurstöður þeirra var hann ætíð
sannspár. Á flugvellinum hitti hann
marga og fann vel hvernig landið lá.
Ég minnist Þráins sem einstaklaga
góðs og skemmtilegs félaga. Þegar við
vorum oddvitar tókum við upp þann
sið að sveitarstjórnir okkar heimsóttu
hvor aðra til skiptis á aðventunni til
óformlegs skrafs og ráðagerða. Eng-
inn sló Þráni við þegar honum tóks
best upp í sínum frábæru tækifæris-
ræðum.
Mesta lán Þráins vinar míns í lífinu
var eiginkonan. Í erilsömum störfum
hans var hún burðarás heimilisins og í
atvinnurekstri þeirra hjóna. Hún bjó
fjölskyldu sinni vistlegt heimili, þar
sem gestrisnin var í fyrirrúmi. Í erf-
iðum veikindum Þráins vék hún vart
frá honum og bjó honum þær aðstæð-
ur að hann gat verið heima til dauða-
dags. Þó svo að hann væri orðinn lík-
amlega máttfarinn var hann ætíð
andlega hress og margir urðu til að
heimsækja hann reglulega til hins síð-
asta.
Við Ólöf Birna sendum Ingveldi og
börnunum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Vini mínum þakka ég sam-
fylgdina.
Sveinn Þórarinsson.
Ég var ekki hár í loftinu, um fimm
ára, þegar fundum okkar Þráins bar
fyrst saman. Mér varð starsýnt á
þennan nærri tveggja metra mann
sem var mikill að vallarsýn. Þau Ingv-
eldur, og börn, leikfélagar mínir,
bjuggu þá á Hallormsstað þar sem
hún var hússtjórnarkennari og skóla-
stýra. Þau urðu nánir fjölskylduvinir
okkar og traustara fólk fannst ekki.
Nokkrum árum seinna fluttust þau til
Egilsstaða og voru í ýmsum atvinnu-
rekstri, lengst bílaleigu Þráins Jóns-
sonar og kaffiteríu á Egilsstaðaflug-
velli. Hún var ekki síður fundarstaður
en veitingastaður, þar kom margt
manna um lengri veg eða skemmri,
ungir sem aldnir, háir sem lágir, og
ræddu málefni sem engin takmörk
áttu. Þráni var bæði lagið að tala sem
hlusta og hafði yndi af að ræða við
fólk af öllum stigum um aðskiljanleg-
ustu hluti, ofarlega á blaði voru
stjórnmál, þar hafði Þráinn brenn-
andi áhuga og góða innsýn og sat
reyndar á alþingi sem varaþingmað-
ur. Hæfileikar hans nýttust afar vel
þegar hann var hreppstjóri og oddviti
Fellabæjar mörg ár og vann þar mjög
vel. Persóna Þráins var stór í sniðum,
hugurinn stór, hjartað stórt en hlýtt.
Hann var allur í stíl. Fyrir mörgum
árum fékk hann heiftúðugan sjúkdóm
sem svipti hann heilsu. Það var sárt
að vita þennan atorkumann leikinn
þannig en sjálfur tók hann þessu með
því æðruleysi sem einkenndi allt hans
fas. Í minningargrein um Svein Jóns-
son ritaði Þráinn, fyrir mörgum ár-
um, að héraðið væri ekki hið sama að
honum gengnum. Þau orð eiga við nú
þegar Þráins nýtur ekki við að hér-
aðið er sannarlega ekki hið sama.
Hafsjór minninga um Þráin mun þó
eiga langa lífdaga. Honum á ég mikið
að þakka og guð blessi hann.
Kæru Ingveldur, Nonni, Sigga,
Anna Birna og Þórhalla, ég sendi
ykkur og stórfjölskyldunni allri sam-
úðarkveðjur.
Stefán Þormar.
Þráinn Jónsson, fyrrverandi odd-
viti Fellabæjar, vinur okkar og ferða-
félagi til margra ára, er allur. Við fé-
lagarnir höfum margs að minnast,
þegar litið er til baka eftir langa sam-
veru með Þráni. Ferðalög okkar er-
lendis voru bæði til Evrópu og Banda-
ríkjanna.
Þráinn hafði á öðrum vetvangi
ferðast mjög mikið og hafði því mörgu
að miðla til okkar sveitamanna, auk
þess sem hann var vel lesinn. Þráinn
var myndarlegur á velli og þurfti því
oftar en ekki að hafa uppi á verslun-
um fyrir fullorðna eins og hann sagði
sjálfur, þó kom það fyrir í eitt sinn að
hann ætlaði að kaupa sér skó að ekki
voru til nógu litlir. Þráinn var mikill
heimsmaður og höfðingi og fengum
við að kynnastþví. Eitt sinn fórum við
félagar í heimsókn í Borgarfjörð
eystri til Magnúsar bónda í Höfn. Var
þá
boðið í te í hús sem var staðsett í
Hafnarhólma, teið var lagað með sér-
stökum hætti því auk vatns var notast
við síróp og viskí. Þessi drykkur
bragðaðist býsna vel og áhrifin voru
ekki síðri.
Kringum Þráin var aldrei nein
lognmolla, enda oftar en ekki tilbúinn
að gera það sem okkur félögunum
datt í hug og oftar en ekki frum-
kvöðull. Nú þegar komið er að leið-
arlokum viljum við minnast vinar okk-
ar með þessum orðum og færum
eiginkonu hans Ingveldi og aðstand-
endum hans okkar bestu samúðar-
kveðjur.
Albert Kemp,
Guðni Nikulásson,
Magnús Þorsteinsson.
Fallinn er góður drengur og félagi,
mikill á velli og þéttur í lund.
Orð þessi eru rituð af hálfu Rót-
arýklúbbs Héraðsbúa, en við Rótarý-
félagar nutum ósjaldan mannkosta
Þráins. Hann gekk í klúbbinn fljótlega
eftir stofnun og starfaði ötullega með
okkur á meðan heilsa og kraftar
leyfðu.
Þráin Jónsson þekktu flestir eða
allir Austfirðingar, einkum fyrir
þrennt:
1. Hann var traustur málsvari og
fylginn sér fyrir hönd heimabyggðar-
innar, Fellahrepps.
2. Hann var hrókur alls fagnaðar á
mannamótum. Það fór gustur um sali
þegar Þráinn Jónsson gekk um gátt
og fór ekki á milli mála að aðsópsmik-
ill gestur hafði bæst í hópinn.
3. Langa stund var hann veitinga-
maður á Egilsstaðaflugvelli og því í
þjóðbraut. Þar var hann áberandi,
mannblendinn og viðræðugóður, eink-
um þegar þjóðmál bar á góma.
Margt fleira mætti reyndar telja,
sem halda mun merki Þráins á lofti að
minnsta kosti um stund, hann rak
bílaleigu um langt skeið, stóð fyrir
veitingarekstri við Lagarfljótsbrú,
sinnti löggæslustörfum í árdaga þétt-
býlis á Mið-Héraði og svo mætti lengi
telja.
Langferðir hans erlendis urðu
gjarna sá fróðleiksbrunnur, sem hann
jós úr, en einnig ýmis framfaramál og
frásagnir af liðnum ættingjum og
sveitungum, því að ættfróður var
hann í betra lagi.
En best tókst honum þó upp þegar
gleðimál voru á dagskrá og misjafn-
lega dýrt spaug. Þá geislaði hann af
ánægju og reytti af sér skemmtisög-
ur, sem héldu léttleika í andrúmslofti
og birtu í sálum.
Þráinn gegndi oft trúnaðarstörfum
í klúbbnum okkar, þar á meðal var
hann forseti hans starfsárin 1973-1974
og 1993-1994 og var heiðursfélagi
klúbbsins síðasta áratug ævinnar.
Hann var alla stund einhver traust-
asti bandamaður, sem klúbburinn hef-
ur átt og mættu margir líta til atorku
hans, sem hvergi virtist linast þó að
sjálfur stæði hann í forystustörfum úti
í þjóðlífinu, þar sem hann dró heldur
ekki af sér.
Því miður naut Þráinn ekki góðrar
heilsu síðustu árin, og var það þung
raun miklum athafnamanni. En nú er
hann leystur frá þraut og má telja full-
víst að æðri heimar fagni nú stálslegn-
um Þráni Jónssyni, sem hvergi mun
slá af setningi í hrókaræðum og fyr-
irsöng í hásölunum.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við félagar í Rótarýklúbbi Héraðs-
búa minnast Þráins og þakka honum
frábært samstarf.
Ingveldi og börnum þeirra hjóna
vottum við dýpstu samúð við fráfall
svipmikils fjölskylduföður.
Félagar í Rótarýklúbbi
Héraðsbúa.
Það vantar orð í málið að lýsa Þráni
Jónssyni sem vert væri og honum
hæfði. Að vísu var hann svo vel kunn-
ur um Austurland á umsvifaárum sín-
um að þar þarf engu við að bæta. Eftir
að Egilsstaðir gerðust samgöngu-
miðstöð Austurlands varð Þráinn þar
atkvæðamestur og gnæfði raunar yfir
í orðsins fyllstu merkingu.
Það var ekki mulið undir Þráinn á
ungdómsárum hans, en þeim mun
vaskari varð hann til vopna sinna,
þegar hann hófst sjálfur handa. Áræð-
inn, ókvalráður og eftir því óvílsamur
lagði hann á brattann „og sælan sigur
vann.“
Eftir örfárra ára búskap á föður-
leifð sinni hleypti hann heimdragan-
um og hóf rekstur fyrirtækja á Egils-
stöðum, sem varð hans starfsvett-
vangur meðan heilsu hélt. Fyrst í stað
rekstur skemmtistaðar, en síðar veit-
ingasölu á flugstöðinni og í Fellabæ,
en þar byggði hann sér myndarlegt
einbýlishús og rak þaðan bílaleigu,
með fjölda bíla um hríð.
Þráinn gerðist forvígismaður í fé-
lagsmálum Fellahrepps. Varð hann
mikill drifkraftur framkvæmda, eins
og í öllu, þar sem hann lagði gjörva
hönd að verki.
Þráinn var mikill gleðimaður og
gleðigjafi. Þótti að honum hinn mesti
sjónarsviptir, þegar hann hætti að
geta sótt hin vinsælu þorrablót á Hér-
aði.
Þráinn var með hæstu mönnum
vexti og samsvaraði sér vel. Bjartsýnn
og glaðbeittur svo af bar. Greiðamað-
ur hinn mesti, sanngjarn, en harð-
drægur ef menn voguðu sér að sýna
óbilgirni.
Þráinn gekk ungur að eiga Ingveldi
Pálsdóttur, húnvetnska að ætterni.
Það var kallað að jafnræði væri með
þeim hjónum í öllum dugnaði og
myndarskap, og gestrisin voru þau
með afbrigðum. Um það getur sá, sem
hér heldur á penna, bezt borið vitni,
enda naut hann þess um fjölda ára í
pólitískri herleiðingu sinni um Aust-
urland.
Með Þráni gengnum sjá menn á
bak Héraðshöfðingja og skörungi, og
verður skarð hans ekki fyllt.
Gefi Guð honum nú raun lofi betri.
Sverrir Hermannsson.
Elskulegur móðurbróðir og uppeld-
isfaðir minn, Þráinn Jónsson, er allur
og minningarnar rifjast upp. Þráinn
var einn af þessum mönnum sem allir
muna eftir vegna þess hversu sérstak-
ur karakter hann var. Ég ólst upp hjá
Ömmu í Gunnhildargerði og þá
bjuggu Þráinn og Ingveldur þar líka,
síðar var ég hjá Þráni og Ingveldi
bæði á Hallormsstað og í Fellabæ. Ég
minnist rússajeppans þegar hann
keyrði með mig á spítalann á Egils-
stöðum vegna veikinda minna og er
hann fór með mig í sveitina að Unaósi,
þá áttum við bæði erfitt með tilfinn-
ingarnar. Ekki varstu ánægður með
mig, þegar ég sex ára hleypti öllum
kindunum út, sem þú varst nýbúinn
að draga í dilka.
Frændi var mjög staðfastur og trúr
sinni sannfæringu hvort sem það var í
pólitík eða daglega lífinu.
Eins stendur hann ljóslifandi fyrir
mér þegar sveitarstjórnarmenn af
Austurlandi hittust í tengslum við
fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, þar
var hann hrókur alls fagnaðar og
stjórnaði fjöldasöng og söng sín uppá-
haldslög, þ.e. Ljúfa Anna og Glatt er á
Gálgaás.
Þráinn var athafnamaður fram í
fingurgóma og naut sín í viðskiptum,
en að baki sérhverjum manni er bak-
hjarl sem er hans ráðgjafi og föru-
nautur og það er hún Ingveldur sem
nú sér á eftir frænda og sendum við
Ísak henni og Nonna, Siggu, Önnu
Birnu og Höllu og öllum öðrum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Því miður getum við
ekki verið með ykkur í dag, en hugur
okkar er hjá ykkur.
Vertu sæll, kæri frændi, og far í
friði til Önnu Birnu, ömmu, Jóndóru
og Möggu.
Jóna Gunnhildur.
Alvörumaður en grunnt á gleðinni.
Jafnaldri minn Sigmundur Þráinn
Jónsson frá Gunnhildargerði er allur.
Við Þráinn kynntumst ekki fyrr en
báðir voru orðnir fulltíða menn.
hann bóndi og búfræðingur í Gunn-
hildargerði, ég héraðsdýralæknir á
Egilsstöðum. Eitt af því fyrsta sem ég
heyrði af Þráni Jónssyni var að hann
hefði sótt mælskunámskeið hjá Sjálf-
stæðisflokknum, ungmennafélagarnir
í Hróarstungu hugðust taka hann í
gegn á fundi, en varð ekki kápan úr
klæðinu. Þráinn gekk svo hressilega
Þráinn Jónsson