Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 41

Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 41 frá þeim að svörin urðu víðfræg, síðan hafa ekki verið bornar brigður á ræðu- mennsku hans. Í desember veturinn 1959 hringdi Þráinn og vantaði dýralækni, mér fannst norðaustan éljagangur og kol- niðamyrkur ekkert spennandi, en Þráinn taldi vel bílfært út í Gunn-hild- argerði, hann myndi koma á móti mér inn með Fljótinu. Hann mætti mér innan við Straum, mitt hafurtask flutt yfir í rússajeppann, síðan var spýtt í, þrusað í gegnum skaflana, krækt framhjá þeim verstu og eftir stuttan tíma vorum við komnir í Gunnhildar- gerði. Það var auðvelt fyrir dýralækn- inn að segja Þráni til, hann skildi nokk hvað ég var að fara, og fór eftir leið- beiningunum og kunni að þakka fyrir sig. Á leiðinni til baka var komið ágætt veður, logn og á stjörnur á himni. Við sáum Tunglið koma upp í Dyrfjalla- gáttinni. Það var stórkostlegt að stoppa á ásnum utan við Kirkjubæ, horfa til Dyrfjallanna og yfir Héraðið. Frá þeirri stundu vorum við Þráinn vinir. Er við ókum um Kirkjubæ sagði hann mér sögur af presti (Séra Sig- urjóni) og mannlífinu í Tungunni. Þrá- inn var frábær sögumaður. Halldór Halldórsson íslenskufræðingur og prófessor segir austfirska sögutækni sérstaka og þegar Þráinn „brilleraði“ í frásögum sínum fann ég að Halldór hafði rétt að mæla. Er við ókum framhjá Litla Steinsvaði gat Þráinn þess að ferðalag okkar hefði getað orð- ið þægilegra, hefði verið kominn bíl- heldur ís á Fljótið og hafði svo eftir orð karls nokkurs í Hjaltastaðaþinghánni, sem sagði eitthvað á þessa leið „Mikið helvítis tíðarfar er þetta, komið langt fram í nóvember og Fljótið ófrosið enn“ Þráinn var ein af stofnendum Rót- arýklúbbs Héraðsbúa og svo sannar- lega drifkraftur klúbbsins meðan hans naut við. Hann átti hugmyndir af mörgu, sem klúbburinn kom til leiðar, svo ekki séu nú gleymdar allar ferð- irnar sem hann dreif okkur í upp á fjöll og um allar sveitir allt norður í Mý- vatnssveit og víðar. Hann var alla tíð mikill sjálfstæðismaður, lagði alltaf gott til málanna enda sveitarstjórar- maður og oddviti í Fellahreppi meðan heilsan leyfði. Sem vinur, héraðsdýra- læknir og síðar heilbrigðisfulltrúi átti ég alltaf fullan skilning Þráins Jóns- sonar og þáði mörg ómetanleg ráð hjá honum. Óbilandi maður, hvað best mátti sjá hin siðari ár, er hann var orðinn mikið veikur, tók hann á móti gestum sagði sögur og ræddi þjóðmálin og fylgdist með öllu. Inveldur kona Þráins, yfirveguð dugnaðarkona, stóð með honum alla tíð. Við Hulda sendum Ingveldi og börnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að blessa minningu Þráins Jónssonar. Jón Pétursson. Sögumaður með rætur í íslenskri bændamenningu er fallinn frá. Leiðir okkar Þráins Jónssonar lágu víða saman á 8. og 9. áratug síðustu aldar – m.a. í Skólanefnd Egilsstaða- og Fellahrepps og fleiri opinberum nefndum, í stjórnum hlutafélaga, í blaðaútgáfu og á vettvangi stjórnmála. Það er sama hvar borið er niður í minningunni, samstarfið við Þráin var ekki bara hnökralaust heldur einnig gefandi og ánægjulegt. Fyrir það vil ég þakka. En það er þó ekki þetta fé- lagsmálavafstur sem er mér efst í huga þegar Þráins er minnst heldur þær stundir sem mér gáfust með hon- um þess utan, á kaffibarnum á Egils- staðaflugvelli eða annars staðar þar sem næði gafst til að hlusta á sögur hans af mönnum og málefnum. Hann var sögumaður sem bændamenningin íslenska gat af sér en slíkir sögumenn eru nú óðum að hverfa af sjónarsvið- inu og enginn tekur við þeirra arfleifð nema þá e.t.v. að hluta tæknivæddir bloggarar samtímans. Þær eru ógleymanlegar margar sögur Þráins Jónssonar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að heyra þær milliliðalaust. Blessuð sé minning Þráins Jónssonar. Við Elísabet sendum Ingveldi, börnum þeirra Þráins og afkomendum samúðarkveðjur. Ólafur Guðmundsson, fv. skólastjóri. ✝ Tómas AuðunnRagnar Bern- harðsson fæddist á Vöðlum í Mosvalla- hreppi í Önund- arfirði í Vestur- Ísafjarðarsýslu 18. mars 1919. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 11. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Bern- harður Halldórsson búfræðingur og bóndi á Vöðlum, f. 1879, d. 1937, og Kristín Tómasdóttir, f. 1884, d. 1969. Systkini Tómasar voru Þorsteinn, f. 1915, d. 2007, kvæntur Auði Steinsdóttur, Hall- dóra, f. 1921, d. 2006, gift Einari Pálssyni og Halla, f. 1926, d. 1949. Tómas ólst upp á Vöðlum og stundaði nám í forskóla sveit- arinnar og var svo einn vetur við nám á Bændaskólanum á Hólum. Hann stundaði ýmis sveitastörf, bæði heima á Vöðlum og sem vinnumaður í Húnavatnssýslu uns hann fluttist til Reykjavíkur 1947. Þar réðst hann til vinnu hjá Sigurði Jónssyni múr- arameistara, en á árinu 1950 hóf hann störf sem lag- ermaður hjá Raf- tækjaverslun Ís- lands hf. og vann þar út starfsævina. Hann lét af störfum á árinu 1993. Tómas hafði alla tíð yndi af útiveru og ferðaðist víða um landið, oft í gönguhópum á vegum Ferða- félags Íslands. Hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og liggur eftir hann mikið safn landslags- mynda úr ferðalögum hans. Útför Tómasar fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Margt kemur upp í hugann nú þegar komið er að kveðjustund Tómasar föðurbróður míns. Tómas, eða Tommi frændi eins og við köll- uðum hann, hefur einhvern veginn alltaf verið stór hluti af minni fjöl- skyldu. Mínar fyrstu minningar um Tomma frænda eru án efa tengdar jólunum því að það passaði alltaf að þegar jólin voru hringd inn var Tommi mættur prúðbúinn með pakka. Segja má að hann hafi komið með jólin á heimilið á hverju ári. Árin sem „amma niðri“ bjó hjá okkur var hann tíður gestur á heim- ilinu, enda lét hann sér mjög annt um móður sína. Það var alltaf gott að vera í návist Tomma og þó að hann hafi ekki flaggað sínum tilfinn- ingum áttum við oft saman löng og góð samtöl. Ég var svo heppin að vinna með Tomma í fyrirtæki föður míns á árunum 1973-1976 og kynnt- ist honum því einnig frá annarri hlið. Eftir að mamma dó 1984 má segja að ég hafi „erft“ Tomma um hátíðir. Til okkar kom hann alltaf prúðbúinn á jólum, áramótum, páskum og svo auðvitað á stórum stundum eins og í fermingar og útskriftir barna minna, og minnast þau Tomma frænda með mikilli hlýju. Í mörg ár bjó Tommi frændi á sín- um vinnustað í Raftækjaverslun Ís- lands hf. og hafði þá það aukastarf að vera húsvörður. Árið 1992 fluttist hann svo í hús pabba að Selvogs- grunn 25. Var mjög notalegt að vita af þeim bræðrum saman enda var sérlega gott samband þeirra á milli. Í 10 ár litu þeir til með hvor öðrum og snæddu yfirleitt saman kvöld- verð. Tommi frændi veiktist svo í febr- úar 2002 þegar hann fékk blóðtappa í heila. Við tóku erfiðar sjúkrahús- legur, í 2 vikur á Borgarspítalanum og eftir það 7 mánaða dvöl á Landa- kotsspítala því ljóst var að hann myndi þurfa mikla umönnun í fram- haldinu. Í október 2002 datt Tommi frændi í lukkupottinn þegar hann fékk herbergi á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar sem hann svo bjó í rúm- lega fimm ár við þær bestu aðstæð- ur sem hægt var að hugsa sér. Á Sól- túni vinna englar í mannsmynd og er ég sannfærð um að síðustu fimm árin hans urðu honum til mikillar gleði og starfsfólk Sóltúns lýsir hon- um sem hróki alls fagnaðar, jákvæð- um og þakklátum manni. Kæri Tommi frændi, ég vissi allt- af að þið pabbi væruð nánir en ekki hvarflaði að mér að þú færir svona fljótt á eftir honum. Jólin verða svo sannarlega með ólíku sniði þetta ár- ið nú þegar bræðurnir frá Vöðlum hafa báðir kvatt okkur með minna en 3 mánaða millibili. Elsku Tommi frændi, hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu og einnig mörg ógleymanleg samtöl í Sóltúni, þegar hugurinn reikaði víða. Guð blessi Tomma frænda. Þín frænka, Halla Kristín. Ljúfar minningar koma upp í hug- ann þegar hugsað er til góðs vinar, Tómasar Bernharðssonar, sem lést 11. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Tómas var að svo mörgu leyti einstök persóna, sem lifði lífi sínu af æðruleysi, tillitssemi, ljúf- mennsku og hógværð. Kynni okkar Tómasar ná aftur til ársins 1973, þegar samband okkar Höllu hófst, en Tómas var föðurbróðir hennar og hefur alla tíð skipað stóran sess í fjölskyldunni. Þorsteinn faðir Höllu og bróðir Tómasar lést hinn 20. sept- ember sl., 92 ára að aldri. Það varð því stutt á milli bræðranna sem alla tíð voru mjög samrýndir og gátu vart hvor án annars verið. Tómas gat komið fyrir sjónir sem ómannblendinn og einrænn, en þeir sem kynntust honum sáu fljótt hversu hlý og margbrotin persóna hann var. Hann var fæddur og upp- alinn á Vöðlum í Önundarfirði og flutti suður árið 1947, þá orðinn 28 ára gamall. Lífiðí sveitinni stóð því alltaf nærri huga hans og kunni hann ótalmargar sögur að segja að vestan, enda sögumaður góður. Helstu áhugamál voru ferðalög, en sérstak- lega gönguferðir um íslenska nátt- úru. Alltaf var gaman að heimsækja Tómas á lagerinn hjá Raftækjaversl- uninni. Hann var lagermaður af gamla skólanum; henti engu, hafði nákvæmar reiður á smæstu hlutum og vissi upp á hár hvar allt var að finna, þó svo að stundum virtist allt á rúi og stúi á lagernum. Það þurfti ekki mikið til að koma Tómasi af stað í samræðum, því hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóð- félaginu. Þær ótalmörgu stundir sem við spjölluðum á lagernum voru svo sannarlega gefandi og í einrúmi var hann mjög ræðinn. Því hefur verið haldið fram að Tómas hafi ver- ið skyggn og séð ýmsa hluti sem okkur hinum eru huldir. Ýmislegt studdi þetta í fasi hans og framkomu og hversu hann var sjálfum sér næg- ur og lítillátur um alla hluti. Eftir að Tómas hætti að vinna flutti hann til Þorsteins bróður síns og var mjög gaman að fylgjast með hversu samrýndir og samtaka þeir bræður voru. Tómasi líkaði mjög vel að búa hjá Þorsteini og var hörku- duglegur til allra verka, hvort heldur var að hirða garðinn eða moka snjó af tröppunum og úr innkeyrslunni. Tómas veiktist illa á árinu 2002 og í kjölfarið fékk hann vistun á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Þrátt fyrir ýmsan lasleika átti Tómas frábæran tíma í Sóltúni, þar er allur aðbún- aður eins og best getur orðið og starfsfólkið er í einu orði stórkost- legt. Vegna veikindanna varð tals- verð breyting á persónuleika Tóm- asar, maðurinn sem hafði lengst af verið einrænn og hlédrægur varð hrókur alls fagnaðar í Sóltúni, þar sem hlýjan og húmorinn fékk óhindrað að njóta sín. Hans er sárt saknað af starfsfólki og vistmönnum. Blessuð sé minning Tómasar. Þorgeir. Tommi frændi var mikið ljúf- menni og rólegheitamaður. Sjálfur kvæntist hann aldrei og varð ekki barna auðið svo að fjölskylda Þor- steins bróður hans (afa míns) var hans nánasta fjölskylda. Tommi eyddi öllum hátíðum með fjölskyldunni, jólum, áramótum, páskum og öðrum stórviðburðum, fyrst í Selvogsgrunninum, þar til amma Auður lést, og eftir það heima hjá mömmu og pabba, fyrst í Kambaselinu og seinna í Hæðarsel- inu. Það var skemmtilegt að fylgjast með þeim bræðrum um jólin. Þeir voru að sjálfsögðu vanir því að leggja sig eftir stórar máltíðir þegar þeir snæddu heima hjá sér, svo þeir urðu yfirleitt ansi lúnir eftir matinn og sofnuðu iðulega í sófanum við mikla kátínu okkar systkinanna. Ein jólin sofnaði Tommi meira að segja ofan í súpuskálina og það vakti held- ur betur lukku hjá okkur krökkun- um. Tommi lagði ávallt mikla áherslu á að gefa okkur systkinunum góða bók í jólagjöf. Bækurnar frá Tomma voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér og ófáum jólanóttum var eytt upp í rúmi með bók frá honum í hönd. Ég hugsa að Tommi eigi stóran þátt í því hversu mikill bókaormur ég er í dag. Ég á margar skemmtilegar minn- ingar um Tomma. Hann var ákaf- lega vandvirkur maður og mikill dugnaðarforkur. Afi réð mig stund- um í vinnu á sumrin, þegar ég var á unglingsárunum, til að dytta að ýmsu heima við í Selvogsgrunninum, en þar bjó Tommi líka. Það þurfti að bera á grindverkið, bera á grasið, mála gluggakistur og ýmislegt fleira. Alltaf tók Tommi þátt, hann gekk í öll verk og vann þau óaðfinn- anlega þrátt fyrir að vera kominn vel á áttræðisaldur. Þegar ég var lítil skotta, kannski 11-12 ára, leyfði afi mér að vinna á lagernum í Raftækjaversluninni í nokkra daga, en þar vann Tommi sem lagerstjóri. Tomma fannst hreint ekki leiðinlegt að sýna litlu frænku öll vinnubrögðin, kenna mér að búa til reikninga, pakka vörum og allt sem fólst í vinnunni hans. Mér fannst þetta ofsalegt sport. Fyrir tæpum 6 árum veiktist Tommi og síðustu árin hefur hann búið á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þar hefur farið afskaplega vel um hann og honum hefur liðið mjög vel. Starfsfólkið hefur verið honum mjög gott og hugsað vel um hann. Hann hefði ekki getað búið á betri stað og við fjölskylda hans erum starfsfólk- inu þar afar þakklát fyrir að hafa bú- ið honum svona gott heimili. Bræðurnir Tommi og afi Þor- steinn voru alltaf svo nánir. Nú eru ekki nema tæpir 3 mánuðir síðan afi lést. Greinilegt er að þeir gátu ekki verið aðskildir lengi. Það hafa ef- laust verið miklir fagnaðarfundir hjá þeim þegar þeir hittust aftur. Blessuð sé minning elsku Tomma. Þórey. Elsku Tommi. Alveg frá því að við munum eftir okkur hefur þú verið órjúfanlegur partur af tilveru okkar. Þú varst afar nægjusamur og hlédrægur maður, en eftir að þú veiktist árið 2002 kom fram ný hlið á þér. Einræni mað- urinn hvarf eins og dögg fyrir sólu og fram á sjónarsviðið steig maður sem hafði svo sannarlega ánægju af lífinu, leyfði sér dekur og var hlý- legri en nokkru sinni fyrr. Minningin af hinum „gamla“ Tómasi er okkur þó enn afar kær og það er ekki síst núna á jólunum sem þið bræðurnir eruð okkur ofarlega í huga. Það hefur verið skrýtið síðastliðin ár að hafa þig ekki hjá okkur en við vissum af þér í mjög góðu yfirlæti á nýja heimilinu þínu, Sóltúni. Þar var hugsað um þig eins og greifa og þú naust þess til hins ýtrasta, ávallt þegar við komum að heimsækja þig tókstu á móti okkur með bros á vör, skjalli og sagðir okkur frá hinum ýmsu ævintýrum sem þú hafðir lent í. Þau gátu verið allt frá því að vera bernskuminningar, sjómennska og í raun hvað sem er, en það var sér- staklega ríkulegt og fjörugt ímynd- unarafl sem þú bjóst yfir. Við viljum koma á framfæri inni- legum þökkum til starfsfólks Sóltúns og allra sem komu að aðhlynningu Tomma frænda okkar. Við hefðum ekki getað hugsað okkur betri og heimilislegri stað fyrir Tómas til þess að dvelja á síðustu árin og þar var hann hrókur alls fagnaðar, mannblendinn og einlægur. Það er ekki auðvelt að sjá á eftir þér svo stuttu eftir fráfall bróður þíns, afa okkar, en þið getið líklegast ekki án hvor annars verið og sú til- hugsun að þið séuð sameinaðir á ný veitir okkur mestu huggunina á þessum tímum. Þín verður sárt saknað og veröldin er ekki söm án þín, enda varst þú sannkallaður sól- argeisli. Þínar Valdís og Hjördís. Tómas Bernharðsson ✝ Okkar kæra ÁLFHEIÐUR HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skólabraut 1, Hafnarfirði, andaðist miðvikudaginn 12. desember. Útförin auglýst síðar. Edda Ársælsdóttir, Skarphéðinn Orri Björnsson, Princess Symister, Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir, Ólafur Rafnar Ólafsson, Björn Rafnar og Úlfur Snorri, Sigurbjörn Jóhannes Björnsson, Polly S. Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Móðursystir okkar, ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR frá Auðkúlu, fv. bankastarfsmaður, andaðist þriðjudaginn 11. desember. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 20. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Selfosskirkjugarði. Fyrir hönd annarra skyldmenna, Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir, Björn Stefán Þórarinsson, Kristín Þórarinsdóttir, Ólafur Stefán Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.