Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 51 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is FYRSTA æfing Hins íslenska Þursaflokks og CAPUT fór fram í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld, en sveitirnar halda tónleika í Höllinni laugardaginn 23. febrúar næstkom- andi. „Þetta gekk mjög vel og var afskaplega gaman,“ segir Egill Ólafsson, forsprakki Þursaflokks- ins, um æfinguna. Þá segir hann að samstarfið við CAPUT gangi sér- staklega vel. Alls munu 27 flytjendur koma fram á tónleikunum, sex Þursar og 21 CAPUT-liði, og munu þeir flytja öll helstu lög Þursaflokksins í við- hafnarútsetningum. Þá verður frumflutt ný svíta eftir Ríkarð Örn Pálsson, góðvin Þursanna til margra ára, en svítan er byggð á tónlist flokksins. Miðasala á tón- leikana er hafin á midi.is. CAPUT og Þursar stilla saman strengi Með á nótunum Tómas Tómasson bassaleikari og Egill Ólafsson söngvari. Hugsi Þórður Árnason gítarleikari og Rúnar Vilbergsson fagottleikari. Vinna Haukur Tómasson tónskáld og Eyþór Gunnarsson píanóleikari. Við stjórnvölinn CAPUT-liðinn Guðni Franzson verður stjórnandi á tónleikunum. Morgunblaðið/Golli Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Komin er út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti- legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 94 06 02 „Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi upplýsingum um veiðiár- og vötn.“ Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.