Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 60
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Spáir miklum hækkunum
á matvælaverði
Hækkanir á hráefnisverði erlend-
is hafa alls ekki skilað sér að fullu
hér á landi þótt matvælaverð hafi
hækkað umtalsvert undanfarna
mánuði, að sögn Marteins Magn-
ússonar, markaðsstjóra heildsöl-
unnar Eggerts Kristjánssonar hf.
Hann segir mjög miklar verðhækk-
anir enn í uppsiglingu. » Forsíða
Selur allt að 95% hlut
Tillaga Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna um að selja Orku-
veitu Reykjavíkur allt að 95% hlut af
eign Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suð-
urnesja var samþykkt á fundi bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar. Tillaga
Sjálfstæðisflokksins um að selja all-
an hlut bæjarins í hitaveitunni var
felld. » 6
Zuma sigraði Mbeki
Thabo Mbeki, forseti Suður-
Afríku, tapaði í leiðtogakjöri Afríska
þjóðarráðsins fyrir Jacob Zuma sem
hann vék úr embætti varaforseta
vegna ásakana um spillingu. » 18
SKOÐANIR»
Staksteinar: Kvennafæð í stjórnum
Forystugreinar: Sjálfstæðisflokkur
og orkumál | Til hnífs og skeiðar
Ljósvakinn: Hlutverk ljósvakamiðla
UMRÆÐAN»
Hugsaðu um heyrnina …
Fíkn og hinn frjálsi vilji
Gögnin sem má ekki nefna
Það vinna ekki loddarar hjá LV
! !
!
"#$%
!
&'(()*+
,-*(+. /0.&
#).)&)&'(()*+
&1. # #*2.)
.'* # #*2.)
3. # #*2.)
4+ . 5*).#+
6)/). #, 6-.
&*
-4*)
-.+ 4 +,)()
Heitast 8 °C | Kaldast 3 °C
Suðaustan og síðar
sunnan 10-18 m/s,
hvassast við ströndina.
Víða rigning eða súld,
úrkomulítið á A-landi. » 10
Hinn íslenski Þursa-
flokkur og CAPUT
æfa nú af kappi fyrir
sameiginlega tón-
leika í Höllinni í
febrúar. » 51
TÓNLIST»
Þursar og
Caput æfa
FÓLK»
Jóli fær ekki frið fyrir
vergjörnum konum. » 52
Ítalir misskilja Er-
lend lítillega í Mýr-
inni en kunna þó vel
að meta karlinn, sér-
staklega í líki Ingv-
ars E. » 57
KVIKMYNDIR»
Ítalir og
Erlendur
KVIKMYNDIR»
Fyrsta Bond-stúlkan fyr-
ir Bond nr. 22. » 57
KVIKMYNDIR»
Verður Raquela drottn-
ingin í Berlín? » 50s
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Börn fá Range Rover í jólagjöf
2. Starfsfólk stelur helmingnum
3. Lofa slæmum þáttum eftir áramót
4. Eiður telur Messi bestan í heimi
Jólasveinar | 29
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„KONAN mín hafði samband við
lögregluna því henni var hætt að lít-
ast á blikuna. En svo fundu þeir mig,
blessaðir drengirnir, en þá átti ég
bara örfá hús eftir svo þeir fylgdu
mér síðasta spölinn,“ segir Sverrir
Júlíusson, 78 ára blaðberi Morgun-
blaðsins, sem lét ekki í minni pokann
fyrir óveðrinu um helgina. Hann var
rúma fimm klukkutíma að bera út
einn morguninn.
Varð ansi smeykur
Kona Sverris, Guðrún Dagný
Ágústsdóttir, var ekki á því að
hleypa honum út í óveðrið, en Sverr-
ir var viss um að veðrinu myndi
slota. „En svo herti bæði vind og
regn, ég komst varla áfram og varð
að finna mér skjólpunkta eins og bíl-
skúrsveggi, þaðan gat ég hlaupið í
húsin og til baka. Blöðin voru nú orð-
in heldur deig, en ég vona að fólk
hafi fyrirgefið mér það,“ segir
Sverrir, sem ber út í Suðurhlíða-
hverfinu í Reykjavík.
Hann segist hafa orðið ansi
smeykur á tímabili, „þá flaug í gegn-
um huga mér að ég yrði bara að
standa mig, halda í kerruna og láta
ekki undan, en ég hélt að ég myndi
hreinlega takast á loft. Það var ekki
þurr þráður á mér þegar ég kom
heim og það var gott að komast í
heita sturtu,“ segir Sverrir.
Sverrir starfaði lengi í fjármála-
ráðuneytinu, einnig í íslenska sendi-
ráðinu í Brussel og loks í utanríkis-
ráðuneytinu. Hann kvaðst vera mjög
ánægður í blaðberastarfinu. „Þetta
er mjög þakklátt starf og mér þykir
vænt um að fá að bera út á meðan ég
er við góða heilsu. Konan mín er nú
slæm í fótunum, en við berum stund-
um út saman þegar vel viðrar,“ segir
Sverrir Júlíusson.
Margeir Sveinsson lögregluþjónn
er annar þeirra sem aðstoðaði Sverri
við útburðinn síðasta spölinn. „Hann
gaf sig ekkert og vildi klára sitt,“
segir Margeir. Hann segir mestu
furðu hvað Sverri hafi tekist að
halda blöðunum þurrum, hornin hafi
verið aðeins blaut. Sjálfur hafi
Sverrir hinsvegar verið orðinn
hundblautur og kaldur og þeir hafi
viljað koma honum sem fyrst í hús.
Blaðberi í Suðurhlíðunum gafst ekki upp í óveðrinu
„Varð að standa mig“
Morgunblaðið/RAX
Samviskusamur Sverrir Júlíusson ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Dag-
nýju Ágústsdóttur sem fékk lögregluna til að leita Sverris í óveðrinu.
ALLIR fulltrúar í bæjarstjórn Kópa-
vogs samþykktu í gær að styðja til-
lögu um byggingu óperuhúss í Kópa-
vogi. Gert er ráð fyrir að óperuhúsið
verði boðið út sem einkaframkvæmd
og að Kópavogsbær, einkaaðilar, Ís-
lenska óperan og ríkisvaldið standi
sameiginlega að fjármögnun. Hins
vegar er miðað við að ríkisvaldið fjár-
magni reksturinn og að bæjarfélagið
beri enga fjárhagslega ábyrgð á
rekstri hússins. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, segir að það sé mikið fagnaðarefni að full samstaða
hafi náðst um málið í bæjarstjórninni. Hann segist ekki
hafa trú á öðru en að ríkisvaldið samþykki að leggja fjár-
muni í byggingu hússins og bendir á að það hafi lagt
mikla peninga í byggingu menningarhúss á Akureyri.
Gunnar segir að óperuhúsið verði ekki aðeins notað til
að setja á svið óperur. Þar verði einnig hægt að setja upp
söngleiki, danssýningar og fleira. Hönnun hússins taki
mið af því að hægt verði að nýta það undir fleiri list-
greinar.
Hönnuðum hússins er gert að hanna hús sem má ekki
kosta meira en 2,5 milljarða króna. Samkeppni um hönn-
un verður kynnt í febrúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að
þá verði fjármögnun lokið. | 55
Samstaða um óperuhúsið
Gunnar I.
Birgisson
BROSTIN lögreglustjarna á forsíðu
Lögreglublaðsins er táknræn fyrir
ástandið í lögreglunni og lögreglu
höfuðborgarsvæðisins (LRH), sam-
kvæmt ritstjórapistli blaðsins.
„Það eru komnir alvarlegir
brestir í liðsheildina og yfir 30 lög-
reglumenn hafa sagt upp störfum
hjá embættinu nú í ár og ekki er
nægur fjöldi umsækjenda til að
fylla lausar námsstöður í lögreglu-
skólanum. Segja má að þeir sem
starfi í lögreglu nú séu þar vegna
áhuga en ekki vegna launa,“ segir
m.a. í pistlinum.
Þá er bent á að þótt vaktsvæði
LRH sé það langfjölmennasta á
landinu sé fjöldi lögreglumanna
álíka og var í Reykjavík einni áður.
Stjarna Forsíða Lögreglublaðsins.
Brostin
stjarna