Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 8 M esta undrið er maðurinn, sagði gríska skáldið forna Sófókles. Eitt er öðru fremur und- arlegt við manninn. Það er einmitt leitin. Sé spurt hvað það sé sem sérkennir hinn mennska mann þekki ég ekkert sannara svar jafnstutt en þetta: Leitin. Ég hef líka leyft mér að orða þetta með öðrum hætti þótt merkingin sé hin sama: Sérkenni hins mennska manns er undr- unin, hvernig hann getur undrast. Hann tekur ekki tilveru sinni, atvikum lífsins, fyrirbærum náttúrunnar eins og sjálfsögðum hlutum. Hann mætir þessu spyrjandi, hugsandi, forvitinn, forviða, undrandi. Um leið og þessi viðbrögð urðu til í jarð- neskri mold, í kviku holdi, um leið var hinn mennski maður orðinn til. Hvort sem hann var meira eða minna skyldur og sviplíkur einhverjum öðrum kvikindum, öpum þá helst, í vexti og fasi þá voru þetta mörkin, þau sem á sínum tíma mörkuðu skilin milli mannsins og ættingja hans í náttúrunni. Var það stökkbreyting eða hægfara þró- un? Það skiptir engu, markalínan er skýr og ótvíræð, hvernig sem háttar um það. Og um leið og hinn mennski hæfileiki til undrunar var vakinn hófst þroskaferill mannsins. Sá hæfileiki er skilyrði hins mennska þroska. Dofni hann til muna er mennskan á förum. Þegar Jesús bendir á barnið sem fyr- irmynd og segir að leiðin til þess að opnast fyrir þeim veruleik, því ríki sem hann vitnar um, sé sú að verða eins og barnið þá hefur hann í huga upprunalegt einkenni barnsins: Það undrast, það er opið, spyrjandi, leitandi. Og samstætt og samofið þessu er annað auðkenni barnsins: Traustið, tiltrúin, sú inn- gróna vissa óvitans, að allri leit hans verði svarað, að leitandi munnur, biðjandi grátur, og brosið, sú ástarjátning til lífsins sem felst í opnu, tæru brosi barns, eigi það víst að fá svar. Þetta veit óvitabarnið, það er meðfædd trú, ásköpuð, lífsnauðsynleg. Og dauðans skelfing ef hún bregst, er dregin á tálar, svikin. Það er gagnstætt öllu eðli og rökum, eins og allt sem er synd, þ.e. uppreisn gegn lífs- lögum skaparans. Barnið skynjar tilveruna sem opinn faðm og heilsar henni opnum örmum, leitandi, opnum hug og örmum. Og er öruggt um svar. Þessi grunnkennd er leyndarmálið sem Jesús kallar trú. Og var hans trú. Hann lagði líf sitt að veði fyrir því að sú trú sé sannleikurinn þrátt fyrir allt sem andmælir því. HUGVEKJA Sigurbjörn Einarsson Leit og svör Barnið skynjar tilveruna sem op- inn faðm og heilsar henni opnum örmum, leitandi, opnum hug og örmum. Og er öruggt um svar. Þessi grunnkennd er leyndarmálið sem Jesús kallar trú. Og var hans trú. » Eftir Hallgrím Helga Helgason KENNSLA á háskólastigi í op- inberri stjórnsýslu er býsna ung að árum hér á landi en hefur vaxið mjög og þróast á örfáum árum frá því hún var tekin upp. Nú hefur Háskóli Ís- lands ráðist í að bjóða upp á svonefnt MPA-nám í opinberri stjórnsýslu (MPA stendur fyrir Master of Public Administration) með nýjum for- merkjum og möguleikum. Þar er grunnurinn samur og áður en um leið er nemendum gefinn kostur á að sérhæfa sig á ellefu mismunandi fagsviðum og þannig laga námið að því sviði sem þeir starfa eða hyggjast starfa við. Það eru þau dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Margrét S Björnsdóttir, forstöðumaður Stofn- unar stjórnsýslufræða og stjórnmála og dr. Ómar H. Kristmundsson, dós- ent og formaður námsnefndar í MPA-námi, sem hafa haft veg og vanda af því að þróa þessa nýju sér- hæfingarmöguleika í samstarfi við aðrar deildir og kennara Háskólans. Ellefu svið sérhæfingar í MPA-námi Í náminu er farið í þætti eins og stjórnun, forystu og stefnumörkun í opinbera geiranum, regluverk hans og veitt færni í að meta tölfræðileg gögn og rannsóknir. Þá fá nemendur þjálfun í að takast á við þætti eins og mannauðsstjórnun, rekstur og notk- un hagrænna stjórntækja, svo dæmi séu tekin. „Við höfum í allmörg ár boðið al- mennt nám í opinberri stjórnsýslu hér við HÍ,“ segir Margrét. „En fólk sem starfar í opinberri stjórnsýslu starfar á mjög mismunandi fag- sviðum þar sem það þarf annars veg- ar að hafa almenna þekkingu á op- inberri stjórnsýslu og stjórnun og hennar sérkennum en líka tiltekna fagþekkingu. Þess vegna ákváðum við að taka upp samstarf við aðrar deildir og kennara Háskólans og Kennaraháskóla Íslands og bjóða í þessari fyrstu umferð upp á ellefu svið mögulegrar sérhæfingar í MPA- náminu. Við höfum hug á að fjölga þessum sviðum ma. í samstarfi við meistaranám viðskiptadeildar HÍ. Þetta framtak byggist á því að við höfum mjög fjölbreytt námsframboð hér í háskólanum. Þeir nemendur sem kjósa einhver af hinum sér- hæfðu sviðum taka þar sérvalinn námskeiðspakka og vinna sín loka- verkefni á þeim en þó innan ramma opinberrar stjórnsýslu. Sérhæfingin kemur síðan fram á þeirra próf- skírteinum og nýtist því við atvinnu- umsóknir.“ „Þetta er um leið tilraun til að nýta stærð Háskólans á dálítið nýjan hátt,“ segir Gunnar Helgi. „Við erum að reyna að nota okkur það umhverfi sem við erum í á hátt sem mér finnst svolítið skapandi. Og ég held að margar greinar í Háskólanum gætu tekið framtakið til fyrirmyndar.“ Sem stendur eru hátt í 200 manns í þessu námi í skólanum, að sögn Mar- grétar. „Við bjóðum það líka sem fjarnám, svo við erum með um 40 nemendur hringinn í kringum landið og meira að segja líka erlendis. Við höfum þannig á síðustu árum verið að leitast við að koma til móts við ólíkar þarfir og þetta er liður í því. Annars er þetta nám sem á ekki bara erindi til þeirra sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum. Það á alveg eins erindi til fólks sem starfar fyrir hags- munasamtök, félagasamtök og sjálf- boðasamtök af ýmsu tagi. Og svo auðvitað fyrirtæki sem starfa í nán- um tengslum við hið opinbera. Enda hefur sífellt verið að stækka á síð- ustu árum sá geiri sem opinberum verkefnum hefur verið vistað til. “ Og þeir aðilar þurfa að kunna góð skil á forsendum opinberrar stjórn- sýslu? „Sannarlega,“ segir Margrét. „Eins og kom fram í REI-málinu, þar sem mættust í raun tveir ólíkir heimar.“ Æ samofnara daglegu lífi Ómar H. Kristmundsson bendir á að nú þegar stefnir í að hið opinbera verði að huga betur að ráðstöfun fjármuna sé enn ríkari þörf fyrir fag- lega undirstöðu svo unnt sé „að fá meira fyrir minna.“ „Það hefur orðið sprenging í eft- irspurn eftir þekkingu á þessu sviði bara á síðustu 15 árum,“ segir Gunn- ar Helgi. „Opinberi geirinn kallar eftir sífellt fjölbreyttari og meiri fag- þekkingu og aðsókn í MPA-námið og raunar alla endurmenntun á þessu sviði einnig, sýnir að það er gífurleg eftirspurn eftir þekkingu sem nýtist á þessu sviði. MPA og diplómanámið, sem við bjóðum einnig og samsvarar misserislöngu námi, hafa þann kost að þar getur fólk fengið sína þekk- ingu vottaða og metna, sem ekki er í venjulegri endur- eða símenntun.“ „Og um leið aukið faglegan styrk innan opinberu stjórnsýslunnar, “ bætir Margrét við. „Við höfum ítrekað haldið ráð- stefnur þar sem mættu 200-250 manns sem endurspeglar gríð- arlegan áhuga á þessu viðfangsefni,“ segir Ómar. „Ég held að fólk sé farið að gera sér betur grein fyrir því að þetta fag snertir öll dagleg verkefni stjórnenda hjá hinu opinbera en um leið bara almenna borgara. Stjórn- sýslulögin varða nánast daglegt líf fólks. Ég hef til dæmis látið nem- endur mína blaða í gegnum dagblað og beðið þá um að benda á hvað í blaðinu tengist opinberri stjórnsýslu. Það má segja að það sé nánast eitt- hvað um efnið á hverri blaðsíðu. Ég held líka að fólk sé orðið meðvitað um mikilvægi þess og það leiðir til aukinnar eftirspurnar.“ „Svo er það auðvitað orðið svo að opinberi geirinn tekur orðið til sín um 45 prósent þjóðarframleiðsl- unnar,“ bætir Margrét við. „Auðvit- að má spyrja hvort það sé ekki full- mikið en það er augljóst að það er mjög mikilvægt að þar sé vel farið með fé og að þessum hlutum sé vel stjórnað.“ Ómar: „Auk þess starfa rúmlega 20 prósent af virku vinnuafli hjá hinu opinbera svo þetta er gríðarstór pakki.“ Sem suðupottur í tímum Þríeykið segir að kennsla í meist- aranámi í opinberri stjórnsýslu sé að ýmsu leyti nýstárleg reynsla fyrir kennara Háskólans, enda fái þeir þar til sín nemendur með ríka og fjöl- breytta reynslu úr atvinnulífi og op- inberum rekstri. „Þetta er einhver alskemmtileg- asta kennsla sem maður kemst í,“ segir Gunnar Helgi. „Þarna er líka kominn hópur fólks sem hefur skoð- un á öllu og þykist jafnvel vita allt meira og minna en er þarna af því að því finnst það skemmtilegt og er að styrkja sig í starfi. Úr þessu verður mjög skemmtilegur suðupottur í tím- um og lifandi kennsla. Maður lærir sjálfur mikið af því að kenna þetta. Margrét: „Síðan erum með heil- mikið umhverfi utan um þetta nám. Við reynum að láta námið fara fram utan skólastofunnar líka, í samstarfi við bæði innlenda og erlenda fræði- menn og fagmenn, sem við fáum til að halda fyrirlestra um mál sem eru ofarlega á baugi í faginu. Í hverjum mánuði eru opnir fyrirlestrar og mál- þing. Við gefum út fræðirit, vefritið Stjórnmál og stjórnsýslu. Síðan eru þeir Ómar og Gunnar báðir leiðandi í rannsóknum á sínum sviðum og stýra stórum rannsóknarverkefnum sem margir af nemendum okkar tengjast og geta nýtt við sín loka- verkefni. “ Ómar hefur frá árinu 2006 stýrt viðamikilli könnun á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana. Í síð- ustu viku kynnti hann til lokanið- urstöður úr könnunni sem snúa að viðhorfum forstöðumanna til eigin starfs og starfsaðstæðna, auk við- horfa starfsmanna. „Þar koma fram margar athygl- isverðar niðurstöður, m.a. sú afger- andi afstaða hjá forstöðumönnum að núverandi regluverk í starfsmanna- málum sé hamlandi, sérstaklega hvað varðar uppsagnir. For- stöðumenn eru einnig mjög mis- ánægðir með samskipti sín við eigið ráðuneyti. Það kom að jafnaði fram mikill munur á afstöðu starfsmanna til stjórnunar eftir tegund stofnana. Það er áberandi hvað mikil óánægja virðist ríkja meðal starfsmanna heil- brigðisstofnana með stjórnun og raunar allt starfsumhverfi sitt. Þar er augljóslega verk að vinna.“ „Ég þekki vel til MPA-náms í Bandaríkjunum,“ segir Ómar. „Og sérstaða MPA-námsins hér er sú hvað kemur að faginu óvenju hátt hlutfall af fólki sem hefur mikla starfsreynslu og er margt hvert reyndir stjórnendur. Víða erlendis væri námið sem við bjóðum í raun það sem kallað er „executive MP“, hreinlega vegna þess hve kemur að því hátt hlutfall af reyndu fólki, bæði forstöðumenn ríkisstofnana, lykilað- ilar í sveitarfélögum, stjórn- málamenn og þá verður ekki síst þess vegna til þessi pottur sem Gunnar Helgi er að tala um.“ Margrét: „Enda er svo sem sagt um stjórnunarnám almennt að það gagnist þér betur ef þú hefur áður þurft að glíma við þau viðfangsefni í veruleikanum. En auðvitað er líka gaman fyrir þá sem eru ungir og að koma beint úr BA-námi að vera með þessu reyndara fólki og geta náð sér þar í heilmikið tengslanet úr hinum opinbera geira.“ Nánari upplýsingar um námið má fá á www.mpa.hi.is. Fjölbreytni og styrkur Háskól- ans nýttur með nýjum hætti Morgunblaðið/Ómar Nám Margrét S. Björnsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson og Ómar H. Kristmundsson hafa haft veg og vanda af því að þróa nýja sérhæfingarmöguleika í MPA-náminu. Námið hefur verið í boði í Háskóla Íslands í nokkur ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.