Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 93. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is SAMKVÆMT mælikvörðum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) er offitufaraldur á Íslandi en þjóðin hefur að meðaltali þyngst um 7-8 kg á síðustu 40 árum. Árið 1967 var meðalkarlmaður 83 kg að þyngd en í fyrra var hann kominn upp í 91 kg. Meðalkona var 69 kg árið 1967 en í fyrra var hún orðin 76 kg. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, segir skýringuna á þyngdar- aukningu þjóðarinnar að verulegu leyti stafa af breyttum lífsstíl hennar. „Ef maður fitnar borðar hann meira en hann brennir. Svo einfalt er það. Við lifum á öld ofgnóttar og kunnum okkur ekki hóf. Að vísu hreyfum við okkur sem aldrei fyrr en það dugar einfaldlega ekki til. Við erum alltaf nartandi.“ Skyndibitafæði áhrifavaldur Þar sem offita er ört vaxandi heilbrigðis- vandamál hafa heilsuhagfræðingar í auknum mæli beint sjónum sínum að henni á umliðnum árum og misserum. Bandaríkjamaðurinn Michael Grossman, einn virtasti heilsuhag- fræðingur heims, sem staddur er hér á landi, bendir á að aukið vægi skyndibitafæðis ráði þarna miklu, samkvæmt rannsóknum. „Annað sem við skoðuðum eru breyttir sam- félagshættir en á sjöunda og áttunda áratugn- um hófu konur að streyma út á vinnumark- aðinn í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Það má alls ekki skilja það þannig að aukin atvinnu- þátttaka giftra kvenna hafi með beinum hætti leitt til aukinnar offitu meðal þjóðarinnar en svo virðist sem hún hafi leitt til þess að fjöl- skyldur neyti í auknum mæli skyndibitafæðu. Það er ósköp eðlilegt, tíminn til að elda mat heima er minni en áður,“ segir Grossman. Dr. Tinna L. Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður MS-náms í heilsuhagfræði við HÍ, segir stjórn- völd hér hafa sýnt greininni áhuga og skilning. Offitufaraldur á Íslandi  Þjóðin hefur að meðaltali þyngst um 7-8 kg á síðustu 40 árum  Alvarlegt að mati WHO  Kunnum okkur ekki hóf, segir læknir  Aukið vægi skyndibitafæðu meðal skýringa, segja heilsuhagfræðingar  Að komast í feitt | 10 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Heilsuhagfræðingar Dr. Michael Grossman og dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. MEÐ pokaskjatta og dulur koma hundruð fátækra íbúa Managua, höfuðborgar Níkaragva, á sorphaugana í leit að einhverju ætilegu og verðmætu. Á haugunum búa líka mörg þúsund manns í reyk og stybbu við örbirgð og sjúkdóma. Gunnar Salvarsson var þar á ferð á dögunum og tók myndir af mannlífi á haugum. | 22 Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Eitt af sjö vítum veraldar Fjöldi barna hefur lífsviðurværi af ruslahaugum í Níkaragva SOFFÍA Ósk Magnúsdóttir Da- yal er efnafræð- ingur, að mestu alin upp í Borgar- firðinum. Hún er gift indverskum verkfræðingi og býr í höfuðborg landsins, Nýju- Delhí, en Soffía starfar fyrir sam- tökin PATH sem sinna þróunarað- stoð. Hjónin giftu sig að hindúasið í Ind- landi en Soffía þurfti ekki að gerast hindúi. „Tengdafaðir minn er ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneyti Indlands og tengdaforeldrar mínir voru svo ánægð með að sonurinn væri búinn að finna konu sem hann vildi giftast að þau reyndu ekki neitt að ráðskast með hann, sýndu honum algert traust og studdu hann eindregið í öllum þessum ákvörðunum,“ segir hún. | 22 Giftist inn í indverska fjölskyldu Soffía Dayal fann eiginmann í Illinois Soffía Ósk Magn- úsdóttir Dayal Þegar allt er um garð gengið leyfa allir sér að harma það sem gerðist, segir tútsi, sem barðist með RPF, um afskiptaleysi heimsins um þjóð- armorð hútúa á tútsum. Voðaverk í skjóli afskiptaleysis Á áttunda áratugnum var R.E.M. ein fremsta neðanjarðarrokksveit heims. Undanfarið hafa plötur sveitarinnar fengið slaka dóma, en með Accelerate þykir landið rísa. R.E.M. hverfur til rokkaðri tíma Á degi flónanna sögðu fjölmiðlar frá skjaldböku með nikótínfíkn, manni sem komst út úr fjölmennu sædýrasafni með krókódíl, og BBC greindi frá fljúgandi mörgæsum. Lífið er á stundum lyginni líkast VIKUSPEGILL Magnaðar stundir í leikhúsinu Kommúnan >> 56 Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR HVAÐ VARÐ UM HANN? EINAR ÖRN EINARSSON VAR MANNI TÍU ÁRA TUTTUGU ÁR ERU LIÐIN >> 25 HANN ER Á KÚPUNNI RUFUS WAINWRIGHT KEMUR TIL ÍSLANDS FRAMANDI STAÐIR >> 54 Manila. AP. | Farþegar í litlum stræt- isvagni í Manila, höfuðborg Filipps- eyja, urðu skelfingu lostnir þegar þeir urðu varir við 2,1 metra langa kyrkislöngu. Farþegarnir þustu út úr strætisvagninum í dauðans of- boði og stöðvuðu bílaumferð á fjöl- farinni götu. Kyrkislangan hafði vafið sig um stálstöng undir vagninum á leiðinni til höfuðborgarinnar frá bæ í ná- lægu héraði, að sögn lögreglunnar. Lögreglumönnum og vegfar- endum tókst að koma kyrkislöng- unni í poka eftir að hún skreið út á götuna. Snákasérfræðingur nátt- úruverndarstofnunar, sem tók við slöngunni, sagði að hún virtist vera gæf og vön fólki þannig að hún kynni að vera gæludýr sem hefði strokið að heiman og húkkað strætó til borgarinnar. Morgunblaðið/Ómar Kyrkislanga í strætó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.