Morgunblaðið - 06.04.2008, Side 24
kvikmyndir
24 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er laugardagseft-
irmiðdagur í Eyjum ár-
ið 1964, úti skín sólin
og gamla fúla velmeg-
unartáknið, gúanó-
brækjan, liggur í loftinu. Inni á
Skálanum sitja unglingarnir, hann
er vinsælastur um þessar mundir.
Ekki síst vegna djúkboxins sem er
alltaf rausnarlega stillt og það er
ekki útilokað að blanda sér gör-
óttan drykk í básunum, ef menn
eru á þeim buxunum. Það stór-
merka fyrirbrigði „Bítlaæðið“ hefur
hafið innreið sína, Hljómar, Flo-
wers, Dátar og fleiri frábær bönd
hafa verið að gera allt vitlaust uppi
á fastalandinu og Óttar Felix búinn
að fara fimm hundruð sinnum á A
Hard Day’s Night. Verið að loka
Tívolí í Vatnsmýrinni og nýkeyptir
„Monsar“ Loftleiða bjóða upp á
ódýrari möguleika á að komast á
milli heimsálfa. Það eru einkum
blómabörn sem hrífast af þeim val-
kosti enda hippamenningin að
leggja undir sig heiminn.
Skyndilega kveður við nýjan tón
í glymskrattanum góða, ferskt og
flott lag er komið á fóninn og það
tekur gestina umsvifalaust með
trompi. Næstu vikurnar ómar It’s
All over Now um allan heim, Skál-
inn ekki undanskilinn. Presley,
Bítlarnir, Kinksararnir, Döstí, þau
geta öll étið það sem úti frýs. Blús-
aðir, rámir og rokkaðir stefna The
Rolling Stones að heimsyfirráðum.
Maður heyrir, finnur og sér að
þarna eru komnir frábærir tónlist-
armenn og töffarar sem láta ekkert
stoppa sig. Það hefur ekki hvarflað
að þeim í tæp 50 ár og hver kyn-
slóðin á eftir annarri heillast af
„magnaðasta Rock n’ Roll-bandi
heims“. Það er titillinn sem þeir
gáfu sér á þeim sjöunda og þeir
halda honum enn þann dag í dag
karlarnir, sem sjá nú áttræðisald-
urinn í seilingarfæri!
Halda sínu striki
Tímarnir breytast og mennirnir
með, en áhöfnin á Stones-skútunni
lætur sér fátt um finnast og heldur
sínu striki. Jagger er jafnan hinn
ókrýndi leiðtogi, þvengmjór
gúmmíkarl með endalaust úthald
og þanda sviðsframkomu (að ekki
sé minnst á röddina). Hann virðist
að minnsta kosti þrjátíu árum
yngri en þau 64 sem hann ber á
nettum herðunum.
Margir aðdáendur hljómsveit-
arinnar hafa ekki síður dálæti á
hinum ódrepandi og lífsglaða 63
ára Keith Richards, sem hefur
samið ásamt Jagger flesta smelli
the Rolling Stones í 40 ár. Á með-
an Jagger hefur haldið furðumiklu
af æskublómanum verður ekki
sama sagt um Richards; í útliti
minnir hann á ævafornan og skorp-
inn indjánahöfðingja. Með fjað-
urbrúska og glingur í hári, hringi í
eyrum og á hverjum fingri,
skreytta hauskúpum og öðrum
ámóta töffaratáknum, er hann
sannkölluð sjón að sjá. Innan við
veðraða ímyndina, rúnum rista af
áratuga svalli, næturvökum,
óslökkvandi áfengisþorsta og eitur-
lyfjaneyslu af öllum stærðum og
gerðum, fer eldhress, síkátur nagli
sem spilar og syngur eins og engill
úr neðra. Það er unun að hlusta á
sólóplöturnar hans en á sviðinu
með Stones stendur hann sem
söngvari í skugganum af Jagger.
Hörðustu og ráðsettustu Stones-
áhangendurnir halda því fram full-
um fetum að enginn, fyrr né síðar,
fylli skarð Brians Jones, gítarleik-
arans og aðalsprautu hljómsveit-
arinnar fyrstu árin. Hann sukkaði
sig út úr hópnum árið 1969 og
fannst látinn í sundlaug sinni
skömmu síðar. Aðeins 27 ára gam-
all og er enn deilt um raunverulega
dánarorsök tónlistarmannsins sem
átti ríkan þátt í að skapa upp-
runalega Stones-„sándið“. Yngsti
meðlimurinn, Ronnie Wood, hefur
fyllt skarð hans lengst af. Sá elsti
er hinn taktfasti trommari Charlie
Watts, gjörsamlega ómissandi hluti
bandsins um alla tíð og lemur húð-
irnar af tilfinningahita unglingsins,
harðfullorðinn maðurinn, kominn á
löggiltan eftirlaunaaldur.
Saga Stones verður seint rakin
án þess að getið sé bassaleikarans
góða Bills Wymans, sem var búinn
að fá nóg af ólgunni í hljómsveit-
inni í kringum 1990 og hætti af eig-
in hvötum árið 1992 og hefur verið
að gera góða hluti með öðrum eft-
irlaunaþegum í poppinu í hljóm-
sveit sinni Bill Wyman’s Rythm
Kings. Wyman er elstur stofnenda
the Rolling Stones, á skammt í 72.
afmælisdaginn.
Hugmyndin verður
að veruleika
Það munu vera um fjögur ár síð-
an Jagger kom til fundar við Scor-
sese til að ræða gerð heimild-
armyndar um hljómleika með
Stones. Afraksturinn sjáum við á
föstudaginn þegar Shine a Light
Scorsese valdi ósk-
arsverðlaunahafann Ro-
bert Richardson sem kvik-
myndatökustjóra og
honum til halds og trausts
eru margir snillingar.
Stones og Scorsese
saman á sviðinu
Ungir sem gamlir Sto-
nes-aðdáendur tóku
viðbragð þegar það
fréttist að Martin Scor-
sese íhugaði að gera
heimildarmynd um The
Rolling Stones, þessa
lífseigu snillinga, sem
stilltu fyrst saman
strengi sína á öndverð-
um 7. áratugnum. Sæ-
björn Valdimarsson
ætlar á frumsýningu
hljómleikamynd-
arinnar Shine a Light
um næstu helgi
Í stuði Mick Jagger ásamt söng-
konunni Christinu Aguilera.
Smellir Rolling Stones taka á þriðja tug laga sem flest eru ódauðleg í rokk-
sögunni, smelli á borð við Brown Sugar og Jumpin’ Jack Flash.
Í hofi listaviðburða Myndin var tekin upp í Beacon leikhúsinu í New York.
Gamlar kempur Martin Scorsese, fyrir miðju, ásamt Charles Watts, Keith Richards, Mick Jagger og Ronnie Wood.
.
Ungir sem gamlir Stones-aðdáendur
tóku viðbragð þegar það fréttist að
Martin Scorsese íhugaði að gera
heimildarmynd um þessa lífseigu
snillinga sem stilltu fyrst saman
strengi sína á öndverðum 7. ára-
tugnum. Villt tónlistin og lífsstíll
hljómsveitarmeðlimanna gerði
bandið á örskotshraða að goðsögn í
poppheiminum, sem og farsælar
lagasmíðar og óteljandi æsifréttir
um hömlulaust, snargeggjað einkalíf
sem iðaði af rokki, dópi og kvenna-
fans. Tónlistin, textarnir og hegðun
þeirra á sviði jafnt sem utan þess var
og er ögrandi og andfélagsleg að
sumra mati. Lengi vel voru þeir
fastagestir í toppsæti vinsældalist-
anna, en síðari árin hafa Stones
flakkað um heiminn þveran og endi-
langan í hverri hljómleikaferðinni af
annarri. Ellimörk? Ekki að sjá, þvert
á móti ber ekki á öðru en að löng og
slítandi ferðalögin veiti þeim aukinn
kraft og gleði. Ósvikið stuðið er
ótrúlegt á þeim félögum.
Þrátt fyrir að meðlimir Stones séu
ennþá sprækir sem unglömb er eng-
inn ern að eilífu og löngu tímabært
að skrásetja á filmu afrek einnar
vinsælustu – ef ekki alvinsælustu
hljómsveitar rokksögunnar. Það
hafa verið gerðar ófáar tilraunir til
þess í gegnum árin, þeir sem sáu
fréttamyndina með Bítlunum og The
Rolling Stones í Laugarásbíó 1963
eru örugglega ekki búnir að gleyma
upphafinu – þótt liðið sé hátt í hálfa
öld. Samstundis skiptust ungling-
arnir í andstæðar fylkingar sem enn
eimir eftir af: Þær sem lentu undir
áhrifum hinna blúsuðu og hráu Sto-
nes eða snyrtipinnanna í The Beat-
les. „Gamla fólkið“, einkum mæður
og feður, gerði talsverðan grein-
armun á útganginum á böndunum
og lét vanþóknun sína óspart í ljós í
Velvakanda og hliðstæðum vett-
vangi. En heilsteypt heimildarmynd
í anda The Last Waltz, Stop Making
Sense og örfárra topp-tónlist-
armynda til viðbótar hefur látið á
sér standa. Aðeins Gimme Shelter
(’70) getur talist athyglisverð og
stendur upp úr í minningunni.
Martin Scorsese er viðurkenndur
einn fremsti kvikmyndagerð-
armaður samtímans og hann á ein-
mitt að baki eina bestu hljómleika/
heimildarmynd sögunnar, fyrr-
greinda The Last Waltz, sem hann
gerði um lokatónleika The Band fyr-
ir 30 árum.
Síðasti valsinn (’78)
Meðlimir The Band, einnar bestu
hljómsveitar síns tíma, ákváðu öllum
á óvart á tindi ferilsins að hætta
samstarfinu. Fundu út réttan tíma-
punkt með stjarnfræðilegum út-
reikningum. Hvort þeir stóðu sjálfir
að valinu á leikstjóranum veit ég
ekki, en þeir gátu ekki fundið neinn
betri til að skrásetja þennan merk-
isviðburð í sögu dægurtónlist-
Verði ljós