Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Í
slenska þjóðin hefur þyngst
jafnt og þétt undanfarna fjóra
áratugi, samkvæmt heimildum
Hjartaverndar. Hún hefur
hækkað að meðaltali um fimm
sentímetra – karlar úr 175 sm í 180
sm og konur úr 162 sm í 167 sm – á
sama tíma en þyngdaraukningin er
svo mikil á þessu tímabili að hún
verður ekki einungis skýrð með
hæðaraukningunni. Árið 1967 var
meðalkarlmaður 83 kg að þyngd en
í fyrra var hann kominn upp í 91
kg. Meðalkona var 69 kg fyrir
fjörutíu árum en árið 2007 var hún
orðin 76 kg. Samkvæmt mæli-
kvörðum WHO er offitufaraldur á
Íslandi.
Vilmundur Guðnason, for-
stöðulæknir Hjartaverndar, segir
skýringuna á þyngdaraukningu
þjóðarinnar að verulegu leyti stafa
af breyttum lífsstíl hennar. „Ef
maður fitnar borðar hann meira en
hann brennir. Svo einfalt er það.
Við lifum á öld ofgnóttar og kunn-
um okkur ekki hóf. Að vísu hreyf-
um við okkur sem aldrei fyrr en
það dugar einfaldlega ekki til. Við
erum alltaf nartandi.“
Er offita smitandi?
Hinn merki lagarefur Denny
Crane í sjónvarpsþáttunum ástsælu
Boston Legal komst í hann krapp-
an á dögunum þegar hann sagði
upp starfskonu á stofunni á þeim
forsendum að hún væri of feit. „Of-
fita er bráðsmitandi sjúkdómur og
ég er með áhættugenin,“ útskýrði
hinn skeleggi málflutningsmaður.
Að sögn Vilmundar er þetta ekk-
ert einsdæmi. Fjöldi fólks trúi því
sem nýju neti að offita sé smit-
sjúkdómur. „Raunar er ekki búið
að taka af öll tvímæli í þessum efn-
um en fjöldi rannsókna er í gangi,
m.a. á samsetn-
ingu bakt-
eríuflórunnar í
meltingarveg-
inum,“ segir
hann.
Hjarta- og
æðalækningum
hefur fleygt fram
á umliðnum ára-
tugum. Svo vel
stöndum við að
vígi að Vilmund-
ur fullyrðir að sérhvert mannsbarn
fætt á þessu árþúsundi eigi hæg-
lega að geta sneitt hjá hjarta- og
æðasjúkdómum fyrstu sex áratugi
ævi sinnar.
Á móti kemur að vegna offitu
getur fólk átt von á að fá ýmsa
ótímabæra sjúkdóma á lífsleiðinni.
Hjartavernd hefur sérstakar
áhyggjur af gífurlegri aukningu
sykursýki hér á landi og Vilmund-
ur segir næsta víst að það tengist
þyngdaraukningu þjóðarinnar. „Ís-
lendingar hafa löngum verið lágir
hvað þetta varðar samanborið við
aðrar þjóðir en á síðustu árum hef-
ur sigið á ógæfuhliðina. Í dag eru
brögð að því að unglingar greinist
með fullorðinssykursýki sem er
vitaskuld grafalvarlegt mál. Fyrir
utan áhrifin á heilsuna er kostn-
aður við afleiðingar sykursýki að
sliga heilbrigðiskerfið í Bandaríkj-
unum. Við verðum að líta á það
sem víti til varnaðar.“
Brýna þarf börnin
Niðurstöður sýna að þyngd-
arþróunin er einna verst hjá yngri
aldurshópum. Það má fastlega bú-
ast við að einstaklingar, sem nú eru
á barns- og unglingsaldri, haldi
áfram að þyngjast fram á fullorð-
insárin verði ekkert að gert. „Það
LIFUM Á ÖLD
Ótti Denny Crane
er lafhræddur við
að smitast af offitu.
almannatrygginga og um leið er mál-
ið orðið pólitískt. Það er líka óheppi-
legt að fólk hafi ekki aðgang að nauð-
synlegum upplýsingum um heilbrigt
líferni. Svona mætti lengi telja.“
Erfitt að setja fram stefnu
Grossman segir rannsóknir benda
til að dregið hafi úr útbreiðslu offitu í
Bandaríkjunum á allra síðustu árum.
Það sé meðal annars aukinni umræðu
og fræðsluátaki að þakka. „Þetta lof-
ar góðu fyrir framtíðina. Málið er
samt þannig vaxið að það er ekki
heiglum hent fyrir stjórnvöld að setja
fram skilvirka stefnu. Hvað er til
ráða? Á að lækka verð á sígarettum
til að sporna við offitu? Varla. Á að
letja giftar konur til fara út á vinnu-
markaðinn? Varla. Í það minnsta
mun ég ekki tala fyrir þeim sjón-
armiðum. Raunhæfara er að miðla
upplýsingum áfram af miklum þrótti,
hvetja fólk til að hreyfa sig og auð-
velda fyrirtækjum og stofnunum að
koma sér upp aðstöðu til líkams-
ræktar. Þá er mikilvægt að ýta undir
hreyfingu barna og greiða fyrir að-
gengi þeirra að aðstöðu til að stunda
íþróttir og aðra líkamsrækt. Síðast en
ekki síst er mikilvægt að fræða fólk
um mataræði og í þeim efnum þurfa
stjórnvöld að sýna fordæmi. Það hafa
þau meðal annars gert með því að
banna gossjálfsala í skólum en rann-
sóknir bentu til þess að þeir hefðu
neikvæð áhrif á þyngd nemenda.
Þetta er kannski lítið skref en margt
smátt gerir eitt stórt. Við erum á
réttri leið.“
»Örvæntinga
hönd barnan
HEILSUHAGFRÆÐI OG OFFITA HEILSUHAGFRÆÐI OG OFFITA