Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ 9. apríl 1978: „Eins og við mátti búast hafa sjómenn nú mótmælt þeim dæmalausu áformum Verkamanna- sambands Íslands að hvetja andstæðinga okkar í þremur þorskastríðum til þess að setja löndunarbann á íslenzk- an fisk í erlendum höfnum. Í ályktun, sem stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur hef- ur sent frá sér, segir: „Fundur í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 6.4. 7́8 mótmælir harðlega ummæl- um og ákvörðunum stjórnar Verkamannasambands Ís- lands um að láta setja lönd- unarbann á íslenzk fiskiskip erlendis. Stjórn félagsins felur starfsmönnum sínum að koma því á framfæri við þá, sem ekki virðast til þekkja, að sigl- ingar togara á erlenda mark- aði hafa tíðkazt frá því að tog- araútgerð hófst hér á landi. Hafa þær til þessa stöðvazt, þegar erlendir ofbeldismenn hafa ætlað að kúga íslenzka þjóð. Slíkar siglingar nú sem fyrr eru nauðsynlegar fyrir útgerð skipa og skipshafnir til uppbótar á það þjónustustarf, sem margir þeirra vinna. Jafnframt samþykkir fund- urinn að gera þá kröfu til Sjó- mannasambands Íslands, að það mótmæli öllum slíkum ráðstöfunum við Alþjóða- samband flutningaverka- manna, sem Sjómanna- samband Íslands er aðili að, og að það beiti sér gegn slíku gerræði. Skulu fulltrúar Sjó- mannafélags Reykjavíkur í stjórn Sjómannasambands Ís- lands fylgja þessum mótmæl- um eftir með fullum þunga“.“ . . . . . . . . . . 10. apríl 1988: „Það er síst of fast að orði kveðið hjá herra Pétri Sigurgeirssyni biskup yfir Íslandi að kalla það „óhæfuverk“ í útvarpi Rót, þegar síðdegis á föstudaginn langa var tekið upp á því þar að hafa krossdauða Jesú Krists í flimtingum sem apr- ílgabb. Þeir sem fyrir slíku standa ganga þvert á hug- myndir þorra Íslendinga og særa tilfiningar tugþúsunda manna, sem líta á atburðinn á Golgata þegar Kristur var krossfestur sem sorgar- og al- vörustund og yfir það hafna að hún sé dregin niður í svað ómerkilegustu gerðar fjöl- miðlunar. Í stuttu máli var tekið upp á því í þætti undir yfirskriftinni Umrót í útvarpi Rót, sem rek- ið er sem hlutafélag og að standa alls kyns fjöldasamtök og stjórnmálahreyfingar, að hæðast að krossfestingunni. Var það notað sem aprílgabb, að Jesús hefði ekki verið krossfestur heldur hengdur og stæði nú til að fjarlægja krossa úr kirkjum kristinna manna og setja þar gálga í staðinn. Þeir sem taka sér fyr- ir hendur að útvarpa slíku efni yfir fólk á sjálfan föstudaginn langa hljóta að vera firrtir allri almennri dómgreind og án þeirra tilfinninga sem bær- ast í brjóstum kristinna manna á þessum degi.“ . . . . . . . . . . 5. apríl 1998: „Landspítalinn er hátækni- og háskóla- sjúkrahús – eins konar „flagg- skip íslenzkrar sjúkraþjón- ustu“. Vegna hallarekstrar og skuldastöðu ríkissjóðs á sam- dráttarárum í íslenzkum þjóð- arbúskap voru ríkisútgjöld skorin umtalsvert niður, sem bitnaði af eðlilegum ástæðum á stærstu útgjaldaþáttunum, þ.á m. heilbrigðisþjónustunni. Landspítalinn fór ekki var- hluta af þeim niðurskurði. Síðustu misseri benda allar hagtölur til góðæris og vax- andi umsvifa í þjóðarbúskapn- um. Hvergi virðist þó slakað á aðhaldi samdráttaráranna í heilbrigðisþjónustunni. Páll Torfi Önundarson yfirlæknir segir í grein hér í blaðinu í dag [skoðun] að Landspítala sé enn gert að skera niður kostn- að um 500 m.kr. á árs- grundvelli, ofan á margra ára samfelldan niðurskurð. „Fækka verður krans- æðamyndatökum...,“ segir yf- irlæknirinn, „fresta verður að opna líknardeild fyrir dauð- vona krabbameinssjúka Ís- lendinga... Eingöngu verða gerðar bráðaaðgerðir á föstu- dögum og svo mætti lengi telja.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ER EKKI KOMIÐ NÓG? Þolinmæði og umburðarlyndigagnvart atvinnubílstjórum ogmótmælum þeirra, vegna hás eldsneytisverðs, virðast hafa verið hin ríkjandi viðhorf meðal almennings undanfarna viku, jafnvel þótt mótmæl- in hafi haft ómæld óþægindi og kostn- að í för með sér fyrir þá sem mótmælin hafa bitnað á. Samúð almennings í garð atvinnubílstjóra er auðvitað ekki síst svo mikil vegna þess að öllum almenn- ingi blöskrar eldsneytisverðið. En er ekki komið nóg? Nú er komið á daginn að hátt elds- neytisverð virðist ekki lengur vera að- alorsök hinna hörðu og endurteknu mótmæla, heldur sú krafa atvinnubíl- stjóra á Íslandi að fá undanþágur frá þeim reglum sem gilda í Evrópu um hvíldartíma og hvíldarafdrep. Þeir vilja einnig knýja fram lægra eldsneyt- isverð, sem sýnt er fram á hér í Morg- unblaðinu í gær, laugardag, að er lægst á Íslandi, miðað við önnur Norðurlönd, hvort sem miðað er við bensín eða dís- elolíu. Álögur ríkissjóðs á eldsneytið eru sömuleiðis lægstar hér á landi. Veiking krónunnar að undanförnu ræður hér að sjálfsögðu miklu um hag- stæða niðurstöðu samanburðarins. Lítil grein hefur verið gerð fyrir því hvers konar breytingar atvinnubíl- stjórar vilja knýja fram, miðað við til- skipanir Evrópusambandsins, sem þeir aka og starfa eftir. Það þarf að gera nákvæma grein fyr- ir því hvers konar breytingum þeir sækjast eftir og vega og meta á hvað ber að hlusta í þeirra kröfugerð og hvað ekki. Þar á auðvitað ekki að ein- blína á þrönga sérhagsmuni atvinnu- bílstjóra, heldur hag alls almennings, sem ferðast um Ísland, á sömu vegum og atvinnubílstjórarnir aka um. Það er staðreynd að hinum almenna ökumanni hefur oft staðið ógn og hætta af stærri ökutækjum, vöruflutn- ingabílum og rútum, á vegum úti, sem í skjóli stærðar hafa ítrekað orðið upp- vís að því að þröngva minni ökutækjum út í kant vega, jafnvel út af vegum og þannig ógnað lífi og limum þeirra sem hafa verið ökumenn og farþegar minni ökutækja. Hafa ber í huga, að samgöngur og vegakerfi Íslands eru nánast eins og í þróunarlöndum, miðað við það sem gengur og gerist í Evrópu, þar sem hraðbrautir, með nokkrum akreinum í báðar áttir, eru aðall samgöngunets- ins. Hér á landi er vegakerfið aftur á móti svo ófullkomið og aðstæður svo erfiðar, að ef eitthvað er ættu að ríkja hér strangari reglur um hvíldartíma atvinnubílstjóra en gengur og gerist í Evrópu. Er ekki örugglega ljóst í huga sam- gönguráðherra og annarra sem véla um beiðnir um undanþágur frá Evr- óputilskipunum, að atvinnubílstjórar á Íslandi þurfa að una jafnströngum reglum um hvíld og aðbúnað og at- vinnubílstjórarnir sem aka um hrað- brautir Evrópu? Má almenningur á Ís- landi ekki treysta því, að almannahagur verði leiðarljós stjórn- valda í þessum efnum? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ W inston Churchill sagði ein- hvern tímann að lýðræðið væri versta form stjórnskipu- lags, fyrir utan öll hin, sem reynd hefðu verið. Þegar rætt er um lýðræðið beinast sjónir manna yfirleitt að kosningum og fram- kvæmd þeirra. Eigi lýðræðisríki að virka í raun veltur hins vegar mikið á réttarfarinu. Lýðræðið og réttarríkið haldast hönd í hönd. Hlutverk dóm- stólanna er að skera úr deilum manna með sann- gjörnum og réttlátum hætti og tryggja að borg- ararnir njóti lög- og stjórnarskrárbundinna réttinda sinna. Þessi gæsla á hagsmunum borg- aranna er mikilvæg og sönnunarbyrði stjórnvalda þung. Fyrir vikið getur það gerst að sekur maður fái frelsi, en sá fórnarkostnaður er réttlætanlegur ef hann dregur úr hættunni á því að menn verði dæmdir saklausir. Mikilvægi réttarríkisins E n dómstólar hafa iðulega verið misnotaðir. Þeir hafa verið gerðir að tækjum til þess að réttlæta vafasamt ef ekki glæpsamlegt framferði stjórnvalda. Sýndar- réttarhöldin í Moskvu á fyrri hluta síðustu aldar eru eitt besta dæmið um það þegar dómstólar breytast í leiksvið og hætta að vera marktækir. Stjórnvöld í Burma sjá ástæðu til að láta dómstóla dæma Aung San Suu Kyi í stofu- fangelsi eins og þau haldi að það gæði prísundina einhverjum trúverðugleika. Af einhverjum sökum sá Dímítrí Medvedev, sigurvegari í forsetakosn- ingunum í Rússlandi, ástæðu til þess að hamra á því í kosningabaráttunni að dómstólar ættu hvorki að ganga fyrir mútum né símhringingum að ofan. Á fimmtudag var andófsmaðurinn Hu Jia dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að gagnrýna kínversk stjórnvöld. Hann hafði meðal annars sett á blað lýsingar á því hvernig lögregla pyntaði tvo einstaklinga, sem vildu ekki sætta sig við að híbýli þeirra í Peking voru gerð upptæk. En það eru einnig dæmi um að dómstólar haldi stjórnvöldum við efnið. Sú hefur verið raunin í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkanna 11. sept- ember 2001. Þar hafa dómstólar tekið í taumana til að tryggja réttindi manna í fangelsum og sak- borninga. Á hinn bóginn er ástæða til að setja stórt spurningarmerki við þátt hæstaréttar Bandaríkjanna í að stöðva endurtalningu í Flórída í forsetakosningunum fyrir átta árum. Hæstirétt- ur í Ísrael hefur nokkrum sinnum slegið á puttana á ísraelskum stjórnvöldum, meðal annars til að tryggja mannúðlegar aðferðir við yfirheyrslur og draga úr hörku Ísraelshers gagnvart Palestínu- mönnum. Þarf nýjar reglur um átök? E n réttarfar skiptir ekki aðeins máli í hverju ríki fyrir sig, heldur einn- ig í milliríkjasamskiptum. Sett hafa verið lög og reglur, sem gilda um allt frá viðskiptum og samgöngum til hernaðarátaka. Miklar samningalotur eru haldnar til að ákvarða hvernig eigi að haga viðskiptum í heiminum. Sett- ar eru reglur um lögsögur ríkja og umdæmi og oft þarf harðfylgi til þess að knýja fram breytingar eins og Íslendingar þekkja af deilunum, sem fylgdu útfærslu landhelginnar á sínum tíma. Ef til þess kemur að yfirborð sjávar hækkar að ein- hverju marki vegna hlýnunar loftslags og bráðn- unar jökla mun það væntanlega þýða að landhelg- ismörk færist til. Það verður athyglisvert að fylgjast með þeim deilum, sem þá gætu sprottið upp. Í samtali í Morgunblaðinu í gær, föstudag, segir hinn þekkti lögfræðingur Alan Dershowitz að stríð hafi tekið á sig nýtt form og vísar þar til bar- dagaaðferða hryðjuverkamanna og -samtaka: „Það þarf nýjar alþjóðlegar reglur til að taka á óhliðstæðum átökum, til dæmis milli hryðjuverka- manna og lýðræðisríkja. Í gömlu reglunum var skýr skilgreining þess efnis að menn væru al- mennir borgarar nema þeir væru klæddir ein- kennisbúningum merktum stöðu þeirra. Það er fá- ránlegt nú. Hryðjuverkamenn eru ekki í ein- kennisbúningum, þeir bera ekki vopn á almannafæri og eru ekki merktir stöðu sinni. Hryðjuverkamenn eru stríðsmenn (combatants). Það er ekki lengur skýr lína á milli almennra borg- ara og stríðsmanna. Nú hefur orðið til litróf, sem hefst á raunverulegum almennum borgurum, börnum og einstaklingum, sem ekki eru þátttak- endur, og lýkur með sjálfsvígsmanninum, sem festir á sig sprengju og heldur af stað. Þar á milli er fólk, sem leyfir að híbýli sín séu notuð til að geyma eldflaugar. Það stendur nær stríðsmönn- unum en almennu borgurunum. Þetta er fólk, sem af fúsum og frjálsum vilja býðst til að verða mann- legir skildir. Það á ekki við um börnin, þau eru óbreyttir borgarar, en öðru gegnir um mæðurnar, sem koma með þau. Móðir verður stríðsmaður þegar hún gerist mannlegur skjöldur, en þegar hún tekur barnið sitt með sér er ekki hægt að sprengja.“ Dershowitz viðurkennir að þetta yrði mjög rót- tæk breyting á reglunum, sem gilda um það hver teljist stríðsmaður, en bætir við: „Það verður að vera róttæk breyting vegna þess að það hefur orð- ið róttæk breyting á því hvernig stríð eru háð. Stríð eru ekki lengur háð af fólki í einkennisbún- ingum. Getur nokkur maður neitað því að þeir sem stóðu á bak við hryðjuverkin 11. september voru hermenn? eða Osama bin-Laden? Hann er ekki í einkennisbúningi. Hvert einasta lýðræðisríki í heiminum myndi gera bin-Laden að skotmarki ef það gæti. Einnig þyrfti að styrkja ákvæðið um að það sé stríðsglæpur að nota mannlega skildi.“ Dershowitz fetar hér inn á erfiða braut. Í fyrsta lagi má velta fyrir sér hvort það sé rétt hjá honum að stríð hafi tekið á sig nýtt form. Hryðjuverk eru ekki ný af nálinni, þótt aðferðir hryðjuverka- manna hafi vissulega breyst í gegnum tíðina. Þeg- ar rússneskir anarkistar og byltingarsinnar gripu til aðgerða gegn keisaradæminu var þeim til dæm- is mjög umhugað um að valda ekki saklausum borgurum tjóni og hættu frekar við en að láta til skarar skríða. Endurskilgreining leiðir inn á grátt svæði V irðing hryðjuverkamanna fyrir lífi almennra borgara hefur minnkað verulega síðan og er í sumum til- fellum engin. Samtökin al-Qaeda virðast líta svo að með því einu að vera með tiltekið ríkisfang geri ein- staklingur sig að skotmarki þeirra. Þá er sá, sem er hryðjuverkamaður í eins manns augum, frels- ishetja í augum annars. Palestínumenn beita hryðjuverkum í baráttu sinni við Ísraela. Á sínum tíma gripu Gyðingar til hryðjuverka þegar þeir börðust fyrir stofnun Ísraelsríkis og framtíðar- leiðtogar Ísraels voru eftirlýstir af Bretum fyrir hryðjuverk. Þá er einnig umhugsunarefni hvort endurskil- greining á því hverjir eigi að teljast stríðsmenn geti fært einræðisherrum og harðstjórum óvænt vopn í hendur. Þær þyrftu því að vera orðaðar með mjög skýrum hætti og smíðaðar úr nákvæmum skilgreiningum. Annars gætu þær orðið til þess að auðvelda Kínverjum að knýja Tíbeta til hlýðni og Rússum réttlæting til að varpa sprengjum á Grosní til að stöðva hryðjuverk Téténa. Með hugmynd sinni fer Dershowitz inn á grátt svæði. Vandinn er vissulega til staðar og réttmæt spurning hvort ekki eigi að skilgreina hryðju- verkamann sem stríðsmann. Reyndar hafa flest ríki heims samþykkt þær reglur, sem nú eru í gildi, en eðli málsins samkvæmt yrðu hryðju- verkasamtök aldrei aðilar að slíku samkomulagi líkt og herir þjóðríkja þó ekki væri nema vegna þess að þá öðluðust þau viðurkenningu, sem engin ástæða er til að veita þeim. Slíkar reglur myndu auðvelda meðferð fanga úr röðum hryðjuverkasamtaka, en þá vakna spurn- ingar um það hverjir teljist til slíkra samtaka. Það er flóknara en að segja til um það hverjir teljast meðlimir í her. Er sá, sem skýtur skjólshúsi yfir hryðjuverkamann, stríðsmaður? Er sá, sem tekur hryðjuverkamann upp í bílinn sinn, stríðsmaður? Er móðir stríðsmaður ef hún hjálpar hryðjuverka- manninum syni sínum að komast undan? Gætu reglur af þessu tagi einfaldlega orðið að kúgunar- tæki harðstjórna, sem vilja svæla andófsmenn út úr fylgsnum sínum? Spurningarnar eru margar og flóknar, en vandinn er þess eðlis að nauðsynlegt er að taka á honum. Það má bara ekki gleyma því að tvær hliðar eru á öllum málum og það, sem í dag virðist augljóst, gæti á morgun orðið vatn á myllu óréttlætisins. Árekstur fullveldis og mannréttinda A nnar vandi, sem Dershowitz nefnir, snýr í raun að árekstrinum milli fullveldis einstakra ríkja og mann- réttinda, réttinda einstaklingsins. Hann telur að taka þurfi á fullveld- ismálum í þjóðarétti þannig að hægt sé að grípa í taumana þegar leiðtogar ráðast gegn sinni eigin þjóð. „Í bók minni Preemption færi ég rök fyrir því að Laugardagur 5. apríl Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.