Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 23 væri en um leið að ég tæki sjálf ákvörðun um það hvað ég vildi gera. „Við erum ekki að þvinga þig, við vit- um að þetta er öðruvísi fyrir þig og erfitt að tileinka sér sumt af þessu. En þú velur bara sjálf.“ Það var því strax gott samband og traust milli mín og tengdaforeldra minna í þessum efnum. Þetta fór aldrei út í að ég væri kannski litin hornauga yfir því að ég gerði eitthvað svona en ekki hinsegin. Þetta held ég að hafi hjálpað mér mjög við að læra að tileinka mér það sem ég vissi að var mikilvægt fyrir þau, þau voru svo klár í að segja mér hvað væri mik- ilvægt og hvað ekki. Það er mjög mismunandi hve strangir hindúar eru á siðareglunum og reglurnar eru fremur afslappaðar á okkar heimili. Ég hef áttað mig á því að mestu skiptir að sýna öldr- uðum virðingu og leggja sitt af mörk- um til að vera hjálplegur á heimilinu. Fjölskyldan mín leggur mest upp úr því að maður heiðri sjálft inntak sið- anna. Tengdamóðir mín sagði eitt sinn að fólk ætti ekki að biðjast fyrir nema það fyndi hjá sér þörf til þess. „Þú biðst fyrir þegar þér hentar, þetta á alls ekki að vera kvöð,“ sagði hún. Ég lít á mig sem trúaða manneskju en ekki bara kristna. Í raun trúi ég jafn mikið á Krishna, eina af guðs- ímyndum hindúa, eins og Krist eða Búdda. Það fæðast allir með trú af því að við erum öll Guðs börn. Þetta er mín trú en það er algerlega undir hælinn lagt hvernig við ræktum þessa trú, hvernig við túlkum hana og lifum hana og styrkjum, hve stórt hlutverk hún spilar í lífi okkar. Trúarbrögð er svolítið annað en þessi trú sem ég er að tala um núna, þau eru svo nátengd menningunni.“ Mikil áhrif kvenna – Er hefð fyrir því að konur hafi mikil áhrif meðal hindúa? „Mjög mikil og sérstaklega inni á heimilunum. Þær eru ekki látnar gera allt eins og margir halda en þær taka af skarið. Ég hef oft séð þetta þar sem ég hef verið gestur. Konan talar mest við börnin, hún er gest- gjafinn á heimilinu, hún ræður því hvað er borið á borð en fær auðvitað aðra til að hjálpa sér við það, hver hefur sitt hlutverk. Þetta er lagskipt þjóðfélag, við töl- uðum áður um stéttakerfið sem er mörg þúsund ára gamalt. Ég hef rætt þetta mikið við gamla afann. Hann sagði mér að þegar samfélag væri svona fjölmennt, eins og reynd- in er og var í Indlandi, yrði lagskipt- ing í samfélaginu. Stéttakerfið spratt upp úr því hvaða störfum fólk gegndi. Löng saga er á bak við þetta, svona hefur þetta virkað öldum saman. Það er mikill pólitískur vilji fyrir breytingum, skiptingin er áfram til staðar en það er minna lagt upp úr henni en var. Mikið af þessu hefur þurrkast út, fólk fer á milli stétta og svo framvegis. Þjóðfélag Indverja er að þróast eins og önnur þjóðfélög.“ Soffía segir vestrænan fréttaflutn- ing frá þróunarríkjum oft mjög ein- hliða, áhugi virðist eingöngu vera á því sem miður fer, hungri, stríði, ör- birgð. Fréttir frá Indlandi séu oft þessu marki brenndar. Víst sé rétt að margir Indverjar verði að láta ein- hæfan mat nægja og sár fátækt og vannæring séu til staðar. En margt hafi líka áunnist og framfarir orðið á mörgum sviðum. Soffía fæst mest við ýmiss konar verkefnastjórnun. Eitt af því sem hún sinnir mikið er samstarf við einkafyrirtæki um framleiðslu á bún- aði og þróun aðferða til að leysa lýð- heilsuvanda fátækra þjóða þannig að verðið sé viðráðanlegt. „Stundum snýst þetta um að kanna hvort ríkisstjórnir landanna geti fengið mikinn magnafslátt af lyfjum, bóluefni eða einhverju öðru, t.d. vogum sem notaðar eru til að vigta börn. Þannig vogir eru bráð- nauðsynlegar til að hægt sé að afla traustra gagna um þyngd barna á ákveðnu svæði, hvort þau séu óeðli- lega létt eða meðalþunginn eðlilegur. Einnig reynum við að semja um kaup á fæðubótarefnum og þróa nýj- ar aðferðir við að dreifa þeim. Við höfum prófað að setja ákveðin bæti- efni í hrísgrjón á Indlandi vegna þess að þar er vannæring enn nokkurt vandamál þótt hungur sé nánast horfið. Fæðan er of einhæf og viss efni skortir. Vannæringarvandinn er reyndar stærri en menn hafa haldið, það sá ég í nýrri skýrslu heilbrigð- isráðuneytisins í Nýju-Delhí.“ Gott neysluvatn undirstaðan Soffía segir að annað grundvall- aratriði sé að tryggja fólki nægilega mikið af góðu drykkjarvatni og bæta ástand í holræsamálum. Áratugahefð sé fyrir slíkum átaksverkefnum al- þjóðastofnana en þau hafi ekki alltaf borið nægilegan árangur. „Það var ekki hægt að viðhalda áhuganum og ekki fékkst alltaf pen- ingur til að mæla árangurinn af átak- inu, stundum rann þetta út í sandinn. Við erum nú búin að þróa aðra hug- mynd og Bill Gates hefur stutt þetta verkefni. Við ætlum að markaðssetja ódýran vatnshreinsunarbúnað sem fólk getur haft á heimilinu. Yfirleitt nær fólkið í vatn í næsta brunn í þorpinu eða hverfinu, sum staðar er auðvitað búið að leggja vatnsleiðslur í húsin. Vandinn er að jafnvel þótt vatnið sé hreint og gott þegar náð er í það í brunninum er það oft fólkið sem sækir það sem ekki gætir sín og mengar það örverum með því að dýfa höndunum í vatnsdunkinn. Þá skiptir engu þótt yfirvöld sinni þeirri skyldu sinni að sjá um að sjálft vatnsbólið sé í lagi. Skortur á hreinlæti, handþvottum og þess háttar, hjá fátækari þjóð- félagshópum veldur stöðugri vatns- mengun. Hættan á því að fólk verði óhreint um hendurnar er alltaf til staðar og útskýra þarf fyrir því hverjar afleiðingarnar séu. Þarna er að finna aðalorsök niðurgangspestar í litlum börnum sem veldur millj- ónum dauðsfalla. En hreinsibúnaður- inn með síunni getur gerbreytt þessu. Á búnaðinum er krani og því óþarfi að snerta vatnið með höndunum áður en þess er neytt og búnaðurinn þarf ekki að kosta meira en fimm eða sex dollara sem er orðið viðráðanlegt fyr- ir marga. En þetta dugar ekki fyrir þá allra fátækustu, kannski er hægt að þróa enn einfaldari og ódýrari búnað fyrir þá. Verkefnið gengur út á að þróa þannig tæki og við bendum fyr- irtækjunum sem framleiða vöruna á að markaðurinn sé geysistór, þau geti hagnast á þessu á endanum. Segja má að PATH leggi aðal- áhersluna á þrennt: í fyrsta lagi að efla stjórnkerfi á sviði lýðheilsu, ýta undir betri aðferðir og tækni og loks að hvetja til heilsusamlegri lífshátta. Við teljum brýnt að lausnin sem við bendum á hæfi vel menningar- aðstæðum á hverjum stað, að lausnin sé samþykkt af íbúunum. Oft þarf að tala áhrifafólk á svæðinu til, fá það í lið með sér en það getur komið upp sú staða að maður gangi nánast á vegg í þeim efnum. Sumu fátæku fólki finnst best að nota áfram hefð- bundnar aðferðir og það vill ekki endilega nota vestræn klósett.“ Brjóstagjöf og sögusagnir – Lyf og tækni eru kannski fyrir hendi og nógir peningar en menning- arveggurinn bremsar... „Einmitt. Ég get nefnt sem dæmi brjóstagjöf mæðra á Indlandi. Sumar indverskar konur segja að það sé ekki hollt að gefa börnunum brjóst. einhver hefur sagt þeim þetta, þetta er orðrómur sem fengið hefur vængi, hljómar fáránlega í okkar eyrum en er nú svona. Við vitum ekki hvað veldur því að svona sögur fara af stað og vitum ekki á hverju þessi saga um brjósta- gjöf byggist. Oft gerist þetta hjá fólki þar sem menntunarstigið er lágt en við þurfum nú ekki alltaf að leita langt. Alls konar samsærissögur þríf- ast stundum ágætlega í vestrænum samfélögum þrátt fyrir góða mennt- un. Þegar unnið er að lýðheilsumálum er það ekki alltaf lækningin sem skiptir mestu heldur er það líka hvernig verkstjórnin er. PATH ein- beitir sé mjög að smitsjúkdómum sem herja í þróunarlöndunum en einnig leggjum við áherslu á umbæt- ur sem snúa að fæðingarhjálp og að- stoð við lítil börn. Einfaldur hlutur eins og bóluefni sem hægt er að geyma við stofuhita getur skipt sköpum. Oft er ekki neitt rafmagn til að knýja kæli til að geyma bóluefni. Og jafnvel þó að fyr- ir hendi sé eitthvert rafmagn eru inn- viðir og stofnanir landsins stundum svo léleg að ekki er hægt að koma bóluefninu á rétta geymslustaðinn. Alls konar stjórnunarvandi getur því valdið erfiðleikum og þar reyna sér- fræðingar okkar líka að benda á lausnir,“ segir Soffía Dayal. kjon@mbl.is STÆRÐIR 42-52 KYNNUM VOR- OG SUMAR 2008 DAGANA 3.-12. APRÍL Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 SAFT MÁLÞING UM ALLT LAND SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí 2008. Akureyri• Egilsstaðir• Ísafj örður• Stykkishólmur• Höfn• Nánari upplýsingar á www.saft .is Borganes• Sauðarkrókur• Vestmanneyjar• Selfoss• Reyðarfj örður• SAFT MÁLÞING ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR Á NETINU Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol 3. maí - 7 nætur 10. maí - 12 nætur Vorveisla á frá kr. 39.990 Aðeins fáar íbúðir í boði! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í vorferðir til Costa del Sol, vikuferð 3. maí og 12 nátta ferð 10. maí. Njóttu lífsins í vorblíðunni á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum takmarkaðan fjölda íbúða á þremur af okkar vinsælustu gististöðum, Timor Sol, Principito Sol og Aguamarina á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. í ferð 3. maí er flogið til Jerez og ekið í rútu til Costa del Sol (heimflug 10. maí er beint frá Malaga). Verð kr. 39.990 vika Flug, skattar, gisting og ferð frá Jerez flugvelli á hotel á Costa del Sol, m.v. 2 saman í stúdíóíbúð á Aguamarina eða Timor Sol í viku. Netverð á mann. Aukalega kr. 10.000 á mann, m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi á Aguamarina, Principito Sol eða Timor Sol. Ótrúlegt sértilboð - vinsælir gististaðir Timor Sol Principito Sol Verð kr. 49.990 12 nætur Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn, m.v. 2 saman í stúdíóíbúð á Aguamarina eða Timor Sol í 12 nætur. Netverð á mann. Aukalega kr. 10.000 á mann, m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi á Aguamarina, Principito Sol eða Timor Sol. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, kr. 39.990 í íbúð með 1 svefnherbergi í 12 nætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.