Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 25
verður frumsýnd í Sambíóunum um
allt land. Að baki henni stendur
einvalalið, að líkindum eitt það fær-
asta sem hefur nokkru sinni verið
smalað saman til að kvikmynda
rokkhljómleika. Scorsese valdi ósk-
arsverðlaunahafann Robert Rich-
ardson (JFK, The Aviator) sem
kvikmyndatökustjóra og honum til
halds og trausts eru margverðlaun-
aðir snillingar á borð við John Toll,
Andrew Lesnie og Robert Elswit,
listamenn sem eiga að baki stór-
virkin There Will Be Blood, Bra-
veheart og Lord of the Rings-
þrennuna svo eitthvað sé nefnt.
Tökuteymið notaði fjölda fær-
anlegra tökuvéla til að umlykja
hljómsveitina á alla vegu í tak-
mörkuðu rými Beacon-leikhússins,
hins gamalfræga 2.800 sæta hofs
listviðburða á Broadway. Stones
taka á þriðja tug laga sem flest eru
ódauðleg í rokksögunni, smellir á
borð við Brown Sugar, Jumpin’
Jack Flash og Start Me Up. Inn á
milli stinga upp kollinum óvæntir
glaðningar, svo sem As Tears Go
By (með Richards á órafmagnaðan
12 strengja gítar) og gestalistinn er
dálítið furðulegur þar sem söng-
konan Christina Aguilera og Clin-
ton-hjónin koma við sögu. Nokkrir
tónlistarmenn koma fram sem gest-
ir, þ.á m. Jack White og Buddy
Guy.
Undir áhrifum
Háskinn hefur löngum verið
skammt undan þar sem Stones
hafa farið og hefur verið skráður í
sögu þeirra á hvíta tjaldinu. Fræg-
asta tilfellið er í Gimme Shelter,
mynd þeirra Maysles-bræðra frá
1970. Í henni er filmaður óhugnan-
legur atburður sem gerðist á Alta-
mont-hljómleikunum árið áður.
Einn Vítisenglanna sem ráðnir
voru til að gæta þess að hlutirnir
færu ekki úr böndum tók æðiskast
og barði 18 ára pilt til bana.
Fleiri skuggahliðar á sögu hljóm-
sveitarinnar hafa verið kvikmynd-
aðar. Í Rock and Roll Circus (tekin
1968, ekki frumsýnd fyrr en 1996)
blasir við dapurlegt ástand Jones í
síðasta skipti sem hann tróð upp
með bandinu sínu; gerð hinnar
óheillavænlegu Sympathy for the
Devil (tekin 1968, frumsýnd 1970)
var þrúguð af eldsvoðum og eitur-
lyfjaneyslu og frumsýningin leyst-
ist upp í slagsmál á milli leikstjór-
ans, Jean-Lucs Godards, og
framleiðandans. Fáeinum stundum
eftir að Hal Ashby tók heimild-
armyndina Let’s Spend the Night
Together (1981) var hann fluttur á
bráðavakt nær dauða en lífi af of-
neyslu eiturlyfja. Þetta eru nokkur
þekktustu dæmin um ókyrrðina
sem löngum ríkti í nærveru þeirra
og íslenskur heittrúarmaður stað-
hæfði að stæði í sambandi við til-
beiðslu þeirra á skrattanum. Mýt-
urnar eru óteljandi um magnaðasta
bandið.
Slíkir atburðir virðast heyra sög-
unni til, myrkar hliðar fjórmenn-
inganna koma æ sjaldnar fram í
sviðsljósið. Það er ekki að skapi
Scorseses, sem hefur átt í lang-
vinnu rómantísku sambandi við
hinn ógnandi og spillta tón í laga-
smíðum Stones, m.a. í The Dep-
arted, GoodFellas og Casino, og
hann þurfti ekki langan umhugs-
unartíma þegar honum bauðst
tækifæri til að kvikmynda átrún-
aðargoðin sín.
saebjorn@heimsnet.is
arinnar en Scorsese. Auk The Band
koma margir vinir og samstarfs-
menn, þar af nokkrir af bestu hljóm-
listarmönnum poppsins, við sögu.
Snillingar á borð við Neil Young,
Bob Dylan og Eric Clapton. Söngv-
ararnir Emmylou Harris, Joni
Mitchell og Ronnie Hawkins. Band-
meðlimirnir Robbie Robertson, og
ekki síður Levon Helm – sem lætur
áheyrandann heyra hinn sanna
hjartslátt rokksins í Ophelia – eru
fremstir meðal jafningja. Ein besta
rokkmynd sögunnar. *****
hvað varð um|Einar Örn Einarsson?
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 25
E
inar Örn Einarsson
var tíu ára, þegar
hann lék Manna í
sjónvarpsmyndaþátt-
um um bræðurna
Nonna og Manna. Manni var yngri
bróðir Nonna og kemur hann mik-
ið við sögu í æskuminningum
Nonna, eða séra Jóns Sveinssonar
(1844-1944), sem ungur fór utan og
gerðist jesúítaprestur.
En tíminn hefur liðið og það eru
nú tuttugu ár síðan þessi mynda-
flokkur var sýndur bæði í íslenska
sjónvarpinu og víða um heim.
„Það var þýska sjónvarpið, ZDF,
sem framleiddi þessa þætti en þeir
voru teknir í Flatey og á Vest-
fjörðum, sem og var talsvert tekið
upp í Noregi,“ segir Einar Örn
þegar rætt er við hann.
Ísbjörninn var eftirminnilegur
„Það er margt eftirminnilegt frá
tökum þessara þátta. Til dæmis
þegar við vorum á litlum bát úti á
sjó. Það kom skip siglandi á móti
okkur, mér fannst það fara hratt
og við vera í hættu. Mér stóð ekki
alveg á sama. Svo datt ég í sjóinn,
átti að henda mér út af bátnum
sem hvolfdi, þetta var nokkuð
langt frá landi og það fór um mig,
ég viðurkenni það.
Allar senur sem teknar voru úti
voru uppi á jökli í Noregi. Það var
mjög gaman. Þarna var bara eitt
hótel á miðjum jökli og þar gistum
við. Ísbjörninn og viðureignin við
hann er líka eftirminnilegt atriði.
Ég man ekki eftir neinu veseni
milli leikaranna, þetta gekk allt
mjög vel. Ég hef hitt fólk sem var
að vinna við upptökurnar og það
talar allt um hve góður andi hafi
verið í kringum þetta allt saman.“
En breyttu þessir þættir ein-
hverju í lífshlaupi þínu til lang-
frama?
„Já, þeir gerðu það náttúrlega.
Ég eignaðist stórkostlega vini í
gegnum þetta, svo sem Garðar
Thór, við höfum næstum ekki farið
úr bræðrahlutverkinu síðan og svo
Jóa G. (Jóhann G. Jóhannsson)
sem lék smalann Júlla. Ég er bú-
inn að vera í sambandi við þá fé-
laga mína síðan.“
Fékk samning við
ÍR í fótbolta
Heldur þú að þessi reynsla hafi
haft áhrif á þá ákvörðun þína að
gerast leikari?
„Já, töluverð áhrif. Ég fékk
gríðarlega jákvæð viðbrögð við leik
mínum í þáttunum um Nonna og
Manna. En leiklistarbakterían var
löngu komin í mig áður en ég fór
að leika í þessum þáttum. Ég lék í
skólaleikritum sem krakki og
fannst það strax óheyrilega gam-
an.“
En hvað gerðist svo eftir að tök-
um og sýningum á þessum um-
ræddu þáttum lauk?
„Eftir að við höfðum verið í
þáttunum og öllu því kynning-
arstarfi sem þeim fylgdi, sem var
heilmikið og stóð í heilt ár, þá var
ég farinn að sparka í bolta, byrjaði
að spila með ÍR í Breiðholti og
eyddi unglingsárunum í fótbolta,
var kominn á samning 15 ára hjá
því félagi. Um þetta leyti varð
knattspyrnan mitt líf og yndi.
Um 18 ára aldur fékk ég vinnu í
herrafataverslun og hef unnið við
afgreiðslu af og til síðan.
Leiklistarbakterían
kemur aftur
Árið 2001 mætti leiklistarbakt-
erían aftur af endurnýjuðum krafti
og ég tók inntökupróf í leiklist-
arskóla í London og fékk inn-
göngu. Þessi skóli heitir Rose Bru-
ford College, er um 50 ára gamall
og starfar í mörgum og fjöl-
breyttum deildum – eða öllu sem
getur viðkomið leikhúsi. Í þessum
skóla var ég þrjú ár.
Það var æðislega skemmtilegt í
London, þetta var yndislegur tími.
Mér finnst London vera annað
heimili mitt ennþá. Ég hafði mest-
an áhuga á kvikmyndaleik og hef
leikið smáhlutverk í nokkrum
myndum. Áður en ég fór í skólann
lék ég t.d. hlutverk í myndinni No
such Thing sem Hal Hartley leik-
stýrði.
En ég dreif mig samt beint heim
að námi loknu og er nú á verk-
efnasamningi í Borgarleikhúsinu,
þar leik ég í Jesus Christ Superst-
ar sem gengur alltaf fyrir fullu
húsi.“
Óskahlutverkið og
endursýning þáttanna
Hvað með einkalífið?
„Ég er hvorki giftur né á börn.
Ég dunda mér enn mikið við að
sparka í bolta og er alltaf að reyna
að bæta mig með því að lesa
meira. Ég starfa líka stundum sem
flugþjónn hjá Icelandair.“
Áttu þér óskahlutverk?
„Já, en ég held því fyrir mig, ég
er að lesa handrit að leikriti núna
sem ég vona að verði seinna sett
upp. Hvað annað í sambandi við
óskahlutverk snertir má nefna
Glenngarry Glenn Ross, leikrit eft-
ir David Mamet, sem fjallar um
menn sem reyna að selja land-
areignir – um þeirra innbyrðis
sambönd sem eru kröfuhörð í leik.
Þetta væri gaman að fást við.“
Hefur þú séð aftur þættina um
Nonna og Manna?
„Nei, en mig er hins vegar farið
að langa til að horfa á þá aftur, ég
hef mikið verið spurður um þætt-
ina og kannski er fólk áhugasamt
um að fá þá sýnda aftur. Ég fékk
t.d. póst frá stelpu í Suður-Afríku,
hún hafði séð þættina árið 1990 á
namebískri sjónvarpsstöð, hana
langaði að nálgast þættina fyrir
börnin sín. Því lífið heldur áfram,
alltaf koma nýir og nýir áhorf-
endur.“
gudrung@mbl.is
Manni – nú og þá!
Þættirnir um Nonna og
Manna voru mjög vinsæl-
ir þegar þeir voru sýndir
hér og erlendis fyrir 20
árum. Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræddi við Einar
Örn Einarsson leikara,
en hann lék Manna í
þessum eftirminnilegu
þáttum eftir sögum Jóns
Sveinssonar.
»Ég hef mikið verið
spurður um þættina
og kannski er fólk
áhugasamt um að fá þá
sýnda aftur.
Ljósmynd/Eggert
Í hlutverki þegar 20 mínútur voru í forsýningu Jesus Christ Superstar tók
ljósmyndari þessa mynd af Árna Pétri Guðjónssyni, Einari Erni Einarssyni
og Jóhanni G. Jóhannssyni.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Gömul Frá upptökum á framhaldsþáttunum um Nonna og Manna. Einar Örn Einarsson (Manni), Garðar Thor
Cortes (Nonni) og Ágúst Guðmundsson leikstjóri.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Leikari Einar Örn Einarsson hefur lengi gengið með leiklistarbakterínuna
í blóðinu og er nú fagmaður.