Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 21

Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 21 ljósara eftir því sem frá líður. Þann- ig var Up (1998) heiðarleg tilraun til að takast á við trommuleikaraleysið, en niðurstöðurnar æði misjafnar. Platan sú er þó hátíð samanborið við plöturnar tvær sem komu næst, Re- veal (2001) og Around the Sun (2004). Í upphafi ferils toppaði sveit- in sig með hverri útgáfu en nú var hlutunum öfugt farið, plöturnar urðu æ verri og botninum náð með Around the Sun, fínpússað, eigin- lega gelt fullorðinspopp sem stóð ansi langt frá mætti og megni þess- arar gæðasveitar. Eitthvað yrði að fara að gerast. Tríóið sem skipar REM í dag, þeir Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck, áttuðu sig á þessu í kjölfar dræmra und- irtekta og Stipe á að hafa sagt við Buck: „Þú veist, ef við gerum aðra lélega plötu þá er þetta bara búið spil.“ Buck og Mills settust niður í fyrravetur og fóru að hamra saman lög sem voru einföld og hrá, hávær og stutt. Eins og einn gagnrýnand- inn sagði: „Lögin hérna svífa ekki framhjá manni eins og á síðustu plötum, þau ráðast á mann.“ Opn- unarlagið, „Living Well Is The Best Revenge“, er rétt um þrjár mínútur og byrjar með miklum hamagangi sem sleppir ekki fyrr en lagi er lok- ið. Það minnir helst á „These Days“ af Life’s Rich Pageant, og fleiri lög á plötunni kalla fram forna frægð, „Mr. Richards“ minnir t.a.m. á „Fi- nest Worksong“ af Document. Flestir gagnrýnendur hafa tekið þessari stefnubreytingu fagnandi, og svo virðist sem REM hafi náð að tengja aftur við það sem þeir kunna best. Sumir gagnrýnendur fara þó varlega í hyllingunni, og benda á að þó að platan rokki vissulega sé and- inn yfir henni fremur útreiknaður. REM geti vissulega rokkað, en það sé líkt og þeir geri það af því að þeir vissu að þeir yrðu að gera það (og vissu líka að þeir gætu það) frekar en að hljómurinn sé sprottinn upp af óheftri sköpunarþrá, þ.e. fylgi eðli- legri þróun. Accelerate er nokkurs konar björgunaraðgerð, nauðsyn- legt útspil til að rétta kúrsinn af og það sé kannski ekki fyrr en á næstu plötu sem það komi virkilega í ljós hvernig sveitinni á eftir að heilsast. Sjáum hvað setur. Eitt vil ég þó segja að lokum. Það er eitt sem REM hefur aldrei klikkað á, öll þessi tuttugu og átta ár. Alltaf eru plötuumslögin jafn rosalega ljót. Í HNOTSKURN » Accelerate er fjórtándahljóðversplata REM og kem- ur út í kjölfar Around the Sun, þeirrar plötu REM sem hefur fengið hvað dræmastar und- irtektir. » Upptökustjóri plötunnar erÍrinn Jacknife Lee, en hann hefur unnið með U2, Green Day og Snow Patrol m.a. Það var gít- arleikari U2 og vinur Peters Bucks, The Edge, sem mælti með honum þegar Buck trúði Edge fyrir því að nú yrðu þeir að „herða“ sig. » Auglýsingaherferð fyrirplötuna er í fullum gangi og enn og aftur hafa sprottið upp sögusagnir um að söngvarinn Michael Stipe sé samkyn- hneigður, nokkuð sem hann játar hvorki né neitar. Á vefsvæði REM gerir Stipe grín að þessu öllu saman og les grafalvarlegur upp þá játningu að félagar hans í sveitinni hafi tekið það hugrakka skref að viðurkenna að þeir séu jú – gagnkynhneigðir. Tríóið sem skipar R.E.M. Peter Buck, Michael Stipe, Mike Mills Tilvalið nám fyrir þá sem áhuga hafa á stefnumótun í heilbrigðismálum, rekstri heilbrigðisstofnana, fyrirkomulagi forvarnarstarfs, rekstri heilsufyrirtækja í einkageiranum og öðrum heilsutengdum þáttum. Meistaranám í heilsuhagfræði er þriggja missera nám fyrir þá sem lokið hafa BS eða BA prófi. Boðið er upp á fimm vikna undirbúningsnámskeið sem fram fara í ágústmánuði. Námið er einstaklingsmiðað og býður upp á þverfaglega nálgun. Nemendur geta mótað eigin námsbraut og unnið með áhugamál sín. Boðið er upp á heilsuhagfræði með áherslu á: · rannsóknir · lýðheilsu og forvarnir · umhverfismál · vinnumarkað · öldrunar- og velferðarmál · lyfjamál · hag- og heilbrigðisvísindi · þróunarmál · stjórnun · stefnumótun Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl. Umsóknareyðublöð eru á vef hagfræðideildar www.hag.hi.is og á skrifstofu deildarinnar. Skráningargjald er kr. 45.000 fyrir háskólaárið. Umsjón: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor. www.hag.hi.is Meistaranám í heilsuhagfræði FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Hagfræðideild www.hag.hi.is H 2 h ö n n u n H 2 h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.