Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 29
ulvatnið niður á sandinn eins og
flóðbylgja og var það ógleymanleg
sjón. En eftir skamma stund var
orðið afbragðs færi á sandinum,
hann hæfilega rakur og stinnur.
Við Jón Ferdinand Björnsson urð-
um samferða nokkurn spöl á sand-
inum og er við vorum staddir á
honum miðjum, þá segi ég við Jón:
„Jæja, nú erum við að koma að
Brennivínskvísl, ætli hún eigi
nokkuð meira en við?“ Fleiri
kennileiti eru á sandinum, m.a.
minningartafla til minningar um
fjóra vermenn, sem þar urðu úti á
miðri 19. öld. Í hnakktöskum okkar
höfðum við hangikjötskrof og flat-
kökur og snæddum við það um há-
degi í svo nefndu Kaldaklofi, sem
er undir Kaldaklofsjökli. Var
kuldastormur ofan af jöklinum og
varð þá einhverjum að orði, að lík-
legast væri flestum heitara í Jóru-
kleif en okkur í Kladaklofi. Svangir
og þreyttir komum við í gangna-
mannakofann Hvanngil og væntum
þess, að þar biði Ísleifur með mat-
ráðskonurnar góðu, en gripum í
tómt. Enginn bíll, enginn Ísleifur,
enginn matur, engar töskur, aðeins
fjalagólfið í Hvanngili. Um miðja
nótt kom jeppi með saltfisk í potti
og átti innihald hans að seðja okk-
ur þessa 28 Fáksmenn, sem þar
höfðu hírst kaldir og svangir. Sagði
Sigurður Haraldsson fararstjóri
„að þá hefði verið djúpt á sögunum
hjá honum Leifi“, er við hímdum í
Hvanngili. Eigi voru dýnur í skála-
loftinu nema fyrir 14 manns, svo
aðrir urðu að sofa á gólfinu beru
og lýsti ég því seinna þannig: „Ég
veit hvernig er að vera lík, því ég
hefi sofið á fjölum“.
X Tíundi kafli ferðarinnar varfrá Hvanngili í Kirkjubæ.
Veður var mjög þurrt og hvasst og
sand- og moldrok eftir því, og hefi
ég síðan lýst því þannig, að við
hefðum verið með allan Rang-
ársandinn í fangið allan daginn.
Við komum við á Keldum, en síðan
var haldið áfram rakleitt að
Kirkjubæ. Þar reyndi ég að þvo
mér um hárið úr ískaldri ánni, en
þeir sem haldnir eru af húð-
sjúkdómnum „psoriasis“ vita
hvernig líðan það er að komast
ekki í heitt bað eftir að hafa verið
á hestbaki í 10 – 15 daga, því við
hvíldum dag og dag á milli áfanga,
svo kaflar og dagar ganga ekki
upp. Var líðan mín svo afleit að ég
þá boð Einars Ásmundssonar í
Sindra (1901 – 1981) að verða hon-
um samferða í bifreið hans til
Reykjavíkur. Hafði hann slegist í
för með okkur Fáksmönnum í
Kirkjubæ á austurleið og því var
bíll hans þar tiltækur. Komumst
við í bæinn um fimmleytið og varð
þetta síðasta langferð mín á hest-
um. Ég vildi ekki upplifa fleiri víti
eins og í hársverði mínum á
Kirkjubæ.
Eftirmáli
Til skýringar á veðrinu í júlí
1969 læt ég hér fylgja lýsingu á því
úr bók Trausta Jónssonar ( f. 1951)
„Veður á Íslandi í 100 ár“: „Mjög
votviðrasöm og óhagstæð tíð víðast
hvar á landinu. Kal var í túnum.
Hiti var í tæpu meðallagi“.
» Svangir og þreyttir
komum við í gangna-
mannakofann Hvanngil
og væntum þess, að þar
biði Ísleifur með mat-
ráðskonurnar góðu, en
gripum í tómt.
Ljósmynd/Úr bókinni Landið þitt Ísland.
Eldgjá og steinboginn áður en hann
féll
Ljósmynd/Ferðafélagi Íslands Ljósmynd/Úr bókinni Hálendi í náttúru Íslands.
Á Mælifellssandi
Ljósmynd/Úr bókinni Landið þitt Ísland.
Í Kýlingum
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl 2008
Heilsuvernd á tímum loftslagsbreytinga
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er að venju haldinn 7. apríl ár hvert í aðildarríkjum Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Einkunnarorð dagsins í ár eru Heilsuvernd á tímum
loftslagsbreytinga (Protecting Health from Climate Change). Markmiðið er að beina athyglinni
að áhrifum loftslagsbreytinga á heilsufar í heiminum og búa aðildarríkin betur undir að mæta
þeim ógnunum sem þær kunna að hafa í för með sér á komandi tímum. Á þessari öld er því spáð
að meðalhiti á jörðinni geti hækkað um 1-3,5°C vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Þessi hita-
breyting er mun meiri en náttúrulegar breytingar sem orðið hafa á loftslagi síðustu þúsund árin.
Þessar breytingar og ýmislegt annað í umhverfinu munu áreiðanlega hafa áhrif á heilsufar fólks
víða um heim. Spádómar varðandi Ísland gera ráð fyrir að áhrifin á heilsufar þjóðarinnar verði
með minna móti. Ýmislegt bendir þó til þess að heilbrigðiskerfið verði að vera tilbúið að mæta
aukningu ákveðinna heilsufarsvandamála á komandi áratugum, svo sem frjókornaofnæmi og
öðrum öndunarfærasjúkdómum.
Fundur mánudaginn 7. apríl í Norræna húsinu kl. 15:00 - 16:40
Fundarstjóri: Gunnar Alexander Ólafsson, stjórnsýslufræðingur.
15:00 - 15:10 Ávarp
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra.
15:10 - 15:30 Áhrif hlýnunar andrúmsloftsins á heilsufar í heiminum.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir
15:30 - 15:50 Veðurfarsbreytingar og lýðheilsa á norðurslóðum.
Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
15:50 - 16:10 „Loftsgæði og heilsa – niðurstöður úr Evrópukönnuninni.“
Þórarinn Gíslason, prófessor og yfirlæknir
16:10 - 16:40 Umræður og fyrirspurnir. Auk fyrirlesara: Sigurður Guðmundsson, land-
læknir, Kristín Erla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Mannfræðistofnunar HÍ,
og Eyþór Hreinn Björnsson, sérfræðingur.
16:40 Dagskrárlok
Tenerife
11.-27. maí
Í BEINU FLUGI FRÁ AKUREYRI
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu
sætunum í frábæra 16 nátta vorferð til Tenerife, í
beinu leiguflugi frá Akureyri. Gríptu þetta einstaka
tækifæri og njóttu lífsins í vorblíðunni á þessum
vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og
íbúða í boði.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
3
0
0
9
Heimsferðir Akureyri • s: 461 1099 • Geislagata 12 • akureyri@heimsferdir.is
frá kr. 49.990 Verð kr. 49.990 – m.v. 4 í íbúðFlug. skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Granada Park í 16 nætur.
Netverð á mann.
Verð kr. 64.990 – m.v. 2 í íbúð
Flug. skattar og gisting, m.v. 2 saman í íbúð á Granada
Park í 16 nætur. Netverð á mann.
Granada Park
Granada Park íbúðahótelið er við Las Americas golfvöllinn, um
1 og ½ km. frá Los Cristianos og Las Ameritas ströndunum.
Í litríkum garðinum eru tvær sundlaugar, barnalaug, góð sól-
baðsaðstaða, bar, lítil matvöruverslun, minigolf, barnaleiksvæði
og fleira. Íbúðir eru með 1 eða 2 svefnherbergjum, stofu með
svefnsófa, vel búnu eldhúsi, m.a. með örbylgjuofni, brauðrist,
ísskáp og frysti og baðherbergi með hárþurrku. Gervihnattasjón-
varp og öryggishólf eru á öllum íbúðum. Verönd eða svalir með
húsgögnum við hverja íbúð.
Vel búnar íbúðir á rólegum og fjölskylduvænum stað.