Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 29 ulvatnið niður á sandinn eins og flóðbylgja og var það ógleymanleg sjón. En eftir skamma stund var orðið afbragðs færi á sandinum, hann hæfilega rakur og stinnur. Við Jón Ferdinand Björnsson urð- um samferða nokkurn spöl á sand- inum og er við vorum staddir á honum miðjum, þá segi ég við Jón: „Jæja, nú erum við að koma að Brennivínskvísl, ætli hún eigi nokkuð meira en við?“ Fleiri kennileiti eru á sandinum, m.a. minningartafla til minningar um fjóra vermenn, sem þar urðu úti á miðri 19. öld. Í hnakktöskum okkar höfðum við hangikjötskrof og flat- kökur og snæddum við það um há- degi í svo nefndu Kaldaklofi, sem er undir Kaldaklofsjökli. Var kuldastormur ofan af jöklinum og varð þá einhverjum að orði, að lík- legast væri flestum heitara í Jóru- kleif en okkur í Kladaklofi. Svangir og þreyttir komum við í gangna- mannakofann Hvanngil og væntum þess, að þar biði Ísleifur með mat- ráðskonurnar góðu, en gripum í tómt. Enginn bíll, enginn Ísleifur, enginn matur, engar töskur, aðeins fjalagólfið í Hvanngili. Um miðja nótt kom jeppi með saltfisk í potti og átti innihald hans að seðja okk- ur þessa 28 Fáksmenn, sem þar höfðu hírst kaldir og svangir. Sagði Sigurður Haraldsson fararstjóri „að þá hefði verið djúpt á sögunum hjá honum Leifi“, er við hímdum í Hvanngili. Eigi voru dýnur í skála- loftinu nema fyrir 14 manns, svo aðrir urðu að sofa á gólfinu beru og lýsti ég því seinna þannig: „Ég veit hvernig er að vera lík, því ég hefi sofið á fjölum“. X Tíundi kafli ferðarinnar varfrá Hvanngili í Kirkjubæ. Veður var mjög þurrt og hvasst og sand- og moldrok eftir því, og hefi ég síðan lýst því þannig, að við hefðum verið með allan Rang- ársandinn í fangið allan daginn. Við komum við á Keldum, en síðan var haldið áfram rakleitt að Kirkjubæ. Þar reyndi ég að þvo mér um hárið úr ískaldri ánni, en þeir sem haldnir eru af húð- sjúkdómnum „psoriasis“ vita hvernig líðan það er að komast ekki í heitt bað eftir að hafa verið á hestbaki í 10 – 15 daga, því við hvíldum dag og dag á milli áfanga, svo kaflar og dagar ganga ekki upp. Var líðan mín svo afleit að ég þá boð Einars Ásmundssonar í Sindra (1901 – 1981) að verða hon- um samferða í bifreið hans til Reykjavíkur. Hafði hann slegist í för með okkur Fáksmönnum í Kirkjubæ á austurleið og því var bíll hans þar tiltækur. Komumst við í bæinn um fimmleytið og varð þetta síðasta langferð mín á hest- um. Ég vildi ekki upplifa fleiri víti eins og í hársverði mínum á Kirkjubæ. Eftirmáli Til skýringar á veðrinu í júlí 1969 læt ég hér fylgja lýsingu á því úr bók Trausta Jónssonar ( f. 1951) „Veður á Íslandi í 100 ár“: „Mjög votviðrasöm og óhagstæð tíð víðast hvar á landinu. Kal var í túnum. Hiti var í tæpu meðallagi“. » Svangir og þreyttir komum við í gangna- mannakofann Hvanngil og væntum þess, að þar biði Ísleifur með mat- ráðskonurnar góðu, en gripum í tómt. Ljósmynd/Úr bókinni Landið þitt Ísland. Eldgjá og steinboginn áður en hann féll Ljósmynd/Ferðafélagi Íslands Ljósmynd/Úr bókinni Hálendi í náttúru Íslands. Á Mælifellssandi Ljósmynd/Úr bókinni Landið þitt Ísland. Í Kýlingum HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl 2008 Heilsuvernd á tímum loftslagsbreytinga Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er að venju haldinn 7. apríl ár hvert í aðildarríkjum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Einkunnarorð dagsins í ár eru Heilsuvernd á tímum loftslagsbreytinga (Protecting Health from Climate Change). Markmiðið er að beina athyglinni að áhrifum loftslagsbreytinga á heilsufar í heiminum og búa aðildarríkin betur undir að mæta þeim ógnunum sem þær kunna að hafa í för með sér á komandi tímum. Á þessari öld er því spáð að meðalhiti á jörðinni geti hækkað um 1-3,5°C vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Þessi hita- breyting er mun meiri en náttúrulegar breytingar sem orðið hafa á loftslagi síðustu þúsund árin. Þessar breytingar og ýmislegt annað í umhverfinu munu áreiðanlega hafa áhrif á heilsufar fólks víða um heim. Spádómar varðandi Ísland gera ráð fyrir að áhrifin á heilsufar þjóðarinnar verði með minna móti. Ýmislegt bendir þó til þess að heilbrigðiskerfið verði að vera tilbúið að mæta aukningu ákveðinna heilsufarsvandamála á komandi áratugum, svo sem frjókornaofnæmi og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Fundur mánudaginn 7. apríl í Norræna húsinu kl. 15:00 - 16:40 Fundarstjóri: Gunnar Alexander Ólafsson, stjórnsýslufræðingur. 15:00 - 15:10 Ávarp Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. 15:10 - 15:30 Áhrif hlýnunar andrúmsloftsins á heilsufar í heiminum. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir 15:30 - 15:50 Veðurfarsbreytingar og lýðheilsa á norðurslóðum. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar 15:50 - 16:10 „Loftsgæði og heilsa – niðurstöður úr Evrópukönnuninni.“ Þórarinn Gíslason, prófessor og yfirlæknir 16:10 - 16:40 Umræður og fyrirspurnir. Auk fyrirlesara: Sigurður Guðmundsson, land- læknir, Kristín Erla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Mannfræðistofnunar HÍ, og Eyþór Hreinn Björnsson, sérfræðingur. 16:40 Dagskrárlok Tenerife 11.-27. maí Í BEINU FLUGI FRÁ AKUREYRI Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í frábæra 16 nátta vorferð til Tenerife, í beinu leiguflugi frá Akureyri. Gríptu þetta einstaka tækifæri og njóttu lífsins í vorblíðunni á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði. MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 3 3 0 0 9 Heimsferðir Akureyri • s: 461 1099 • Geislagata 12 • akureyri@heimsferdir.is frá kr. 49.990 Verð kr. 49.990 – m.v. 4 í íbúðFlug. skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Granada Park í 16 nætur. Netverð á mann. Verð kr. 64.990 – m.v. 2 í íbúð Flug. skattar og gisting, m.v. 2 saman í íbúð á Granada Park í 16 nætur. Netverð á mann. Granada Park Granada Park íbúðahótelið er við Las Americas golfvöllinn, um 1 og ½ km. frá Los Cristianos og Las Ameritas ströndunum. Í litríkum garðinum eru tvær sundlaugar, barnalaug, góð sól- baðsaðstaða, bar, lítil matvöruverslun, minigolf, barnaleiksvæði og fleira. Íbúðir eru með 1 eða 2 svefnherbergjum, stofu með svefnsófa, vel búnu eldhúsi, m.a. með örbylgjuofni, brauðrist, ísskáp og frysti og baðherbergi með hárþurrku. Gervihnattasjón- varp og öryggishólf eru á öllum íbúðum. Verönd eða svalir með húsgögnum við hverja íbúð. Vel búnar íbúðir á rólegum og fjölskylduvænum stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.