Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 25
eingöngu. Að auki verður ekki séð að mismunur sé á gæðum erlendra og innlendra eigna. Veðtakan í hlutabréfunum yrði ekki heldur riftanleg, af því að nýtt lán fylgdi. Ríkið þarf að fá rétt til að skipa menn í stjórnir dótturbankanna og leysa bréfin til sín án uppboðs síð- ar, að uppfylltum skilyrðum. Þá þyrfti að takmarka úttektir bank- anna úr dótturfélögunum á meðan skuldin varir. Sjálfs er höndin hollust Eigendur og stjórnendur við- skiptabanka og dótturfélaga þeirra fái að þessu gerðu ráðrúm til að vinna að fjárhagslegri end- urskipulagningu félaganna. Þeir þekkja eignir og skuldir bankanna best og eiga sjálfir mikilla hags- muna að gæta. Hér eiga við gamlar og góðar reglur: Sjálfs er höndin hollust, sá veit best hvar skórinn kreppir sem ber hann á fætinum og hver er sinnar gæfu smiður. Gert verði alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni ekki koma frekar að fjárhaglegri endurskipulagningu banka, að öðru leyti en því að leysa áðurnefnd ný dótturfélög um inn- lenda bankastarfsemi til sín, ef á þarf að halda. En komi til þess felst sem fyrr sagði kjarabót í því fyrir hina ótryggðu kröfuhafa því þá minnkar efnahagsreikningur bankanna og hlutfall eigin fjár hækkar að sama skapi. Unnið er þessa dagana að lausn bankavand- ans. Ekki er líklegt að sá sem stendur utan við það starf geti slegið fram bestu lausn. Betur sjá augu en auga. Með þessari grein er hins vegar vakin athygli á að leiðir finnast til að takmarka það högg sem almenningur verður fyrir. Huga ber að þeim áður en ákvarð- anir eru teknar. Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 25 Í SÍÐUSTU grein fjallaði ég um skaðann sem slæm þjónusta getur valdið. Ég tók dæmi um viðskiptavin sem fór á veitingastað og fékk slæma þjónustu. Hann sagði fjölskyldu, vinnu- félögum og vinum frá og þeir sögðu öðrum frá. Fyrr en varði gátu þús- undir manna verið komnir með það á hreint að það ætti að forðast þennan veitingastað eins og heitan eldinn. Ég fór einnig á hundavaði yfir ýmsan annan skaða sem hlýst af slæmri þjónustu og niðurstaðan varð í stuttu máli sú að slæm þjónusta veldur fyr- irtækjum verulegum, en oft duldum, skaða í formi aukins kostnaðar og minni tekna. Í þessari grein ætla ég hins vegar að fjalla um góða þjónustu og hag fyrirtækja af henni. Hagur fyrirtækja af góðri þjónustu Okkur finnst þjónusta slæm ef hún uppfyllir ekki væntingar okkar en finnst hún góð ef hún uppfyllir vænt- ingarnar. Að veita góða þjónustu snýst því um að uppfylla væntingar viðskiptavinanna. Með því að upp- fylla væntingarnar verðum við ekki fyrir þeim kostnaði og tekjutapi sem slæm þjónusta veldur. Þá er það spurningin: Hverjar eru þessar væntingar sem við þurfum að uppfylla? Því getur enginn svarað nema viðskiptavinurinn. Það er því einfaldast að spyrja hann bara að því. Það þarf ekki að vera dýrt að gera það. Það má t.d. bara spyrja við- skiptavininn, þegar hann er búinn að fá þjónustuna, hvort hún hafi staðist væntingar hans. Ef við spyrjum nokkra á dag eða í viku þá fáum við smám saman þokka- lega mynd af ástand- inu. Við getum líka sett okkur í spor viðskipta- vinanna. Hvernig myndum við vilja hafa þjónustuna ef við vær- um viðskiptavinir fyr- irtækisins okkar? Þegar vænting- arnar eru orðnar ljós- ar þá getum við farið að huga að því hvernig við getum uppfyllt þær. Kannski þurfum við að breyta verklagi, við- móti, afgreiðslutíma, vöruúrvali, staðsetningu eða innréttingum. Þetta getur auðvitað kostað einhverja pen- inga en við verðum þá að muna að ef við gerum þetta ekki þá upplifir við- skiptavinurinn slæma þjónustu og þá eykst kostnaður okkar og tekjurnar minnka. Að fara í þessar aðgerðir er því einfaldlega fjárfesting sem mun borga sig til baka. Með því að uppfylla væntingar við- skiptavina aukum við líkurnar á því að þeir upplifi góða þjónustu og minnkum líkurnar á því að þeir upp- lifi slæma þjónustu. Við erum því að draga úr þeim kostnaði sem slæm þjónusta veldur. Sá kostnaður getur verið verulegur og því er til mikils að vinna að veita góða þjónustu. Að draga úr kostnaði er gott en hvað um tekjurnar? Skyldi góð þjónusta auka viðskipti? Eykur góð þjónusta viðskipti? Við sjáum að góð þjónusta kemur í veg fyrir skaðann sem slæm þjónusta veldur. Þetta gerum við með því ein- faldlega að passa upp á að við upp- fyllum væntingar sem flestra við- skiptavina. En við viljum meira en það, er það ekki? Viljum við ekki trygga við- skiptavini sem dettur ekki í hug að versla við keppinauta okkar eða hlusta á tilboð þeirra? Viljum við ekki viðskiptavini sem borga fúslega hærra verð fyrir þjónustu okkar en þeir gætu fengið hjá keppinauti okk- ar? Viljum við ekki viðskiptavini sem koma oft og kaupa mikið? Og viljum við ekki viðskiptavini sem mæla með okkur við hvern sem heyra vill? Jú, svona viðskiptavini vilja allir. Þetta eru draumaviðskiptavinirnir. En slæmu fréttirnar eru þær að góð þjónusta nær ekki að afla okkur svona viðskiptavina. Ástæðan? Með góðri þjónustu erum við bara að upp- fylla væntingarnar; að sjá til þess að þjónustan gangi fyrir sig eins og við- skiptavinurinn gerði ráð fyrir. Þegar hlutirnir ganga fyrir sig eins og við gerðum ráð fyrir þá vekur það enga sérstaka athygli okkar. Tökum dæmi: Ef ég rifja upp morguninn hjá mér þá sé ég að ég fékk fullt af góðri þjónustu bara á fyrsta klukkutímanum eftir að ég vaknaði: Þegar ég ýtti á rafmagnsrof- ann þá kviknaði ljós. Það var heitt og kalt vatn í sturtunni. Mogginn var kominn inn um lúguna. Umferðinni var stýrt með umferðarskiltum og umferðarljósum þannig að ég komst tiltölulega auðveldlega í vinnuna þó að þúsundir annarra væru á ferðinni á sama tíma. Var þetta ekki góð þjónusta sem ég fékk í morgun? Jú, aldeilis og þætti jafnvel óhugsandi munaður í sumum löndum. Ekkert af þessu vakti þó sérstaka athygli mína vegna þess að ég ætlast til að þetta sé svona. Ég hugsaði aldrei „Vá! Mogg- inn bara kominn! Ég ætla sko að segja vinum og vandamönnum frá þessu!“ eða „Vá! Ég ætla sko alltaf að eiga viðskipti við Orkuveituna hér eftir!“. En það eru einmitt þessar hugs- anir sem við þurfum að ná fram hjá viðskiptavinum okkar ef við viljum að þeir verði draumaviðskiptavinirnir. Þeir eiga að finna til löngunar til að hrósa okkur við aðra. Þeir eiga að ákveða að eiga viðskipti við okkur hér eftir. Ef við náum þessum hugsunum fram erum við ekki lengur að tala bara um að koma í veg fyrir skaðann af slæmri þjónustu heldur erum við farin að tala um auknar tekjur og enn minni kostnað. Um það fjöllum við nánar í næstu grein. Mikilvægi þjónustu fyrir afkomu fyrirtækja Gylfi Skarphéðinsson skrifar um áhrif gæða þjónustunnar á afkomu fyrirtækja. »Með því að uppfylla væntingar við- skiptavina aukum við líkurnar á því að þeir upplifi góða þjónustu og minnkum líkurnar á því að þeir upplifi slæma þjónustu. Gylfi Skarphéðinsson Höfundur er framkvæmdastjóri GSR þjónusturáðgjafar og áhugamaður um þjónustumál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.