Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Enski myndlistarmaðurinnDavid Hockney gaf Tate-safninu í liðinni viku stærsta málverk sem hann hefur málað, 12 metra breiða landslags- mynd í nokkrum samsettum flekum sem hann málaði í Yorkshire að vor- lagi. Hockney, sem er orðinn sjötug- ur, er án efa einn kunnasti listamað- ur þjóðar sinnar; stundum kallaður faðir bresku popplistarinnar. Eftir hann liggur margbreytilegt ævi- verk í málverki, grafík, teikningum, ljósmyndaverkum og sviðsmyndum fyrir óperur. Nú er Hockney fluttur heim, eftir að hafa búið og starfað í nokkra áratugi í Kaliforníu, og þakkar fyrir sig með því að gefa þjóðinni þetta stóra verk. Um leið gaf hann tvær jafnstórar ljós- myndaútgáfur af því.    Þegar tilkynnt var um gjöfinahvatti Hockney breska kollega sína til að gefa rausnarlega til safn- anna í landinu. Hann notaði orðið „skyldu“ í því sambandi. „Ég tel það vera skyldu listamanna, þegar þeir njóta velgengni á sínu sviði, að gefa. Mér finnst Tate hafa stutt mig (safn- ið keypti strax verk af honum snemma á sjöunda áratugnum þeg- ar þau vöktu fyrst athygli) og þegar þeir báðu mig fyrir tveimur árum um að gefa þeim verk, hugsaði ég með mér að ég vildi gefa þeim eitt- hvað verulega gott,“ sagði Hock- ney. Á frjálsum markaði hefðu hundruð milljónir króna fengist fyr- ir verkið. Nicholas Serota, forstöðumaður Tate sem á fyrir nokkur verk eftir Hockney, sagði að söfnin ættu virki- lega að reyna að fá listamenn til að gefa meira til þeirra.    Það vekur athygli að sjá jafnáhrifamikinn safnamann og Se- rota segja þetta. Algengara er að söfn hafi sett sér reglur í þá veru að þau þiggi ekki gjafir, nema í und- antekningartilfellum og að vel at- huguðu máli. Þann fyrirvara setja þau til að geta stjórnað því hvaða verk bætast í safnaeignina. Mynd- listarmenn vilja hinsvegar geta nefnt það í ferilskránni að helstu listasöfn eigi verk eftir þá. Í kjölfarið á síhækkandi verði á verkum áhrifamestu myndlist- armanna samtímans er staðreyndin hinsvegar orðin sú að söfnin hafa einfaldlega ekki efni á að kaupa verk eftir þá. Fjármagnið liggur hjá efnuðum einstaklingum og fyr- irtækjum og þess vegna leggja mörg helstu söfnin mikið á sig við að fá þau til að kaupa lykilverk og lána eða gefa söfnunum. Í mörgum löndum kemur hið opinbera til móts við söfnin, og kaupendurna, með því að veita umtalsverðan skattaafslátt á móti.    Vitaskuld eiga listamenn að fáfullt verð fyrir verk sín. Því til staðfestingar tíðkast því að þegar söfn á Vesturlöndum kaupa verk, þá er það yfirleitt á uppgefnu verði. Hinsvegar þekkist það líka sum- staðar að við ákveðin tækifæri gefi listamennirnir skissur og vinnu- teikningar „í kaupbæti.“ En það er athyglisvert að sjá Se- rota og Hockney biðla til listamanna um að þeir gefi lykilverk til safn- anna; að það sé samfélagsleg skylda þeirra. Nú er það líklega eina leiðin fyrir stóru opinberu söfnin til að halda í við einkasafnarana sem eiga peningana og geta í krafti þeirra eignast flest mikilvægustu verkin. Af gjafmildi listamanna AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson » Það er athyglisvertað sjá Serota og Hockney biðla til lista- manna um að þeir gefi lykilverk til safnanna. Reuters Gjafmildur David Hockney fyrir framan hluta hins 12 metra breiða mál- verks „Bigger Trees Near Warter“ sem hann gaf Tate-safninu. efi@mbl.is ÝMSIR baráttuhópar, blaðamenn, kvikmyndagerðarfólk og rithöfundar hafa fjallað um ástandið í norður- hluta Úganda á undanförnum árum og vakið fólk til meðvitundar um þær hörmungar sem dunið hafa á íbúum landsins, einkum af völdum skæru- hers sem kennir sig við hinn kristi- lega andspyrnuher (LRA). Herinn hefur farið um með morðum og lim- lestingum, rænt börnum og neytt þau til þess að taka þátt í hernaði og hafa íbúar svæðisins því leitað skjóls í flóttamannabúðum í stórum stíl. Heimildarmyndin Stríð/dans er áhrifamikið framlag til umfjöllunar- innar um ástandið í norðurhluta Úg- anda og hefur hún sannarlega ferðast víða en myndin hlaut m.a. leikstjórnarverðlaun á Sundance- kvikmyndahátíðinni auk tilnefningar til Óskarsverðlauna í flokki heimild- armynda. Í myndinni er sjónum beint að sögu þriggja barna sem búa í Patongo-flóttamannabúðunum en þar búa um 50 þúsund manns við slæmar aðstæður á þeim tíma sem myndin er gerð. Þau Nancy, Dominc og Rose ganga í Patongo-barnaskól- ann en líkt og mörg skólasystkina þeirra eiga þau hræðilega reynslu að baki eftir árásir LRA-liða á fjöl- skyldur þeirra og heimaþorp. Pa- tongo-skólinn hefur hins vegar verið valinn í fyrsta sinn til þess að taka þátt í tónlistar- og danskeppni sem haldin er í höfuðborginni Kampala meðal barnaskóla í Úganda. Í mynd- inni er fylgst með æfingum barnanna á dans, söng- og tónlistaratriðum fyr- ir keppnina og ferð þeirra til Kam- pala til þess að keppa fyrir hönd skóla síns og Acholi-ættbálksins sem þau tilheyra. Þannig fjallar myndin ekki aðeins um erfiðar aðstæður og baksögu barnanna heldur einnig um hvernig tónlistin og dansinn verður að virk- um þætti í heilunarferli barnanna. Í gegnum viðtöl er veitt innsýn í sálar- stríð barnanna og viðhorf þeirra til listarinnar sem veitir þeim hugarró og markmið til að keppa að. Atriðin þar sem börnin æfa og sýna Bwola- dansinn, 500 ára gamlan hefðbund- inn dans hins ofsótta Acholi- ættbálks, eru ógleymanleg. Í dans- inum birtist allt í senn, hæfileikar barnanna, lækningarmáttur dansins og metnaður þeirra við að sýna dans sem er tákn um uppruna þeirra og stolt. Heimildarmynd þeirra Andreu Nix og Sean Fine er vel unnin og fal- lega tekin en útfærslan á atriðunum þar sem börnin segja frá reynslu sinni úr stríðinu eða minnast horf- inna ættingja vekur ákveðnar vanga- veltur. Atriðin eru allt að því of stíl- færð, uppstillt og að því er virðist upplesin á köflum. Sögur barnanna eru sláandi eftir sem áður og má ætla að kvikmyndagerðarmennirnir hafi ekki treyst sér til þess að framsetja frásagnir barnanna í beinum við- tölum. Tónlistaratriðin búa hins veg- ar yfir óvæntari augnablikum og sýna þær flóknu tilfinningar sem brjótast innra með börnunum og spegla þannig frásagnaratriðin. Stríð/dans er mynd sem ætlað er að snerta áhorfendur inn að kviku og það tekst henni svo sannarlega. Lífsdans Í myndinni er sjónum beint að sögu þriggja barna sem búa í Patongo-flóttamannabúðunum. Lækningar- máttur dansins KVIKMYND Regnboginn – Bíódagar Græna ljóssins Leikstjórn: Andrea Nix og Sean Fine. 105 mín. Bandaríkin, 2007. Stríð/dans (War/Dance) bbbbn Heiða Jóhannsdóttir SÝND Á AKUREYRI - Sigurjón M. Egilsson Mannlíf eeee ,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana.“ - Páll Baldvin Baldvinnsson Fréttablaðið eee ,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla..." - Snæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið eee VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG / ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 10 ára DIGITAL SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 LEYFÐ DIGITAL RUINS kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára FOOL'S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DOOMSDAY kl. 8 LÚXUS VIP DOOMSDAY kl. 10:30 B.i.16 ára 10,000 BC kl. 8 B.i. 12 ára DIGITAL 10,000 BC kl. 8 LÚXUS VIP THE BUCKET LIST kl. 6 B.i. 7 ára STEP UP 2 kl. 5:40 LEYFÐ UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ ,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum, sem óhætt er að skella gæðastimplinum á." - Stefán Birgir Stefánsson sbs.is SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.