Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 35 Krossgáta Lárétt | 1 sparisjóður, 4 segja frá, 7 skýjahulan, 8 aldurhnigin, 9 blett, 11 tók ófrjálsri hendi, 13 hluti, 14 lítinn bát, 15 listi, 17 vinds, 20 bók- stafur, 22 eyja, 23 við- urkennir, 24 rugga, 25 víðan. Lóðrétt | 1 stóls, 2 rák, 3 nálægð, 4 blýkúla, 5 getur tekið, 6 kærleikshót, 10 trúarbrögð, 12 lána, 13 sonur, 15 spónamatur, 16 klettasnös, 18 mjólkuraf- urðum, 19 undirnar, 20 gloppa, 21grannur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 réttsælis, 8 stinn, 9 tolla, 10 níu, 11 renni, 13 rengi, 15 hregg, 18 snáði, 21 örn, 22 starf, 23 æruna, 24 ringlaðar. Lóðrétt: 2 étinn, 3 tonni, 4 æstur, 5 iglan, 6 ósar, 7 gati, 12 nag, 14 ein, 15 hest, 16 efaði, 17 göfug, 18 snæða, 19 ám- una, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einhver lítur upp til þín vegna alls þess sem þú hefur afrekað undanfarið. Hins vegar munu mistök sem þú gerir tengja þig þessari manneskju. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú kemur til dyranna eins og þú ert klæddur. Þú vilt ekki þykjast. Samt við- urkennir þú að allir - líka þú - eigi sér heim með leyndarmálum af öllum gerðum og stærðum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Stjörnunar einbeita sér að lík- ama þínum. Að hugsa um hann ætti ekki að vera skylduverk - það á að vera gaman. Finndu hreyfingu sem þér líkar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Góðir vinir krydda tilveruna þína með smá klikkun. Þér líst kannski ekki vel á það í byrjun, en reyndu að hlæja að öllu saman og þá verður gaman. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er dyggð að vinna vel. En ekki ef þú ert sá eini sem rembist eins og rjúpa við staur því þú þorir ekki að mótmæla kröfuhörðum yfirmanni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert að þróa með þér sterkari hóptilfinningu - að tilheyra fjölskyldu, vinahópi eða samtökum. Þetta sprettur af því að þú hefur samþykkt sjálfan þig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Heppni gæti virkað eins og óheppni og öfugt, þannig að best er að pæla ekkert í heppni. Taktu henni eins og hún birtist og notfærðu þér það sem þú getur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Upphaf að verkefni var fullt af von og birtu. Nú byrjar verkið fyrir al- vöru. Erfiðast reynist að halda í vonina. Vertu duglegur að minna þig á upp- haflegu sýnina. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú veist aldrei hvernig fólk bregst við beiðnum þínum nema þú berir þær fram. Og til að verða góður í að biðja um hluti, þarf að gera það sem oftast. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. En nú hefur þú breyst, og þú þarft að breyta „sögunni“ líka. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Regla dagsins hljóðar svo: Þú mátt bara hafa áhyggjur í fimm mínútur. Alveg sama hvaða peningakarlar eða leið- indaskjóður banka upp á hjá þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Tilhneigingu þinni til að haga þér í vissum ryþma er raskað og einhver hrind- ir niður taktmælinum. Þú lætur það ekki slá þig út af laginu, heldur finnur þér nýj- an ryþma. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Be3 Rge7 6. Bd3 cxd4 7. cxd4 Db6 8. 1. c4 Rf6 2. Rf3 g6 3. d4 c5 4. d5 e6 5. Rc3 exd5 6. cxd5 d6 7. Bg5 Bg7 8. Rd2 h6 9. Bh4 O–O 10. e3 a6 11. a4 Rbd7 12. Be2 Dc7 13. O–O Hb8 14. h3 He8 15. Dc2 c4 16. Bxc4 b5 17. axb5 axb5 18. Bd3 Re5 19. Bxf6 Bxf6 20. Rce4 De7 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem fór fram haustið 2007. Stórmeistarinn Aloyzas Kveinys (2515) frá Litháen hafði hvítt gegn Pálma Péturssyni (2105). 21. Ha7! Bd7 22. f4 Hec8 23. Db1 og svartur gafst upp enda fátt um varnir eftir 23 … Rxd3 24. Hxd7! Það var fyrir skemmstu sem skákir úr Íslandsmóti skákfélaga 2007/2008 urðu aðgengilegar á netinu og verða nokkrar þeirra birtar hér í Skákhorn- inu á næstu dögum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Kjarkleysi? Norður ♠K95 ♥D109 ♦ÁK754 ♣103 Vestur Austur ♠8 ♠7 ♥854 ♥KG7632 ♦DG9 ♦86 ♣ÁK8652 ♣DG74 Suður ♠ÁDG106432 ♥Á ♦1032 ♣9 Suður spilar 6♠. Eru íslenskir spilarar búnir að missa kjarkinn? Undanúrslit Íslandsmótsins fóru fram um helgina og aðeins á sex borðum af 40 þorðu menn í 6♠. Fyrir nokkrum árum hefði öll hjörðin verið í slemmu. Ef til vill er sagntæknin að batna, en líklegra er þó að tímasetn- ingin hafi ráðið mestu um hógværðina – spilið kom upp snemma á sunnudags- morgni eftir tvo erfiða daga. Slemman á ekki að vinnast, en Krist- ján Blöndal fann leið til að plata vörn- ina. Hann fékk út ♣Á og meira lauf, sem hann trompaði, fór inn í borð á spaða og spilaði hjartadrottningu! Austur lagði á og síðan trompsvínaði Kristján fyrir hjartagosa. Örn Arn- þórsson spilaði eins en hann var í 5♠, ekki slemmu. Þeir sem fóru niður á slemmunni reyndu við kastþröng, ýmist einfalda á vestur eða víxlþröng á austur. Hvorugt gengur upp, því vestur valdar tígulinn og austur hjartað. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1Maður fórst í eldsvoða um helgina. Hvar á landinu? 2 Hver er nýbakaður Íslandsmeistari karla í klettaklifriog hver í flokki kvenna fullorðinna? 3 Hver er tekin við formennsku í Framtíðarlandinu? 4Miklar biðraðir mynduðust í einni Bónus-versluninni íborginni vegna tilboða. Hverri? Svör við spurningum gærdags- ins: 1. Mynd Sigur Rósar er vinsælust heimilda- og tónlistarmynda með- al notenda vefsíðunnar Internet Movie Data Base. Hvað heitir hún? Svar: Heima. 2. Verið er að vinna hljómplötu í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli eins ástsæl- asta ljóðskálds landsins. Hver er hann? Svar: Steinn Steinarr. 3. Ólafur Ingi Skúlason lagði upp mark fyrir Henrik Larsson í sænsku knattspyrnunni. Með hvaða liði leika þeir? Svar: Hels- ingborg. 4. Fannar Örn Þorbjörnsson handknattleiksmaður er á leið heim frá Danmörku. Til hvaða liðs fer hann? Svar: Stjörn- unnar. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR Í ÍSLENSKRI messu 30. mars síðastliðinn voru tvö ís- lensk ungmenni fermd í norsku sjómannakirkjunni í Torrevieja á Spáni. Fermd voru Ellen Sif Skúladóttir og Kristinn Ómar Brynjólfsson. Séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir fermdi. Er þetta í annað sinn sem sr. Ragnheiður fermir ís- lensk börn í Torrevieja, en fermt var þar í fyrsta sinn árið 2006. Fjölmenni var í messunni og að vanda var tekið vel undir í sálmum og söng. Mátti heyra ís- lenska sálma hljóma út í spænska veðurblíðuna þar sem íslenski fáninn blakti við hún. Séra Ragnheiður Karítas hefur messað reglulega í norsku sjómannakirkjunni í Torrevieja undanfarin ár. Fjöldi Íslendinga er búsettur bæði í Murcia og Alicante á Spáni og hafa messurnar verið vel sóttar og kirkjukaffi vel þegið þar sem karlar, konur og börn hafa gætt sér á vöfflum og hitt mann og annan. Í fermingarmessunni voru einnig afhentar gjafir til Íslendinga á Spáni. Biblía 21. aldarinnar, sálmabók með nótum og íslenski fáninn. Verða þessir gripir varðveittir í norsku sjómannakirkjunni í Torrievieja, þar sem hægt er að fá aðgengi að þeim. Fermingar- messa í Torre- vieja á Spáni Athöfnin Fermingarbörnin Ellen Sif Skúladóttir og Kristinn Ómar Brynjólfsson ásamt séra Ragnheiði Karítas Pétursdóttur. Með þeim á myndinni er Jakob Þorsteinsson sem tók við gjöfum fyrir hönd Íslendinga á Spáni. Gripirnir verða varðveittir í norsku sjómannakirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.