Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÉG hélt að eftir að olían hækkaði um helming væri hugsanlegt að ég gæti fengið meiri afslátt og því óskaði ég eftir tilboðum frá olíufélögun- um. Ég fékk tvö skrifleg tilboð og tvö munnleg og þau voru öll upp á sömu krónutölu. Það er ekki hægt að draga aðra ályktun en að enn sé samráð í gangi.“ Þetta sagði eigandi flutningafyrirtækisins sem nýlega óskaði eftir tilboðum frá olíufélög- unum um viðskipti. Hann vildi ekki koma fram undir nafni. Hann kvaðst óttast að það kynni að hafa áhrif á þau afsláttarkjör sem hann nýtur í dag. Taldi að hærra olíuverð gæfi félögunum aukið svigrúm til afsláttar Maðurinn sagðist áður hafa óskað eftir til- boðum frá olíufélögunum og það hefði skilað nokkrum árangri. Nú hefði hann hins vegar fengið alveg sömu svör frá fyrirtækjunum. Hann sagðist hafa talið að hærra olíuverð gæfi fyrirtækjunum aukið svigrúm til að bjóða af- slætti. Annað hefði komið á daginn. Maðurinn fékk tilboð frá N-1, Skeljungi, Olís og Atlants- olíu. Hann sagði að eftir að hann fékk tilboð hjá einu fyrirtækinu hefði hann lýst óánægju með tilboðið og sagt að hann myndi örugglega fá betra tilboð hjá Atlantsolíu. Þá hefði viðmæl- andi hans sagt að það fengi hann ekki. Það hafi síðan reynst rétt því tilboð Atlantsolíu hefði verið eins og hin tilboðin. Talsmenn olíufélaganna sem Morgunblaðið ræddi við í gær höfnuðu því að eitthvert sam- ráð væri í gangi milli félaganna um verð. Guð- jón Auðunsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs N-1, sagði slíkt af og frá. Afslættir til fyr- irtækja færu eftir magni og því hvar olían væri afhent og í hve miklum skömmtum. Einnig væri litið til viðskiptasögu. Hann sagði að þó að N-1 reyndi að veita afslætti til stórnotenda þá væru hins vegar þolmörk hvað þetta varðar og það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þó að olíufélögin væru að bjóða svipuð kjör. Lúðvík Björgvinsson, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Skeljungs, hafnar því algerlega að eitthvert samráð sé milli olíufélaganna um verð. Hann sagði Skeljung veita afslætti til stærri notenda. Afslættirnir færu fyrst og fremst eftir umfangi viðskipta, en einnig gæti staðsetning skipt máli. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri hjá Atlants- olíu, segir að fullyrðingar um samráð kæmu sér mjög á óvart. Það sé alveg á hreinu að Atlants- olía taki ekki þátt í slíku. Óskaði eftir tilboðum og fékk sama afslátt hjá öllum Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GANGI áætlanir vísindamanna eftir gæti binding koldíoxíðs í basalt- lögum undir sjónum suður af land- inu hafist innan nokkurra ára. Hugmyndin er út- víkkun tilrauna með kolefnisbind- ingu í borholum nærri Hellisheið- arvirkjun og gæti þegar fram í sæk- ir nýst við að binda koldíoxíð í miklu magni í basaltlögum Atlantshafshryggj- arins. Þetta segir Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor við Jarðvísindastofnun Háskólans, sem telur aðferðina kunna að nýtast að- ilum á Suðurlandi og Reykjanesinu sem losa mikið magn koldíoxíðs í andrúmsloftið og er þá einkum horft til núverandi og fyrirhugaðra álvera og orkuvera. Rætt hefur verið um að verslun með kolefniskvóta geti komist í gagnið í náinni framtíð og geti hug- myndin orðið hluti slíkra viðskipta. Sigurður segir bergið austur og vestur af landinu síður heppilegt til slíkrar bindingar, suður af landinu sé hins vegar fræðilega hægt að binda mikið magn koldíoxíðs með því að fanga það úr útblæstrinum, hreinsa og dæla í formi kolsýrðs sjávar niður í holrými í basalt- setlögum á hafsbotni. Undir miklum þrýstingi Á því dýpi sem um ræðir er þrýst- ingurinn orðinn verulegur og geng- ur hugmyndin út á að kolsýrðum sjónum verði dælt um borholur sem boraðar verða frá landi og niður í setlögin. Þar muni kolsýrður sjórinn leysa efni úr berginu sem ganga í efnasambönd við kolefnið og mynda kolefnissteintegundir sem geta verið stöðugar í þúsundir ára. Hugmyndin gerir því ekki ráð fyr- ir fljótandi mannvirkjum á sjó, eins og þekkist úr olíuiðnaðinum, en svo gæti farið að síðar á öldinni yrðu reistir fljótandi pallar sem dældu kolsýrðum sjó niður í holrými í bas- altlögum í Atlantshafshryggnum. Sigurður segir tíu doktorsnema taka þátt í rannsóknunum, sem séu samvinnuverkefni Háskóla Íslands, Kólumbíu-háskólans í New York, Orkuveitu Reykjavíkur og Paul Sabatier-háskólans í Frakklandi. Svigrúmið til kolefnisbindingar í basalti í heiminum sé mikið þar sem basalt hvarfast hraðar en flest önnur jarðlög. Íslensk orkufyrirtæki hafi sýnt áhuga á bindingu af þessu tagi á jarðhitasvæðum í Austur-Afríku, auk þess sem indversk stjórnvöld sýni aðferðafræðinni áhuga sem leið til að binda koldíoxíð á norðvestur- strönd landsins.  Tilraunir miða að því að innan nokkurra ára verði koldíoxíð bundið í miklu magni undir hafsbotni suður af landinu  Aðferðin gæti nýst um allan heim Kolefnisbinding undir sjó Sigurður R. Gíslason Morgunblaðið/RAX Á Reykjanesi Upp eru hugmyndir um að binda kolefni undir sjónum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir aðild að svo- nefndu Tryggingastofnunarmáli. Þá var 52 ára gömul kona dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild að sama máli. Mál mannsins og konunnar voru skilin frá aðalmálinu, sem ekki hefur verið dæmt í enn. Alls voru 20 ákærð í málinu. Í aðalmálinu er kona, sem starfaði um tíma hjá Tryggingastofnun, sök- uð um að hafa á 5 ára tímabili gefið út 781 tilhæfulausa kvittun fyrir út- borgun og þannig blekkt gjaldkera Tryggingastofnunar til að greiða að tilefnislausu tæpar 76 milljónir króna úr sjóðum stofnunarinnar. Maðurinn, sem dæmdur var í gær, var fundinn sekur um að hafa haft milligöngu um að útvega reikninga, sem greitt var inn á með sviksam- legum hætti. Inn á reikninga manns- ins runnu rúmar 9 milljónir króna. Konan var ein þeirra sem tóku við fénu en inn á reikning hennar voru á þriggja ára tímabili lagðar um 7 milljónir króna í 69 færslum. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson. Björn Þorvaldsson var settur sak- sóknari og Sveinn Andri Sveinsson verjandi. 8 mánuðir fyrir trygg- ingasvik MAÐURINN sem fórst í elds- voða þegar kvikn- aði í íbúð hans við Skúlabraut 45 á Blönduósi á sunnudag hét Björn Kristjáns- son. Hann var fæddur 31. mars 1960 og lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Lést í eldsvoða ♦♦♦ SAUTJÁN ára stúlka, sem tilkynnti lögreglu aðfaranótt sunnudags að sér hefði skömmu áður verið nauðg- að á salerni á skemmtistað í Reykja- nesbæ, hefur ákveðið að kæra ekki. Jóhannes Jensson hjá rannsóknar- deild lögreglunnar á Suðurnesjum segir að þar með sé málinu lokið af hálfu lögreglunnar, engin rannsókn verði gerð á málinu. Jóhannes segist engar skýringar hafa á því að stúlk- an hafi fallið frá því að kæra. Hann segir erfitt að rannsaka mál þegar samvinna við brotaþola er ekki fyrir hendi sem yfirleitt er auk þess höf- uðvitni í viðkomandi máli. Stúlkan ætlar ekki að kæra ♦♦♦ ♦♦♦ SINUBRUNAR geta verið stór- hættulegir og stefnt jafnt mann- virkjum, lífi manna og búfénaðar í hættu, að sögn Bjarna Þorsteins- sonar slökkviliðsstjóra á Borgarnesi. Bændur geta brennt sinu til 1. maí, en þó aðeins ef þeir hafa fyrst aflað leyfis hjá sýslumanni og slökkviliði. En jafnvel skipulögðum bruna sinu fylgir töluverð áhætta, og þarf litla breytingu í vindi til að eldurinn breiði hratt úr sér og verði óviðráð- anlegur. Í gær var kveikt í sinu á Kjal- arnesi og var slökkvilið kallað til, en eldurinn hafði á skömmum tíma breiðst yfir 300 metra svæði. Slökkviliðið brýnir fyrir for- eldrum og almenningi að hafa sér- stakar gætur á börnum og ungling- um á þessum árstíma og að lögregla sé strax látin vita verði vart við fikt. Þannig má mögulega stöðva eld, sem annars gæti orðið óviðráðan- legur, og afstýra miklu tjóni. Sinubrennan sem sést á myndinni fór hins vegar fram með tilskildum leyfum og undir öruggu eftirliti. Ljósmynd/Theodór Getur orðið að miklu báli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað að einn af þeim sex erlendu mönnum, sem handteknir voru í tengslum við grófa líkamsárás í Keilufelli í síðasta mánuði, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 5. maí. Fjórir voru úrskurðaðir í far- bann til 5. maí en sjötti maðurinn er frjáls ferða sinna, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Árásin var gerð 22. mars en þá réðst hópur manna inn í hús þar sem fyrir voru 10 menn og hlutu sjö þeirra mikla áverka. Einn í varð- haldi og fjórir í farbann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.