Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BRÆÐUR munu berjast voru kjörorð úrslitaeinvígis Íslandsmóts- ins í atskák sem fram fór hjá RÚV um helgina. Nokkrum mánuðum eft- ir að Íslandsmótinu 2007 lauk var loks sýnt úrslitaeinvígi þeirra bræðra Björns og Braga Þorfinns- sona. Einvígið var fjörugt og fyrsta skák þess einkar athyglisverð. Að þessu sinni var farin sú leið að taka þáttinn upp, þýða og fullvinna. Starfsmenn RÚV hafa öðlast mikla reynslu af dagskrárgerð af þessu tagi. Greinilega var vandað til út- sendingarinnar og skáklistin komst vel til skila í þeim fallegu römmum sem glæsileg sviðsmyndin bauð upp á. Þessi útsending var hluti Atskák- móts Íslands 2007 og hefði undir venjulegum kringumstæðum átt að fara fram á síðasta ári. Óskandi er að RÚV sjái sér fært að sýna lokaein- vígi Íslandsmótsins í beinu fram- haldi af aðalkeppninni. Þó er alveg með ólíkindum að stjórnendur RÚV skuli ekki hafa áttað sig betur á því hversu gott sjónvarpsefni þetta er; síðast var skákborðið notað í ára- mótaskaupi sjónvarpsins 2006. Kynning á þessum dagskrárlið var lítil sem vekur furðu. Einvígið sjálft féll nokkuð í skugg- ann af skákskýrendunum sem voru ekki af lakari endanum. Fyrrverandi heimsmeistari Boris Spasskí, sem staddur var hér á landi vegna minn- ingarathafnar um Bobby Fischer, var aðalskákskýrandi ásamt Jóhanni Hjartarsyni og hinni búlgörsku An- toanetu Stefanovu, fyrrum heims- meistara kvenna. Spasskí er mikill æringi og fór á kostum í þessari út- sendingu. Hann hermdi eftir Karpov og Kasparov og velti fyrir sér tví- hyggju Vasilí Smyslov. Náðu þeir Jóhann vel saman og margt bar á góma sem varðar skáksögu síðustu aldar, skákfræðilegan bakgrunn Spasskís og margt fleira. Sú hugmynd var borin upp við stjórnendur RÚV fyrir mörgum ár- um að gera alþjóðlega skákþætti í anda kontrapunktsins. Spasskí myndi sóma sér vel sem kynnir slíkra þátta. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að Björn skyldi leggja yngri bróður sinn en lokaniðurstaðan var 2:1 eftir bráðabanaskák. Björn hefur verið talsvert í sviðsljósinu að undanförnu og teflir oft frumlega og skemmti- lega. Á nýjasta stigalista FIDE komst hann í fyrsta skipti upp fyrir yngri bróður sinn. Bragi er þó mun sterkari í hinum fræðilega þætti en gæti lært margt af bróður sínum þegar kemur að uppátækjasemi og frumleika. Í fyrstu skákinni sem hér fer á eftir setur Björn allt í bál og brand með óvæntri mannsfórn þegar í 7. leik. Skákskýrendum bar saman um að hann hefði næg færi fyrir manninn en í 10. leik fylgdi hann fórninni ekki rétt eftir þegar hann valdi 10. … Rc2+ í stað 10. … Dxg2 11. Bf3 Dg6! Með góðum færum. Bragi gat leikið 14. Da4+ og 15. Dxe4 en kaus heldur lakari leik. Hann hefði átt að leika 17. Bg3 en valdi slakan leik, 17. Bh4. Sú atlaga geigaði og Björn fann 21. … Bxf3! sem tryggði honum unnið tafl. 1. einvígisskák: Bragi Þorfinnsson - Björn Þor- finnsson Móttekið drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rc6 4. Be3 Rf6 5. f3 e5 6. d5 Rb4 7. Bxc4 Rxe4 8. fxe4 Dh4+ 9. Bf2 Dxe4 10. Be2 Rc2+ 11. Kf1 Df5 12. Rf3 Rxa1 13. Bd3 e4 14. De2 Df4 15. Bxe4 Kd8 16. Rbd2 Bg4 17. Bh4+ Be7 18. Bxe7 Kxe7 19. Kf2 Hhe8 20. d6+ Kf8 21. Hxa1 Bxf3 22. gxf3 Dxh2+ 23. Ke3 Dxe2+ 24. Kxe2 f5 25. dxc7 Hac8 26. Hc1 He7 27. Hh1 h6 28. Hh5 fxe4 29. Rxe4 Hcxc7 30. Ke3 Hc2 31. Hb5 b6 32. Kf4 He2 33. a4 Hf7+ 34. Kg3 He3 – og Bragi gafst upp. Stefán Bergsson skákmeistari Norðlendinga Fjölmennt og velheppnað Skák- þing Norðlendinga var haldið að Bakkaflöt í Skagafirði um síðustu helgi. Alls tóku 23 skákmenn þátt í mótinu sem lauk með yfirburðasigri Henrik Danielsen sem vann allar skákir sínar sjö að tölu. Á mótinu voru tefldar sjö umferðir, fyrstu fjórar með atskáka fyrirkomulagi og síðustu þrjár með kappskáka fyrir- komulagi. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Henrik Danielsen 7 v. ( af 7 ) 2.-3. Sævar Bjarnason og Arnar Þor- steinsson 5 v. 4.-5. Stefán Bergsson og Gylfi Þórhallsson. Samkvæmt upplýsingum frá mótshaldara þarf keppandi að eiga lögheimili einshvers staðar á Norð- urlandi til að hreppa titilinn Skák- meistari Norðurlands. Stefán og Gylfi Þórhallsson uppfylla þau skil- yrði en Stefán telst sigurvegari þar sem hann var hærri á stigum en Gylfi. Rimaskóli vann Íslandsmót grunnskóla Mikil þátttaka var á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í fé- lagsheimili TR í Faxafeni um helgina. Alls tóku 18 sveitir þátt í mótinu og voru tefldar níu umferðir. Eins og búast mátti við stóð baráttan um efsta sætið milli Rimaskóla og Salaskóla í Kópavogi. Í innbyrðis uppgjöri þessara sveita vann Rima- skóli með minnsta mun, 2½ : 1½ og náði tveggja vinninga forystu. Sala- skóli jafnaði þann mun og var jafnt með sveitunum fram í síðustu um- ferð en þá vann Svanberg Már Páls- son frá Hvaleyrarskóla 1. borðs mann Salaskóla, Patrek Má Magn- ússon. Á sama tíma vann Rimaskóli sína viðureign 4:0 og þar með titilinn og þátttökurétt á Norðurlandamóti grunnskóla næsta haust. Skólinn hyggur einnig á þátttöku í Evrópu- keppni grunnskóla í Varna í Búlg- aría á sumri komandi. Hjörvar Steinn Grétarsson vann allar skákir sínar níu talsins á 1. borði fyrir Rimaskóla, Hörður Aron Hauksson hlaut 7 vinninga, Sigríður Björg Helgadóttir hlaut 7½ vinning á 3. borði, Sverrir Ásbjörnsson hlaut 5½ vinning af 6 mögulegum og Dag- ur Ragnarsson sem tefldi þrjár skákir á 4. borði vann þær allar. Salaskóli var með Patrek Magnús- son á 1. borði, Jóhönnu Björgu Jó- hannsdóttur á 2. borði, Pál Snædal Andrason á 3. borði og Eirík Örn Brynjarsson á 4. borði. Lokaniður- staðan varð þessi: 1. Rimaskóli–a 32 v. ( af 36 ) 2. Salaskóli–a 31 v. 3. Laugalækja- skóli–a 28 v. 4. Laugalækjaskóli–b 21 v. 5. Salaskóli–b 20½ v. 6. Hóla- brekkuskóli–b 20 v. 7. Flataskóli–a 20 v. 8. Rimaskóli–b 19 v. 9. Hvaleyr- arskóli 18½ v. 10. Grunnskóli Sel- tjarnarness 18½ v. MH vann Íslandsmót fram- haldsskóla Sveit Menntaskólans við Hamra- hlíð vann nokkuð óvæntan sigur á Íslandsmóti framhaldsskólasveita sem haldin var um síðustu helgi. Þátttaka var dræm en sveitirnar þrjár sem tóku þátt býsna sterkar. Tefld var tvöföld umferð á fjórum borðum. Tvær þær efstu hljóta þátt- tökurétt á Norðurlandamóti fram- haldsskólasveita sem fram fer hér á landi næsta haust. MH hlaut 12 vinninga af 16 mögulegum en MR 10½ vinning í 2. sæti og sveit Verslunarskólans 1½ vinning. Sigursveit MH skipuðu Daði Ómarsson sem hlaut 2 vinninga af 4 á 1. borði, Atli Freyr Kristjáns- son sem hlaut 3½ vinning, Matthías Pétursson sem vann allar fjórar skákir sínar og Tinna Kristín Finn- bogadóttir sem hlaut 2½ vinning af 4. Sveit MR tefldi fram með Guð- mundi Kjartanssyni, Ingvari Ás- björnssyni, Bjarna Jens Kristins- syni og Paul Frigge. helol@simnet.is Helgi Ólafsson Spasskí fór á kostum sem skákskýrandi SKÁK RÚV Efstaleiti Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák 2007 12. apríl 2008 Íslabndsmeistarar grunnskólasveita: F.v.: Helgi Árnason skólastjóri Rima- skóla, Davíð Kjartansson liðsstjóri, Sigríður Björg Helgadóttir, Sverrir Ás- björnsson, Dagur Ragnarsson, Hörður Aron Hauksson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Óttar Felix Hauksson formaður TR sem afhenti verðlaunin. Nú er elsku afi Ást- valdur farinn. Afi Ástvaldur með hlýju og sterku hendurnar sínar. Hann var vanur að taka þéttingsfast utan um okkur og umhyggjan streymdi frá honum. Afi var tilfinn- inganæmur og einstaklega skemmti- legur. Þegar við vorum litlar stelpur tók hann okkur á hestbak á hnjánum á sér. Hesturinn fór á stökk, brokk, gerði alls kyns kúnstir og loks dutt- um við af baki þegar minnst varði. Hann var líka svolítið stríðinn. Þegar við duttum af baki kom stríðnispúk- inn í hann og hesturinn tók rassaköst og fretaði jafnvel í leiðinni. Þetta þótti okkur systrunum óskaplega skemmtilegt. Eitt sumarið í Brekku, sumarbú- stað afa og ömmu í Dölunum, datt Stína ofan í skurð. Afi sá spaugilegu hliðina og sagði að Stína hefði misst rófuna í skurðinum. Sagan um Stínu og rófuna lifir enn og Máni Snær og Alvar Áki dótturdóttursynir hans biðja um að fá að heyra þessa sögu. Afi Ástvaldur var líka einstaklega handlaginn. Allt lék í höndum hans. Hann smíðaði heilu húsin, gerði upp ✝ ÁstvaldurMagnússon fæddist á Fremri- Brekku í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu 29. júní 1921. Hann andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi aðfaranótt fimmtu- dagsins 27. mars síðastliðins og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 7. apríl. húsgögn eða smíðaði ný. Sum okkar barna- barnanna hafa erft þennan áhuga á hand- verki og hönnun. Hann byggði Brekku frá grunni, sem var uppáhaldsstaður hans og ömmu Nennýjar. Handbragðið hans afa var óaðfinnanlegt. Ef þurfti að lagfæra eða gera við var best að fá hann í verkið. Alveg fram á síðasta dag var afi við góða heilsu og handbragðinu týndi hann aldrei. Okkar fyrstu minningar eru úr Efstasundinu hjá afa og ömmu, hús- inu sem afi byggði og teiknaði. Þar vorum við systurnar tíðir gestir. Við dúlluðum okkur í eldhúsinu hjá ömmu Nenný, fórum í heimsókn í kjallarann til langömmu Ragnheiðar og spiluðum veiðimann. Jólaboð fjöl- skyldunnar voru haldin í Efstasund- inu og svo í Breiðagerðinu eftir að afi og amma fluttu þangað. Þar var glatt á hjalla og mikið sungið. Afi var afbragðs tenórsöngvari og hafði unun af söng. Hann var í kvart- ettinum Leikbræðrum og söng líka mikið með Magga frænda. Þar ber kannski „Kartöflusönginn“ hæst. Við heyrum líka röddina hans afa syngja „Ég sé þig aðeins eina“. Alla sína tíð söng hann, alveg fram til hins síðasta. Flestir afkomenda hans hafa reyndar erft tónlistarhæfileika hans. Alltaf tók hann lagið þegar fjölskyldan kom saman. Hann setti saman fjölskyldukór með afkomend- um sínum og frændum. Karlarnir sungu en Dóra dóttir hans spilaði undir eins og amma Nenný var vön að gera áður fyrr. Afi var líka einstaklega hagmælt- ur. Það var eins og með sönginn; þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni orti afi vísur. Þessar vísur eru gull- molar sem gripu anda augnabliksins. Afi var góður vinur og félagi sem hægt var að ræða við um allt. Ald- ursmunurinn hvarf þegar við sett- umst niður og spjölluðum. Kaffi- stundirnar í Breiðagerðinu eru ómetanlegar en þar sagði hann okk- ur m.a. sögur frá uppvexti sínum í Saurbænum. Þannig tengdi hann okkur við gamla tímann sem nú er horfinn nema í formi minninga. Sannarlega hafði hann afi húmor- inn og hjartað á réttum stað. Við kveðjum hann með söknuði. Kolbrún Rut og Kristín Björg Ragnarsdætur. Fyrir um ári síðan fluttum við fjöl- skyldan í húsið hans afa. Ég, eigin- maður minn, stjúpsonur og nýfædd dóttir komum okkur fyrir á efri hæð- inni. Það var upphafið að farsælli sambúð í Breiðagerði. Við mæðgur vorum mikið heima við fyrstu mán- uðina og því notalegt að hafa afa í húsinu til að spjalla við. Afi sagði svo skemmtilega frá og gaman þótti mér að heyra hann segja sögur frá því hann var ungur; t.d. þegar hann bakaði pönnukökur í fyrsta skipti þegar óvæntan gest bar að garði og hvernig hann og Torfi bróðir hans bjuggu til skíði úr tunnu- fjölum og renndu sér niður gras- brekkur um mitt sumar. Einnig sög- urnar af því þegar þau amma kynntust á sundnámskeiði á Laug- um, þegar þau fluttu til Reykjavíkur og hvernig hann byggði þrjú hús um ævina. Og síðast en ekki síst sögur af söngævintýrum Leikbræðra. Samband okkar og afa einkennd- ist af mikilli vináttu og sátt. Afi og Stjúri eiginmaður minn áttu sameig- inleg áhugamál: smíðar og sveitalíf- ið. Ég laumaðist oft út úr stofunni heima og leyfði þeim að vera í friði þegar ég heyrði að þeir voru komnir á flug í samræðum um áhugamálin. Sara dóttir okkar og afi urðu líka strax bestu vinir. Henni fannst fátt meira spennandi en að fá að fara í heimsókn á neðri hæðina, vera í fanginu á afa, skoða leikfangahest- inn og hlusta á gömlu spiladósina hennar ömmu söngla Heims um ból. Afi var líka hæstánægður með litla aðdáandann sem brosti og hló í hvert skipti sem hann gretti sig og geiflaði. Afi var mikill nákvæmnismaður; fór vandlega yfir allt sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var smíðaverk eða skattskýrsla. Alltaf með langan lista af verkefnum fyrir stafni og kímnigáfan í góðu lagi. Hann lifði lífinu lifandi – enda vakti það oft mikla athygli þegar ég sagði frá því að ég byggi með 86 ára göml- um afa mínum sem væri enn að smíða og færi allra sinna ferða sjálf- ur. Sveitin og söngurinn áttu þó hug hans og hjarta. Í Brekku á Fells- strönd leið honum best enda byggði hann þar bæði bústað og rafstöð með berum höndum. Einhverjar bestu minningar sem ég á eru með afa og ömmu í Brekku. Ég veit að afi saknaði ömmu mikið og ég er sannfærð um að einhvers staðar hafa þau nú sameinast á ný. Ég og fjölskylda mín kveðjum afa Ástvald með miklum söknuði sem og innilegu þakklæti fyrir yndislegar stundir. Minningin um hann mun ávallt fylgja okkur. Eva Rún Þorgeirsdóttir. Okkur systurnar langar til þess að minnast í fáum orðum Ástvaldar Magnússonar eða Valda eins og hann var ætíð kallaður. En okkur finnst við varla geta talað um Valda nema að minnast Nennýjar frænku líka. Í okkar huga eru þau nánast eitt. Alltaf var talað um Nenný og Valda næstum eins og um eina per- sónu væri að ræða. Frá því að við fyrst munum eftir hafa þau verið hluti af lífi okkar. Það var stutt í glettnina og grínið hjá Valda, og það fylgdi þeim hlátur og gleði þegar þau komu við heima, annaðhvort á leiðinni út á Breiða eða á suðurleið. Það var gaman þegar fjölskyldan hittist, ekki síst ef píanó var tiltækt, því þá leið ekki á löngu áður en Nenný var sest við píanóið og síðan var sungið og sungið. Og þar fór fremstur í flokki Valdi með sína fallegu og björtu tenórrödd. Þau gáfu sér tíma til þess að spjalla við okkur krakkana og fylgdust af ein- lægum áhuga með, er tíminn leið, því sem við tókum okkur fyrir hendur í námi og starfi. Þegar við hugsum til baka, þá er efst í huga hlátur og söngur í minn- ingum tengdum Nenný og Valda. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að vera þeim samferða hluta af lífs- leiðinni. Aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sýn mér sólheima, sveipaðu skýjum frá. stöðugt lát streyma styrk til vor jörðu á. Alla sem þrautir þjá, guð, virstu geyma. (Helga S. Þorgilsdóttir) Hanna Dóra Sturludóttir, Steinunn Sturludóttir. Ástvaldur Magnússon  Fleiri minningargreinar um Ást- vald Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.