Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Tekst Toyota-forstjóranum og stórútgerðarmanninum Magga Kristins að kasta Bakka- fjörubræðrum fyrir borð og breyta „kúrsinum“ til að forða strandinu? VEÐUR Sú var tíðin að svokallað „hæfi-legt“ atvinnuleysi var talin for- senda fyrir því að hægt væri að stjórna landi með viðunandi hætti.     Hæfilegt“ atvinnuleysi var taliðheppilegt til þess að halda launakröfum niðri. Launþegar, sem væru óöryggir um atvinnu sína væru ekki líklegir til að hafa uppi miklar kröfur.     Slíkt atvinnuleysi hefur ekkiþekkzt á Íslandi í langan tíma.     Þvert á móti hefur mikil eftirspurnverið eftir vinnuafli, sem hefur leitt til yfirborgana og innflutnings á vinnuafli.     Nú er hins vegar spurning, hvortstefnir í hið hæfilega atvinnu- leysi á nýjan leik. Samtök atvinnu- lífsins og Samtök iðnrekenda herða nú áróðurinn mjög fyrir aðild Ís- lands að Evrópusambandinu og upp- töku evru í stað krónunnar.     Á sama tíma er evran að styrkjastsvo mjög sem gjaldmiðill, að ein- stök svæði innan ESB þola illa þá sterku evru.     Við þekkjum þetta hér. Þegarkrónan verður of sterk lenda út- flutningsatvinnuvegir okkar í erfið- leikum og fækka fólki.     Þetta er nú að gerast á Írlandi,Spáni og Ítalíu. Berlusconi böl- sótast út í Seðlabanka Evrópu fyrir að lækka ekki vexti.     Ætli verkalýðshreyfingin á Íslandihafi áhuga á því að hér skapist „hæfilegt“ atvinnuleysi, sem meiri líkur eru á en minni ef við gerumst aðilar að ESB og tökum upp evru? STAKSTEINAR Hið „hæfilega“ atvinnuleysi SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                 ! "  #    $ "%%&  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '  ' ' ' ' '  ' ' ' '  ' '  '                           *$BC %%        ! "# $%&' ( )  &* *! $$ B *! ( ) * %"  %) %"  ! #" +# <2 <! <2 <! <2 (!"* %, & -%.#/   D $                  /       $   & !  ' +#  !  & ,-&  & #   *  <7  $   & !  ' +#  !  & ,-&  & #   *     8    )      "** &   ' !    * $ .    '%!   * 01 % %#22  #"%  %3 #  #%, & Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Magnús Ragnar Einarsson | 14. apríl „Græna Ljósið“ í myrkrinu Fór í bíó um daginn sem er ekki í frásögur fær- andi nema vegna þess að ég tók eftir að miða- verð hefur hækkað rosalega. 1.000 kall takk. Sem er svo sem ekki úr takt við aðrar „verðbreytingar“ sem hafa orðið að undanförnu. Mað- ur verður bara kindarlegur og borgar uppsett verð og trítlar hnípinn í popp- ogkókröðina. Þar kemur annað hækk- unarsjokk. ... Meira: raggissimo.blog.is Gestur Guðjónsson | 14. apríl Atvinnuleysi stjórntæki ríkisstjórnarinnar? ... Manni kemur ekkert á óvart að íhaldinu hugnist hæfilegt at- vinnuleysi, enda lækkar það launataxtana en hvað Samfylkingin er að hugsa er mér ráðgáta. Líklegast sér Samfylkingin hag í því að auka verkalýðsvitund sem óhjá- kvæmilega fylgdi auknu atvinnuleysi, nema hún sé einfaldlega að koma ... Meira: gesturgudjonsson.blog.is Elfar Logi Hannesson | 14. apríl Bráðum fært á Bíldudal Stórtíðindi á mánudegi, Vegagerðin er byrjuð að moka Hrafnseyrar- og Dynjandaheiði og munu þær jafnvel vera færar í lok vikunnar. Þetta eru stórmerkilegar fréttir því í dag þegar þessar heiðar eru ófærar er maður um 9 klukkutíma að keyra á Bíldudal frá Ísafirði. En þegar búið verður að moka heiðarnar er maður ekki nema 2 tíma að skutlast ... Meira: komediuleikhusid.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 14. apríl Fáránlegar kröfur – ansi langt gengið hjá Árna Missti endanlega alla virðingu fyrir Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra við framgöngu hans nýlega í þjóð- lendukröfum á svæð- um hér. Þar er lýst kröfu á efri hluta fjallsins Súlur og auk þess ásælist fjármálaráðherra í nafni ríkisins vatnsból Akureyringa. Finnst ansi langt gengið í þessu og velti því fyrir mér hversu lengi enn fjármálaráðherra muni ganga í fárán- legum þjóðlendukröfum sínum. Í kosningabaráttunni hér í fyrra var mjög deilt á verklag ráðherrans og var það sérstaklega gott að Kristján Þór Júlíusson, fyrsti þingmaður kjör- dæmisins, tók undir það. Er ánægð- ur með að Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri hefur talað mjög ákveðið í þessum efnum og ætlar að standa vörð um þetta svæði. Það verður ekki gefinn þumlungur eftir. Það væri gott að heyra sama sjón- armið hjá Kristjáni Þór Júlíussyni, for- seta bæjarstjórnar og fyrrverandi bæjarstjóra, í fjölmiðlum. Hann er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu og fyrsti þingmaður okkar og þarf að tjá sig um þetta mál, sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn og á Al- þingi í okkar nafni. Er þó ekki í vafa um að hann er sömu skoðunar og bæjarstjórinn. Eftir allt sem á undan er gengið finnst mér undarlegt að ríkið reyni enn að seilast þetta langt ... Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS Reynir Heiðar Antonsson | 14. apríl Græni hatturinn Nú á föstudagskvöldið brá hugskotið sér á tón- leika hins íslenska þursaflokks sem haldnir voru á græna hattinum á Akureyri. Voru þetta hinir ágætustu tónleika og þursarnir í miklu stuði. Í upphafi minnti Egill Ólafsson á þá staðreynd að þessi staður er nú um stundir helsti tónleika- staðurinn á Akureyri og í raun eiginlega sá eini. Í Sjallanum er að sönnu oft líka lifandi tónlist en þar er eiginlega meira um dansleiki ... Meira: hugskotid.blog.is » Odda, stofu 101 » fimmtudaginn 17. apríl » kl. 8.30 – 9.30 Kaffi og meðlæti í boði fyrir fundinn. ESB og Ísland ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 19 46 0 4/ 08 www.hi.is Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, ræðir um breytt hlutverk ESB í breyttum heimi og stöðu Íslands gagnvart sambandinu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.