Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 27 ✝ Hörður Bach-mann Loftsson fæddist í Gröf í Miðdölum 8. maí 1912. Hann lést sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðný Guðnadóttir og Loftur Magn- ússon söðlasmiður. Hann var næst- yngstur 12 systkina sem nú eru öll lát- in. Hörður kvæntist Arnbjörgu Davíðsdóttur frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, f. 13.5. 1917. Börn þeirra eru: 1) Örn, f. 14.1. 1937, kvæntur Höllu Mjöll Hallgríms- dóttur, þau eiga þrjú börn, Ernu, Oddnýju Mjöll og Hörð. 2) Þór- halla, f. 4.4. 1944, gift Braga Erni Ingólfssyni, látinn, þau eiga þrjá syni, Ingólf Birgi, Axel Örn og Davíð Þór. 3) Jóhanna Guðný, f. 4.3. 1952. Fyrri maður hennar var Finnbogi Finn- bogason, þau eiga þrjá syni, Sævar Ara, Guðna Örn og Finn Trausta. Eig- inmaður Jóhönnu er Sigurður Ing- ólfsson. 4) Ari, f. 20.8. 1957, kvæntur Hjálmfríði Lilju Nikulásdóttur, þau eiga fjögur börn, Steinunni, Örn Ými, Sólveigu Önnu og Andra Þór. Langafabörn Harðar eru fimmtán. Hörður var vélstjóri og sigldi á strandferðaskipum SÍS í rúm 30 ár en einnig starfaði hann hjá Ríkisskipum, Landhelgisgæsl- unni og á togurum í siglingum með afla. Útför Harðar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þegar pabbi deyr verður maður barn í annað sinn og minningarnar sem hellast yfir mann vekja annars vegar söknuð en einnig bros og hlýju. Djúpt í bernskunni blasir við mynd af glæsilegum einkennis- klæddum manni að koma heim af sjónum og gleðinni sem fylgdi heimkomunni hjá pabbastelpunni. Pabbi var ekki bara glæsilegur á velli, hann var líka skemmtilegur og uppátækjasamur. Ég elti hann inn og út meðan hann sýslaði á heim- ilinu eða í garðinum því hann var einn af þeim mönnum sem alltaf voru að vinna. Hann gaf sér líka tíma fyrir okkur krakkana, sagði sögur og las fyrir okkur þar sem við sátum andaktug í fanginu á honum og hann lék öll hlutverkin í sögunni með tilþrifum. Seinna fengu barna- börnin að njóta sagnanna. Sjálfur átti pabbi erfiða æsku. Hann var aðeins þriggja ára gamall og næstyngstur af tólf systkinum þegar hann missti föður sinn, heim- ilið að Gröf leystist upp og hann fluttist með móður sinni í Stykk- ishólm. Sambandið milli þeirra systkinanna hélst þó ótrúlega vel þrátt fyrir aðskilnaðinn og vinátta þeirra entist ævilangt. Í byrjun tuttugustu aldarinnar var lífsbaráttan hörð, litlir drengir þurftu að vinna fyrir mat sínum og það gerði pabbi alla tíð og dró aldr- ei af sér. Það virtist þó ekki bíta á lífsgleði hans. Hann hafði til að bera bæði andlegan og líkamlegan styrk, nærvera hans var einstak- lega þægileg og hann var styrkur og vörn þeim sem voru samvistum við hann. Hann sigldi í gegnum lífið með því æðruleysi sem einkennir fólk sem leitar lausna í stað þess að gefast upp þegar á móti blæs. Kímnin og gleðin var honum meðfædd og létti bæði honum og öllum nærstöddum lífið. Hann kunni ógrynnin öll af vísum sem hann lét flakka við öll tækifæri, hann sagði sögur, flautaði lagstúfa og hló innilega af minnsta tilefni. Pabbi var einn af þeim sem hafði marga hæfileika sem hann nýtti misvel. Hann var tungumálamaður og átti gott með að tjá sig sem kom sér vel á ferðum hans um heiminn. Hann var íþróttamaður og dansari og hefði getað orðið góður leikari og jafnvel listmálari ef hann hefði lagt stund á það. En umfram allt var hann sjálfbjarga þúsundþjala- smiður og náttúrubarn sem unni útivist og hreyfingu. Þegar hann hætti til sjós lét hann gamlan draum rætast og kom sér upp gróðurhúsi heima í Kópavog- inum. Þar ræktaði hann sumarblóm á vorin, gúrkur og tómata, stórkost- legar rósir og dalíur og vínber sem voru vinsæl meðal ættingja og vina. Og hann pabbi minn kenndi mér það sem mestu máli hefur skipt mig í lífinu. Hann fór með mig í ferðalög og útilegur og kenndi mér að elska jörðina og landið mitt. Hann kenndi mér að klóra hundum, tala við hrafnana, beita maðki og veiða fisk, þekkja nöfnin á fuglunum, skoða skýin og hlusta á hljóð náttúrunnar. Hann opnaði mér leiðina að sam- bandi mínu við jörðina og fyrir það verð ég honum þakklát meðan hjartað slær í brjósti mínu. Pabbi hét mér því einu sinni að verða 100 ára eða deyja ella og hann stóð við orð sín. Við sammælt- umst seinna um að hittast hinum megin og ég veit að hann stendur líka við þau orð sín. Þá verða fagn- aðarfundir eins og forðum. Jóhanna Guðný. Ég vil minnast tengdaföður míns nokkrum orðum. Ég kynntist hon- um er hann var kominn á miðjan aldur og ég kom sem tengdadóttir á hans heimili. Það var lítið vinalegt hús á Kársnesinu. Þarna kynntist ég sjómanni sem var löngum fjarverandi og eiginkon- an Arnbjörg stóð fyrir heimilinu eins og sjómannskonur gera. Alltaf var hátíð í bæ þegar Hörð- ur kom af sjónum. Á þeim árum voru ekki allar búðir fullar af vörum og ýmislegt góðgæti barst í búið. Hörður var maður sem hafði lifað tímana tvenna, misst ungur föður sinn, brotist til mennta orðinn vél- stjóri. Hafði lifað kreppuárin á Ís- landi eins og fólk af hans kynslóð. Stóð með báða fætur á jörðinni og hafði búið fjölskyldunni gott heimili. Þarna ólust börnin fjögur upp, í frelsinu á frumbýlingsárunum í Kópavogi. Hann sigldi um heimsins höf, allt- af bárust kort og á Arnbjörg merki- legt safn korta frá þessum ferðum. Hann var glæsilegur á velli, glett- inn og spaugsamur. Árin færðust yfir, Hörður kom í land og sneri sér að áhugamálinu garðyrkju. Kom sér upp gróður- húsi, ræktaði vínber og allskonar grænmeti og alltaf voru fallegar rósir með. Það hallaði undan fæti, þau hjón fengu inni á Hrafnistu í Laugarási. Þar naut Hörður frábærrar umönn- unar í veikindum sínum. Við fjölskyldan færum starfsfólki H-2 kærar þakkir. Ég kveð með þakklæti kæran tengdaföður minn og ætla að muna hann koma gangandi niður land- ganginn, klæddur vélstjórabúningi, myndarlegur maður með bros á vör. Halla M. Hallgrímsdóttir. Þegar ég var strákur var afi minn, Hörður Loftsson, vélstjóri hjá Skipadeild SÍS og sigldi á frakt- skipum milli landa. Það eru blendn- ar tilfinningar sem fylgja því að heyra að nafni minn hafi loksins fengið hvíld og miskunn eftir erfiða bið. Hann var eini afinn sem við, ég og systur mínar Erna og Oddný, áttum og mér verður hugsað til þess hvað öllum krökkunum af okk- ar kynslóð þótti vænt um hann. En eins og hinir fullkomnu íslensku sumardagar var afi fágætur og sér- stakur – eftirminnilegur í hvert skipti – vegna þess að við fengum ekki oft að sjá hann. Ein af mínum bestu minningum er af afa mínum á fullkomnum ís- lenskum sumardegi. Afi var nýkom- inn heim úr siglingu og hann og Arnbjörg amma voru í heimsókn í litla sumarbústaðnum okkar við Meðalfellsvatn. Í sól og hlýju fórum við að veiða úti á bát; afi, pabbi og ég, átta ára pjakkur. Þeir voru með hollenskan bjór sem heitir „Oranj- eboom“ og pabbi gaf fiskunum í vatninu sopa til þess að þeir myndu ruglast og bíta á. Þetta fannst mér alveg gífurlega fyndið. Pabbi opnaði nýja dós af ilmandi „Sweet Dublin“- píputóbaki, og ég fékk útlenskan brjóstsykur úr annarri dós. Og næst mér var afi, brosandi út að eyrum, með ánamaðka í þriðju dós- inni. Ekki man ég þó hvað við veiddum þann dag … Sem ungur maður hélt ég til vest- urheims í leit að frægð og frama. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eft- ir fimmtán ára útlegð, að sonur minn Ari, sem fæddist í Kaliforníu, myndi aldrei eiga eins nána fjöl- skyldu og ég átti þegar við bjugg- um öll í vesturbæ Kópavogs. Því- líkur munur fyrir sjö ára hnokka, sem hleypur niður stigaganginn á Ásbraut 19 með þau varnaðarorð ein, að passa sig á bílunum. Yfir kirkjuholtið og niður Borgarholts- brautina rambaði ég oft í heimsókn til afa og ömmu í föðurætt. Þar var hægt að stóla á bakkelsi og sögur hjá ömmu í eldhúsinu og klassíska tónlist og sætindi inni í gróðurhúsi hjá afa. Síðan myndi ég labba niður á Kársnesbraut og heimsækja ömmu mína í móðurætt. Deginum var oft lokið með heimsókn til pabba við rennibekkinn á Vitamála- stofnun og svo komum við feðgarnir saman heim í kvöldmat. Í saman- burði við tortryggnina, firringuna og einangrunina sem Ari sonur minn elst upp við hér vestra lítur þessi æska mín í Kópavogi út sem töfraheimur úr Disney-kvikmynd. Afi minn fór með mikilvægt hlut- verk í þeirri mynd. Afi talaði ekki mikið, en aldrei heyrðist frá honum neikvætt orð. Við treystum honum og mér leið alltaf vel í kring um hann. Frænka mín, Jóhanna Harðardóttir, lýsti til- finningum okkar til hans best; það væri eins og jólasveinninn væri að koma þegar afi sigldi í höfn. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að mörg okkar finna til gleði þegar við sjáum skip koma inn, og trega þegar þau leggja út á haf. Afi minn Hörður Loftsson er nú lagður af stað í lokasiglingu yfir í annan heim og þar mun hann bíða eftir okkur öllum í friði eins og hann alltaf var, rólegur, traustur og vænn. Hörður Arnarson, Los Angeles. Hörður Bachmann Loftsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR ÞORGEIRSSON skrúðgarðyrkjumeistari, Heimalind 28, Kópavogi, lést af slysförum föstudaginn 11. apríl. Sigrún Edvardsdóttir, Runólfur Einarsson, Laufey Karitas Einarsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, SVEINLAUG JÚLÍUSDÓTTIR, Vallargerði 36, Kópavogi, andaðist á Landakotsspítala aðfaranótt fimmtu- dagsins 10. apríl. Jarðsett verður frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 15.00. Gylfi Hinrik Ásgeirsson. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, LAUFEY MAGNÚSDÓTTIR frá Enni í Viðvíkursveit, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstudaginn 11. apríl. Sigurberg Hraunar Daníelsson, Guðný S. Kristjánsdóttir, Eindís G. Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Magnús Antonsson. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, JÓHANNA KRISTÍN RAGNARSDÓTTIR, Hjallabraut 37, Hafnarfirði, lést föstudaginn 11. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Hjálmar Kristinsson, Hjalti Hjálmarsson, Helga Hjálmarsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, SIGURLAUG REYNISDÓTTIR, Melavegi 1a, Njarðvík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans, laugardaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 18. apríl kl. 14.00. Sturla Eðvarðsson, Erla María Sturludóttir, Jónas Guðni Sævarsson, Svava Rún Sturludóttir. ✝ Okkar ástkæri, DANÍEL ÁRNASON, Hátúni 12, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 12. apríl. Útför hans verður gerð frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjargarheimilið. Árni Svanur Daníelsson, Guðrún Harðardóttir, Guðrún María og Elísabet, Davíð Már Daníelsson, Tinna María Emilsdóttir, Heiðbjört L. Halldórsdóttir, Halldór H. Árnason, Guðrún Jónsdóttir, Bragi Árnason, Svandís Torfadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.