Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 17
STJÓRNVÖLD í Taílandi vilja
koma á fót samtökum hrísgrjóna-
framleiðsluríkja í líkingu við samtök
olíuútflutningsríkja, OPEC, og þá í
því skyni að geta ráðið meira en nú
er um heimsmarkaðsverðið á hrís-
grjónum. Verð á þeim hefur raunar
þrefaldast bara á þessu ári.
Yfirvöld í Taílandi, sem flytur út
meira af hrísgrjónum en nokkurt
annað ríki, ætla að ræða þetta mál
við yfirvöld í Laos, Myanmar,
Kambódíu og Víetnam.
„Við greiðum ofurverð fyrir olíuna
en höfum selt hrísgrjón lágu verði
hingað til. Það gengur ekki til lengd-
ar,“ sagði Vichierchot Sukchokrat,
talsmaður Taílandsstjórnar. „Með
því að stofna samtök getum við kom-
ið í veg fyrir verðstríð og skipst á
upplýsingum í því skyni að tryggja
matvælaöryggi.“
Þessari hugmynd hefur verið mis-
jafnlega tekið, til dæmis í Víetnam
og á Filippseyjum, og formaður í fé-
lagi taílenskra hrísgrjónaútflytjenda
er henni andvígur.
Talsmenn SÞ lýsa hækkandi mat-
arverði sem „þögulli flóðbylgju“,
sem sé farin að valda hungri víða um
heim. Sem dæmi má nefna, að verð á
hrísgrjónum í Taílandi var 383 doll-
arar tonnið í janúar en fór í síðasta
mánuði í 1.000 dollara.
Vilja samtök hrís-
grjónaframleiðenda
Tilgangurinn að geta haft sömu tök á verðlagningunni eins
og OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafa á olíuverðinu
AP
Jarðyrkja Taílenskur bóndi býr
hrísgrjónaakurinn undir sáningu.
MORGAN Tsvangirai, helsti leið-
togi stjórnarandstöðunnar í Simb-
abve, fékk mest fylgi í forseta-
kosningunum fyrir tæpum fimm
vikum en ekki meirihluta atkvæða
þannig að kjósa þarf aftur á milli
hans og Roberts Mugabe forseta.
Yfirkjörstjórn Simbabve til-
kynnti þetta í gær og sagði að
ákveðið yrði síðar hvenær síðari
umferð kosninganna færi fram.
Kjörstjórnin sagði að Tsvangirai
hefði fengið 47,9% atkvæðanna og
Mugabe 43%. Flokkur Tsvangir-
ais, Lýðræðishreyfingin, ítrekaði
að tölurnar væru rangar því að
Tsvangirai hefði fengið 50,3% fylgi
og þess vegna væri ekki þörf á
annarri umferð. Talsmaður flokks-
ins sagði þó í gær að forystumenn
hans myndu ákveða um helgina
hvort Tsvangirai ætti að taka þátt
í síðari umferðinni. Stjórnmála-
skýrendur sögðu að hann ætti
einskis annars úrkosti en bjóða sig
fram aftur, því annars yrði Mug-
abe lýstur sigurvegari kosning-
anna.
Eftirlitsmenn frá samtökum
fjórtán landa í sunnanverðri Afr-
íku, SADC, sögðu í gær að póli-
tíska ofbeldið hefði aukist í land-
inu eftir fyrri umferð kosninganna.
Drápum hefði fjölgað og pyntingar
væru orðnar algengari.
Mannréttindahreyfingar efast
um að kosningarnar geti verið
frjálsar og lýðræðislegar vegna of-
beldisins.
Kjósa þarf aftur í Simbabve
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
• Sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja stunda háskólanám
samhliða starfi
• BS námið tekur að jafnaði 5 ár og diplóma námið 2 og ½ ár
• Þeir sem ljúka diplóma námi geta haldið áfram og lokið BS gráðu
í viðskiptafræði
• Kennsla fer fram utan hefðbundins vinnutíma
• Kennt er tvisvar í viku, eitt námskeið kennt í einu
• Námshæfni og námskröfur byggja á áratugalangri reynslu af
rannsóknum og kennslu í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Haldinn verður kynningarfundur um námið miðvikudaginn
14. maí á Háskólatorgi kl. 17:00.
Nánari upplýsingar á vidskipti.hi.is.
Umsóknarfrestur í námið er til 5. júní.
BS og diplóma nám
í viðskipta fræði
samhliða starfi
www.vidskipti.hi.is
H
2
h
ö
n
n
u
n
FORSÆTISRÁÐUNEYTI
NETRÍKIÐ ÍSLAND
RÁÐSTEFNA UT-DAGSINS 7. MAÍ 2008
Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 7. maí nk. Í
tilefni dagsins stendur forsætisráðuneytið, í samvinnu
við Skýrslutæknifélag Íslands, fyrir ráðstefnu undir
yfirskriftinni Netríkið Ísland. Ráðstefnan verður haldin
á Hilton Nordica, miðvikudaginn 7. maí kl. 13:00-
16:15. Þar verður kynnt ný stefna ríkisstjórnarinnar
um upplýsingasamfélagið og nokkur lykilverkefni
sem unnið verður að á framkvæmdatíma stefnunnar.
Skráning og frekari upplýsingar á www.sky.is.
PO
RT
h
ön
nu
n
12:45 Skráning og afhending
ráðstefnugagna
13:00 Ávarp
Geir H. Haarde forsætisráðherra
13:15 Netríkið Ísland
Guðbjörg Sigurðardóttir
13:35 Tryggur - bylting í þjónustu
Tryggingastofnunar
Sigríður Lillý Baldursdóttir
Bragi L. Hauksson
13:55 Staða verkefnis um rafræn skilríki
Haraldur Bjarnason,
Rafræn skráning í fyrirtækjaskrá
Skúli Jónsson
14:15 Upplýsingatækni í menntun
– næstu skref
Sigurður Davíðsson
14:35 Kaffihlé
14:55 Rafrænar sveitarstjórnar-
kosningar
Geir Ragnarsson
Rafræn þjónusta sveitarfélaga
Álfheiður Eymarsdóttir
15:15 Flutningstilkynningar milli
landa með aðstoð rafrænna
skilríkja
Þorsteinn Helgi Steinarsson
Þorvarður Kári Ólafsson
15:35 Persónulegt heilsufarsyfirlit
og upplýsingamiðstöð
heilbrigðismála
Gunnar Alexander Ólafsson
15:55 Island.is 2012
Halla Björg Baldursdóttir
Rebekka Rán Samper
16:15 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður