Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 17 STJÓRNVÖLD í Taílandi vilja koma á fót samtökum hrísgrjóna- framleiðsluríkja í líkingu við samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, og þá í því skyni að geta ráðið meira en nú er um heimsmarkaðsverðið á hrís- grjónum. Verð á þeim hefur raunar þrefaldast bara á þessu ári. Yfirvöld í Taílandi, sem flytur út meira af hrísgrjónum en nokkurt annað ríki, ætla að ræða þetta mál við yfirvöld í Laos, Myanmar, Kambódíu og Víetnam. „Við greiðum ofurverð fyrir olíuna en höfum selt hrísgrjón lágu verði hingað til. Það gengur ekki til lengd- ar,“ sagði Vichierchot Sukchokrat, talsmaður Taílandsstjórnar. „Með því að stofna samtök getum við kom- ið í veg fyrir verðstríð og skipst á upplýsingum í því skyni að tryggja matvælaöryggi.“ Þessari hugmynd hefur verið mis- jafnlega tekið, til dæmis í Víetnam og á Filippseyjum, og formaður í fé- lagi taílenskra hrísgrjónaútflytjenda er henni andvígur. Talsmenn SÞ lýsa hækkandi mat- arverði sem „þögulli flóðbylgju“, sem sé farin að valda hungri víða um heim. Sem dæmi má nefna, að verð á hrísgrjónum í Taílandi var 383 doll- arar tonnið í janúar en fór í síðasta mánuði í 1.000 dollara. Vilja samtök hrís- grjónaframleiðenda Tilgangurinn að geta haft sömu tök á verðlagningunni eins og OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafa á olíuverðinu AP Jarðyrkja Taílenskur bóndi býr hrísgrjónaakurinn undir sáningu. MORGAN Tsvangirai, helsti leið- togi stjórnarandstöðunnar í Simb- abve, fékk mest fylgi í forseta- kosningunum fyrir tæpum fimm vikum en ekki meirihluta atkvæða þannig að kjósa þarf aftur á milli hans og Roberts Mugabe forseta. Yfirkjörstjórn Simbabve til- kynnti þetta í gær og sagði að ákveðið yrði síðar hvenær síðari umferð kosninganna færi fram. Kjörstjórnin sagði að Tsvangirai hefði fengið 47,9% atkvæðanna og Mugabe 43%. Flokkur Tsvangir- ais, Lýðræðishreyfingin, ítrekaði að tölurnar væru rangar því að Tsvangirai hefði fengið 50,3% fylgi og þess vegna væri ekki þörf á annarri umferð. Talsmaður flokks- ins sagði þó í gær að forystumenn hans myndu ákveða um helgina hvort Tsvangirai ætti að taka þátt í síðari umferðinni. Stjórnmála- skýrendur sögðu að hann ætti einskis annars úrkosti en bjóða sig fram aftur, því annars yrði Mug- abe lýstur sigurvegari kosning- anna. Eftirlitsmenn frá samtökum fjórtán landa í sunnanverðri Afr- íku, SADC, sögðu í gær að póli- tíska ofbeldið hefði aukist í land- inu eftir fyrri umferð kosninganna. Drápum hefði fjölgað og pyntingar væru orðnar algengari. Mannréttindahreyfingar efast um að kosningarnar geti verið frjálsar og lýðræðislegar vegna of- beldisins. Kjósa þarf aftur í Simbabve VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS • Sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja stunda háskólanám samhliða starfi • BS námið tekur að jafnaði 5 ár og diplóma námið 2 og ½ ár • Þeir sem ljúka diplóma námi geta haldið áfram og lokið BS gráðu í viðskiptafræði • Kennsla fer fram utan hefðbundins vinnutíma • Kennt er tvisvar í viku, eitt námskeið kennt í einu • Námshæfni og námskröfur byggja á áratugalangri reynslu af rannsóknum og kennslu í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Haldinn verður kynningarfundur um námið miðvikudaginn 14. maí á Háskólatorgi kl. 17:00. Nánari upplýsingar á vidskipti.hi.is. Umsóknarfrestur í námið er til 5. júní. BS og diplóma nám í viðskipta fræði samhliða starfi www.vidskipti.hi.is H 2 h ö n n u n FORSÆTISRÁÐUNEYTI NETRÍKIÐ ÍSLAND RÁÐSTEFNA UT-DAGSINS 7. MAÍ 2008 Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 7. maí nk. Í tilefni dagsins stendur forsætisráðuneytið, í samvinnu við Skýrslutæknifélag Íslands, fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Netríkið Ísland. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica, miðvikudaginn 7. maí kl. 13:00- 16:15. Þar verður kynnt ný stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið og nokkur lykilverkefni sem unnið verður að á framkvæmdatíma stefnunnar. Skráning og frekari upplýsingar á www.sky.is. PO RT h ön nu n 12:45 Skráning og afhending ráðstefnugagna 13:00 Ávarp Geir H. Haarde forsætisráðherra 13:15 Netríkið Ísland Guðbjörg Sigurðardóttir 13:35 Tryggur - bylting í þjónustu Tryggingastofnunar Sigríður Lillý Baldursdóttir Bragi L. Hauksson 13:55 Staða verkefnis um rafræn skilríki Haraldur Bjarnason, Rafræn skráning í fyrirtækjaskrá Skúli Jónsson 14:15 Upplýsingatækni í menntun – næstu skref Sigurður Davíðsson 14:35 Kaffihlé 14:55 Rafrænar sveitarstjórnar- kosningar Geir Ragnarsson Rafræn þjónusta sveitarfélaga Álfheiður Eymarsdóttir 15:15 Flutningstilkynningar milli landa með aðstoð rafrænna skilríkja Þorsteinn Helgi Steinarsson Þorvarður Kári Ólafsson 15:35 Persónulegt heilsufarsyfirlit og upplýsingamiðstöð heilbrigðismála Gunnar Alexander Ólafsson 15:55 Island.is 2012 Halla Björg Baldursdóttir Rebekka Rán Samper 16:15 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.