Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Mánud. 5. maí kl. 13 verður formleg opnun á handverkssýn- ingu þátttakenda í félagsstarfinu. Með- læti til sölu með kaffinu. Föstud. 9. maí verður vorfagnaður kl. 17 – hátíðarmatur, skemmtiatriði og ball. Verð kr. 3.500. Allir velkomnir. Breiðfirðingabúð | Vorfundur Félags breiðfirskra kvenna verður haldinn mánudaginn 5. maí kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins hefst kl. 13.30 í Ásgarði í Stangarhyl 4. Aðalfundarstörf í fundarlok. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Sýning á handunnum nytja- og skrautmunum, sem unnir hafa verið í vetur í Gjábakka, verð- ur í dag og á morgun kl. 13-17. Smiðjur í gangi, vöfflukaffi. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Létt ganga frá Gullsmára um næsta nágrenni kl. 10. Vorsýning kl. 13-17, handunnir nytja- og skrautmunir. Vöfflukaffi og handverks- smiðjur. Félagsstarf Gerðubergs | Miðvikud. 7. maí verður farið í ferðalag austur yfir fjall, m.a. heimsókn á Hótel Eldhesta þar sem snædd verður fiskisúpa. Ekið í Hvera- gerði, ísveisla í Eden o.fl. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 12, áætluð heimkoma kl. 17. Skráning á staðnum og s. 575-7720. Hallgrímskirkja | Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Minnt er á félagsfundinn í dag, laugardag, í kórkjallara kirkjunnar. Hæðargarður 31 | Kaffisopi, tölvur, Müll- ers-æfingar, postulín, hláturjóga, bók- mennntir, myndlist, ljóðlist, félagsvist, söngur, línudans, gönuhlaup, samræðulist, Bör Börson, sniglaganga o.fl., s. 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands- skóla, Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í síma 564-1490. Kvenfélag Garðabæjar | Vorfundur fé- lagsins verður haldinn þriðjud. 6. maí kl. 19.30 í Garðaholti. Skrá þarf þátttöku í síðasta lagi sunnud. 4. maí. Nánari uppl. er að finna í fréttabréfi og á heimasíðu félagsins. Skemmtiatriði og funda- sölunefnd verður með varning til sölu. www.kvengb.is Kvenfélag Kópavogs | Opið hús í tilefni af Kópavogsdögum sunnudaginn 4. maí frá kl. 11, í sal kvenfélagsins, Hamraborg 10, 2. hæð. Kaffiveitingar, kökubasar, innkaupapokar og fleira. Málverkasýn- ing. Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna | Munið síðasta sunnudags- fund vetrarins á morgun, 4. maí, kl. 10 á Grettisgötu 89. Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður mánudaginn 5. maí kl. 13-17. Margt í boði, t.d. fatnaður, hljómplötur, geisla- diskar, húsbúnaður, bækur og fleira. Veislukaffi báða dagana. Allir velkomnir. 80 ÁRA | Í dag, laugardaginn 3. maí, er Helgi S. Hólm- steinsson sjómaður áttræður. Hann verður heima í dag en veisluhöld eru ekki fyrirhuguð fyrr en í sumar. dagbók Í dag er laugardagur 3. maí, 124. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Vænta má meiri kátínu envenjulega í Kringlunni ámorgun, sunnudag, en þarmun hittast hópur iðkenda hláturjóga, í tilefni af alþjóðlega hlát- urdeginum. Sif Ingólfsdóttir hláturjógakennari fer fyrir hópnum: „Hláturjóga var þróaður af dr. Madan Kataria og konu hans Madhuri sem árið 1995 stofnuðu fyrsta hláturklúbbinn til að sannreyna kenningar sínar um já- kvæðan áhrifamátt hláturs á andlega og líkamlega heilsu,“ segir Sif. Hópur sem stækkaði „Dr. Kataria starfaði við lyflækn- ingar, og hafði veitt því eftirtekt að í hvert skipti sem hann umgekkst sjúklinga sína af léttleika og gleði batnaði þeim mun betur. Hann setti á laggirnar lítinn hóp til að skoða nánar áhrif hlátursins, og fór hóp- urinn hratt vaxandi. Fyrst byggðist starfsemin á gríni og glettni, en þeg- ar allir voru farnir að kunna gömlu brandarana utan að byrjaði Madan að þróa hláturæfingar í samstarfi við eiginkonu sína Madhuri sem er jóga- kennari að mennt.“ Útkoman er blanda af jóga- öndunaræfingum og hláturæfingum þar sem leiðbeinandi leiðir hóp í hlátri. Segir Sif vandaðar rannsóknir hafa sýnt að hláturæfingar geta haft jákvæð áhrif á heilsu: „Á þeim skamma tíma sem liðið hefur frá því dr. Kataria hóf þróun hláturjóga hafa orðið til um sex þúsund hlát- urklúbbar í sextíu löndum, og fer fjölgandi. Á Íslandi eykst áhuginn á hláturjóga hægum en öruggum skrefum og eru nú þegar starfandi fjórir hláturjógahópar sem ég leið- beini.“ Allir geta verið með Sif mun stýra kynningu á hlát- urjóga á Blómatorgi Kringlunnar á sunnudag kl 15 og varir kennslan í um stundarfjórðung. Eru allir vel- komnir og aðgangur ókeypis. Þeir sem nánar vilja fræðast um hláturjóga geta skilið eftir skilaboð á símsvara Sifjar í síma 567 9271 og hefur hún þá samband um hæl. Heilsa | Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudag og dagskrá í Kringlunni Hláturinn lengir lífið  Sif Ingólfsdóttir fæddist í Reykja- vík 1941. Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1958. Sif hef- ur stundað nám í grasalækningum, tónlistar- og geð- lækningum. Hún er lærður græðari fjölfræðingur á sviði náttúrulækninga fra Harald Thi- is og lauk kennslunámi frá hláturjóga- skóla Madan Kataria árið 2007 og hef- ur á ferli sínum fengist við rannsóknir og skrif um ýmis svið náttúrulækn- inga Sif á tvö börn og fimm barna- börn. Tónlist Borgarneskirkja | Kór Háteigs- kirkju heldur vortónleika sunnu- daginn 4. maí kl. 17. Stjórnandi er Douglas A. Brotchie, aðgang- ur er ókeypis. Grensáskirkja | Senjórítukór Kvennakórs Reykjavíkur heldur vortónleika í dag kl. 17. Stjórn- andi er Ágota Joó. Langholtskirkja | Per Nielsen trompetleikari heldur tónleika kl. 15. Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar syngur Laudate Dominum eftir Mozart. Á efnisskrá m.a. O mio babbino caro, Amazing Grace og Tears in Heaven eftir Elton John. Laugarneskirkja | Mánakórinn heldur tónleika á morgun, 4. maí, kl. 16. Einsöngvarar eru: Unnur Sigmarsdóttir, Sigurður Þengilsson, Þórir Georgsson. Stjórnandi er Violeta Smid og undirleikari er Krystyna Cortes. Kórinn flytur létta dagskrá. Miðaverð er 1.500 kr. Salurinn, Kópavogi | Í dag kl. 17 heldur Joaquin Páll Palomares tónleika, en hann útskrifast með diplómanám í fiðlu frá LHÍ í vor. J. Páll hefur þegar vakið athygli en í janúar sl. lék hann fiðlu- konsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands í framhaldi af samkeppni ungra einleikara um að fá að spila með hljómsveitinni. Seltjarnarneskirkja | Burtfar- artónleikar Tónskóla Sigursveins verða á morgun kl. 17. Þar mun Jóhann Ingi Benediktsson gít- arleikari leika verk eftir Narvaes, Bach, Gunnar Reyni Sveinsson, Albeniz og Villa-Lobos. Aðgang- ur frjáls. Myndlist Gallerí | Síðasti dagur á sýn- ingar Kristínar Reynisdóttur, Corpora, í kjallara Kirsuberja- trésins, Vesturgötu 4. Opið kl. 11- 17. Kristín verður á staðnum kl. 15-17. Athugið að gengið er inn á sýninguna Tryggvagötumegin eftir kl. 15. www.this.is/kristin Hitt húsið | Myndlistasýning verður opnuð í kjallara Hins hússins í Pósthússtræti 35 í dag kl. 13. Sýndar verða ljósmyndir og málverk úr starfi Sérsveit- arinnar í vetur. Sýningin verður opin kl. 9-17 og stendur til 9. maí. Ketilhúsið Listagili | Karl Guð- mundsson og Rósa Kristín Júl- íusdóttir hafa unnið saman að listsköpun í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og nemandi en líka sem félagar í listinni. Þau hafa haldið sameiginlegar listsýningar og tekið þátt í samsýningum. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína. Leiklist Bifröst, Sauðárkróki | Leikfélag Sauðárkróks sýnir farsann Viltu finna milljón? kl. 15, miðasala s. 849-9434. Uppákomur Lautin | á Akureyri. Ýmis lista- verk, handverk og ljóð til sýnis og gómsætar kaffiveitingar til sölu. Fyrirlestrar og fundir Grand Hótel Reykjavík | Nem- endur á fyrra ári í MPM námi við verkfræðideild HÍ kynna afrakst- ur hópverkefna sem þeir hafa unnið að á vormisseri. Vinnu- hópar fá 20 mínútur til umráða til að kynna verkefni sín. Að því loknu er 5-10 mínútna spurn- inga- og umræðutími. Sjá dag- skrá á www.mpm.is Grand Hótel Reykjavík | Loka- kaffi Kvenfélagsins Heimaeyjar verður kl. 14. Fréttir og tilkynningar GA-fundir (Gamblers Ano- nymous) | Ef spilafíkn hrjáir þig eða aðstandendur þína er hægt að fá hjálp með því að hringja í síma 698-3888. Frístundir og námskeið Laugardalurinn | Alþjóðlegi hlát- urdagurinn verður haldinn hátíð- legur með hláturgöngu um Laugardalinn á sunnudaginn. Gangan hefst við gömlu þvotta- laugarnar kl. 13. Takið með nesti og góða skapið. Ásta Valdimars- dóttir og Kristján Helgason stjórna. Maður lifandi | Opinn hlát- urjógatími Hláturkætiklúbbsins verður í heilsumiðstöðinni Maður lifandi, Borgartúni 24, í dag kl. 10.30-11.30. Allir velkomnir. Að- gangseyrir er 1.000 kr. Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason stjórna. Skrappa.is | Alþjóðlegi skrapp- dagurinn er í boði Skrappa.is ýmsar nýjungar í skrappinu kynntar, sýnikennsla, sýnishorn, happdrætti o.fl. Tilboð á staðn- um og einnig á www.skrappa.is. Einnig verður kynnt ný þjónusta fyrir skrappara sem vilja koma sínum vörum á framfæri. Opið er kl. 10-21. ÞESSI spræki hundur sýndi listir sínar í lögregluhunda- skólanum á Srí Lanka. Hans bíður þó meiri alvara því voffi, ásamt sextíu öðrum, hefur undirgengist langa þjálfun í að leita að sprengiefnum, skotvopnum og eiturlyfjum. Ætlar herinn að beita næmu nefi hundsins í baráttuni við hryðju- verkastarfsemi og glæpi í landinu. Hoppidí hopp Reuters BOÐIÐ verður upp á þrjú nám- skeið fyrir eldri borgara í Reyk- holti, Borgarfirði, vikuna 19.-23. maí næstkomandi. Í samvinnu við Snorrastofu verður boðið upp á námskeið í sögu Snorra Sturlusonar í umsjá Óskars Guðmundssonar sagn- fræðings og rithöfundar. Aðrir fyrirlesarar verða sr. Geir Waage, Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, og Evy Beate Tveter verkefn- isstjóri. Námskeið í leikrænni tjáningu verður í umsjá Margrétar Áka- dóttur leikkonu og MA í leiklist- armeðferð. Byggt verður á sagnahefð Íslendinga og endað á leiksýningu. Námskeið í jóga verður í höndum Aaniku Chopra, en það námskeið er hið eina sem fram fer á ensku. Farið verður í fræðin að baki jógaiðkun, mat- aræði og lífsstíl og kenndar ýms- ar æfingar. Þátttakendur velja sér eitt þessara þriggja námskeiða, sem hvert um sig er 30 kennslu- stundir. Námskeiðsgjöld eru 64.000 kr. og innifalið er fullt fæði og gisting auk tveggja kvöldvaka. Gist verður í tveggja manna herbergjum á Fosshóteli Reyk- holti, nema annars sé sér- staklega óskað. Skipuleggjandi er Helga Dís Sigurðardóttir, MA í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig í síma 562-5575 eða á net- fanginu hugleidir@simnet.is. Námskeið fyrir eldri borgara í Reykholti NÝ MENNINGAR- og tóm- stundamiðstöð ungs fólks verð- ur opnuð í Hábraut 2, Kópa- vogi, í dag, laugardaginn 3. maí, kl. 16.30, á fyrsta degi menningarhátíðarinnar Kópa- vogsdaga. Ungir listamenn koma fram og þar verða myndlistarsýning, ljóðaupplestur og tónlistar- atriði. Ávörp flytja Ómar Stef- ánsson, formaður bæjarráðs, Sigurrós Þorgrímsdóttir, for- maður lista- og menningarráðs, og Sólrún Sigvaldadóttir, for- maður nemendafélags Mennta- skólans í Kópavogi. Nafn á ungmennahúsinu verður tilkynnt á opnuninni. Í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogs í maí 2005 samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að reisa hús fyrir menningar- og tóm- stundastarf ungs fólks. Fyrstu skóflustunguna tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópa- vogs, 8. október 2005. Með stofnun menningar- og tómstundamiðstöðvar er ungu fólki 16 ára og eldra búin vímu- laus félags- og tómstundaað- staða sem er sérsniðin að þess óskum. Ungt fólk getur komið menningu sinni og listum á framfæri, t.d. með tónleika- haldi, sýningum eða öðrum gjörningum. Einnig verður veitt ráðgjöf í samstarfi við fag- aðila og samtök. Síðast en ekki síst er húsið hugsað sem sam- komustaður þar sem rekið verður kaffihús, aðgangur verður að netinu og aðstaða til ýmissar tómstundaiðkunar. Miðstöð ungs fólks opnuð í Kópavogi ÞAÐ sem af er viku hafa starfsmenn hverfastöðva framkvæmda- og eignasviðs sinnt vorhreinsun í Reykjavík og lagt borgarbúum lið með því að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóða- mörk. Í tilkynningu kemur fram að Reykvíkingar hafa tekið óvenju- vel við sér. Vorhreinsuninni lýkur formlega í dag og þeir sem ekki hafa nú þegar tekið til í sínu nærumhverfi eru eindregið hvattir til að nýta sér þessa þjónustu og taka til hendinni. Taka til hendinni Starfsmenn hverfastöðvarinnar við Miklatún. Vorhreinsuninni í Reykjavík lýkur í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.