Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 21 SUÐURNES Eftir Sigurð Sigmundsson Flúðir | Kaupþing banki hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Flúð- um þann 11. júlí næstkomandi. Reiði er meðal íbúa Hrunamanna- hrepps með þessa ákvörðun og hefur komið fram að íbúar íhuga að hætta viðskiptum við bankann. Um 400 manns af 800 íbúum sveitarinnar skrifuðu undir mót- mælaskjal af þessu tilefni. Var það afhent Kristófer Tómassyni, að- stoðarútibússtjóra KB banka á Sel- fossi, síðastliðinn miðvikudag. Búnaðarbankinn hóf bankaþjón- ustu í smáum stíl á Flúðum 1971. Fyrir 20 árum byggði bankinn hús yfir starfsemi sína þar. Um all- langt árabil hefur útibúið verið op- ið frá kl. 11 til 16 á virkum dögum og hafa stöðugildi verið tæplega tvö. Færslur í bankanum eru sagðar of fár til að hafa útibúið opið. Fjöl- margir hafa tekið í notkun net- þjónustu í bankaviðskiptum sínum. Hraðbanki verður þó starfræktur áfam, sem kemur sér vel fyrir þann mikla fjölda ferðamanna og frístundahúsaeigenda sem hér eru, auk heimamanna. Frá árinu 2000 hefur póstþjón- usta verið í bankahúsinu en nú er fyrirhugað að lesa allan póst sund- ur á Selfossi en landpóstur kemur virka daga. Frímerkjasala verður í versluninni Strax á Flúðum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mótmæli Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri afhendir Kristófer Tóm- assyni mótmælin. Að baki þeirra eru hreppsnefndarmennirnir Ragnar Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson oddviti og Esther Guðjónsdóttir. Mótmæla lokun bankans Ísafjörður | Nokkrir af bestu skíða- göngumönnum heims taka þátt í Fossavatnsgöngunni sem fram fer á Ísafirði í dag. Mikill áhugi er fyrir göngunni og að sögn Kristbjörns Sigurjónssonar, eins af forsvars- mönnum göngunnar, er gert ráð fyrir að þátttakendur verði um 300 talsins, sem er metþátttaka. „Við erum með talsvert af erlend- um keppendum enda höfum við á undanförum árum unnið markvisst að því að kynna gönguna á erlend- um vettvangi. Nú eigum við von á keppendum frá Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum, Finnlandi, Eist- landi, Hollandi, Venezuela og Slóv- akíu.“ Langflestir keppendur koma frá Ísafirði og nágrenni enda löng hefð fyrir því að mæta í gönguna sem var fyrst haldin á páskum árið 1935. Sífellt fleiri koma af öðrum stöðum landsins. Fossvallagangan í dag LANDIÐ Vallarheiði | Fræðslustjóri Reykja- nesbæjar hefur hafið undirbúning að stofnun og uppbyggingu hverfis- skóla á Vallarheiði. Stefnt er að því að skólinn taki til starfa í haust. Þegar fólk byrjaði á ný að flytjast í íbúðarhúsin á Vallarheiði var Hjalla- stefnan fengin til að koma þar upp leikskóla. Einnig var ákveðið að setja á fót barnaskóla fyrir fjóra yngstu árgangana í tilraunaskyni og var hann rekinn undir merkjum Hjallastefnunnar í vetur. Að sögn Eiríks Hermannssonar hefur Reykjanesbær og Hjallastefnan komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rétt sé að byggja upp hverf- isskóla á vegum bæjarins á Vallar- heiði, til þess að geta veitt sömu þjónustu þar og í öðrum hverfum bæjarins. Verið er að leita að hent- ugu húsnæði og er fyrirhugað að skóli fyrir fimm yngstu árangana taki til starfa í haust. Ætlunin er að bæta einum árgangi við á hverju hausti. Í upphafi verður skólinn útibú frá Njarðvíkurskóla. Um 50 börn eru nú í skólanum á Vallarheiði. Áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni fjölga í haust og vetur. Hjallastefnan hefur áhuga á að halda áfram þróun barnaskóla í Reykjanesbæ, en þá meira miðsvæð- is í bænum. Byggja upp hverfisskóla á Vellinum Keflavíkurflugvöllur | Forsvars- menn almannavarna á Keflavíkur- flugvelli og ríkislögreglustjóri hafa undirritað nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavík- urflugvöll. Flugslysaáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjöl- far flugslyss á flugvellinum eða í nágrenni hans. Áætlunin er unnin af almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurnesjum, almannavarnanefnd- um Keflavíkurflugvallar, Suður- nesja og Grindavíkur, flugvallar- stjóranum á Keflavíkurflugvelli og landlækni í samstarfi við viðbragðs- og hagsmunaaðila. Flugslysaáætlunin er virkjuð þegar flugvél lýsir yfir viðbúnaðar- eða hættuástandi eða flugvél brot- lendir. Virkjun er tvískipt, annars vegar þegar um er að ræða flugvél með níu manns eða færri um borð og hins vegar þegar tíu eða fleiri eru um borð. Ný flugslysa- áætlun gerð Áætlun Stefán Thordersen, Har- aldur Johannessen og Jóhann R. Benediktsson við undirritun nýrrar flugslysaáætlunar. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sandgerði | „Ég hafði gaman af því að gera myndina. Það spannst vel úr efninu og söguþráðurinn er góður,“ segir Páll Steingrímsson kvik- myndagerðarmaður. Hann hefur lokið við heimildarmynd um æðar- varp og æðarbændur, „Fólk og fugl- ar í Norðurkoti“. Páll gerði heimildarmynd um æð- arfuglinn fyrir rúmum áratug og þekkir viðfangsefnið vel. „Það sat í mér hvað Sigurður Eiríksson í Norð- urkoti hefur verið natinn við æðar- varpið sitt,“ segir Páll þegar hann er spurður um aðdraganda kvikmynd- arinnar. Hann er oft á ferðinni á Reykjanesi að taka myndir og í eitt skiptið, þegar hann ók fram hjá Norðurkoti, var komið listaverk eftir Sigurð í hlíðina við hús hans og þá ákvað hann að láta verða af því að gera nýja mynd. Fjölskyldan tók honum vel og kvikmyndatakan hófst í fyrravor. Myndaði í 38 daga Hann var 38 daga að mynda, nán- ast samfleytt. Lá yfir fuglinum og var með fólkinu í þeirra störfum við að verja varpið og hlúa að því. Einnig fylgdist hann með erlendum vísinda- mönnum sem verið hafa að rannsaka æðarfuglinn í Norðurkoti. Þá var hann með Sigurði á smíðaverkstæð- inu þar sem hann sker meðal annars út fugla. Páll hefur fengið vilyrði fyrir því að Sjónvarpið taki myndina til sýn- ingar og vonast til þess að það verði í sumar. Hann bauð fjölskyldunni í Norðurkoti og þeim sem hafa að- stoðað hann við gerð myndarinnar til að sjá hana á forsýningu í Ráðhúsinu í Sandgerði á dögunum. Starfsmaður Háskólasetursins í Stykkishólmi að- stoðaði hann einnig við gerð mynd- arinnar og þegar Páll bauðst til að sýna starfsfólkinu myndina ákvað Háskólasetrið að bjóða öllum bæj- arbúum í bíó. Það spannst vel úr efn- inu um æðarfuglinn Páll Steingrímsson hefur lokið við Fólk og fugla í Norðurkoti Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fólkið Páll hitti fjölskylduna í Norðurkoti við forsýningu myndarinnar, Sigurður Eiríksson, Sigurður Bjarki Pálsson, Páll Steingrímsson, Sigríður Hanna Sigurðardóttir og Páll Þórðarson. Fræðaþing um Urriðafossvirkjun verður haldið í félagsheimilinu Þingborg mánudaginn 5. maí kl. 20:00. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hlusta á hagsmunaaðila og færustu sérfræðinga þjóðarinnar fjalla um Urriðafossvirkjun og áhrif hennar á samfélagið og umhverfið. Áhugafólk um samfélags- og umhverfismál í Flóahreppi. Framsöguerindi flytja: 1. Fulltrúi Landsvirkjunar Urriðafossvirkjun frá sjónarhóli Landsvirkjunar. 2. Páll Einarsson, jarðfræðingur Flekaskilin á Suðurlandsundirlendi, jarðskjálftar og sprungur. Fjallað verður um orsakir jarðskjálfta á Suðurlandi og hvernig þeir tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna, bæði stóru flekanna tveggja, Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans, og litla flekans, Hreppaflekans, sem liggur milli þeirra. Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan á flekaskilunum brotnar eða hrekkur á misgengjum sem koma fram á yfirborðinu sem raðir af opnum sprungum og sprunguhólum. 3. Fulltrúi Flóahrepps Samningur Landsvirkjunar og Flóahrepps, jákvæð og neikvæð áhrif. 4. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Álitamál er varða aðalskipulag Flóahrepps og Urriðafossvirkjun. M.a. lögmæti þess samkomulags sem Landsvirkjun gerði við Flóahrepp 19. júlí 2007 og leiddi til þess að Urriðafossvirkjun var sett á aðalskipulag hreppsins. Þá mun hann velta því upp hvort Landsvirkjun geti þvingað sveitarstjórn til að setja virkjunina inn á aðalskipulag og hvort sveitarfélagið verði skaðabótaskylt fari svo að virkjunin fari ekki inn á eða verði tekin út af skipulagi. 5. Guðmundur Páll Ólafsson, líffræðingur Þjórsá og þorskurinn - ástarsaga ? 6. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur Lífríki Þjórsár og laxveiðihlunnindin. Um áhrif Urriðafossvirkjunar á lífríki Þjórsár, fokhættu af efnishaugum á bökkum árinnar og afleiðingar virkjunarinnar á laxastofninn og laxveiðihlunnindi íbúa Flóahrepps. Hversu áreiðanlegar eru lausnir Landsvirkjunar til varnar lífríkis Þjórsár og hver eru óleystu vandamálin? 7. Harpa Hreggviðsdóttir, íbúi í Flóahreppi Framtíðarsýn íbúa Flóahrepps 8. Pallborðsumræður og fyrirspurnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.