Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 19
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Súpersól til
Búlgaríu
26. maí
frá kr. 39.990
Kr. 39.990
Netverð á mann, m.v 2-4 í hótelherbergi / íbúð í
viku. Súpersól tilboð, 26.maí. Aukavika ekki í boði.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt
til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Aðeins örfá sæti í boði!
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.
Terra Nova býður nú síðustu sætin í maí á ótrúlegum kjörum. Gríptu
tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín
með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika,
fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
AÐ ganga inn á sýningu Jóns Lax-
dal í Jónas Viðar galleríi á Ak-
ureyri er eins og að stíga inn í
verslun sem er hönnuð eftir nýj-
ustu naumhyggjutísku, tómt og
tært verslunarrými sem vert væri
að taka til umfjöllunar í Innliti-
Útliti.
Uppstillingar Jóns sýna þó engar
venjulegar vörur, heldur eru þar
minningar, horfnar stundir í orði. Á
gólfinu liggja box á hillum sem
listamaðurinn hefur smíðað utan
um titilsíður gamalla bóka, sumar
hverjar eru augljóslega stolnar úr
bókasöfnum fyrir alllöngu og aðrar
– ja, hver veit? Síðurnar eru veðr-
aðar og geyma þar af leiðandi sög-
ur sem eru ekki lengur sagðar í
kaflaskiptu lesmáli heldur með til-
finningalegri upplifun og ímynd-
unarafli sem kann að kvikna út frá
einu orði eða setningu á misguln-
uðum síðunum.
Á hillum á vegg er bók tileinkuð
Thomas Mann og sandblásnar vín-
flöskur tileinkaðar Friedrich
Hölderlin og Johan Sebastian Bach
sem gefa naumhyggjunni konfekt-
legan barokkblæ.
Á endaveggnum, skreyttum
hausstórum nöglum, standa svo
fjórar sandblásnar áfengisflöskur,
þrír pelar og vínflaska, merktar: –
Gísli, Eiríkur, Helgi og Biggi. En
verkið er tileinkað Birgi Andr-
éssyni sem lést um aldur fram í
fyrra. Birgir dáðist að sérkennilegu
fólki og gefur Jón honum þá heimili
með þremur sérvitringum, bræðr-
unum frá Bakka, sem unnu sér
sess í þjóðarsál Íslendinga með
margskonar hugmyndaríkum
gjörningum, eins og að bera ljós
inn í hús í húfum sínum. Verkið má
sjá sem virðingarvott til Birgis.
Það er annars fínleg fegurð í
þessum verkum eða innsetningu
Jóns Laxdal og heldur hönn-
unarþátturinn vandlega utan um
brothættar minningarnar í afar
smekklegum umbúðum.
Brothættar minningar
MYNDLIST
Jónas Viðar gallerí
Opið föstudaga og laugardaga frá 13-18.
Sýningu lýkur 11. maí.
Aðgangur ókeypis.
Jón Laxdal
bbbbn
Horfnar stundir Á sýningunni er fallegt verk tileinkað Birgi Andréssyni.
Jón B.K. Ransu
Í GalleríBOXi á Akureyri sýna tví-
burasysturnar Gunnhildur og Bryn-
hildur Þórðardætur samvinnuverk-
efni undir yfirskriftinni Prjóna-
heimur Lúka. Tvinna þær saman
hönnun og myndlist, en sú fyrr-
nefnda er myndlistarkona og sú síð-
arnefnda er fatahönnuður. Saman
skipa þær listatvíeykið Lúka Art &
Design.
Sýningin er innan sem utan box-
ins. Hafa þær stöllur hljóðeinangrað
hluta boxins með mynstruðum ull-
arvegg. Mynstrið er unnið út frá
Appolo-lakkrís og er pixlað í línur og
lykkjur. Á gólfi eru svo kubbslaga
form (kannski lakkrísbiti) og út úr
þeim spíra svartar lengjur, ígildi
lakkrísreima.
Utan boxins eru ullahúfur og yf-
irhafnir með sama mynstri til sýnis.
Þetta er áhugaverð tilraun og
þjóðlegt gaman, við eigum jú bestu
ull og besta lakkrís í heimi. Bæði
myndlistin og hönnunin njóta sín vel
ínnan marka hvors annars. En út-
færsla á mynstri er frekar veik.
Virkar full tölvugrafískt til að vera
sannfærandi sem lakkrís.
Þá virðast litir í verkunum valdir
eftir smekk og velti ég þá fyrir mér
hvort ekki hefði verið nær að skerpa
á marsípanhjúpuðum lakkrísnum
með sætlegri litasetteringum.
Séríslenskt Ullarveggur skreyttur með Appolo-lakkrísmynstri.
Ull og Appolo
MYNDLIST
GalleríBOX
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-
17. Sýningu lýkur 5. maí. Aðgangur
ókeypis.
Lúka art & Design
bbbnn
Jón B.K. Ransu
VORTÓNLEIKAR Hljómeykis
fóru fram í hinni söngvænu ská-
tenungslaga Seltjarnarneskirkju á
fimmtudag við góða aðsókn, þrátt
fyrir heiðskírt veður og samein-
aðan uppstigningardag og hátíð
verkalýðsins. 14 liða dagskráin
var geysifjölbreytt og flíkaði er-
lendum og innlendum kórverkum
í hlutfallinu 2:1.
Ýtt var úr vör með Vorkvæði
um Ísland frá 1994 (Jón Nordal /
Jón Óskar), og tóku við Kung
Liljekonvalje Wikanders, Ecco
mormorar Monteverdis og La
blanche neige eftir Poulenc. Öll
prýðilega sungin, og þó að flúrað
lagferli síðendurreisnarmadrígals-
ins væri frekar lint, stafaði sleip-
an neonþokka af Parísarlaginu er
minnti í stíl á neðarskráðan Vil-
lette.
Síðan var frumflutt Oft fellur
sjór yfir hlunna eftir kórfélagann
Hildigunni Rúnarsdóttur við ís-
lenzka þjóðvísu með fylgiradd-
arsellóleik Önnu Tryggvadóttur.
Frekar stutt verk [4’] en and-
rúmsríkt, hjúpað lágvært dún-
dimmum mollblæ og nátt-
úruljóðrænni undiröldu. Hið
umfangsmikla [10’] og kröfuharða
nútímaverk Skotans James Mac-
millans, Child’s Prayer, var víða
skemmtilega frumlegt og brydd-
aði upp á margs konar áferð, m.a.
frá tveim dáfögrum spezzati sópr-
aneinsöngvurum ofan af kirkju-
svölum, og myndaði jafnframt
fyrsta hápunkt dagskrár í gríð-
arlega vel heppnuðum flutningi.
Átti það einnig við Salve Regina,
seiðandi latneskuleitan Mar-
íuhelgisöng Lars Janssons (radds.
Gunnars Erikssons) við snemm-
miðalda sálmtexta, er endurfluttur
var í tónleikalok.
Maríukvæði Atla Heimis við
texta Kiljans túlkaði Hljómeyki af
frábæru látleysi, og met-
sölukórverk Báru Grímsdóttur,
Ég vil lofa eina þá er öðrum frem-
ur hefur kennt landanum að meta
fimmskiptan takt, rann sömuleiðis
óaðfinnanlega niður. Eftir afl-
þrungið hómófónískt Ave Maria
Bruckners kom sannkölluð norræn
nútímaperla Tronds Kverno Ave
Maris Stella í álíka fjölbreyttri
áferð og Child’s Prayer og borin
uppi af hnitmiðaðri og nánast lýta-
lausri túlkun. Djasskrómað hljóm-
ferli einkenndi síðan nærri popp-
kennt ákall Pierres Villettes til
helgrar meyjar, Hymne a la
Vierge, áður en tveir ægifagrir
þættir úr Náttsöngvum Rakhman-
inoffs Op. 37 settu tónleikunum
tignarlegan grísk-orþódoxan loka-
punkt.
Aldarþriðjungsgamalt Hljóm-
eykið er líklega elzti enn starfandi
kammerkór landsins og sá fyrsti
sem nálgaðist atvinnumennsku-
staðal. En þó að samkeppnin væri
kannski takmörkuð fram að lokum
síðustu aldar, hefur framboðið síð-
an margfaldazt. Er því ánægjulegt
að sjá að kórinn hefur náð að
mæta því með það áþreifanlegum
gæðum að hann telst enn óhikað í
fremstu röð. Og þó aðeins sé til-
greint eitt af mörgu, þá var vissu-
lega bragð að jafnóvenjulegu
raddhlutfali og 11 konum á móti
12 körlum – miðað við þá karla-
eklu sem enn stendur flestum
blönduðum kórum landsins fyrir
þrifum.
Enn í
fremstu röð
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Íslenzk og erlend kórverk. Sönghópurinn
Hljómeyki. Stjórnandi: Magnús Ragn-
arsson. Fimmtudaginn 1. maí kl. 20.
Kórtónleikarbbbbn
Ríkarður Ö. Pálsson
HRAFNHILDUR Björnsdóttir
heldur einsöngstónleika í Salnum,
tónlistarhúsi Kópavogs, á morgun,
ásamt eiginmanni sínum Martyn
Parkes.
Tónleikarnir eru hluti af tón-
leikaröðinni TÍBRÁ og hefjast kl.
20.
Þetta eru fyrstu tónleikar
Hrafnhildar og Martyns í Salnum,
en hún var valin listamaður Kópa-
vogs árið 2000 og eru tónleikarnir
hennar nú hluti af vorhátíð bæj-
arins.
Á efnisskránni má finna verk
eftir J.S. Bach, Leonard Bern-
stein, Jórunni Viðar, Verdi, Goun-
oud, Fauré, Schubert og Strauss.
Fullt miðaverð er 2.000 kr. en
afsláttarverð er 1.600 kr.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tónar Verk Jórunnar Viðar eru
meðal þeirra sem flutt verða.
Bach, Bern-
stein og Jór-
unn Viðar