Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson, forseti Al- þingis, flutti athyglisverða ræðu við afhendingu „verðlauna Jóns Sig- urðssonar forseta“ þ. 24. apríl s.l. en þar spyr hann hvort innganga í Evr- ópusambandið „væri í anda“ hug- sjóna Jóns Sigurðssonar um full- veldi þjóðar. Sturla velti líka upp þeirri spurningu hvort hið „háa Al- þingi, sem var stofnað á Þingvöllum árið 930 og hefur verið stolt okkar Íslendinga, [myndi] njóta sæmdar og hafa þau áhrif sem því ber innan Evrópu- sambandsins?“ Þetta eru ágætar spurningar hjá forseta Alþingis, en hann virð- ist þó fremur hallast að því sjónarmiði að inn- gangan væri ekki í anda Jóns og segir orð- rétt: „Það virðist vera þannig að áköfustu áhugamenn um inngöngu í Evrópu- sambandið láta lönd og leið for- sendur fyrir fullveldi og sögulega stöðu okkar sem sjálfstæð þjóð með elsta þjóðþing veraldar. Þeir varpa öllum gildum fyrir róða nema stund- arhagsmunum okkar og mæla öll gæði í krónum eða evrum.“ En er það endilega svo að þeir sem kjósa að Ísland gangi í Evrópu- sambandið séu einfaldlega óþjóð- hollir aðilar sem vilja bara „safna auð með augun rauð“? Evrópusambandið er einstakt fyr- irbæri í stjórnmálasögu mannkyns. Upp úr seinna stríði þótti ljóst að eitthvað þurfti að gera til að koma í veg fyrir að hildarleikir á borð við þær ofboðslegu styrjaldir sem skek- ið höfðu Evrópu og raunar heiminn allan tvisvar á fyrri helmingi 20. ald- ar endurtækju sig. Þá fæddist hug- myndin um samþættingu efnahags- lífs Evrópulanda með það pólitíska markmið að tryggja til framtíðar friðsamleg samskipti og viðskipti þeirra þjóða sem þau byggja. Þetta hefur haft þau áhrif að orðræða um sambandið er gjarnan á efnahags- legum nótum og þeir sem um það fjalla því viðkvæmir fyrir þeirri gagnrýni að þeir séu bara að hugsa um það sem mölur og ryð fá grand- að. En sambandið lagði, af góðri ástæðu, ekki síður mikla áherslu á að aðildarríki þess aðhylltust lýð- ræði og ástunduðu það heima fyrir og hefur sú áhersla orðið þess valdandi að flest Evrópuríki eru í dag stöðug lýðræðisríki með þrosk- að efnahagslíf. Evrópusambandið hefur þar að auki þróast með þeim hætti að þjóðríkin hafa verið fest rækilega í sessi og eru þau sem slík sterkustu og valda- mestu leikmennirnir innan stjórnkerfis Evr- ópusambandsins, þar sem ráðherraráðið og leiðtogaráðið eru helstu framlenging- arnar á valdi þeirra. Margar lærðar fræði- greinar hafa verið rit- aðar á síðari helmingi 20. aldarinnar um hvernig Evrópusam- bandið hefur komið 19. aldar hugmyndinni um þjóðríkið til bjargar og má t.a.m. nefna skrif breska fræðimannsins Alans Milw- ards sem dæmi fyrir áhugasama. Það eru ekki margir innan aðild- arríkja Evrópusambandsins sem telja að ríki sín séu ófrjáls og að þjóðþing þeirra séu niðurlægð með aðildinni. Ég vil hvetja Sturlu Böðv- arsson til að spyrja kollega sína, t.a.m. í Eystrasaltsríkjunum, hvort þeir telji ríki sín niðurlægð, ófrjáls og ófullvalda innan Evrópusam- bandsins. Nú eða kollega í öðrum ríkjum sambandsins, s.s. Luxemb- urg, Möltu, Frakklandi, Ítalíu, Bret- landi, Írlandi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi? En víkjum aftur að Íslandi. Ein- hver magnaðasta ræða sem haldin hefur verið til stuðnings fullveldi og þjóðfrelsi er lögð í munn Arnasi Arnæusi, söguhetju Halldórs Lax- ness í Íslandsklukkunni, þegar hann talar um manninn sem ætlar að kyrkja lítið dýr, en honum hefur þá verið boðin aðstoð Þjóðverja við að kasta oki Dana af Íslandi og gerast landsstjóri. Arnas segir undir lok ræðunnar að Íslendingar myndu, í bandalagi við Þjóðverja, verða eins og feitir þjónar og segir: „Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ Nú er það svo að Íslendingar hafa fyrir löngu kastað af sér oki hins „barða þræls“ hafi þeir þá nokk- urntímann borið það í raun. Hins vegar má til sanns vegar færa að þeir séu í dag í hlutverki feita þjóns- ins, þar sem segja má að með samn- ingnum um evrópska efnahags- svæðið hafi Ísland orðið e.k. annars flokks aðildarríki ESB. Síðari tíma viðbætur eins og aðildin að Schen- gen hafa enn styrkt þessa stöðu í sessi. Hér gilda lög Evrópusam- bandsins um flest, án þess að Íslend- ingar eigi nokkurn lýðræðislega kjörinn fulltrúa sem geti haft telj- andi áhrif á þau lög. Íslendingar geta vissulega hafnað þessum lög- um, en það jafngildir uppsögn samn- ingsins, sem hefur fært okkur svo mikið í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Rétt eins og þjónninn feiti getum við neitað að fara að fyrirmælum húsbóndans, en þá erum við um leið að segja okkur úr vistinni með öllum þeim afleiðingum sem það myndi hafa fyrir efnahag og stöðu okkar í samfélagi þjóða. Það að stíga skrefið inn í Evrópu- sambandið er því engan veginn skref frá frelsi til helsis, eins og skoð- anabræður forseta alþingis gætu haldið fram, heldur þvert á móti eitt mikilvægasta þjóðfrelsismál Íslend- inga síðan Jón Sigurðsson var og hét. Því væri það fyllilega í anda þess góða manns að Ísland slægist í hóp nánast allra fullvalda og frjálsra lýðræðisríkja álfunnar og tæki sinn réttmæta og verðuga sess við há- borð evrópskra stjórnmála með fullri aðild að Evrópusambandinu. Að kyrkja lítið dýr? Magnús Árni Magnússon skrifar um Evrópumál » Það að stíga skrefið inn í Evrópusam- bandið er mikilvægasta þjóðfrelsismál Íslend- inga síðan Jón Sigurðs- son var og hét. Magnús Árni Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri. UMRÆÐAN GREINT hefur verið frá því í fjölmiðlum að formaður Land- verndar muni ekki setjast í vara- stjórn Landsvirkjunar, en hann var til þess skipaður af ríkisstjórninni á aðalfundi fyrirtækisins 18. apríl síð- astliðinn. Þetta eru vond tíðindi og vanhugsað af hálfu stjórnar Land- verndar. Bæði Landsvirkjun og Landvernd hafa staðið sig vel, hvort á sínum sviði. Lands- virkjun vinnur að því samkvæmt þeim reglum sem þar um gilda að stuðla að vel- ferð landsmanna með því að beisla orku landsins. Þeir sem nenna að kynna sér málið, m.a. með því að lesa ársskýrslur og heimasíðu Landsvirkj- unar, munu komast að því að fyr- irtækið vinnur af metnaði að um- hverfisstjórnun og umhverfismálum. Landvernd vinnur að því að efla velferð landsmanna í sátt við nátt- úruna. Ég leyfi mér að fullyrða að í þeirri vinnu hefur Landvernd iðu- lega notið velvilja meirihluta þjóð- arinnar. En ljóst er að ágreinings- mál þessara tveggja aðila hafa verið mörg og verða það líklega enn um sinn. Frjáls félagasamtök eins og Landvernd sem á ensku nefnast Non Governmental Organisation – NGÓs – eru nauðsynlegur sam- félagsþáttur í nútíma-lýðræð- isríkjum. Hreyfingar af þessu tagi fást annars vegar við afmörkuð málefni eða viðfangsefni og starfi þeirra lýkur þegar tiltekið málefni eða verkefni hefur verið leitt til lykta. Viðfangsefni af því tagi geta verið persónubundin. Hins vegar fást frjáls félagasamtök af þessu tagi við afmarkaða málaflokka, s.s. nátt- úruvernd eða umhverf- ismál. Þau viðfangsefni vara iðulega lengur og tengjast ýmsum hreyf- ingum eða hópi fólks. Lög um umhverf- ismat áætlana (e. SEA) nr. 105/2006 samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins nr. 2001/42/EB um umhverfismat tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana öðluðust gildi hér á landi þann 29. júní 2006. Ástæða var til þess að ætla að vinnubrögð varðandi ákvarðanatöku sem varða náttúru og umhverfi tækju nokkrum stakkaskiptum með til komu þessara laga. Á það mun nú reyna á næstu misserum eins og fram kom á ráðstefnu sem Skipu- lagsstofnun stóð fyrir í Reykjavík nýverið. Veigamikill þáttur í tilskip- uninni er þátttaka almennings og þ.m.t. frjálsra félagasamtaka varð- andi stefnumótun á sviði umhverf- ismála. Aðalatriðið er að vinna hug- myndafræðilega úttekt áður en umhverfismat á framkvæmdastigi fer fram. Hugmyndafræðilega út- tektin á m.a. að koma í veg fyrir hugsanleg mistök við ákvarð- anatöku og ná bestu mögulegri nið- urstöðu fyrir alla hagsmunaaðila áður en kemur til framkvæmda sem spillt gætu náttúru eða um- hverfi. Til að ná árangri í náttúruvernd og umhverfisumbótum gildir að taka frumkvæði. Landsvirkjun fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hefur með því að bjóða fulltrúa Landverndar sæti varamanns í stjórn fyrirtæk- isins sýnt slíkt frumkvæði. Land- vernd hefur leikið af sér með því að hafna boði ríkisstjórnarinnar um að þiggja sæti varamanns í stjórn Landsvirkjunar og ætti því að end- urskoða sinn gang með velferð lands og þjóðar í huga. Afleikur Landverndar Steinn Kárason skrifar um umhverfismál » Formaður Land- verndar mun ekki setjast í varastjórn Landsvirkjunar en hann var til þess skipaður af ríkisstjórninni. Þetta eru vond tíðindi. Steinn Kárason Höfundur er umhverfisstjórn- unarfræðingur M.Sc. - kemur þér við Tekist á um tölvu- samning á Akranesi Ellert B Schram opnar myndaalbúmið Sundhöll Reykjavíkur á flakki Salernið hreinna en lyklaborð tölvunnar? Þjóðernissinnuð bjór- drykkja Yohanna í boði Sony til Nashville Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.