Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Lukka Ingi-björg Magn-
úsdóttir, Höfðavegi
5 Höfn í Hornafirði
(áður Vallanes),
fæddist 11. desem-
ber 1920 í Mið-
húsum í Nausta-
hvammi á
Norðfirði og ólst
þar upp. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands að
morgni þriðjudags-
ins 22. maí sl.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús Guðmunds-
sonar frá Fannadal, f. 1890, d.
1946 og Anna Guðrún Aradótt-
ir, Naustahvammi, f. 1889, d.
1970. Systkini Lukku eru: Guð-
mundur, f. 1916, d. 1962, María,
f. 1917, Guðjón, f. 1919, d.
1986, Hjalti, f. 1923, d. 2001,
Fanney, f. 1924, Ari, f. 1927, d.
2005, Albert, f. 1928, d. sama
ár, Albert, f. 1929, d. 1993.
Lukka giftist 1943 Eymundi
Sigurðssyni, f. 11. ágúst 1920 í
Þinganesi. Eymundur var
lengst af starfsævinni hafn-
sögumaður. Foreldrar hans
voru Sigurður Eymundsson frá
Dilksnesi og Agnes Bentína Mo-
ritsdóttir Steinsen frá Krossbæ.
Börn Lukku og Eymundar
eru:
1.) Sigurður, f. 1943, maki
Olga Óla Bjarnadóttir, f. 1942.
Börn a) Eymundur, maki Ragn-
heiður Bragadóttir, börn Bragi
Steinn, Sigurður og Halla. b)
Hanna Birna, maki Jesper
Dalby, börn Sif og Lív. c)
Bjarni Gaukur, maki Elísabet
Jónsdóttir, börn Bríet og Þór
Óli.
2.) Anna Margrét, f. 1944,
maki Guðjón Davíðsson, f. 1942.
Börn a) Kristín, maki Sigurgísli
Ingimarsson, börn Sigríður,
sambýlismaður Magnús Már
8.) Brynjar, f. 1953, maki
Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir,
f. 1960. Börn a) Helgi Rafn. b)
Logi. c) Andri. Börn af fyrra
hjónabandi d) stjúpsonur Ívar
Ungi Gyðuson, f. 1974, maki
Yvette Holmes, börn Kanan
Sjón og Kira Kai. b) Margrét
Lukka, maki Jóhann Arnarson,
börn Alexander og Eva Karen.
c) Hrafnhildur Björk, maki
Kristinn Kristjánsson, barn
Tinna Sóley.
9.) Benedikt Þór, f. 1955.
Börn a) Maríus, maki Carine
Sofie Rosenvinge, börn Gard
Nicolai og Une Ingeborg. b)
Ísak.
10.) Halldóra, f. 1957 Börn a)
Lukka Berglind Brynjarsdóttir,
maki Baldur Maack, barn
Gunnar Maack. b) Rafn Camil-
lusson.
11.) Óðinn, f. 1959, maki El-
ísabet Jóhannesdóttir, f. 1966.
Börn a) Jóhannes. b) Lukka.
Lukka og Eymundur byggðu
sér lítið hús á Höfn sem þau
kölluðu Vallanes, nú Höfðaveg-
ur 5, og stækkuðu húsið í tví-
gang úr 60 fm í 80 fm. Í Valla-
nesi fæddust og ólust upp börn
þeirra ellefu en eitt barnanna
fæddist andvana.
Lukka helgaði sig heimili og
uppeldi barnanna og var annt
um hagi þeirra og afkomenda.
Dugnaði hennar og útsjón-
arsemi við að fæða og klæða
hópinn var viðbrugðið. Þrátt
fyrir barnafjöldann, lítil efni og
þrengsli stóð Vallanes alltaf op-
ið öllum leikfélögum og vina-
fólki fjölskyldunnar og var það
líkast félagsmiðstöð stundum.
Lukka var einstaklega lífs-
glöð og hláturmild svo eftir var
tekið og hafði bætandi og já-
kvæð áhrif á þá sem umgengust
hana.
Stórfjölskylda Lukku telur
um 120 manns og seinni árin
voru það henni sérstakar ham-
ingjustundir að skemmta sér
með hópnum og dansa við und-
irleik tónlistarfólksins í fjöl-
skyldunni.
Útför Lukku fer fram frá
Hafnarkirkju í dag kl. 14.
Þorvarðarson,
Anna Gyða og
Freyja. b) Ingi-
björg, maki Guðjón
Andri Kárason,
barn Daníel Guð-
jón. c) Óskar, barn
Orri Elías. d) Óm-
ar, maki Lovísa
Lind Sigurjóns-
dóttir, börn Gabrí-
ela og Emelía.
3.) Agnes, f.
1945, maki Grétar
Geir Guðmundsson,
f. 1946. Börn a)
Sigríður, látin, b) Birgir látinn,
barn hans Björg. c) Guðmundur
Lúðvík, maki Stine Poulsgaard,
börn Vildís og Baldur. d) Ingi
Valur, maki Marta Rut Páls-
dóttir, börn Hildigunnur og
Nadía Ósk.
4.) Eygló Eymundsdóttir,
fædd 1947, maki Jakob Jóhann-
es Ólason, f. 1946. Börn a) Vig-
dís, maki Jakob Falur Garð-
arsson, börn Dagur og Júlía. b)
Óli Pétur, börn Finnbogi Sær
og Jakob Jóhannes. c) Atli Þór,
maki Ólöf Dómhildur, börn
Embla Kleopatra og Agla Vig-
dís.
5.) Andvana drengur, f. 1946.
6.) Albert, f. 1949, maki Ásta
Ásgeirsdóttir, f. 1951. Börn a)
stjúpsonur Sævar Þór Gylfason,
maki Sigríður Arna Ólafsdóttir,
börn Ólafur Albert, Maríus og
Trausti. b) Maren, maki Þor-
valdur Blöndal, börn Davíð og
Ívar. c) Anna Kristín. d) Inga
Birna, sambýlismaður Aron
Martin Ágústsson.
7.) Ragnar Hilmar, f. 1952,
maki Rannveig Sverrisdóttir, f.
1956. Börn a) Eymundur Ingi,
sambýliskona Birna Sæmunds-
dóttir, barn Eymundar Anita
Rannveig. b) Sindri, sambýlis-
kona Guðrún Hauksdóttir. c)
Ljósbrá Dögg.
Móðir okkar á það skilið að við
minnumst hennar með nokkrum
minningabrotum.
„Þetta bjargast allt, Lukka mín“
á faðir okkar að hafa svarað
áhyggjum móður okkar þegar enn
eitt barnið fæddist í Vallanesi, litla
húsi foreldra okkar, á Höfn. Já,
það bjargaðist allt og þrátt fyrir
lítil veraldleg gæði var glaðværðin
í fyrirrúmi og samstaða í lífsbar-
áttunni. Foreldrar okkar eignuðust
ellefu börn á 16 árum en eitt fædd-
ist andvana. Mamma átti orðið yfir
hundrað manna stórfjölskyldu,
sem veitti henni og föður okkar,
meðan hans naut við, ómælda
gleði.
Að alast upp í stórum systkina-
hópi í áttatíu fermetra húsnæði við
lítil efni mótar barnssálina. Það
þurfti dugnað og útsjónarsemi við
að klæða og fæða allan skarann.
Mamma var góður kokkur; gerði
mikið úr litlu og silungurinn sem
pabbi veiddi í firðinum og önnur
veiðibráð kom sér oft vel. Hún
prjónaði mikið og saumaði á alla,
oft upp úr gömlum fötum og jóla-
fötin voru alltaf fín. Hún var úr-
ræðagóð og sótti jafnvel fyrir-
myndir í dúkkulísusafn stelpnanna.
Sjálf var hún smekkleg í klæða-
burði og fannst stundum hugmynd-
ir þeirra yngri um fatnað á sig of
„kerlingarlegar“. Hún afkastaði
ótrúlega miklu enda fór hún oftast
síðust í háttinn og snemma fram úr
á morgnana.
Foreldrar okkar voru eitt sinn
spurðir hvort ekki hafi verið erfitt
að ala upp tíu börn við kröpp kjör
og þrengsli: „Nei, við áttum svo
góða nábúa,“ var svarið. Sennilega
nutu leikfélagar okkar þess ekki
síður að geta gengið út og inn í
Vallanesi eins og þau ættu þar
heima. Þar var alltaf pláss og jafn-
vel nýsteiktar kleinur handa öllum.
Foreldrar okkar voru samrýmd-
ir í uppeldinu; jákvæð og hvetjandi
gagnvart ótrúlegustu uppátækjum
okkar. Mamma hafði notaleg tök á
barnahópnum með ljúfmennsku
sinni og þurfti ekki að byrsta sig til
að fanga athygli ungdómsins. Hún
kom fram við alla sem jafningja og
lagði mikla áherslu á að fólki væri
sýnd tilhlýðileg virðing og tillits-
semi. Það var dýrmætt veganesti.
Mamma hafði yndi af tónlist og
dansi og hún var stolt af fjölda af-
komenda sinna sem sýnt hafa hæfi-
leika á því sviði. Hún „fílaði“ í botn
þegar stórfjölskyldan hittist og
tónlistarfólkið hélt uppi stemning-
unni þar sem allir dönsuðu og
skemmtu sér saman og hún fjör-
ugust allra.
Nafnið Lukka þótti ekki við-
kunnanlegt á sínum tíma og var
móðir okkar leið yfir því framan af.
Það kom samt ekki í veg fyrir að
hún eignaðist sínar lukkulegu
nöfnur. Í hugum þeirra sem kynnt-
ust og umgengust mömmu hefur
Lukkunafnið fengið víðtæka merk-
ingu sem felur ekki eingöngu í sér
hamingju, heldur jafnframt allt
það besta sem prýðir góða mann-
eskju.
Við erum afar þakklát fyrir hvað
móður okkar leið vel á dvalarheim-
ilinu og fékk góða umönnun hjá
starfsfólki HSSA því hún var treg
að yfirgefa Vallanes. Þar fann hún
ennþá fyrir nærveru pabba sem
hún saknaði og svo þótti henni
skemmtilegt að fá fólk í heimsókn
og líf í kotið.
Það er með trega en ljúft að
kveðja manneskju sem hefur lokið
dásamlegu dagsverki og sem hafði
jafn mikið að gefa í lítillæti sínu og
hógværð.
Börn Lukku og Eymundar.
Hún var sérstök og alveg einstök
manneskja hún Lukka amma. Hún
lék stórt hlutverk í lífi mínu og
okkar allra ættmenna hennar. Það
er með sárum söknuði en jafnframt
hlýju og þakklæti í garð ömmu,
sem ég skrifa þessa grein.
Amma var ávallt mikil dama og
var ásýndar þessi ,,petite“ kona,
lítil og sæt, fínleg og nett. Bros-
mild með eindæmum en samt svo
hógvær og hlý. Yfirbragð hennar
var jafnan gáskafullt og allt að því
stríðnislegt á stundum. Hún var
kvik á fæti og svo full af lífi, hafði
mikla útgeislun og einstaklega
góða nærveru.
Það ríkti alltaf mikil tilhlökkun
þegar von var á ömmu og afa í bæ-
inn. Því að í kringum ömmu var
ávallt mikið glens og grín og stutt í
dillandi hláturinn. Yfirleitt smitaði
hún alla með. Ég man þegar ég lítil
stelpa gat setið löngum stundum
og horft á ömmu og beðið eftir því
að hún færi að hlæja. Sú bið var
aldrei löng. Vinkonur mínar muna
enn í dag eftir ömmu minni sem
hló svo mikið.
Ég fékk sem ung stúlka úr höf-
uðborginni tækifæri til að dveljast
nokkur sumur hjá ömmu og afa á
Hornafirði. Margt var brallað og í
minningunni skein sól allan þann
tíma er ég dvaldi fyrir austan.
Amma og afi áttu sinn þátt í þeirri
upplifun. Heimili þeirra varð að
mínu og félagar mínir urðu félagar
þeirra. Svo mikla virðingu báru
þau fyrir unga fólkinu sínu. Heimili
þeirra stóð ætíð opið í orðsins
fyllstu merkingu og öllum var
treyst. Gestum og gangandi var
ætíð tekið fagnandi, eins og um
stórhöfðingja væri að ræða. Alltaf
var nógur matur á borðum og gat
verið ansi fjölmennt á góðum degi.
Þeir voru margir kynlegir kvist-
irnir sem birtust reglulega og á
ýmsum tímum sólarhrings á
Höfðaveginum.
Amma Lukka kom alltaf fram
við mig sem jafningja, hún hvorki
dæmdi né hallmælti nokkrum
manni og var svo ótrúlega for-
dómalaus. Endalaust þótti mér
gaman að hlusta á hana segja mér
sögur frá sinni viðburðaríku ævi
sem fyrir mér var líkt og lýsing
löngu liðinna alda. Ég veit að
ömmu fannst mikið til þess koma
að ég skyldi finna mannsefnið mitt
eitt sumarið á Höfn og gat hún
þess jafnan með stolti.
Mesta gæfa ömmu var að hitta
afa og verða ástfangin, sú ást var
endurgoldin og bar hún ríkulegan
ávöxt, en þeim varð 10 barna auðið.
Á meðan afi vann úti sinnti amma
þeim fjölmörgu verkefnum sem
umönnun barna og heimilis krafð-
ist. Ég sjálf á erfitt með að ímynda
mér öll þau verk sem þurfti að
vinna án þeirrar nútímatækni sem
við sjálf þekkjum í dag. Hún var
vakin og sofin yfir velferð barna
sinna og gerði ekki kröfur um ver-
aldleg gæði. Einhverju sinni rifjaði
amma það upp að á tímabili hefði
eina skótauið hennar verið inni-
skór, þar sem ekki hefði gefist tími
til að fara út af heimilinu. Í seinni
tíð naut amma þess hins vegar að
klæða sig upp á og punta sig, jafn-
vel að bregða sér af bæ og fá sér
snúning. Amma syrgði afa sárt en
hann lést árið 1987 eftir stutt en
snörp veikindi. Börnin slógu
skjaldborg um hana og átti hún
góðan tíma með fjölskyldu og vin-
um í seinni tíð.
Ég þakka fyrir að hafa átt frá-
bæra ömmu. Blessuð sé minning
hennar.
Kristín Guðjónsdóttir.
Amma Lukka var lifandi sönnun
þess að hláturinn lengir lífið.
Amma var heldur engin venjuleg
kona; hún var með eindæmum
vönduð og góð manneskja sem
hafði óteljandi kosti til að bera.
Amma var hrein og bein og kom
til dyranna eins og hún var klædd
en alltaf jákvæð og lífsglöð. Hún
lét engan ósnortinn með hlýlegu
viðmóti sínu og dillandi hlátrinum.
Samtöl ömmu í eldhúsinu í Valla-
nesi voru oftast í anda þess við-
mælanda og þeirrar kynslóðar sem
hún ræddi við hverju sinni. Maður
setti sig aldrei í stellingar að ræða
málin við gamla konu enda var
amma aldrei gömul í huga okkar.
Amma var alveg laus við for-
dóma og eftir því víðsýn; opin fyrir
öllu en samt með sterkar skoðanir
á mönnum og málefnum. Virðing
hennar fyrir öllu fólki, stóru sem
smáu, sem og mismunandi vali
fólks í lífinu og skoðunum var
aðdáunarverð. Oftar en ekki fann
maður stuðning ömmu við viðhorf
sem almennt hefði mátt búast við
að féllu ekki í kramið hjá „ömm-
um“. Þegar maður var ekki sam-
mála henni kom oftast í ljós eftir á
að það var hún sem hafði rétt fyrir
sér. Oft var það vegna þess að það
er ekki alltaf þægilegt að heyra
sannleikann og það er heldur ekki
sama hvernig hann er borinn á
borð fyrir fólk. Þegar það er gert
án hroka og yfirlætis er það til eft-
irbreytni eins og hjá ömmu.
Lífsleið ömmu var síður en svo
auðveld og hefur án efa mótað
hana og eflt. Tíu börn í litlu húsi án
allra nútímaþæginda segir allt sem
segja þarf enda einkenndi hana
einstakt jafnaðargeð og hún mætti
öllu mótlæti og erfiðleikum með
miklu æðruleysi. Hún var sannköll-
uð afrekskona, góð fyrirmynd og
hetja í okkar augum.
Henni var sérlega umhugað um
velferð annarra, setti þarfir fjöl-
skyldunnar alltaf í forgang og
fylgdist vel með sínu fólki. Svo var
einstaklega gaman að skemmta sér
með henni í fjölskyldupartíum þar
sem hún dansaði, söng og meira að
segja breikaði þegar það var í
tísku, ótrúleg alltaf.
Það var okkur dýrmætt að eiga
ömmu að. Þrátt fyrir það góða
veganesti og leiðarljós sem sam-
vera okkar með ömmu hefur gefið
okkur og þrátt fyrir hláturinn og
gleðina er ekki annað hægt en að
gráta. Minningarnar munu lifa
með okkur áfram auk þess sem við
erum stöðugt minnt á alla hennar
góðu kosti í gegnum nafnið hennar
fallega sem birtist okkur svo oft og
yljar í dagsins önn.
Sævar Þór, Maren,
Anna Kristín og Inga
Birna Albertsbörn.
Það er sárt að kveðja þig elsku
amma. Margar minningar leita á
hugann. Þá eru mér sérstaklega
kærar allar góðu stundirnar sem
ég átti hjá þér á Höfðaveginum.
Þar var alltaf gott að vera. Þú
tókst á móti öllum með bros á vör
og hlýjum faðmi. Þú varst einstök,
amma mín, léttlynd, glaðleg og
alltaf hlæjandi. Með þá fallegu
mynd í huganum kveð ég þig í ein-
lægri þökk.
Ljósið flæðir enn um ásýnd þína:
yfir þínum luktu hvörmum skína
sólir þær er sálu þinni frá
sínum geislum stráðu veginn á.
Myrkur dauðans megnar ekki að hylja
mannlund þína, tryggð og fórnarvilja
– eftir því sem hryggðin harðar slær
hjarta þitt er brjóstum okkar nær.
Innstu sveiflur óskastunda þinna
ennþá má í húsi þínu finna –
þangað mun hann sækja sálarró
sá er lengst af fegurð þeirra bjó.
Börnin sem þú blessun vafðir þinni
búa þér nú stað í vitund sinni:
alla sína ævi geyma þar
auðlegðina sem þeim gefin var.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
– athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Minning þín er ljós sem lifir.
Lukka Berglind.
Hláturinn lengir lífið!
Þetta orðatiltæki held ég að lýsi
henni ömmu minni meira en mörg
orð. Amma var ekki rík af verald-
legum gæðum en henni hlotnaðist
engu að síður mikil gæfa í lífinu,
enda kunni hún þá list að horfa á
björtu hliðarnar og gera gott úr
hlutunum. Hún bar nafn með rentu
því það var einhver lukka sem
fylgdi henni.
Það var alltaf opið hús hjá ömmu
og afa á Hornafirði og stundum var
þröng á þingi. Húsið þeirra, sem
þau kölluðu Vallanes en almennt
var kallað Meysahöllin, myndi telj-
ast lítill sumarbústaður í dag en
þarna myndaðist oft ótrúleg
stemning, sem ég veit að margir
muna eftir. Á venjulegum degi
voru gestirnir oft í tugatali. Í einu
horninu var tefld skák, í öðru var
spilað á spil, í eldhúsinu var rætt
um pólitík og bak við hús var verið
að smíða kajak eða temja hrafna.
Uppi í turnherberginu góða voru
nokkrir unglingar að hlusta á
Zappa og loks voru krakkar í fót-
bolta á blettinum fyrir utan. Gest-
irnir voru á öllum aldri, allt frá 5
ára gömlum vinum mínum og upp í
fullorðna menn, sem ýmist komu
til að hitta afa eða bræður pabba,
sem voru enn heima og 10-12 árum
eldri en ég. Svo litu auðvitað ná-
grannakonurnar og mágkonur
ömmu inn öðru hvoru. Það var al-
veg sama hversu mikið var umleik-
is, það var alltaf stutt í hláturinn
hennar ömmu og fyrr en varði voru
allir farnir að hlæja með. Ég veit
ekki til þess að amma hafi tekið
þátt í eða staðið fyrir skipulögðu
félagsstarfi, en hún stóð svo sann-
arlega fyrir einni öflugustu „fé-
lagsmiðstöð“ sem ég hef kynnst
um dagana.
Amma lagði mikla áherslu á að
maður stæði sig í vinnu og legði
hart að sér. Það var henni ofar í
huga að sinna skyldunum en fást
um réttindin. En þrátt fyrir þetta
viðhorf mátti alltaf finna skjól og
huggun hjá henni.
Amma sagði mér oft frá ættingj-
um sínum á Norðfirði, Viðfirði,
Hellisfirði og Sandvík og naut þess
að rifja upp löngu liðna daga og
rekja ættir, en hún ólst upp í
stórum barnahópi í Nausthvammi
á Norðfirði. Amma hélt góðu sam-
bandi við fólkið sitt og spjallaði oft
við það í síma. Þá komu margir í
heimsókn, sérstaklega eftir að
hringvegurinn opnaðist. Hún var
Lukka Ingibjörg
Magnúsdóttir