Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 1

Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 120. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is VISTVÆN VERSLUN LÍFRÆNT RÆKTUÐ BARNAFÖT BÓNDANS Í SVEITINNI >> 23 EVRÓVISJÓNLAGIÐ Í GUÐS HÖNDUM ÞRJÁR MÍNÚTUR >> 46 ALLA LEIÐ Í KVÖLD FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is SAMDRÁTTUR í sölu nýrra bifreiða var viðbúinn en töluvert hraðari og meiri en for- svarsmenn bílaumboða reiknuðu með. Dróst salan saman um 44,1% í síðasta mánuði mið- að við apríl í fyrra. Forstjóri Brimborgar og formaður stjórnar Bílgreinasambandsins segir ekki óvarlegt að áætla að sala nýrra bíla í ár dragist saman um 30-40% miðað við síðasta ár. Árið fór afar vel af stað hjá bílaumboð- unum og sérstaklega var mikið keypt af bíl- um í janúar. Í marsmánuði fór hins vegar að hægjast um. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir að vik- una fyrir páska hafi svo botninn alveg dottið úr sölunni. „En sem betur fer voru flestir undirbúnir að einhverju leyti. Búið var að huga að pöntunum og því enda menn ekki með gríðarlegar birgðir sem þeir geta ekki selt.“ Áhrif takmörkunar á lánsfé Tvær ástæður eru helstar fyrir hinum mikla samdrætti; hækkandi verð vegna gengisbreytinga en ekki síst takmörkun á lánsfé. Ekkert framboð er lengur á 100% lánum og eru 70% lán algengust um þessar mundir. Ekki er útlit fyrir að breyting verði þar á næstu mánuðum. „Á meðan þessi óvissa er [í efnahagsmálum] hleypur fólk ekki til og fjárfestir, hvort sem er í bílum eða fasteignum,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. „Og þessi hreyf- ing ýkist þegar fólk finnur að erfiðara er að fá lánsfé en áður.“ Einna mestur sam- dráttur varð á sölu nýrra bíla hjá Toyota, 96 seldust í síðasta mánuði en 303 í apríl á síð- asta ári. Úlfar bendir þó á að rekstur Toyota snúist ekki einvörðungu um sölu bíla. Viðmælendur Morgunblaðsins voru sam- mála um að samkeppni á markaðnum væri mikil og það sæist best á að umboðin væru að reyna lækka verð og veita tilboð. Bjugg- ust allir við að slíkar aðgerðir myndu halda áfram á komandi vikum og mánuðum. Úlfar segist þó ekki sannfærður um að gerlegt sé að lækka verð á vörum sem fluttar séu inn og greiða þurfi fyrir í erlendum gjaldeyri. „Krónan er að veikjast og ég sé ekki for- sendur fyrir lækkun, öðruvísi en að menn borgi með vörunni.“ | 8 Samdráttar- skeið á bíla- markaði Ekki óvarlegt að áætla 30-40% samdrátt í ár Morgunblaðið/RAX Til sölu Bílasala hefur minnkað mikið að undanförnu og tilboðum því fjölgað. HEIMILISFÓLKIÐ á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð hefur í tæp tvö ár fengið hundana Pollý og Karólínu í heimsókn einu sinni í viku. Heimsóknirnar eru hluti af verkefni Rauða krossins. Eigendur hundanna eru sammála um að þær gleðji heimilisfólkið mjög mikið og kíkja í Sunnuhlíð í fyrsta skipti í gær. Hún er ekki orðin nógu göm- ul til að taka þátt í verkefninu en þykir sannarlega lofa góðu. | 6 tekur það hundunum afar vel. Það væsti ekki um hvolpinn Brynfríði í fangi Guðrúnar Ólafar Jónsdóttur en Brynfríður fékk að Morgunblaðið/RAX „Heimsóknin gleður fólk óskaplega mikið“ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG HELD að hagkerfið sé að fara að kólna til- tölulega hratt núna og ég held að Seðlabankinn lækki sína vexti tiltölulega hratt á árinu 2009,“ sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greining- ardeildar Kaupþings, á fjölsóttum fundi um horfurnar á fasteignamarkaðnum í gær. Ásgeir sagði offramboðið á fasteignum ekki hafa orðið jafn mikið og hann hefði óttast. lágu fólki að taka 90% fasteignalán. „Enginn mannlegur máttur“ gæti komið í veg fyrir kaup- máttarrýrnun almennings næstu tvö árin. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, var einnig í hópi ræðumanna á fund- inum í gær, en hann sagði fasteignabóluna hin síðari ár þá mestu í Íslandssögunni og að bank- inn hefði spáð því að henni myndi ljúka með verulegri raunlækkun fasteignaverðs. Lækkun fasteignaverðs gæti orðið meiri en áður í sögu Íslands. | 12 Mestu varðaði að tryggja að hjól fasteigna- markaðarins héldu áfram að snúast. Ábyrgðarleysi að lána þeim tekjulægstu „Það skiptir máli að fólk geti losað eignir og að það sé hægt að eiga viðskipti á þessum mark- aði,“ sagði Ásgeir, sem taldi raunlækkun fast- eignaverðs geta orðið meiri en þau 14% sem bankinn spáði yrði verðbólgan viðvarandi. Ásgeir sagði að miðað við núverandi ástand væri það „ábyrgðarleysi“ að ráðleggja tekju- Óhjákvæmilegt að kaup- máttur rýrni næstu tvö árin Sólarferð >> 47 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu KEN Livingstone, borgarstjóri London og einn forystumanna Verkamannaflokksins í Bretlandi, náði ekki endurkjöri í borgar- stjórakosningum í fyrradag. Íhaldsmaðurinn Boris Johnson fór með sigur af hólmi. Ósigur Livingstones er mikið áfall fyrir Verkamannaflokkinn sem galt mesta afhroð sitt í sveit- arstjórnarkosningum í fjóra ára- tugi. Auk borgarstjóraembættisins var kosið um rúm 4.000 sæti í 159 sveitarstjórnum og Verkamanna- flokkurinn missti 333 sæti en íhaldsmenn bættu við sig 260 sæt- um. Johnson er 43 ára, fyrrverandi blaðamaður The Daily Telegraph og ritstjóri hægrisinnaða tímarits- ins Spectator. Hann þykir mjög lit- ríkur stjórnmálamaður eins og Livingstone. | 16 Livingstone náði ekki endurkjöri Ken Livingstone Boris Johnson EFTIR margra ára hlé er aftur farið að bera á ölvun jeppa- manna í fjallaferðum, að sögn Páls Guðmundssonar, formanns Ferðafélags Íslands, sem hefur þungar áhyggjur af þróuninni. Páll segir þennan ósið hafa lagst af þegar skálum á hálend- inu var lokað yfir vetrartímann á sínum tíma. Nú þegar skálarnir hafi verið opnaðir á ný hafi drykkjan aukist og nýlegt dæmi þegar drukknir jeppamenn veltu jeppa á skála félagsins í Land- mannalaugum fyrir um hálfum mánuði. Hann segir mennina ekki hafa tilkynnt um tjónið og að þeirra sé nú leitað. Ljóst sé að tjónið hlaupi á milljónum króna. | 4 Þungar áhyggjur af ölvun á fjöllum Tjón Hluti skálans skemmdist þegar jeppinn skall á honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.