Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mér er í fersku minni þeg-ar ég í fyrsta sinn áttaðimig á því hvað verð-bólga þýddi í raun og
veru. Ég var á bakpokaferðlagi með
ferðahandbókina Lonely Planet í far-
teskinu. Út frá henni hafði ég reikn-
að gróflega hvað áætlaður þvælingur
næstu vikna myndi kosta mig og
þóttist vel sett peningalega. Ég vissi
auðvitað að bókin var ársgömul og
gerði ráð fyrir aðeins hærra verðlagi
en á daginn kom að gisting og matur
var umtalsvert dýrari og ég þurfti að
reikna allt upp á nýtt. Skýringin? Jú,
það var 15% verðbólga í landinu.
Ég hefði getað þulið upp skilgrein-
ingu á verðbólgu en hafði aldrei upp-
lifað hana á þennan hátt. Ég er nefni-
lega af kynslóðinni sem ekki þekkir
verðbólgu. Þegar þjóðarsáttin var
gerð var ég upptekin við brotareikn-
ing, fallbeygingar og fótboltaæf-
ingar.
Líklega leitaði ég langt yfir
skammt til að öðlast skilning á verð-
bólgunni en á þeim tíma grunaði mig
ekki að nokkrum árum síðar yrði
verðbólgan komin í tveggja stafa tölu
á Íslandi. Og nú kemur ákall um nýja
þjóðarsátt.
Hvað er verið að gera?
Auðvitað þurfa allir að leggjast á
eitt við að vinna gegn verðbólgu. Að-
stæður hér á landi eru hins vegar allt
aðrar en þær voru um 1990. Mark-
aðir eru opnir og Ísland aðili að EES-
samningnum sem vindur upp á sig
dag frá degi. Þannig þurfa allar að-
gerðir að taka mið af erlendum
mörkuðum, sem var kannski ekki
eins stórt atriði fyrir tveimur áratug-
um.
Reyndar væri vandinn ekki eins
mikill hér á landi og raun ber vitni ef
ekki væri fyrir óróleika á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum, eins og
stjórnvöld benda ítrekað á. En eigi
almenningur að sýna því skilning
þurfa líka að koma skýrar yfirlýs-
ingar um hvað sé verið að gera til að
leita lausnar á vandanum. Ekki bara
að verið sé að gera eitthvað.
Að míga eða míga ekki í sjó
Áhugaverð skoðanaskipti áttu sér
stað á þingi í vikunni þegar rætt var
um þingsályktunartillögu Jóns
Magnússonar og fleiri þingmanna
um breytta stjórn fiskveiða í sam-
ræmi við álit mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna. Grétar Mar
Jónsson, þingmaður Frjálslynda
flokksins, var ekki sáttur við stuðn-
ing Sigurðar Kára Kristjánssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokks, við nú-
gildandi kvótakerfi og sagði hann lík-
lega vera dæmi um mann sem aldrei
hefði migið í saltan sjó. Sigurður
Kári vissi ekkert um lífið og hefði
sennilega verið „meira eða minna á
vernduðum vinnustað“ frá því að
hann byrjaði að vinna. Grétari þótti
reyndar almennt að þingmenn vissu
lítið um lífið og hefðu fæstir dýft
hendinni í kalt vatn.
Nú væri gaman ef Grétar myndi
útskýra nánar um hvað lífið snýst. Er
það einungis fólk í ákveðnum stöðum
sem veit eitthvað um lífið? Og þarf
viðkomandi að míga í saltan sjó til að
átta sig á því eða er t.d. nóg að hafa
þrælað í frystihúsi? Eða getur verið
að forsendan fyrir því að vita um
hvað lífið sjálft snýst sé hin eina
sanna sjó(karl)mennska?
Sé litið yfir æviágrip Sigurðar
Kára og Grétars Mars á Alþing-
isvefnum má sjá að sá fyrrnefndi
nam lögfræði, vann á lögmannsstofu,
var stundakennari við Iðnskólann og
hefur tekið að sér ótal félagsstörf,
s.s. í stúdentapólitíkinni, Sambandi
ungra Sjálfstæðismanna og í Heim-
sýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í
Evrópumálum. Sá síðarnefndi er
skipstjóri og útgerðarmaður og hef-
ur líka tekið þátt í félagsstarfi, s.s. í
Sambandi ungra jafnaðarmanna, í
sveitarstjórn Sandgerðis og í Vísi, fé-
lagi skipstjórnarmanna á Suður-
nesjum.
Mennta- eða sjómannshroki
Ljóst er að þessir tveir þingmenn
hafa valið sér ólíka leið í gegnum lífið
og það er ljómandi gott að á Alþingi
sitji fólk úr sem flestum hópum þjóð-
félagsins. Hins vegar er fremur
máttlítið vopn í rökræðum að vísa til
bakgrunns fólks með þeim hætti sem
Grétar Már gerði í ræðustóli Alþing-
is. Sigurður Kári sagði reyndar frá
því að hann hefði verið á sjó en benti
líka á að þó að svo væri ekki mætti
hann alveg hafa skoðun á málum.
Áhugavert hefði verið að sjá við-
brögð við svona skoðanaskiptum ef
dæminu væri snúið við, þ.e. ef Sig-
urður Kári hefði sagt að Grétar hefði
ekki hundsvit á því hvað hann væri
að tala um enda ekki með tilhlýðilega
lögfræðimenntun til að átta sig á
gildi alþjóðasamninga eða löggjafar
almennt. Þá hefðu líklega heyrst há-
vær mótmæli.
Verðbólga og sönn sjó(karl)mennska
ÞINGBRÉF
Halla Gunnarsdóttir
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ALLT útlit er fyrir áframhaldandi
lækkun fasteignaverðs og ljóst að
innkoma bankanna á fasteignamark-
aðinn olli fordæmislausri þenslu á
markaðnum sem nú er að ljúka.
Þetta var öðrum þræði meginstefið
á fjölsóttum fundi um stöðuna á fast-
eignamarkaðnum á Grand hóteli í
gær þar sem sex framsögumenn
ræddu ólíkar hliðar þróunarinnar.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, steig fyrst í
pontu og vandaði ríkisstjórninni og
Seðlabankanum ekki kveðjurnar í yf-
irferð sinni yfir ástæður hinnar miklu
kólnunar á markaðnum.
„Til að berja í brestina hefur nú
verið lagt í þá vegferð að ráðast að
grundvallarstoðum hagkerfisins og
nú skal knýja þar lækkun á húsnæð-
isverði. Gamla einræðisaðferðin að
handstýra markaðnum er notuð.
Seðlabankinn setur fram 30% verð-
lækkunarspá en slær jafnframt þá
varnagla í spánni að um gríðarlega
óvissu sé að ræða,“ sagði Ingibjörg.
Að mati Ingibjargar þarf að
styrkja Íbúðalánasjóð og gera honum
kleift að starfa í eðlilegu umhverfi.
Sjóðurinn þurfi að geta staðið undir
því hlutverki sem honum sé ætlað,
meðal annars með því að hækka há-
markslánin og miða útlán við kaup-
verð fasteigna.
Þorsteinn Arnalds, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri mats- og hagsviðs
Fasteignamats ríkisins, tók næstur
til máls, en hann gerði samdrátt á
fasteignamarkaðnum einnig að um-
talsefni í erindi sínu. Gögn sýndu
fram á að kaupsamningar á tólf vikna
tímabili hefðu ekki verið færri frá
árinu 1997. Að teknu tilliti til þess að
nú væru fleiri íbúðir á markaðnum
þyrfti að fara aftur til ársins 1994 til
að finna jafn fáa kaupsamninga miðað
við fjölda fasteigna.
Raunverð fasteigna væri mjög hátt
og ljóst að 30% lækkun miðað við laun
þýddi að fasteignaverð yrði svipað og
það var sumarið 2004. Fasteignaverð-
ið væri gróflega áætlað um 50%
hærra miðað við laun en það var árið
2000.
Mesta fasteignabóla sögunnar
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, setti stöðuna á
íslenska fasteignamarkaðnum í al-
þjóðlegt samhengi. Undangengin
125% raunhækkun á fasteignaverði á
Íslandi væri sú mesta í sögunni og
ljóst að sú 30% raunlækkun sem spáð
væri yrði sambærileg við meðal-
hjöðnun verðlags í kjölfar 24 sam-
bærilegra húsnæðisverðsbóla í 15 að-
ildarríkjum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD).
„Allt frá því þessi mesta fasteigna-
bóla Íslandssögunnar hófst hefur
bankinn varað við því að henni myndi
ljúka með verulegu falli í raunlækkun
fasteignaverðs. Það er einfaldlega
þannig að öllum fasteignaverðbólum
veraldarsögunnar hefur lokið þann-
ig,“ sagði Arnór, sem taldi óraunsætt
að ætla að Ísland yrði þar undantekn-
ing í þessum efnum.
Yrði samdráttur í íbúðafjárfesting-
um gætu stýrivextir bankans lækkað
hraðar en ella, að því er gert væri ráð
fyrir í spám. Í verðbólguspá bankans
10. apríl væri gert ráð fyrir 16% nafn-
lækkun fasteignaverðs á árunum
2008-2010, samanborið við 10% nafn-
lækkun í síðustu spá bankans þar áð-
ur. Að raungildi jafngilti þetta 25%
raunlækkun, en hafi áður jafngilt
16% raunlækkun.
Ýmsir þættir að verki á Íslandi
Arnór rakti því næst þá þætti sem
hann taldi gera Ísland sérstaklega
viðkvæmt í þeirri alþjóðlegu niður-
sveiflu sem orðið hefði á mörkuðum.
Raunhækkunin hér hefði verið með
því mesta sem orðið hefði, viðskipta-
hallinn hefði verið mikill og leitt til
gengislækkunar. Heimilin og fyrir-
tækin væru skuldsett og lánatregða í
bankakerfinu. Mikið framboð væri af
húsnæði og flestir þeir þættir sem
stuðlað hefðu að hækkun húsnæðis-
verðs síðustu ár hefðu eða væru að
ganga til baka. Meðal þeirra þátta
væri gríðarleg hækkun ráðstöfunar-
tekna, lækkun útlánavaxta, hækkun
hámarkslána og veðhlutfalla og leng-
ing lánstíma.
Um fasteignabólur mætti segja að
því meiri sem uppsveiflan og ofþensl-
an væri því meiri yrðu eftirköstin.
Niðurstaða Arnórs var því sú að
vandséð væri að umtalsverð raun-
lækkun íbúðaverðs yrði umflúin, flest
benti til að lækkunin gæti orðið meiri
en áður í sögu Íslands.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings, tók
næstur til máls og sagði raunverð
fasteigna hafa hækkað um 1,7% á ári
frá árinu 1960. Á síðustu árum hefði
fasteignamarkaðurinn þroskast og að
hluta þeirra verðhækkana sem orðið
hefðu mætti rekja til breyttrar verð-
lagningar hverfa.
Að meðaltali væru íslensk heimili
ekki sérstaklega skuldsett hvað varð-
aði húsnæði. Búa þyrfti til mjög virk-
an leigumarkað í borginni til að geta
með einhverju leyti mætt þeim sveifl-
um sem orðið hefðu á fasteignamark-
aðnum.
Þá þyrfti að leiðrétta þá þenslu
sem orðið hefði á markaðnum eins og
á öðrum eignamörkuðum. Miðað við
núverandi ástand væri það hins vegar
„ábyrgðarleysi“ að ráðleggja tekju-
lágu fólki að taka 90% fasteignalán.
„Enginn mannlegur máttur“ gæti
komið í veg fyrir að almenningur yrði
fyrir kaupmáttarrýrnun næstu tvö
árin. Ríkið þyrfti að geyma fjármuni
núna til að geta mætt niðursveiflunni
sem væri framundan á næsta ári.
Hvað fasteignaverðið snerti væri
aðalmálið að tryggja áframhaldandi
veltu á markaðnum sem væri mikil-
vægara en lækkun raunverðs.
„Það skiptir máli að fólk geti losað
eignir og að það sé hægt að eiga við-
skipti á þessum markaði. Það er aðal-
málið,“ sagði Ásgeir.
Ásgeir sagði offramboð á húsnæði
ekki mundu verða eins mikið og hann
hefði óttast. Yrði verðbólga á bilinu
10-12% myndi það skila sér í fast-
eignaverðinu með raunlækkun eigna.
Bankinn gerði ráð fyrir 14% raun-
lækkun fasteignaverðs fram til lok
árs 2009, ef verðbólga gengi „tiltölu-
lega hratt yfir“. Ef verðbólga yrði við-
varandi væri horft til meiri raunlækk-
unar á fasteignamarkaði.
„Ég held að hagkerfið sé að fara að
kólna tiltölulega hratt núna og ég
held að Seðlabankinn lækki sína vexti
tiltölulega hratt á árinu 2009.“
Þýskir aðilar skoða markaðinn
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, tók við
af Ásgeiri með erindi um hlutverk
sjóðsins, með þeim orðum að það væri
undir stjórnvöldum komið að ákveða
leikreglur sjóðsins.
Hallur Magnússon, ráðgjafi hjá
Spesíu og fyrrverandi starfsmaður
Íbúðalánasjóðs, sagði erlenda aðila
sýna áhuga á markaðnum.
„Þetta eru þýskir aðilar sem eru
búnir að fylgjast með markaðnum í
þónokkurn tíma. Þeir horfa til þess að
lána fé til íbúðakaupa í evrum á Ís-
landi með langtímafjárfestingar í
huga,“ segir Hallur.
Hann kvaðst ekki geta gefið upp
hvaða aðilar væru á ferð en sagði ekki
um að ræða fyrirtækið Allianz, sem
hefði kannað markaðinn árið 2000 og
svo aftur upp á síðkastið með íbúða-
lán í evrum í huga.
Hallur viðraði á fundinum hug-
myndir um að sjóðurinn kaupi hluta
íbúðalána bankanna með eðlilegum
afföllum og fjármagni þau kaup með
sölu ríkistryggðra íbúðabréfa.
„Afleiðing þessa gæti orðið sú að
ekki þyrfti að hækka vexti þeirra lána
sem eru með opinn uppgreiðslu-
glugga haustið 2009 eins mikið og
annars væri, en miðað við núverandi
aðstæður er ljóst að bankarnir geta
ekki endurfjármagnað lán sín á þeim
vöxtum sem voru 2004.“
Þegar bankarnir hefðu ákveðið
4,15% vaxtastig hefðu þeir verið
bjartsýnir um að vextir á alþjóða-
mörkuðum yrðu lágir. Þessi staða
hefði breyst í kjölfar lánsfjárkrepp-
unnar og ljóst að bankarnir hefðu
tapað á því að veðja á endurfjármögn-
un á lægri vöxtum.
„Það sem vantar hjá bönkum eins
og Kaupþingi er að þeir hafa fjár-
magnað lán til 40 ára með skamm-
tímalánum og þeir þurfa sífellt að
endurfjármagna langtímalánin.
Vandamálið hjá bönkunum núna er
að þeir fá enga peninga. Það liggur í
augum uppi að þeir verða að hækka
vextina, bæði til að taka mið af þeirri
fjármögnun sem þeir munu þurfa til
endurfjármögnunar á þessum lánum
og líka vegna þess að þeir hafa verið
að tapa á fasteignabréfum.“
Helfrost á fasteignamarkaði
Morgunblaðið/Golli
Meðal ræðumanna Hallur Magnússon (frá vinstri), Guðmundur Bjarnason, Ásgeir Jónsson og Arnór Sighvatsson.
Mesta fasteignabóla Íslandssögunnar sprungin Ekki jafnfáir kaupsamningar á markaðnum síðan
1994 Ráðgjafi segir þýska aðila kanna fýsileika þess að bjóða upp á fasteignalán í evrum