Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 13 FRÉTTIR INNRITUN í framhaldsskóla fer fram dagana 14. maí til og með 11. júní 2008. Þann 14. maí verður opn- að fyrir rafræna innritun á skólavef menntamálaráðuneytis, á vefnum menntagatt.is/innritun. Allar um- sóknir um nám í dagskóla eru raf- rænar. Til að sækja um skóla er hægt að nýta allar tölvur með netaðgangi, til dæmis í grunn- og framhalds- skólum. Umsækjendur sem luku grunnskólanámi árið 2007 eða fyrr þurfa að sækja sér veflykil á menntagatt.is/innritun. Nem- endum sem koma erlendis frá er einnig bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hafa áhuga á að sækja um. Innritun í nám í kvöldskóla, fjar- nám og annað nám en í dagskóla verður með hefðbundnum hætti. Upplýsingar um framhaldsskóla má finna á menntagatt.is/innritun. Morgunblaðið/Eyþór Hvítir kollar Margir sækja eflaust um skóla sem útskrifa stúdenta. Skráð í fram- haldsskólana NOKKRIR fé- lagar í Blindra- félaginu fara á Hvanndalshnúk í fylgd aðstand- enda, starfs- manna félagsins og vina í dag, laugardaginn 3. maí. Leiðsögn verður í höndum Íslenskra fjalla- leiðsögumanna. Þessi ferð er fyrsta gönguferð endurreists gönguklúbbs Blindra- félagsins, en gönguklúbburinn gengur undir nafninu Heljar- mennafélagið. Reiknað er með að ferðin taki 14-16 klst. „Það er blindum og sjónskertum einstaklingum sem og öðrum mik- ilvægt að láta reyna á þolmörk færni sinnar og getu. Gönguferðir í óbyggðum eru bæði góð og gefandi iðja sem stuðlar að bættri heilsu og styrktu sjálfsmati, hvort sem um er að ræða blinda, sjónskerta eða full- sjándi einstaklinga,“ segir í tilkynn- ingu. Ágóði af happdrætti Blindra- félagsins sem nú er í gangi er not- aður til að efla félags- og hags- munamál blindra og sjónskertra. Blindir ganga á Hvannadalshnúk ÞRIÐJA og jafn- framt síðasta Ís- lands- og bik- armeistaramót Dansíþrótta- sambands Ís- lands árið 2008 fer fram nú um helgina, 3. og 4. maí, í Laugar- dalshöllinni. Keppt verður um Íslandsmeistaratitil í dönsum með grunnaðferð í A, B og K flokk- um. Sömu daga fer fram bikar- meistaramót F flokka. Að auki fer fram Íslandsmeistaramót í línu- dönsum í dag, en keppt verður í hóp- og einstaklingsdönsum. Fimm erlendir dómarar dæma keppnina. Júlíus Vífill Ingvarsson formaður menntaráðs Reykjavík- urborgar setur mótið. Stórmót dansara um helgina Dansarar á Spáni. STUTT ÞAÐ er fastur liður á hverju vori að hópreið er úr hesthúsahverf- unum á höfuðborgarsvæðinu til guðsþjónustu í Seljakirkju. Nú í ár verður guðsþjónustan 4. maí. Hópreiðin vekur ávallt mikla at- hygli og mikla þátttöku hesta og manna, segir í tilkynningu. Á síð- asta ári var talið að um 100 hross hafi verið í gerðinu við kirkjuna. Undanfarin ár hefur þessi reið- túr verið notaður sérstaklega fyr- ir fjölskylduna alla og verið myndarlegir hópar reiðmanna á öllum aldri, sem þyrpast að kirkj- unni. Við kirkjuna er lögð áhersla á að taka vel á móti hrossum og mönnum. Traust og vönduð rétt er sett upp. Að lokinni guðsþjón- ustunni er boðið upp á veitingar. Um guðsþjónustuna sér sr. Val- geir Ástráðsson, sóknarprestur í Seljakirkju. „Brokk-kórinn“, kór hestafólks, syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Jón Bjarnason og kirkjukórinn leiða sönginn. Guðsþjónustan verður kl. 14. Lagt verður af stað úr hesthúsa- hverfunum kl. 13. Í Víðidalnum við skiltið – á Gustssvæðinu frá reiðskemmunni og hjá Andvara frá félagsheimilinu. Hestamenn fjölmenna í Seljakirkju Seljakirkja Hópreið verður farin úr hesthúsahverfunum á höfuðborgar- svæðinu til guðsþjónustu í Seljakirkju í Breiðholti á sunnudag. Vinningur í hverri viku Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. og tvöfaldur kostar 2.000 kr. Kauptu miða á www.das.is 6x C20 0BenzMercedes- Kompress or + 5,6 milljónir í skottið á tvöfaldan miða! Fa t B oy6x DavidsonHarley + 3,2 milljónir í bakpokann á tvöfaldan miða! ÍS L E N S K A S IA .I S D A S 41 68 1 04 .2 00 8 (á tvöfaldan miða) Fleiri vinningar – meiri líkur á að vinna 52 þús. vinningar á 80 þús. númer Opið til kl. 16 í aðalumboðinu um helgina! Hringdu í síma 561 7757 og kauptu miða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.