Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 13

Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 13 FRÉTTIR INNRITUN í framhaldsskóla fer fram dagana 14. maí til og með 11. júní 2008. Þann 14. maí verður opn- að fyrir rafræna innritun á skólavef menntamálaráðuneytis, á vefnum menntagatt.is/innritun. Allar um- sóknir um nám í dagskóla eru raf- rænar. Til að sækja um skóla er hægt að nýta allar tölvur með netaðgangi, til dæmis í grunn- og framhalds- skólum. Umsækjendur sem luku grunnskólanámi árið 2007 eða fyrr þurfa að sækja sér veflykil á menntagatt.is/innritun. Nem- endum sem koma erlendis frá er einnig bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hafa áhuga á að sækja um. Innritun í nám í kvöldskóla, fjar- nám og annað nám en í dagskóla verður með hefðbundnum hætti. Upplýsingar um framhaldsskóla má finna á menntagatt.is/innritun. Morgunblaðið/Eyþór Hvítir kollar Margir sækja eflaust um skóla sem útskrifa stúdenta. Skráð í fram- haldsskólana NOKKRIR fé- lagar í Blindra- félaginu fara á Hvanndalshnúk í fylgd aðstand- enda, starfs- manna félagsins og vina í dag, laugardaginn 3. maí. Leiðsögn verður í höndum Íslenskra fjalla- leiðsögumanna. Þessi ferð er fyrsta gönguferð endurreists gönguklúbbs Blindra- félagsins, en gönguklúbburinn gengur undir nafninu Heljar- mennafélagið. Reiknað er með að ferðin taki 14-16 klst. „Það er blindum og sjónskertum einstaklingum sem og öðrum mik- ilvægt að láta reyna á þolmörk færni sinnar og getu. Gönguferðir í óbyggðum eru bæði góð og gefandi iðja sem stuðlar að bættri heilsu og styrktu sjálfsmati, hvort sem um er að ræða blinda, sjónskerta eða full- sjándi einstaklinga,“ segir í tilkynn- ingu. Ágóði af happdrætti Blindra- félagsins sem nú er í gangi er not- aður til að efla félags- og hags- munamál blindra og sjónskertra. Blindir ganga á Hvannadalshnúk ÞRIÐJA og jafn- framt síðasta Ís- lands- og bik- armeistaramót Dansíþrótta- sambands Ís- lands árið 2008 fer fram nú um helgina, 3. og 4. maí, í Laugar- dalshöllinni. Keppt verður um Íslandsmeistaratitil í dönsum með grunnaðferð í A, B og K flokk- um. Sömu daga fer fram bikar- meistaramót F flokka. Að auki fer fram Íslandsmeistaramót í línu- dönsum í dag, en keppt verður í hóp- og einstaklingsdönsum. Fimm erlendir dómarar dæma keppnina. Júlíus Vífill Ingvarsson formaður menntaráðs Reykjavík- urborgar setur mótið. Stórmót dansara um helgina Dansarar á Spáni. STUTT ÞAÐ er fastur liður á hverju vori að hópreið er úr hesthúsahverf- unum á höfuðborgarsvæðinu til guðsþjónustu í Seljakirkju. Nú í ár verður guðsþjónustan 4. maí. Hópreiðin vekur ávallt mikla at- hygli og mikla þátttöku hesta og manna, segir í tilkynningu. Á síð- asta ári var talið að um 100 hross hafi verið í gerðinu við kirkjuna. Undanfarin ár hefur þessi reið- túr verið notaður sérstaklega fyr- ir fjölskylduna alla og verið myndarlegir hópar reiðmanna á öllum aldri, sem þyrpast að kirkj- unni. Við kirkjuna er lögð áhersla á að taka vel á móti hrossum og mönnum. Traust og vönduð rétt er sett upp. Að lokinni guðsþjón- ustunni er boðið upp á veitingar. Um guðsþjónustuna sér sr. Val- geir Ástráðsson, sóknarprestur í Seljakirkju. „Brokk-kórinn“, kór hestafólks, syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Jón Bjarnason og kirkjukórinn leiða sönginn. Guðsþjónustan verður kl. 14. Lagt verður af stað úr hesthúsa- hverfunum kl. 13. Í Víðidalnum við skiltið – á Gustssvæðinu frá reiðskemmunni og hjá Andvara frá félagsheimilinu. Hestamenn fjölmenna í Seljakirkju Seljakirkja Hópreið verður farin úr hesthúsahverfunum á höfuðborgar- svæðinu til guðsþjónustu í Seljakirkju í Breiðholti á sunnudag. Vinningur í hverri viku Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. og tvöfaldur kostar 2.000 kr. Kauptu miða á www.das.is 6x C20 0BenzMercedes- Kompress or + 5,6 milljónir í skottið á tvöfaldan miða! Fa t B oy6x DavidsonHarley + 3,2 milljónir í bakpokann á tvöfaldan miða! ÍS L E N S K A S IA .I S D A S 41 68 1 04 .2 00 8 (á tvöfaldan miða) Fleiri vinningar – meiri líkur á að vinna 52 þús. vinningar á 80 þús. númer Opið til kl. 16 í aðalumboðinu um helgina! Hringdu í síma 561 7757 og kauptu miða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.