Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 19 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Búlgaríu 26. maí frá kr. 39.990 Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v 2-4 í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól tilboð, 26.maí. Aukavika ekki í boði. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins örfá sæti í boði! Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í maí á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. AÐ ganga inn á sýningu Jóns Lax- dal í Jónas Viðar galleríi á Ak- ureyri er eins og að stíga inn í verslun sem er hönnuð eftir nýj- ustu naumhyggjutísku, tómt og tært verslunarrými sem vert væri að taka til umfjöllunar í Innliti- Útliti. Uppstillingar Jóns sýna þó engar venjulegar vörur, heldur eru þar minningar, horfnar stundir í orði. Á gólfinu liggja box á hillum sem listamaðurinn hefur smíðað utan um titilsíður gamalla bóka, sumar hverjar eru augljóslega stolnar úr bókasöfnum fyrir alllöngu og aðrar – ja, hver veit? Síðurnar eru veðr- aðar og geyma þar af leiðandi sög- ur sem eru ekki lengur sagðar í kaflaskiptu lesmáli heldur með til- finningalegri upplifun og ímynd- unarafli sem kann að kvikna út frá einu orði eða setningu á misguln- uðum síðunum. Á hillum á vegg er bók tileinkuð Thomas Mann og sandblásnar vín- flöskur tileinkaðar Friedrich Hölderlin og Johan Sebastian Bach sem gefa naumhyggjunni konfekt- legan barokkblæ. Á endaveggnum, skreyttum hausstórum nöglum, standa svo fjórar sandblásnar áfengisflöskur, þrír pelar og vínflaska, merktar: – Gísli, Eiríkur, Helgi og Biggi. En verkið er tileinkað Birgi Andr- éssyni sem lést um aldur fram í fyrra. Birgir dáðist að sérkennilegu fólki og gefur Jón honum þá heimili með þremur sérvitringum, bræðr- unum frá Bakka, sem unnu sér sess í þjóðarsál Íslendinga með margskonar hugmyndaríkum gjörningum, eins og að bera ljós inn í hús í húfum sínum. Verkið má sjá sem virðingarvott til Birgis. Það er annars fínleg fegurð í þessum verkum eða innsetningu Jóns Laxdal og heldur hönn- unarþátturinn vandlega utan um brothættar minningarnar í afar smekklegum umbúðum. Brothættar minningar MYNDLIST Jónas Viðar gallerí Opið föstudaga og laugardaga frá 13-18. Sýningu lýkur 11. maí. Aðgangur ókeypis. Jón Laxdal bbbbn Horfnar stundir Á sýningunni er fallegt verk tileinkað Birgi Andréssyni. Jón B.K. Ransu Í GalleríBOXi á Akureyri sýna tví- burasysturnar Gunnhildur og Bryn- hildur Þórðardætur samvinnuverk- efni undir yfirskriftinni Prjóna- heimur Lúka. Tvinna þær saman hönnun og myndlist, en sú fyrr- nefnda er myndlistarkona og sú síð- arnefnda er fatahönnuður. Saman skipa þær listatvíeykið Lúka Art & Design. Sýningin er innan sem utan box- ins. Hafa þær stöllur hljóðeinangrað hluta boxins með mynstruðum ull- arvegg. Mynstrið er unnið út frá Appolo-lakkrís og er pixlað í línur og lykkjur. Á gólfi eru svo kubbslaga form (kannski lakkrísbiti) og út úr þeim spíra svartar lengjur, ígildi lakkrísreima. Utan boxins eru ullahúfur og yf- irhafnir með sama mynstri til sýnis. Þetta er áhugaverð tilraun og þjóðlegt gaman, við eigum jú bestu ull og besta lakkrís í heimi. Bæði myndlistin og hönnunin njóta sín vel ínnan marka hvors annars. En út- færsla á mynstri er frekar veik. Virkar full tölvugrafískt til að vera sannfærandi sem lakkrís. Þá virðast litir í verkunum valdir eftir smekk og velti ég þá fyrir mér hvort ekki hefði verið nær að skerpa á marsípanhjúpuðum lakkrísnum með sætlegri litasetteringum. Séríslenskt Ullarveggur skreyttur með Appolo-lakkrísmynstri. Ull og Appolo MYNDLIST GalleríBOX Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14- 17. Sýningu lýkur 5. maí. Aðgangur ókeypis. Lúka art & Design bbbnn Jón B.K. Ransu VORTÓNLEIKAR Hljómeykis fóru fram í hinni söngvænu ská- tenungslaga Seltjarnarneskirkju á fimmtudag við góða aðsókn, þrátt fyrir heiðskírt veður og samein- aðan uppstigningardag og hátíð verkalýðsins. 14 liða dagskráin var geysifjölbreytt og flíkaði er- lendum og innlendum kórverkum í hlutfallinu 2:1. Ýtt var úr vör með Vorkvæði um Ísland frá 1994 (Jón Nordal / Jón Óskar), og tóku við Kung Liljekonvalje Wikanders, Ecco mormorar Monteverdis og La blanche neige eftir Poulenc. Öll prýðilega sungin, og þó að flúrað lagferli síðendurreisnarmadrígals- ins væri frekar lint, stafaði sleip- an neonþokka af Parísarlaginu er minnti í stíl á neðarskráðan Vil- lette. Síðan var frumflutt Oft fellur sjór yfir hlunna eftir kórfélagann Hildigunni Rúnarsdóttur við ís- lenzka þjóðvísu með fylgiradd- arsellóleik Önnu Tryggvadóttur. Frekar stutt verk [4’] en and- rúmsríkt, hjúpað lágvært dún- dimmum mollblæ og nátt- úruljóðrænni undiröldu. Hið umfangsmikla [10’] og kröfuharða nútímaverk Skotans James Mac- millans, Child’s Prayer, var víða skemmtilega frumlegt og brydd- aði upp á margs konar áferð, m.a. frá tveim dáfögrum spezzati sópr- aneinsöngvurum ofan af kirkju- svölum, og myndaði jafnframt fyrsta hápunkt dagskrár í gríð- arlega vel heppnuðum flutningi. Átti það einnig við Salve Regina, seiðandi latneskuleitan Mar- íuhelgisöng Lars Janssons (radds. Gunnars Erikssons) við snemm- miðalda sálmtexta, er endurfluttur var í tónleikalok. Maríukvæði Atla Heimis við texta Kiljans túlkaði Hljómeyki af frábæru látleysi, og met- sölukórverk Báru Grímsdóttur, Ég vil lofa eina þá er öðrum frem- ur hefur kennt landanum að meta fimmskiptan takt, rann sömuleiðis óaðfinnanlega niður. Eftir afl- þrungið hómófónískt Ave Maria Bruckners kom sannkölluð norræn nútímaperla Tronds Kverno Ave Maris Stella í álíka fjölbreyttri áferð og Child’s Prayer og borin uppi af hnitmiðaðri og nánast lýta- lausri túlkun. Djasskrómað hljóm- ferli einkenndi síðan nærri popp- kennt ákall Pierres Villettes til helgrar meyjar, Hymne a la Vierge, áður en tveir ægifagrir þættir úr Náttsöngvum Rakhman- inoffs Op. 37 settu tónleikunum tignarlegan grísk-orþódoxan loka- punkt. Aldarþriðjungsgamalt Hljóm- eykið er líklega elzti enn starfandi kammerkór landsins og sá fyrsti sem nálgaðist atvinnumennsku- staðal. En þó að samkeppnin væri kannski takmörkuð fram að lokum síðustu aldar, hefur framboðið síð- an margfaldazt. Er því ánægjulegt að sjá að kórinn hefur náð að mæta því með það áþreifanlegum gæðum að hann telst enn óhikað í fremstu röð. Og þó aðeins sé til- greint eitt af mörgu, þá var vissu- lega bragð að jafnóvenjulegu raddhlutfali og 11 konum á móti 12 körlum – miðað við þá karla- eklu sem enn stendur flestum blönduðum kórum landsins fyrir þrifum. Enn í fremstu röð TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Íslenzk og erlend kórverk. Sönghópurinn Hljómeyki. Stjórnandi: Magnús Ragn- arsson. Fimmtudaginn 1. maí kl. 20. Kórtónleikarbbbbn Ríkarður Ö. Pálsson HRAFNHILDUR Björnsdóttir heldur einsöngstónleika í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, á morgun, ásamt eiginmanni sínum Martyn Parkes. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröðinni TÍBRÁ og hefjast kl. 20. Þetta eru fyrstu tónleikar Hrafnhildar og Martyns í Salnum, en hún var valin listamaður Kópa- vogs árið 2000 og eru tónleikarnir hennar nú hluti af vorhátíð bæj- arins. Á efnisskránni má finna verk eftir J.S. Bach, Leonard Bern- stein, Jórunni Viðar, Verdi, Goun- oud, Fauré, Schubert og Strauss. Fullt miðaverð er 2.000 kr. en afsláttarverð er 1.600 kr. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tónar Verk Jórunnar Viðar eru meðal þeirra sem flutt verða. Bach, Bern- stein og Jór- unn Viðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.