Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Mánud. 5. maí kl. 13
verður formleg opnun á handverkssýn-
ingu þátttakenda í félagsstarfinu. Með-
læti til sölu með kaffinu. Föstud. 9. maí
verður vorfagnaður kl. 17 – hátíðarmatur,
skemmtiatriði og ball. Verð kr. 3.500.
Allir velkomnir.
Breiðfirðingabúð | Vorfundur Félags
breiðfirskra kvenna verður haldinn
mánudaginn 5. maí kl. 20.
Félag kennara á eftirlaunum | Síðasti
fræðslu- og skemmtifundur vetrarins
hefst kl. 13.30 í Ásgarði í Stangarhyl 4.
Aðalfundarstörf í fundarlok.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi
kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Sýning á
handunnum nytja- og skrautmunum, sem
unnir hafa verið í vetur í Gjábakka, verð-
ur í dag og á morgun kl. 13-17. Smiðjur í
gangi, vöfflukaffi. Allir velkomnir.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Létt
ganga frá Gullsmára um næsta nágrenni
kl. 10. Vorsýning kl. 13-17, handunnir nytja-
og skrautmunir. Vöfflukaffi og handverks-
smiðjur.
Félagsstarf Gerðubergs | Miðvikud. 7.
maí verður farið í ferðalag austur yfir fjall,
m.a. heimsókn á Hótel Eldhesta þar sem
snædd verður fiskisúpa. Ekið í Hvera-
gerði, ísveisla í Eden o.fl. Lagt af stað frá
Gerðubergi kl. 12, áætluð heimkoma kl. 17.
Skráning á staðnum og s. 575-7720.
Hallgrímskirkja | Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Minnt er á félagsfundinn í dag,
laugardag, í kórkjallara kirkjunnar.
Hæðargarður 31 | Kaffisopi, tölvur, Müll-
ers-æfingar, postulín, hláturjóga, bók-
mennntir, myndlist, ljóðlist, félagsvist,
söngur, línudans, gönuhlaup, samræðulist,
Bör Börson, sniglaganga o.fl., s. 568-
3132.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands-
skóla, Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í síma
564-1490.
Kvenfélag Garðabæjar | Vorfundur fé-
lagsins verður haldinn þriðjud. 6. maí kl.
19.30 í Garðaholti. Skrá þarf þátttöku í
síðasta lagi sunnud. 4. maí. Nánari uppl.
er að finna í fréttabréfi og á heimasíðu
félagsins. Skemmtiatriði og funda-
sölunefnd verður með varning til sölu.
www.kvengb.is
Kvenfélag Kópavogs | Opið hús í tilefni
af Kópavogsdögum sunnudaginn 4. maí
frá kl. 11, í sal kvenfélagsins, Hamraborg
10, 2. hæð. Kaffiveitingar, kökubasar,
innkaupapokar og fleira. Málverkasýn-
ing.
Lífeyrisþegadeild Landssambands lög-
reglumanna | Munið síðasta sunnudags-
fund vetrarins á morgun, 4. maí, kl. 10 á
Grettisgötu 89.
Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður
mánudaginn 5. maí kl. 13-17. Margt í
boði, t.d. fatnaður, hljómplötur, geisla-
diskar, húsbúnaður, bækur og fleira.
Veislukaffi báða dagana. Allir velkomnir.
80 ÁRA | Í dag, laugardaginn
3. maí, er Helgi S. Hólm-
steinsson sjómaður áttræður.
Hann verður heima í dag en
veisluhöld eru ekki fyrirhuguð
fyrr en í sumar.
dagbók
Í dag er laugardagur 3. maí, 124. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)
Vænta má meiri kátínu envenjulega í Kringlunni ámorgun, sunnudag, en þarmun hittast hópur iðkenda
hláturjóga, í tilefni af alþjóðlega hlát-
urdeginum.
Sif Ingólfsdóttir hláturjógakennari
fer fyrir hópnum: „Hláturjóga var
þróaður af dr. Madan Kataria og
konu hans Madhuri sem árið 1995
stofnuðu fyrsta hláturklúbbinn til að
sannreyna kenningar sínar um já-
kvæðan áhrifamátt hláturs á andlega
og líkamlega heilsu,“ segir Sif.
Hópur sem stækkaði
„Dr. Kataria starfaði við lyflækn-
ingar, og hafði veitt því eftirtekt að í
hvert skipti sem hann umgekkst
sjúklinga sína af léttleika og gleði
batnaði þeim mun betur. Hann setti
á laggirnar lítinn hóp til að skoða
nánar áhrif hlátursins, og fór hóp-
urinn hratt vaxandi. Fyrst byggðist
starfsemin á gríni og glettni, en þeg-
ar allir voru farnir að kunna gömlu
brandarana utan að byrjaði Madan
að þróa hláturæfingar í samstarfi við
eiginkonu sína Madhuri sem er jóga-
kennari að mennt.“
Útkoman er blanda af jóga-
öndunaræfingum og hláturæfingum
þar sem leiðbeinandi leiðir hóp í
hlátri. Segir Sif vandaðar rannsóknir
hafa sýnt að hláturæfingar geta haft
jákvæð áhrif á heilsu: „Á þeim
skamma tíma sem liðið hefur frá því
dr. Kataria hóf þróun hláturjóga hafa
orðið til um sex þúsund hlát-
urklúbbar í sextíu löndum, og fer
fjölgandi. Á Íslandi eykst áhuginn á
hláturjóga hægum en öruggum
skrefum og eru nú þegar starfandi
fjórir hláturjógahópar sem ég leið-
beini.“
Allir geta verið með
Sif mun stýra kynningu á hlát-
urjóga á Blómatorgi Kringlunnar á
sunnudag kl 15 og varir kennslan í
um stundarfjórðung. Eru allir vel-
komnir og aðgangur ókeypis.
Þeir sem nánar vilja fræðast um
hláturjóga geta skilið eftir skilaboð á
símsvara Sifjar í síma 567 9271 og
hefur hún þá samband um hæl.
Heilsa | Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudag og dagskrá í Kringlunni
Hláturinn lengir lífið
Sif Ingólfsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1941. Hún lauk
verslunarprófi frá
Verslunarskóla Ís-
lands 1958. Sif hef-
ur stundað nám í
grasalækningum,
tónlistar- og geð-
lækningum. Hún
er lærður græðari fjölfræðingur á
sviði náttúrulækninga fra Harald Thi-
is og lauk kennslunámi frá hláturjóga-
skóla Madan Kataria árið 2007 og hef-
ur á ferli sínum fengist við rannsóknir
og skrif um ýmis svið náttúrulækn-
inga Sif á tvö börn og fimm barna-
börn.
Tónlist
Borgarneskirkja | Kór Háteigs-
kirkju heldur vortónleika sunnu-
daginn 4. maí kl. 17. Stjórnandi
er Douglas A. Brotchie, aðgang-
ur er ókeypis.
Grensáskirkja | Senjórítukór
Kvennakórs Reykjavíkur heldur
vortónleika í dag kl. 17. Stjórn-
andi er Ágota Joó.
Langholtskirkja | Per Nielsen
trompetleikari heldur tónleika kl.
15. Kammerkór Langholtskirkju
undir stjórn Jóns Stefánssonar
syngur Laudate Dominum eftir
Mozart. Á efnisskrá m.a. O mio
babbino caro, Amazing Grace og
Tears in Heaven eftir Elton
John.
Laugarneskirkja | Mánakórinn
heldur tónleika á morgun, 4.
maí, kl. 16. Einsöngvarar eru:
Unnur Sigmarsdóttir, Sigurður
Þengilsson, Þórir Georgsson.
Stjórnandi er Violeta Smid og
undirleikari er Krystyna Cortes.
Kórinn flytur létta dagskrá.
Miðaverð er 1.500 kr.
Salurinn, Kópavogi | Í dag kl. 17
heldur Joaquin Páll Palomares
tónleika, en hann útskrifast með
diplómanám í fiðlu frá LHÍ í vor.
J. Páll hefur þegar vakið athygli
en í janúar sl. lék hann fiðlu-
konsert með Sinfóníuhljómsveit
Íslands í framhaldi af samkeppni
ungra einleikara um að fá að
spila með hljómsveitinni.
Seltjarnarneskirkja | Burtfar-
artónleikar Tónskóla Sigursveins
verða á morgun kl. 17. Þar mun
Jóhann Ingi Benediktsson gít-
arleikari leika verk eftir Narvaes,
Bach, Gunnar Reyni Sveinsson,
Albeniz og Villa-Lobos. Aðgang-
ur frjáls.
Myndlist
Gallerí | Síðasti dagur á sýn-
ingar Kristínar Reynisdóttur,
Corpora, í kjallara Kirsuberja-
trésins, Vesturgötu 4. Opið kl. 11-
17. Kristín verður á staðnum kl.
15-17. Athugið að gengið er inn á
sýninguna Tryggvagötumegin
eftir kl. 15. www.this.is/kristin
Hitt húsið | Myndlistasýning
verður opnuð í kjallara Hins
hússins í Pósthússtræti 35 í dag
kl. 13. Sýndar verða ljósmyndir
og málverk úr starfi Sérsveit-
arinnar í vetur. Sýningin verður
opin kl. 9-17 og stendur til 9.
maí.
Ketilhúsið Listagili | Karl Guð-
mundsson og Rósa Kristín Júl-
íusdóttir hafa unnið saman að
listsköpun í fjöldamörg ár, bæði
sem kennari og nemandi en líka
sem félagar í listinni. Þau hafa
haldið sameiginlegar listsýningar
og tekið þátt í samsýningum.
Einnig hafa þau haldið fyrirlestra
um samvinnu sína.
Leiklist
Bifröst, Sauðárkróki | Leikfélag
Sauðárkróks sýnir farsann Viltu
finna milljón? kl. 15, miðasala s.
849-9434.
Uppákomur
Lautin | á Akureyri. Ýmis lista-
verk, handverk og ljóð til sýnis
og gómsætar kaffiveitingar til
sölu.
Fyrirlestrar og fundir
Grand Hótel Reykjavík | Nem-
endur á fyrra ári í MPM námi við
verkfræðideild HÍ kynna afrakst-
ur hópverkefna sem þeir hafa
unnið að á vormisseri. Vinnu-
hópar fá 20 mínútur til umráða
til að kynna verkefni sín. Að því
loknu er 5-10 mínútna spurn-
inga- og umræðutími. Sjá dag-
skrá á www.mpm.is
Grand Hótel Reykjavík | Loka-
kaffi Kvenfélagsins Heimaeyjar
verður kl. 14.
Fréttir og tilkynningar
GA-fundir (Gamblers Ano-
nymous) | Ef spilafíkn hrjáir þig
eða aðstandendur þína er hægt
að fá hjálp með því að hringja í
síma 698-3888.
Frístundir og námskeið
Laugardalurinn | Alþjóðlegi hlát-
urdagurinn verður haldinn hátíð-
legur með hláturgöngu um
Laugardalinn á sunnudaginn.
Gangan hefst við gömlu þvotta-
laugarnar kl. 13. Takið með nesti
og góða skapið. Ásta Valdimars-
dóttir og Kristján Helgason
stjórna.
Maður lifandi | Opinn hlát-
urjógatími Hláturkætiklúbbsins
verður í heilsumiðstöðinni Maður
lifandi, Borgartúni 24, í dag kl.
10.30-11.30. Allir velkomnir. Að-
gangseyrir er 1.000 kr. Ásta
Valdimarsdóttir og Kristján
Helgason stjórna.
Skrappa.is | Alþjóðlegi skrapp-
dagurinn er í boði Skrappa.is
ýmsar nýjungar í skrappinu
kynntar, sýnikennsla, sýnishorn,
happdrætti o.fl. Tilboð á staðn-
um og einnig á www.skrappa.is.
Einnig verður kynnt ný þjónusta
fyrir skrappara sem vilja koma
sínum vörum á framfæri. Opið er
kl. 10-21.
ÞESSI spræki hundur sýndi listir sínar í lögregluhunda-
skólanum á Srí Lanka. Hans bíður þó meiri alvara því voffi,
ásamt sextíu öðrum, hefur undirgengist langa þjálfun í að
leita að sprengiefnum, skotvopnum og eiturlyfjum. Ætlar
herinn að beita næmu nefi hundsins í baráttuni við hryðju-
verkastarfsemi og glæpi í landinu.
Hoppidí hopp
Reuters
BOÐIÐ verður upp á þrjú nám-
skeið fyrir eldri borgara í Reyk-
holti, Borgarfirði, vikuna 19.-23.
maí næstkomandi.
Í samvinnu við Snorrastofu
verður boðið upp á námskeið í
sögu Snorra Sturlusonar í umsjá
Óskars Guðmundssonar sagn-
fræðings og rithöfundar. Aðrir
fyrirlesarar verða sr. Geir
Waage, Bergur Þorgeirsson,
forstöðumaður Snorrastofu, og
Evy Beate Tveter verkefn-
isstjóri.
Námskeið í leikrænni tjáningu
verður í umsjá Margrétar Áka-
dóttur leikkonu og MA í leiklist-
armeðferð. Byggt verður á
sagnahefð Íslendinga og endað á
leiksýningu.
Námskeið í jóga verður í
höndum Aaniku Chopra, en það
námskeið er hið eina sem fram
fer á ensku. Farið verður í
fræðin að baki jógaiðkun, mat-
aræði og lífsstíl og kenndar ýms-
ar æfingar.
Þátttakendur velja sér eitt
þessara þriggja námskeiða, sem
hvert um sig er 30 kennslu-
stundir. Námskeiðsgjöld eru
64.000 kr. og innifalið er fullt
fæði og gisting auk tveggja
kvöldvaka.
Gist verður í tveggja manna
herbergjum á Fosshóteli Reyk-
holti, nema annars sé sér-
staklega óskað. Skipuleggjandi
er Helga Dís Sigurðardóttir, MA
í uppeldis- og menntunarfræði
frá Háskóla Íslands. Hægt er að
fá nánari upplýsingar og skrá
sig í síma 562-5575 eða á net-
fanginu hugleidir@simnet.is.
Námskeið fyrir eldri
borgara í Reykholti
NÝ MENNINGAR- og tóm-
stundamiðstöð ungs fólks verð-
ur opnuð í Hábraut 2, Kópa-
vogi, í dag, laugardaginn 3.
maí, kl. 16.30, á fyrsta degi
menningarhátíðarinnar Kópa-
vogsdaga.
Ungir listamenn koma fram
og þar verða myndlistarsýning,
ljóðaupplestur og tónlistar-
atriði. Ávörp flytja Ómar Stef-
ánsson, formaður bæjarráðs,
Sigurrós Þorgrímsdóttir, for-
maður lista- og menningarráðs,
og Sólrún Sigvaldadóttir, for-
maður nemendafélags Mennta-
skólans í Kópavogi.
Nafn á ungmennahúsinu
verður tilkynnt á opnuninni.
Í tilefni af 50 ára afmæli
Kópavogs í maí 2005 samþykkti
bæjarstjórn Kópavogs að reisa
hús fyrir menningar- og tóm-
stundastarf ungs fólks. Fyrstu
skóflustunguna tók Gunnar I.
Birgisson, bæjarstjóri Kópa-
vogs, 8. október 2005.
Með stofnun menningar- og
tómstundamiðstöðvar er ungu
fólki 16 ára og eldra búin vímu-
laus félags- og tómstundaað-
staða sem er sérsniðin að þess
óskum. Ungt fólk getur komið
menningu sinni og listum á
framfæri, t.d. með tónleika-
haldi, sýningum eða öðrum
gjörningum. Einnig verður
veitt ráðgjöf í samstarfi við fag-
aðila og samtök. Síðast en ekki
síst er húsið hugsað sem sam-
komustaður þar sem rekið
verður kaffihús, aðgangur
verður að netinu og aðstaða til
ýmissar tómstundaiðkunar.
Miðstöð ungs fólks
opnuð í Kópavogi
ÞAÐ sem af er viku hafa starfsmenn hverfastöðva framkvæmda- og
eignasviðs sinnt vorhreinsun í Reykjavík og lagt borgarbúum lið með
því að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóða-
mörk. Í tilkynningu kemur fram að Reykvíkingar hafa tekið óvenju-
vel við sér. Vorhreinsuninni lýkur formlega í dag og þeir sem ekki
hafa nú þegar tekið til í sínu nærumhverfi eru eindregið hvattir til að
nýta sér þessa þjónustu og taka til hendinni.
Taka til hendinni Starfsmenn hverfastöðvarinnar við Miklatún.
Vorhreinsuninni í
Reykjavík lýkur í dag