Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 11

Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 11 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BRÉF borgaryfirvalda til veitingastaðanna Ölstofunnar og Vegamóta, þar sem farið er fram á að stöðunum verði lokað fyrr um helg- ar, eru ekki sögð liður í nýrri stefnu yfirvalda um að stytta opnunartíma veitingahúsa um helgar. Slík ákvörðun hefur ekki verið tekin. Skýringa er miklu frekar að leita í afleið- ingum reykingabanns á veitingahúsum og ákvæðum nýrra laga um veitingahús, sem tóku gildi 1. júlí á síðasta ári og gefa umsagn- araðilum heimild til að mæla með styttingu eða öðrum aðgerðum vegna kvartana ná- granna eða skoðunar eftirlitsaðila. Greint var frá umræddum bréfum í Morg- unblaðinu í gær, og haft eftir eiganda Ölstof- unnar að tilmælin hefðu komið honum í opna skjöldu. Hjá borginni fengust þau svör í gær að einn veitingastaður til viðbótar, Q Bar við Ingólfsstræti, hefði áður fengið samskonar bréf þar sem farið hefði verið fram á styttingu opnunartíma. Til breytinga getur ekki komið hjá fleiri stöðum nema við endurnýjun á rekstrarleyfinu, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Aðgerðaáætlun samþykkt Tilmælin komu fleirum í opna skjöldu. Með- al þeirra er Jakob Frímann Magnússon mið- borgarstjóri sem nýlega leiddi saman veit- ingahúsaeigendur, lögreglustjóra, borgar- stjóra og fleiri til að ræða skemmtanahald í miðborginni. Fór samráðsfundurinn fram degi áður en umrædd bréf voru send frá borg- inni. Að sögn Jakobs var sérstök aðgerða- áætlun samþykkt á fundinum, þar sem allir ætluðu að taka höndum saman um að manna og kosta aðgerðir til að draga úr hávaða og ónæði frá skemmtistöðum. Það hafi í versta falli verið óheppileg tilviljun að daginn eftir hafi tveimur veitingastöðum borist bréf með tilmælum um að stytta opnunartímann. Í raun sé um að ræða ferli tveggja óskyldra mála sem hófust á mismunandi tíma. Áfram verði unnið að undirbúningi aðgerðanna en heil- brigðiseftirlitið þurfi að sinna sinni laga- skyldu. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverf- iseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að hvert mál sé skoðað fyrir sig og um- sögn gefin til lögreglunnar. Ef kvartanir ber- ist þurfi að sannreyna hvort þær eigi við rök að styðjast, eins og kvartanir vegna hávaða. Komi fram annmarkar sé veitingastöðum til- kynnt um það, og þeir hafi þá rétt á að and- mæla eða sýna fram á að þeir geti dregið úr ónæðinu. Í máli umræddra veitingastaða hafi jákvæð umsögn verið gefin að öðru leyti en því að mælt var með lokun fyrr. Engin gleði án svefns Rót þessa vanda má rekja til reykinga- banns á veitingahúsum. Hávaði frá þessum stöðum jókst til muna eftir að bannið tók gildi 1. júní 2007 og reykingafólk varð að fara út fyrir dyr. Hafa kvartanir borist ítrekað vegna ákveðinna veitingahúsa og þá fyrst og fremst frá nágrönnum. Hér þurfa yfirvöld að feta vandrataðan meðalveg, þar sem reynt er að koma í veg fyrir að almenningur sé rændur bæði gleði og svefni, og að viðskipti séu tekin af veit- ingahúsaeigendum. Umhyggja fyrir þeim sem orðið hafa að þola óbeinar reykingar á skemmtistöðum hefur óvænt bitnað á heilsu þeirra sem þurfa á svefni og hvíld að halda, en eins og einn við- mælenda blaðsins orðaði það verður engin gleði án svefns. Rakið til reykingabanns  Veitingamenn, borgaryfirvöld og lögregla glíma við afleiðingar reykingabanns  Hvert tilvik skoðað fyrir sig  Miðborgarstjóri segir bréf til veitingahúsa daginn eftir samráðsfund „óheppilega tilviljun“ SAMKVÆMT lögum um veitingahús, gisti- staði og skemmtanahald (nr. 85/2007) ber heilbrigðisyfirvöldum að meta grenndar- áhrif frá veitingastöðum, m.a. með tilliti til hávaða og annars ónæðis. Staðirnir þurfa innan tveggja ára frá gildis- töku laganna, sem var 1. júlí 2007, að endurnýja sín rekstrarleyfi og að fenginni umsögn nokkurra aðila veitir embætti lögreglustjóra nýtt leyfi. Umsögn þurfa að gefa viðkomandi sveitarstjórn, heilbrigðis- nefnd, slökkvilið, lögregla, vinnueftirlit og byggingarfulltrúi. Tilmæli um opnunartíma koma t.d. frá sveitarfélaginu og stofnunum þess og ber lögreglustjóra að fara eftir þeim umsögnum. Sex þurfa að veita umsögn BORGARYFIRVÖLD hafa gefið þremur veitingahúsum í mið- borginni þá umsögn að þeim beri að loka fyrr um helgar. Um er að ræða Ölstofuna og Vegamót og fyrr í vetur höfðu eig- endur Q Bar fengið sömu tilmæli, samkvæmt upplýsingum borgaryfirvalda. Núverandi eigandi segist hins vegar ekki kannast við þau tilmæli og loki staðnum frá klukkan þrjú til fimm, allt eftir aðsókn hverju sinni. Veitingamenn eru margir hverjir óánægðir með aðgerðir yfirvalda og íhuga samræmd mótmæli. Kormákur Geirharðs- son, eigandi Ölstofunnar, segist nú hafa tíu daga til að bregð- ast við tilmælunum. Lögmaður sinn sé kominn í málið og muni m.a. óska eftir dagbókarfærslum frá lögreglunni. Eigendur veitingahúsa í miðborginni ósáttir við borgaryfirvöld og lögreglu Morgunblaðið/Golli og Árni Sæberg Þremur veitingahúsum gert að loka fyrr Akureyri | „Pabbi var skipstjóri á Snæfelli á árunum 1952 til 1959 og sjálfur fór ég fyrst til sjós með hon- um árið 1956, þá einungis sjö ára gamall,“ segir Bjarni Bjarnason um fyrstu kynni sín af sjómennsku, en hann hefur verið á einu sögufræg- asta skipi Akureyrar, Súlunni, í fjörutíu ár og þar af skipstjóri í þrjá áratugi. „Við byrjuðum allir á skip- inu barnungir, bræðurnir. Ég náði til dæmis að veiða á herpinót eins og gert var á síldarveiðum í þá daga.“ Bjarni fetaði í fótspor föður síns og í mars sl. voru liðin 40 ár síðan hann fór fyrst til sjós á Súlunni. Tíu árum eftir að hann byrjaði sem há- seti var hann orðinn skipstjóri. Bjarni telur góða skapsmuni fyrsta þeirra kosta sem góður skip- stjóri þarf að búa yfir: „Það er mikið atriði, að vera með taugakerfið í þokkalega góðu lagi. Svo þarf hann að geta aðlagast öðru fólki, enda eru margir búnir að vera á Súlunni í gegnum árin. Okkur hefur reyndar haldist mjög vel á mönnum, og nokkrir hafa starfað á henni í yfir þrjátíu ár.“ Þegar Bjarni er inntur eftir því eftirminnilegasta á löngum ferli sín- um sem skipstjóri minnist hann fyrst á það hve meiðsl á skipverjum hafi verið fátíð. „Það er það bjart- asta á ferlinum. Það hefur nánast aldrei skaddast maður um borð í skipi hjá mér og ég hef skilað öllum heilum í land. Þetta er stærsti póst- urinn í því og ég þakka forsjóninni mest fyrir það.“ Að mati Bjarna hefur útgerð breyst mikið á nokkrum áratugum. „Í dag eru menn í járnklóm kvóta. Fyrir vikið er ekki til neitt lengur sem heitir aflamennska. Aflakóngar og aflaklær eru ekki til í dag þar sem enginn má lengur veiða svo mikið. Kvótarnir eru orðnir það skertir í dag. Áður fyrr var spennandi að bíða eftir aflaskýrslum en það er liðin tíð. Nú eru menn víttir fyrir að veiða of mikið og menn forðast það eins og heitan eld að veiða.“ Það er freistandi að áætla hvað Bjarni hefur veitt mikið af fiski á þessum fjörutíu árum. Bjarni viður- kennir að hann hafi ekki tekið það saman, en við finnum það út með há- vönduðum slumpreikningi að miðað við um 20 þúsund tonna veiði að jafnaði síðustu áratugi gæti Bjarni hafa tekið þátt í að veiða einhver 800 þúsund tonn. Og er þá ekki tilvalið fyrir Bjarna að halda áfram og ná að veiða upp undir milljón tonn af fiski? „Jú, ég mun halda eitthvað áfram. Ég er kornungur ennþá og í góðu lagi.“ Ljósmynd/Margrét Þ. Þórsdóttir Sjómannafjölskylda Sl. laugardag gáfu Bjarni og systkini Iðnaðarsafninu módel af Snæfelli, sem faðir Bjarna stýrði. Frá vinstri: Baldvin, Freysteinn, Bjarni, Árni, Guðlaug María, Sigríður og Jóhannes Bjarnabörn. „Ég hef skilað öllum heilum í land“  Bjarni Bjarnason hefur verið skipstjóri á Súlunni í þrjátíu ár og man tímana tvenna á sjónum  Hóf sjómannsferil sjö ára og er hvergi nærri hættur  Engir aflakóngar og -klær lengur BJARNI Bjarnason og fjölskylda hans afhentu Iðnaðarsafninu um síðustu helgi veglega gjöf í tilefni af tíu ára afmæli safnsins sem verður næsta laugardag. Gjöfin er líkan eftir Grím Karlsson af skipinu Snæ- felli, sem var eitt stærsta og öflug- asta skip sem smíðað var á Akur- eyri í sinni tíð. Bjarni Jóhannesson, faðir Bjarna, var skipstjóri á Snæ- felli. „Það er mjög vandað, algjör lista- smíð,“ segir Bjarni um líkanið sem er um einn og hálfur metri á lengd og smíðað í hlutföllunum 1 á móti 25 eftir teikningum af Snæfelli. Eitt stærsta og öflugasta skipið Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.