Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í DAG, þriðjudag, verður farin fræðslu- og gönguferð á Hengils- svæðinu á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Gangan er liður í hin- um árvissu fræðslugöngum fyrir- tækisins. Hugað verður að orkunni og beislun hennar, orkujarðfræði, gróðri og sögu. Mæting er í Hellis- heiðarvirkjun við Kolviðarhól kl. 19:30. Leiðsögumenn eru Einar Gunnlaugsson jarðfræðingur, Guð- ríður Helgadóttir líffræðingur og Kristinn H. Þorsteinsson garð- yrkjufræðingur. Fræðslugöngur Orkuveitu Reykjavíkur eiga sér margra ára sögu og hafa jafnan verið vel sótt- ar. Dagskráin í ár hófst 11. maí og stendur til 13. september. Þær eru mislangar og misjafnlega erfiðar og viðfangsefni þeirra fjölbreytt. Þungamiðja þeirra er þó fræðsla um náttúru og sögu útisvæða í umsjá eða eigu Orkuveitu Reykja- víkur. Nánari upplýsingar um gönguna er hægt að finna á vef Orkuveitunar, www.or.is. Morgunblaðið/RAX Gengið um Hengilssvæðið EINS og undanfarin ár er Grasa- garður Reykjavíkur í Laugardal með fjölbreytta sumardagskrá. Á fimmtu- daginn nk. mun Auður Óskarsdóttir, garðyrkjufræðingur og blómaskreyt- ir, leiðbeina um niðurröðun í blóma- ker með sumarblómum og matjurt- um. Fræðslan hefst kl. 20 við Laugar- tungu og er ókeypis. Færst hefur í aukana að setja sum- arblóm í ker, potta eða gluggakassa. Í blómakeri er hægt að hafa saman bæði sumarblóm og nytjajurtir. Margar nytjajurtir eru ákaflega fallegar hvað varðar lit og lögun. Sumarblóm eru þekkt fyrir blómskúð sitt en lauf- blöð þeirra geta líka verið skrautleg. Það skiptir máli að þekkja lit, form og áferð plantnanna þegar þær eru gróðursettar saman í ker. Lærðu að rækta blóm FÉLAG Grímseyjarvina efnir til hópferðar til Grímseyjar sunnudag- inn 22. júní nk. ef næg þátttaka fæst. Félagið efndi til sams konar ferðar í fyrrasumar og var áhuginn svo mikill að hópurinn fyllti tvær flugvélar. Á þessum árstíma er bjart allan sólarhringinn í Grímsey. Farið verður frá Reykjavík kl. 09.00 með flugvél frá Flugfélagi Ís- lands. Farið verður til baka frá Grímsey um kl. 22.00. Þegar til Grímseyjar er komið verður boðið upp á gönguferð um eyna undir leiðsögn Björns Friðfinnssonar og Helga Daníelssonar, siglingu í kringum eyna og sýnt verður bjarg- sig í Básavík. Möguleikar til nátt- úruskoðunar og fuglaljósmyndunar eru ríkulegir í eynni. Í Grímsey er hægt að fá mat og kaffi að hætti Grímseyinga. Nánari upplýsingar er að fá hjá Helga Daníelsyni formanni á net- fanginu helgidan@gmail.com. Áforma hópferð til Grímseyjar LÖGREGLAN í Borgarnesi hafði afskipti af tveimur ökumönnum sem óku undir áhrifum fíkniefna í gær. Í báðum tilfellum hafði fólkið í bílunum neytt kókaíns og kannab- isefna fyrir eða á meðan á akstr- inum stóð. Ökumennirnir voru færðir á lögreglustöðina í Borgar- nesi þar sem sýni voru tekin og þeir yfirheyrðir. Þeir voru látnir lausir samdægurs en fengu vitanlega ekki að yfirgefa lögreglustöðina akandi. | onundur@mbl.is Undir áhrifum STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HÆGT gengur að draga úr brottfalli nemenda í framhaldsskólum. Síðustu árin hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem ekki hafa lokið formlegu fram- haldsskólaprófi við 25 ára aldur verið á bilinu 35-40%. Hlutfallið fer lækk- andi með aldri og við 35 ára aldur er það komið niður í 25%. Algengara er að drengir flosni upp úr framhaldsskólanámi en stúlkur og þegar kemur að því að snúa aftur til náms og ljúka prófi eru stúlkur tölu- vert duglegri en drengirnir. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Ís- lands (HÍ), segir nemendur flosna jafnt upp úr námi í bekkja- og áfangakerfum. Ekkert skýrt mynst- ur sé að finna í þeim efnum en hins vegar sé ljóst að brottfall er algeng- ast á fyrsta ári og að því loknu. Efla á náms- og starfsráðgjöf Margvíslegar ástæður geta legið að baki brotthvarfi úr framhalds- skólum. Sumum býðst góð vinna, aðrir fá ekki stuðning frá fjölskyldu eða vinum eða þeim líður einfaldlega illa í skólanum. Þá er algengt að þeir sem eigi við vímuefnavanda að stríða flosni upp úr námi. En hvað er hægt að gera til að sporna við þessu brottfalli? Að mati Bjargar Árnadóttur, forstöðumanns Námsflokka Reykjavíkur, getur öfl- ug náms- og starfsráðgjöf haft mikið að segja. Mikilvægt sé að hún byrji strax í grunnskóla og haldi áfram gegnum framhaldsskólann og út á vinnumarkaðinn. Ráðgjöfin er tvíþætt. Annars veg- ar er fræðsla um hvað stendur til boða og hins vegar er stuðningur og persónuleg ráðgjöf. Björg og Jón Torfi sammælast um að öflug náms- og starfsráðgjöf sé afar veigamikill þáttur bæði í skólastarfinu og í at- vinnulífinu til að vekja og viðhalda áhuga fólks á námi. Breyttar áherslur Til þess að fá fólk á þrítugsaldri og eldra til að snúa aftur til náms segir Jón Torfi nauðsynlegt að einhver úr- ræði verði í boði sem fólk viti af og fái stuðning til að nýta sér. Hefðbund- inn framhaldsskóli henti ekki mörg- um sem komnir eru yfir tvítugt og svo virðist sem öldungadeildirnar séu farnar að missa dampinn. Björg segir nauðsynlegt að tekið sé á móti þessum nemendum á annan hátt en hinum yngri. Leggja þurfi áherslu á að þarna sé um að ræða fullorðna nemendur sem séu að snúa aftur til náms. Þeir séu hugsanlega haldnir skólaótta, sem nota þurfi sér- stakar aðferðir til að draga úr, og því þurfi umhverfið að vera notalegt en ekki stofnanalegt. Leggja þurfi mik- ið upp úr sjálfsstyrkingu og náms- tækni og hjálpa fólki að byrja aftur að læra. Í stað þess að fólki sé kastað út í djúpu laugina er nauðsynlegt að það sé látið ganga í gegnum vissa að- lögun. Mikilvægt að sporna gegn brottfalli nema % & ' & (' ) *        !  "# $ % & & '  #  (    )*  & , ) $ -. #!"$% $# $ $+ , $   #"$% #"&$% #"&$% /"' ) 01 ! 2 ) - &  .  #  (  /      01   0 0,1  2  1  Tæp 40% 25 ára án framhalds- skólaprófs Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Hún Sunneva var ánægð á árlegum fjölskyldudegi Félags slökkviliðsmanna í Skaga- firði. Fjölmargir yngri sem eldri brugðu undir sig betri fætinum og komu og skoðuðu aðstöðu og búnað á slökkvistöðinni á Sauðárkróki, en þar var tekið á móti þeim með ham- borgurum, pylsum og vöfflukaffi. Það voru einkum yngri gestirnir sem áhuga höfðu á bifreiðakostin- um, sírenum og bláum ljósum og fengu þeir einnig að máta búnað þeirra sem fást þurfa við eld. Að sögn Kára Gunnarssonar hjá slökkviliðinu er félagið tólf ára og öll árin hefur það staðið fyrir fjöl- skyldudegi sem þessum. Sagði hann ánægjulegt að alltaf væri vinsælt, sérstaklega hjá hinum yngri, að koma og skoða þann búnað og tæki sem liðið hefði yfir að ráða. Morgunblaðið/Björn Björnsson Sunneva í fullum skrúða Hermann Arnar Guðmundsson hætti í Menntaskólanum í Kópavogi þegar hann var 17 ára eftir að hafa leiðst út í „drykkju og rugl“, eins og hann orðar það sjálfur. Hann er núna 28 ára og er staðráðinn í að ná stúdentsprófinu, „svo ég hafi vald yfir því hvað ég geri í framtíðinni“. Hermann hefur þegar lokið einni önn við Fjölbrautaskólann í Ármúla og stefnir á að sitja þar á skólabekk allt næsta skólaár en að því loknu ætlar hann í Háskólabrú Keilis. Spurður hvort það hafi verið erfitt að snúa aftur í dagskóla segir Her- mann að sem slíkt hafi það verið lítið mál en að þurfa að skipuleggja sig og fara að læra aftur var aðeins flóknara. Það hafi þó verið auðveldara en hann bjóst við. Flókið að byrja að læra aftur og skipuleggja sig Í GÆR hófst starfsemi vinnuskól- anna fyrir nemendur 8.-10. bekkja grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Laun hækka almennt um 3% milli ára nema í Reykjavík þar sem þau hækka um 2,5%. Ástæða þessa er sú að í Reykjavík hækka launin jafnt á við laun annarra starfsmanna borg- arinnar. Tímakaup fyrir starfsmenn fædda árið 1994 er í kringum 325 krónur í sveitarfélögunum. Starfs- menn fæddir árið 1993 fá um 367 krónur á tímann og þeir elstu, sem fæddir eru árið 1992, fá um 488 krónur í tímakaup. Í Reykjavík fá þeir þó 486 krónur á tímann. Heildartímafjöldi sem starfs- mönnum vinnuskólanna býðst að vinna er svipaður í öllum sveitar- félögum en nokkur munur er þó á skipulagi þeirra. Í Vinnuskóla Garðabæjar býðst t.d. nemendum fæddum árið 1994 að taka þátt í svokallaðri unglingasmiðju einn dag í viku og fá fyrir það tveggja stunda laun. Í smiðjunni sinna krakkarnir ýmsum skemmtilegum verkefnum og taka þátt í leikjum. Þá er fræðslu- og forvarnarstarf jafnan mikilvægur hluti skólanna í öllum sveitarfélögum. Vinnuskól- unum lýkur lok júlí í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði en starf- semin teygir sig fram í byrjun ágúst í höfuðborginni. | haa@mbl.is Morgunblaðið/G. Rúnar Vinnuskóli Þessir krakkar starfa í bæjarvinnunni í Borgarnesi. Það er nóg að gera og mórallinn er góður. Launin mættu auðvitað vera hærri. Laun í vinnuskólunum hækka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.