Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 19

Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 19
|þriðjudagur|10. 6. 2008| mbl.is daglegtlíf öðru fólki, sjálfu sér og umhverf- inu,“ segir Ingibjörg. „Við notum snertingar mark- visst. Börnunum er kennt að fá út- rás fyrir snertingu gegnum leiki og sögur, þau eru „piparkökudeig“ sem þarf að hnoða og þau gefa „sól á bakið“ svo eitthvað sé nefnt,“ seg- Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is „JÓGA, jóga,“ kalla börnin á leik- skólanum Reynisholti í Grafarholti áður en jógastund í hlíðinni við Reynisvatn hefst. Með sumrinu færðust reglulegir jógatímar barnanna út í náttúruna og með því má segja að nýr kafli í þróun- arverkefninu „Líf og leikni“ hafi byrjað. Útiveran virðist skila sér í æfing- um barnanna. Þau stilla sér upp í stöður sem tengjast þeim nátt- úrufyrirbærum sem ber fyrir sjón- ir. Þannig tylla þau sér í stöðu fjallsins, fljúga eins og fuglarnir og umbreytast í tré. Þegar flugur sveima framhjá fara börnin í flugu- stellingar og er ekki annað að sjá en þau hafi unun af æfingunum. „Við tengjum jógaæfingar við æv- intýri og náttúruna. Með því að skoða og snerta náttúruna fáum við börnin til að finna fyrir umhverfinu í kringum sig,“ segir Sigurlaug Einarsdóttir leikskólastjóri. Hugmyndafræði „Líf og leikni“ byggist á meistaraverkefni hennar en Ingibjörg Margrét Gunnlaugs- dóttir er verkefnastjóri. „Líf og leikni“ byggist á að skapa umgjörð sem einkennist af hlýju og um- hyggju í samskiptum við börnin. „Börnin læra að bera virðingu fyrir ir Sigurlaug og bætir við að þannig læri börnin að veita félögum sínum alúð. „Við sjáum það skýrt hve vin- átta og samkennd meðal barnanna eykst. Þau læra að taka tillit og setja þarfir annars fram yfir sínar eigin og að gefa og þiggja. Enn- fremur læra þau að setja sín eigin mörk og virða mörk annarra,“ seg- ir Ingibjörg. Með þessu telja Sigurlaug og Ingibjörg að unnið sé gegn einelti og ofbeldi eða eins og sú fyrrnefnda orðar það: „Við trúum því að börn sem læra snemma að vera hlý hvert við annað leiðist síður í ofbeldi.“ Líf og leikni Ingibjörg Margrét verkefnastjóri og Sigurlaug, leikskólastjóri Reynisholts. Börn sem breytast í fjöll og fugla Hakan slök Jón Reynir tröllabarn breiðir úr sér í blíðunni í besta félagsskap í heimi. Ánægja Börnin á leikskólanum Reynisholti nutu þess að gera náttúrutengdar jógaæfingar í góðu veðri. Þegar þau sáu fljúgandi fugl umbreyttust börnin í svífandi fugla. Leikskólinn Reynisholt var opn- aður í nóvember 2006 og áhersla er lögð á lífsleikni í skólastarfi. Aðstandendur leik- skólans fengu hvatningarverðlaun leikskólaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum. Menning og kúltúr er ekki alltaf á hverju strái hér um slóðir frekar en víða annars staðar í dreifðum byggð- um á okkar ylhýra. „Sumar í Odda“ er að verða fastur liður á hverju ári, en það er tónleikaröð með fjöl- breyttu efnisvali sem fram fer einn fimmtudag í hverjum mánuði, 4–5 mánuði yfir sumarið. „Sumar í Odda“ byrjar núna í júní með kvennakórnum Ljósbrá, en ekki hef- ur frést af því hvað annað verður í boði í framhaldinu.    Síðustu tvær helgar hafa verið haldnar ráðstefnur á Leirubakka í Landsveit sem geta sannarlega tal- ist til menningar. Sú fyrri var til heiðurs og minningar um Dr. Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, sérstak- lega tileinkuð annars vegar rann- sóknum hans á gossögu Heklu og hins vegar ljóðum hans og textum sem hann samdi og alþekkt eru. Nokkrir jarðfræðingar fluttu erindi um dr. Sigurð, rannsóknir hans og störf og á kvöldvöku voru fluttir textar og ljóð eftir hann.    Landnám í Rangárþingi var yfir- skrift alþjóðlegrar ráðstefnu, sem haldin var í Heklusetrinu á Leiru- bakka nýliðna helgi. Fyrirlesarar voru frá Noregi, Skotlandi og Fær- eyjum auk Íslands og var fjallað um landnám norrænna manna hér á landi frá mörgum sjónarhornum. Sjónum var beint sérstaklega að Rangárþingi, en einnig var skyggnst um í genum landnámsmanna, fjallað var sérstaklega um áhrif fólks frá Bretlandseyjum á mótun íslensks samfélags á fyrstu öldum Íslands- byggðar og sérstök grein gerð fyrir því úr hvaða jarðvegi landnáms- menn komu og hverjar voru þjóð- félagsaðstæður í heimalöndum þeirra þegar þeir fluttu til Íslands. Á ráðstefnunni var móttaka í boði norska sendiherrans á Íslandi ásamt því að á sunnudeginum var ekið und- ir leiðsögn að manngerðum hellum á bænum Hellum í Landsveit og að Keldum á Rangárvöllum.    Nokkrar framkvæmdir standa nú yf- ir á Hellu við aðkomuna inn í þorpið frá nýja hringtorginu sem sá dagsins ljós í fyrra. Þetta er samstarfsverk- efni sveitarfélagsins, Kaupþings og Olís, þar sem bílastæði fyrirtækj- anna eru lagfærð ásamt götunni inn í vestanverða byggðina. Mikið rask og ónæði er af þessum framkvæmdum, þar sem stórvirkar vinnuvélar eru að verki og snúið að komast fram hjá með góðu móti. Framkvæmdunum á að ljúka vel fyrir landsmót hesta- manna á Gaddstaðaflötum við Hellu, sem hefst í lok júní.    Talandi um landsmótið þá eru komn- ar á kreik sögur um að fólk geti leigt húsin sín og íbúðir fyrir fúlgur fjár á meðan mótið stendur yfir, enda allt gistirými í nágrenninu löngu upp pantað. Svona sögur hafa alltaf kom- ið upp fyrir landsmótin sem hafa verið haldin á Hellu og eru ábyggi- lega sannar að einhverju leyti. Fimm manna fjölskylda eða hópur sem gistir í 7 daga á hóteli greiðir fyrir gistinguna 4 – 600 þúsund krónur og þess vegna engin goðgá að greiða 300 þúsund fyrir einbýlishús í eina viku. Ekki er skrítið þó íbúar sem fá svona tilboð grípi gæsina þegar hún gefst. Þetta er þó ekkert fast í hendi, engin leigumiðlun sér um slíkt svo vitað sé, frekar ráða tilviljanir hvort slíkt er í boði. Aðallega komast svona samningar á þegar útlend- ingar biðja vini eða kunningja á Hellu eða nágrenni að hafa milli- göngu um að útvega gistingu. HELLA Óli Már Aronsson fréttaritari úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.