Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 20

Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 20
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Slökun Gestur og Sigga fá stundum gesti, að þessu sinni Önund Jóhannsson og Sigurveigu Guðmundsdóttur.Sigga mín var í sumarbústaðmeð vinkonunum fyrirtveimur árum þegar ég fékkallt í einu þá hugdettu að gaman gæti verið að sigla um á skútu með elskunni sinni í heilt ár. Ég hringdi í Siggu þetta kvöld og viðraði þessa snjöllu hugmynd, en stelpurnar bara hlógu að vitleysunni í mér. Sigga tók hugmyndinni hins vegar nokkuð vel og sagði, meira í gríni en alvöru, að við skyldum bara drífa í þessu og fara að skipuleggja um leið og hún kæmi heim úr bústaðnum. Tveimur mánuðum síðar fórum við í fyrsta skipti á seglbát og hér erum við nú á litlu Lóunni og njótum lífsins lysti- semda,“ segir Gestur Gunnarsson, sem ásamt spúsu sinni, Sigríði Soffíu Sigurjónsdóttur, áformar að taka rúmt ár í að svala ævintýraþorst- anum í útlöndum. Með pungaprófið upp á vasann og bókina „Sailing for Dummies“ héldu þau af landi brott síðastliðið haust. Þau héldu fyrst til Shanghai í Kína með fjögurra daga viðkomu í London. Í Shanghai bjuggu þau hjá íslenskum frænda Gests og ferðuðust svo um Suður-Kína í heila þrjá mánuði. „Kín- verjar eru mjög vinalegir í garð út- lendinga, sem eru mjög velkomnir í landið þeirra. Við komum okkur á milli staða með næturlestum á al- mennu farrými og deildum þá gjarn- an klefum með Kínverjum. Sex kojur voru í hverjum klefa, þrjár beggja vegna, og kusum við þá gjarnan efstu kojur þótt plássið hafi aðeins leyft lá- rétta stellingu. Það gerðist nefnilega einu sinni þegar við sváfum værum blundi í neðstu kojum að Sigga mín fékk horslummu á sig úr efri kojum því Kínverjinn, sem þar lá, hitti ekki í hrákadallinn á gólfinu. Og svo pöss- uðum við okkur á því að drekka ekki mikið fyrir lestarferðirnar því það er ekki góð tilhugsun að þurfa að nota salerni í kínverskum lestum. Salernið er nefnilega bara gat í gólfi og það eru alls ekki allir sem hitta í gatið á ferð enda er lyktin eftir því.“ Skerið sem synti í burtu Á jóladag flugu turtildúfurnar til Ítalíu og voru hjá vinum í Lugano í Sviss í þrjár vikur. Stoppað var svo í Róm í viku áður en stefnan var sett á Istanbúl í Tyrklandi í janúarlok. Þau dvöldu í mánuð á hóteli í tyrk- neska bænum Fethyie áður en þau komu sér fyrir í Alóunni. „Við þekkt- um ekki hræðu hér í fyrstu, en nú eru allir orðnir vinir okkar þrátt fyrir að hafnarstarfsmenn hafi undrast mjög aðfarir okkar við að leggja bátnum við bryggju í fyrstu. Gestur viðurkennir að vissulega hafi þau stundum lent í kröppum dansi úti á sjó. „Við höfum lent í mis- jöfnu vindafari og miklum sjó, en efst í huganum er skerið góða. Þannig var að Sigga mín var við stýrið og ég eitt- hvað að bauka frammi á stafni. Allt í einu sé ég hvar sker mikið eitt skagar upp úr sjónum fjórum metrum frá okkur og ég öskra af lífs og sálar kröftum til kafteinsins: „Sigga, Sigga, beygðu, beygðu, sker, sker!“ Sigga beygir auðvitað hart í bak og allt í einu syndir skerið í burtu sem reynd- ist við betri sýn ekki vera sker heldur risaskjaldbaka,“ segir Gestur og hlær. Bækistöðvar Gests og Siggu eru í Göcek og þaðan sigla þau á milli fal- legra staða í kring. „Við þurfum auð- vitað að lifa spart til að geta verið sem lengst í sælunni, en stefnan er að vera hér fram í nóvember. Við kaupum grænmeti sem dugar fyrir vikuna á sunnudagsmarkaðnum og borgum um tvö þúsund krónur fyrir það. Þess á milli er spaghetti með tómatsósu af- skaplega vinsæll snæðingur,“ segir Gestur. Reynir lítið á rifrildin Gestur og Sigga námu bæði sál- fræði við Háskóla Íslands þegar þau hittust fyrst árið 2004. „Hingað til höfum við aðallega notað sálfræðina hvort á annað því það tekur auðvitað á að vera svona saman allan sólar- hringinn,“ segir Sigga og hlær. „En svo talað sé í alvöru reynir ákaflega lítið á rifrildin þótt við höfum ekki nema úr örfáum fermetrum að spila. Það er helst að ég pirrist þegar hann Hvorugt þeirra hafði migið í saltan sjó þegar þau fengu þá hugdettu að leigja sér skútu í útlönd- um og fara að sigla. Jó- hanna Ingvarsdóttir fékk hlýjar móttökur um borð í litla 27 feta korktapp- anum í Tyrklandi hjá skipstjóranum og messa- guttanum sem nú láta stjórnast af tómri æv- intýraþrá. Nota sálfræðina hvort á ferðalög 20 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ SKYNDIBITAMATUR í fínni kantinum hefur undanfarið vaxið í vinsældum og æ fleiri veitingastaðir bjóða nú upp á slíkan mat úr sælkerahráefni. Þegar þeir efnuðu vilja borða eitthvað annað en hefðbundna pítsu stendur þeim til dæmis til boða að fá ítalska kokkinn Dom- inico Crolla til að útbúa fyrir sig pítsu með koníakslegnum humri, Beluga-kavíar, trufflum og gullflögum fyrir 3.000 evrur eða um 350.000 krónur. Þetta kemur fram á fréttavef Sky, en þar stendur einnig að pítsan hafi tekið titilinn „heimsins dýr- asta pítsa“ af hundrað punda pítsu sjónvarpskokksins Gordons Ramseys sem býðst á veitingastað hans í London. Þeir sem hafa áhuga á skyndibita í dýrari kantinum geta brugðið sér á nýopnaðan veitingastað í Álaborg, Brasserie Mundgott, en heimasíða Jyllands-posten greindi frá því nýlega að þar væri að finna á matseðlinum gæsalifrarhamborgara. Hamborgarinn er úr Kobe-nautakjöti í brioche-brauði með franskri gæsalifur og krydduðu tómatmauki. Hann er heldur ódýrari en pítsan og kostar um 3.800 kr. Það er því ekki úr vegi fyrir Íslendinga sem eiga leið um Álaborg að bregða sér á fyrsta flokks veitingastað sem hefur útsýni yfir hinn fagra Limafjörð og gæða sér á skyndibitamat sem hæfir kon- ungbornum. Snobbaður skyndibiti REUTERS Borgari sem borga þarf fyrir Skyldu gullflögurnar vera góð- ar fyrir meltinguna?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.