Morgunblaðið - 10.06.2008, Side 21

Morgunblaðið - 10.06.2008, Side 21
traðkar á tánum á mér í öllu plássleysinu og svo hefur hann loksins skilið sitt hlutverk hér um borð. Þar sem ég er skráður skipstjóri á skútuna er það ég sem ræð. Það gerir Gest minn að messa- gutta,“ segir Sigga graf- alvarleg í bragði og bætir að lokum við: „Við Gestur minn erum sammála um að fólk eigi ekkert að fresta því að lifa lífinu lifandi, eins og svo margir gera. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef við þolum hvort annað eftir þessa ferð, þá gætum við allt eins gifst, eignast börn og lifað hamingjuríku lífi hér eftir sem hingað til. Það er bara vonandi að kreppan verði búin og einhver vilji ráða okkur í vinnu eftir heimkom- una, en svo stefnum við á framhaldsnám í sálfræði í Banda- ríkjunum eftir eitt eða tvö ár.“ Sjóarar Gestur Gunnarsson og Sig- ríður Soffía Sigurjónsdóttir tóku GPS-tæki og bókina „Sailing for dummies“ með í skútuferðalagið. Komdu nú, karlinn Sigga passar upp á að Gestur fari sér ekki að voða við að skera reipi, sem hafði undið upp á sig, úr skrúfunni. Það gerðist nefnilega einu sinni þegar við sváfum værum blundi í neðstu kojum að Sigga mín fékk horslummu á sig úr efri kojum … my.opera.com/gesturg annað menntun MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 21 Grindavík | Gunnlaugur Dan Ólafsson hefur slitið Grunnskóla Grindavíkur í síðasta sinn. Hann er að hætta sem skólastjóri eftir rúm 28 ár. Margt hefur breyst á þessum tíma, bæði í skólastarfi og ekki síður í umhverfi barnanna og sveitarfélaginu sjálfu. Bærinn var hefðbundið sjávarpláss þegar Gunnlaugur byrjaði en er nú mun fjölmennara sveitarfélag með fjölbreytt- ara atvinnulíf. „Ýmislegt hefur breyst í umhverfinu sem veldur því að ég tel rétt að breyta til núna. Nýr skóli tekur til dæmis til starfa hér á næsta ári og það hefur í för með sér breytingar á skólastarfinu. Ég tel heppilegt að þessi skipti verði um svipað leyti,“ segir Gunnlaugur. Hann verður sextugur á árinu og vekur athygli á því að meðalstarfsaldur skólastjóra sé um það bil helming- urinn af árunum tuttugu og átta sem hann hefur verið í starfi. Gunnlaugur varð skólastjóri fyrir tilviljun, vegna mála sem komu upp við skólastjóraskipti. Hann var þá kennari við Grindavíkurskóla. „Mér gekk vel sem kenn- ara og fékk mikið út úr því starfi. Þegar þetta tækifæri kom ákvað ég að prófa það í eitt ár en þau urðu 28. Þannig gerist þetta stundum. Kennt á laugardögum Mér finnst eins og hlutirnir hafi verið tiltölulega ein- faldir þá og átakalausir,“ segir Gunnlaugur um breyt- ingar á þeim tíma sem hann hefur verið skólastjóri. „Starfið í skólanum er orðið faglegra og fleiri taka þátt í því. Farið er að huga vel að hverjum og einum nem- anda, ekki síst þeim sem eiga af einhverjum ástæðum undir högg að sækja í skólanum. Um leið er starfið orð- ið miklu flóknara.“ Hann getur þess að framboð af námsgreinum og námsefni hafi aukist mikið á þessum tíma. Nefnir sem dæmi að þegar hann byrjaði voru sex ára börn ekki skólaskyld. Þegar hann hóf störf sem kennari var kennt fyrir hádegi á laugardögum. Þá var kennslu- skylda kennara 36 stundir í viku en er nú 26 stundir og finnst mörgum alveg nóg. „Meira álag er á öllum en áður var, að minnsta kosti upplifi ég það þannig. Hugsanlega erum við komin með erfiðari nemendur. Að minnsta kosti varð maður ekki var við jafnmikil vandamál hjá einstaklingum þegar ég byrjaði,“ segir Gunnlaugur. Ekki hættur að vinna Hann er ánægður með stöðuna í skólanum á þessum tímamótum og segist fara sáttur frá borði. Skólinn hafi vaxið mikið og nemendur skili betri árangri. „Ég geri ráð fyrir því að það sé betra skólastarfi að þakka. Þá hefur metnaður foreldra aukist gagnvart námi barna sinna. Það tengist að einhverju leyti samsetningu sam- félagsins hér. Það hefur breyst mikið á þessum tíma, úr dæmigerðu sjávarplássi í sveitarfélag þar sem eru fjöl- breyttari atvinnutækifæri og samsetning íbúa öðruvísi. Allt umhverfið hefur líka breyst og staðurinn orðinn snyrtilegur.“ Gunnlaugur verður viðloðandi skólamálin áfram. Hann verður áfram með skólastjóratitil og vinnur að sérstökum verkefnum fyrir Grindavíkurbæ í eitt ár. Gunnlaugur hefur því góðan tíma til að huga að málum í framhaldinu. „Ég er ekki hættur að vinna – en ætla að fara út í eitthvað annað.“ | helgi@mbl.is Ætlaði að prófa í eitt ár Það er komið að því hjá Gunnlaugi Dan Ólafssyni að breyta til eftir 28 ár í starfi skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur. Helgi Bjarnason tók hann tali. „Þau hafa í raun ekki breyst. Hins vegar hefur um- hverfi þeirra breyst, þau verða fyrir svo miklu áreiti. Ég held líka að þau séu orðin mun sjálfstæðari en áður. Því fylgja bæði kostir og gallar,“ segir Gunnlaugur þegar hann er inntur eftir því hvort börnin hafi breyst mikið á þeim tíma sem hann hefur kennt. „Þau fá tilboð um allskonar hluti. Mér virðist eins og þau séu svolítið óörugg í þessu öllu saman og það sé hluti af skýringunni. Vitað er að börnin leika sér minna úti en áður. Mörg börn sitja allan daginn eftir skóla við tölvuna og það má gera ráð fyrir því að það komi niður á samskiptahæfni þeirra. Samskiptin eru orðin minni og örugglega öðruvísi en áður.“ Leika sér minna úti en áður Pétur Stefánsson segir margauna sér við sjónvarpsgláp þessa dagana og er hann sjálfsagt einn þeirra ef marka má vísuna: Þó að skíni sól um svið sé ég fáa á kreiki. Hanga margir heimavið að horfa á boltaleiki. Á milli þess sem Pétur horfir á fótbolta fylgist hann með mannlífinu og gaumgæfir það sem fyrir augu ber: Um lífsins stræti er gengið fimum fótum, og fúnum og völtum líka. Ýmsir þreyja á atvinnuleysisbótum, aðra gerir Mammon ríka. – Mikið er ég því frelsi feginn að fá að ganga meðalveginn. Sigurður Ingólfsson fékk hugskeyti frá hundi sínum Elvis, sem ku vera „furðulega“ minnisgóður. Að minnsta kosti orti Elvis upp úr svefni þar sem hann lá til fóta hjá Sölva syni Sigurðar: Alltaf man ég eftir þér, elsku pabbi og því vatni sem þú helltir handa mér af hjarta úti á Mývatni. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af hundi og boltaleikjum „Í fyrstu vorum við alvarlega að spá í að kaupa skútu þar sem við reiknuðum ekki með að nokkur maður væri til í að leigja okkur skútu á viðráðanlegu verði í svo langan tíma, en eftir að þeir Budget-bræður Hasan og Azis í tyrkneska skútubænum Göcek buðu okkur góðan leigu-díl ákváðum við að taka tilboðinu. Við gerðum tíu mánaða leigu- samning um 27 feta skútu af gerðinni Aloa sem í daglegu tali gengur undir nafninu Alóan eða korktappinn og hefur heimahöfn í Göcek.“ Lóa til leigu Skipstjórinn „Skipstjóri hefur í öll- um efnum hið æðsta vald á skipi. Áríðandi er að öllum sé þetta ljóst,“ minnir Sigga Gest reglulega á. Kveðjustund Samstarfsfólk Gunnlaugs Dan Ólafssonar færði honum myndir þegar það kvaddi hann eftir skóla- lok á dögunum. ÞESS má vænta í framtíðinni að fyrirbyggjandi þunglyndislyf verði gefin heilablóðfallssjúklingum. Þetta kemur fram á fréttavef MSNBC. Er talið að lyfjagjöfin sé sambærileg því þegar fólk tekur lyf til að lækka blóðfitu til að fyrirbyggja hjartaáfall. Í bandarískri rannsókn kom í ljós að heilablóðfallssjúklingar sem tóku lít- inn skammt þunglyndislyfja voru 4,5 sinnum líklegri til að sleppa við þung- lyndi en þeir sem fengu lyfleysu. Einn þriðji þeirra sem fá heilablóðfall þróar með sér þunglyndi innan tveggja ára, bæði vegna heilaskemmda og streitu sem fylgir endurhæfing- unni. Þunglyndi hægir á bata sjúklinga og því telja sérfræðingar fyrirbyggj- andi þunglyndislyfjagjöf geta komið sjúklingum til góða. Heilablóðfallssjúklingar fái þunglyndislyf TENGLAR ................................................. www.budgetsailing.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.