Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það er tíma-bært aðræða alvar- lega á hinum póli- tíska vettvangi hvernig eignar- haldi á orkufyrir- tækjum verði fyrir komið í náinni framtíð. Svipt- ingar í kringum REI, Orku- veitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja undanfarna mánuði gefa sérstakt tilefni til þess. Ekki síðra tilefni er að arðsömum og áhættulitlum fjárfestingarkostum fyrir líf- eyrissjóði landsins hefur fækk- að, sér í lagi vegna þeirrar kreppu sem nú skekur fjár- málakerfi heimsins. Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, kom inn á þetta í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgun- blaðinu á laugardaginn. Taldi hann heppilegast að einka- væða Orkuveitu Reykjavíkur og lífeyrissjóðir yrðu þar kjöl- festufjárfestar. Í framhaldinu yrði OR skráð á markað og borgarbúum afhentur hluti af henni. Orkufyrirtækin gætu þannig verið akkeri á íslensk- um hlutabréfamarkaði ásamt bönkunum. Um leið hefðu póli- tísk áhrif minna vægi við rekstur þessara fyrirtækja en nú er. Orð Guðmundar gefa tilefni til að halda nokkrum atriðum til haga. Mikilvægt er að þær orku- auðlindir sem nú eru í eigu rík- isins verði það áfram. Hins vegar er ekki nauðsyn- legt að nýting fall- vatna og jarð- varma sé á hendi opinberra aðila. Ríkið getur fram- selt nýtingar- og afnotaréttinn til einkaaðila, sem greiða þá sérstakt auðlindagjald fyrir. Í því samhengi þarf að skoða lagaumhverfið upp á nýtt. Iðnaðarráðherra hefur vakið máls á því að skilja þurfi framleiðslu og sölu á rafmagni frá veitustarfsemi. Veitu- starfsemin er rekin í einok- unarumhverfi. Hins vegar þarf að skapa skilvirkara sam- keppnisumhverfi í kringum raforkusölu til að tryggja heimilum og fyrirtækjum lágt verð. Geir Haarde forsætisráð- herra sagði í Morgunblaðinu 3. febrúar sl. að þegar aðskiln- aður samkeppnis- og sérleyf- isstarfsemi orkufyrirtækj- anna væri tryggður færi best á því að samkeppnisstarfsemi færi frá ríkinu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanríkis- ráðherra sagði, þegar hún ræddi Hitaveitu Suðurnesja, að lausnin gæti falist í því að auðlindin sjálf yrði í opinberri eigu en á móti fengju einkaað- ilar aukinn hlut í virkjunum. Það er ekki grundvallar- munur á nálgun forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Álita- málin er samt mörg og um- ræðan um þau löngu tímabær. Ekki er nauðsynlegt að nýting fallvatna og jarðvarma sé á hendi opinberra aðila.} Virkjanir í einkaeign Í framhalds-skólum á Ís- landi er mikil áhersla lögð á bók- nám þótt vissulega séu undantekn- ingar þar á. Boðið er upp á iðn- nám, en enginn framhaldsskóli hefur lagt áherslu á listir. Sölvi Sveinsson og Elfa Hrönn Guðmundsdóttir hafa nú hafið undirbúning að stofnun slíks skóla og unnið skýrslu, sem ber heitið „Listmenntaskóli Íslands – Þarfagreining og viðskiptaáætlun.“ Sölvi segir í samtali við Freystein Jóhannsson í Morg- unblaðinu á sunnudag að ein röksemdin fyrir því að stofna listmenntaskóla sé að atvinnu- lífið geri vaxandi kröfur um skapandi menntun og sjálf- stæða einstaklinga og list- menntun styðji þetta hvort tveggja. „Í könnun okkar Elfu Hrannar kom í ljós að 84% framhaldsskólanámsins 2006 voru bókleg, en það er vitað mál að bóknám hentar ekki 84% íslenzkra unglinga, enda hafa þeir í skoðanakönnunum óskað eftir meira list- og verknámi inn í framhalds- skólana.“ Stofnun list- menntaskóla myndi hafa í för með sér að nemendur á framhalds- skólastigi þyrftu ekki að stunda listnám fyrir utan hið hefðbundna nám og sækja kvöldnámskeið. Núverandi fyrirkomulag hefur án efa átt þátt í því að margir ein- staklingar hafa ekki fundið sér farveg við hæfi í framhalds- skólum landsins og í ein- hverjum tilvikum flosnað upp úr námi. Mikilvægur tími á mótunarárum einstaklingsins fer jafnvel í súginn. Með til- komu listmenntaskóla yrði mikilvægt bil brúað. Það er full ástæða til að skoða þann kost, sem Sölvi Sveinsson og Elfa Hrönn Guð- mundsdóttir kynna í skýrslu sinni. Listmenntaskóli gæti orðið til þess að ýta enn undir þá gerjun og grósku, sem um þessar mundir á sér stað í list- um á Íslandi. Með tilkomu list- menntaskóla yrði mikilvægt bil brúað.} Framhaldsskóli í listum H önnu Birnu Kristjánsdóttur bíður ekki auðvelt verkefni sem oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Það er kallað eftir kafla- skilum. Nú tekur við endurreisnarstarf – að byggja upp trúverðugleika á nýjaleik. Það gerist ekki af sjálfu sér. Ef að líkum lætur munu vinnubrögðin breytast með nýjum oddvita. Kvartað hefur verið undan dræmu upplýsingaflæði innan hópsins, að borgarfulltrúar heyrðu jafnvel fyrst af stórum málum í fjölmiðlum. Og þol- inmæðin brást í haust í „REI-málinu“ þegar upplýsingum var markvisst haldið frá borg- arfulltrúum. Hanna Birna hefur gagnrýnt slíka málsmeðferð sem „gamla tímann“ í stjórnmálum og nú er það hennar að taka upp nýtt verklag. En mesta áskorunin gæti hinsvegar orðið að efla samheldni og eindrægni meirihlutans. Ýmsir hafa áhyggjur af því að Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson sitji áfram sem forseti borgarstjórnar, það þýði að kafla- skilin verði ekki eins skýr og erfiðara að knýja í gegn breytingar. Það er misskilningur. Ef hann styður hana af fullum þunga gæti það hinsvegar reynst henni mik- ilvægt, enda á hann þrátt fyrir allt traust bakland. Þrátt fyrir að Gísli Marteinn Baldursson hafi keppt við Hönnu Birnu um hlutverk oddvitans gæti hann orðið hennar helsti bandamaður, enda tala þau bæði fyrir nýj- um tímum í stjórnmálum og nálgast skipu- lagsmálin úr sömu átt. Það kallar á jafn- vægislist af hálfu oddvitans nýja, því viðhorf Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra eru önnur til skipulagsmála, einkum Vatns- mýrarinnar. Tónninn hlýtur að breytast hjá stjórnar- andstöðunni, því Hanna Birna hefur notið trausts hjá öðrum flokkum. Og leiðin stytt- ist til Vinstri grænna. Góð samvinna hefur verið á milli Hönnu Birnu og Svandísar Svavarsdóttur og ég hef ástæðu til að ætla að það hefði dugað til að byggja brú á milli þeirra ef Hanna Birna hefði tekið við forystu um það leyti sem meirihlutinn splundraðist vegna REI-málsins. Gletti- lega stutt er á milli Sjálfstæðisflokksins og vinstri grænna út frá málefnum, báðir flokkar eru andvígir áhættufjárfestingum OR og leggja mikið upp úr græn- um skrefum í grænni borg. Þó slík brúarsmíði sé ekki dagskrá núna, er fráleitt að afskrifa hana. | pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Kallað eftir kaflaskilum FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is V iljum við setja verðmiða á betri lífshorfur og aukin lífsgæði sjúk- linga? Hver er þá há- marksupphæðin sem við værum tilbúin að greiða til að lengja líf dauðvona manneskju um eitt ár, hálft ár eða þrjá mánuði? Hver á svo að taka þessa erfiðu ákvörðun; læknar, annað fagfólk eða stjórnmálamenn? Ólíklegt er að ein- hverjir bjóði sig fram til starfans en flestir eru sammála um að einhver forgangsröðun sé nauðsynleg. „Við megum ekki gleyma að heil- brigðiskostnaður er ekki eyðsla held- ur góð fjárfesting,“ sagði Guðjón Magnússon læknir í lok málþings um nýjungar í lyfjameðferð á Selfossi. Lyfjameðferð sem lengir líf dauð- vona sjúklings um örfáa mánuði get- ur kostað fleiri hundruð þúsunda, jafnvel tugi milljóna. En hver ætlar að meta hvort þessir mánuðir séu peninganna virði, og hvernig? Og er það virkilega nauðsynlegt? „Ég gæti mögulega verið við útskrift barna minna, fylgt dóttur minni að alt- arinu, séð mitt fyrsta barnabarn og kvatt ættingja mína á ættarmóti, eða bara fylgst með mannlífinu og bros- að,“ bendir Guðjón Sigurðsson, for- maður MND-félagsins, á. Nokkrar vikur í lífi þess sem á skammt eftir ólifað geta því vissulega breytt öllu fyrir viðkomandi og hans fjölskyldu. Hver og hvernig? Læknum er skylt að ræða um kostnað, að mati Nancy Davidsson, forseta amerísku krabbameins- læknasamtakanna. Aðrir líta svo á að ákvörðun um forgangsröðun í heil- brigðisþjónustu sé kaleikur sem læknar vilji gjarnan losna við. Þeir eru skuldbundnir til að hafa velferð sjúklinga ávallt að leiðarljósi, en krafa er þó engu að síður gerð til þeirra um að dreifa fjármagni og úr- ræðum jafnt til allra. Á sama tíma hafa þeir og aðrir heilbrigðisstarfs- menn mestu þekkinguna til að taka upplýsta ákvörðun um meðferð eða lok meðferðar. Læknirinn vill ekki þurfa að taka ákvörðun við rúmstokk sjúklings um hvort meðferð sé of kostnaðarsöm. Því hafa komið fram hugmyndir um að sérstök nefnd, skipuð siðfræðingum, læknum og jafnvel stjórnmálamönnum, leiðbeini við slíkar ákvarðanir. Stjórnmálamenn taka nú þegar þátt í að forgangsraða í heilbrigð- isþjónustunni og ákveða hvaða með- ferðir skuli boðið upp á. Þetta gerist á hverju ári í fjárlagagerðinni. Í fjár- laganefnd hefur m.a. verið rædd til- laga um bólusetningu við legháls- krabbameini og skimun fyrir ristilkrabbameini. Við slíkt mat, hver sem það framkvæmir, er ekki nóg að styðjast við krónur og aura. Lífsgæði frekar en lífslengd þurfa að vera helsti mælikvarðinn. Og þar kemur heilsuhagfræðin inn í dæmið. Viðbótarlífsgæðaár er hægt að meta samkvæmt ákveðnum stuðli (QALY-einingum) fyrir hverja með- ferð. Út frá slíkum upplýsingum er hægt að reikna út ábata af að nota eitt lyf umfram annað. Nokkur lönd hafa sett ákveðið hámark á kostnað viðbótarlífsgæðaára. Kostn- aðarþröskuldurinn er misjafn milli landa og ætti að vera um 11 milljónir króna á hverja QALY-einingu hér á landi miðað við ráðleggingar WHO (þreföld verg landsframleiðsla á mann) en hann er nú 6-12,7 millj. í Svíþjóð, 3-4,5 milljónir í Bretlandi og 3,8 millj. í Bandaríkjunum. Tilraunadýr? Ný og dýr lyf koma miklu fyrr á markað hér á landi en áður vegna aukins lyfjasamstarfs meðal Evr- ópuþjóða. „Stundum erum við svolít- ið fljót að taka upp nýjar lyfja- meðferðir,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofn- unar. Vegna þrýstings eru lyf sam- þykt á markað sem tiltölulega litlar klínískar rannsóknir liggja á bak við. Nú er rætt innan ESB að fjölga lyfj- um sem fá slíka flýtimeðferð. „Það þýðir að sjúklingarnir sem fá fyrstir meðferð eru hálfgerð tilraunadýr,“ segir Rannveig. Á næstu misserum er von á hol- skeflu dýrra líftæknilyfja á markað og margir eru uggandi um að lyfja- kostnaður eigi eftir að aukast gríð- arlega verði ekki gripið í taumana. Lyfjaframleiðendur telja hins vegar að samkeppni á markaðnum eigi eft- ir að harðna og „markaðurinn [sjái] til þess að lyfjaverð verði í samræmi við það sem fólk sættir sig við,“ segir Hjörleifur Þórarinsson, sem situr í stjórn Frumtaka. Hvað kostar lengra líf? @ @.. @-$ @ @#. @ 2  $ -   '  # ' "#  2  AB&1 7 A' ; " 4   B&1+      Stjórnmálamaðurinn „Stjórnmálamenn vilja örugglega ekki taka þessar ákvarðanir. Ég get lofað því. Það vill enginn segja: „Við viljum ein- göngu borga 7,5 milljónir fyrir líf eins manns eða eitt ár sem hann græðir“. En engu að síður held ég að við neyðumst til þess. […] Afstaða dauðvona manna er mjög mis- munandi, sumir eru saddir lífdaga og kæra sig ekki um að lifa hálf- dauðir áfram í einhvern tíma. Mér finnst stundum að læknar gangi fulllangt í því að reyna eitt- hvað sem sjúklingurinn vill ekki endilega.“ Læknirinn „Stjórnmálamenn eru augljóslega ekki hæfir til að taka þetta verk- efni á sig. Þeir eru í einhvers konar fegurð- arsamkeppni á fjögurra ára fresti. […] Læknar hafa verið alltof hræddir hingað til til að sinna þessu. Ef við gerum það ekki þá verða það líklega aðrar heilbrigðisstéttir.“ HVER RÆÐUR? Pétur H. Blöndal Helgi H. Helgason »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.